Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 16
. i i jwMiHMny fWtrjpittMíiibiili ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Lager/verslun Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða strax eða eftir samkomulagi reglusaman og dug- legan mann til lager- og verslunarstarfa. Starfið er mjög umfangsmikið og hentar aðeins vel skiplögðum og duglegum einstaklingi. Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til af- greiðslu Mbl. fyrir 9. febrúar 1996 merktar: „L - 4001“. Skrifstofustarf Óska eftir starfskrafti frá kl. 13-17. Þarf að hafa kunnáttu á Exel, ritvinnslu, góða íslenskukunnáttu, reynslu af skrifstofustörf- um. Símavarsla er hluti af starfinu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, Suðurlandsbraut 20, á mánudag og þriðjudag. Gula bókin. Tölvusamskipti hf. var stofnað 1987. Hjá fyrirtœkinu eru 10 starfsmenn á íslandi og í Þýskálandi. Tölvusamskipti hf. vinnur náið með umboðsmönnum í 20 löndum, aðallega í V-Evrópu, N-Ameríku og Japan. Aðalframleiðsluvara fyrirtœkisins er Skjáfaxið (Object-Fax), sem var útnefnt “The Editors Choice” af PC-Magazine. TÆKNIMAÐUR ERLEND SAMSKIPTI TÖLVUSAMSKIPTI hf. óskar eftir að ráða tæknimann. STARFIÐ felst í samskiptum við erlenda dreifiaðila og aðstoð við uppsetningu og vinnslu við Skjáfaxið. Samskiptin fara aðallega fram á ensku, símleiðis. Um verulega sérhæfíngu er að ræða og því mun viðkomandi fá góða þjálfun á vinnustað. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi brennandi áhuga á tölvumálum auk þess að hafa haldgóða þekkingu á MS-DOS og MS- Windows. Þekking á Novell-netumhverfi er æskileg. Áhersla er lögð á nákvæmni og metnað í öllum vinnubrögðum, þjónustulund og góða samskiptahæfileika. Enskukunnátta er skilyrði. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 9. febrúar n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. VINSAMLEGA ATHUGIÐ! Allar nánari upp- lýsingar um ofangreint starf eru eingöngu veittar hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. Starfsrádningar ehf Mörkiiwi 3-108 Reykjavik Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Cuiný Hariardóttir VELAR& ÞJÖNUSTAhf Vegna nýrra verkefna og aukinnar þjónustu við viðskiptavin sína óska Vélar & þjónusta eftir að bæta við starfsmönnum. ► SKRIFSTOFUMAÐUR Krefjandi og umfangsmikiö starf á skrifstofu, helstu ábyrgðarsvið eru: Umsjón ábyrgðarmála gagnvart erlendum birgjum. Sérþjónusta við viðskiptavini. Viðkomandi þarf að hafa véla- og tækniþekkingu, góða enskukunnáttu og einhverja reynslu af vinnu á tölvu. ► VERKSTJÓRI vinnuvélaverkstæði Krefjandi verkstjórnarstarf á vinnuvélaverkstæði, helstu ábyrgðarsvið eru: ► Dagleg verkstjórn á verkstæðisgólfi Tæknileg úrlausnarefni Viðkomandi þarf að hafa véla- og tækniþekkingu, reynslu af vinnuvélaviðgerðum og helst reynslu af verkstjórn. ► SÖLUMAÐUR varahlutalager Erilsamt þjónustustarf á varahlutalager, helstu ábyrgðarsvið eru: — Þjónusta við viðskiptavini — Afgreiðsla pantana og samskipti við erlenda birgja. Viðkomandi þarf að hafa véla- og tækniþekkingu og ein- hverja enskukunnáttu. I öll þessi störf leitum við að góðum fagmönnum með góða skipulagshæfileika, pjónustulund, mikla samskipta- hæfileika og metnað til að leggja sig fram í starfi. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 12. febrúar 1996 Markaðs- og innheimtumaður Fyrirtæki í Reykjavík,með sérhæfðan rekst- ur, óskar eftir að ráða markaðsmann til öflun- ar nýrra viðskipta og viðhalda þeim viðskipt- um sem fyrir eru. Einnig óskast innheimtu- maður til að innheimta vanskilakröfur. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar af- greiðslu Mbl. fyrir kl. 17 föstudaginn 9. febrú- ar 1996, merktar: „G - 501“. HÓTELSTJÓRI Óskum eftir að ráða hótelstjóra til starfa hjá Hótel Eddu. Um er að ræða sumarstarf, en sumarhótelin eru opin 10. júní - 1. september. Hótel Edda er keðja sumar- og heilsárshótela, sem rekin eru af Ferdaskrifstofu íslands hf í sumar verða rekin 18 hótel hringinn í kring um landiö. Á Edduhótelunum er að hœgt að velja um gistingu í uppbúnum rúmum og eða svefnpokaplássi, einnig veitingasala á öllum hótelunum.. Starfssvið hótelstjóra: • Stjórnun daglegra starfa og ábyrgð á rekstri hótelsins. • Ábyrgð á bókhaldi og fjármálum. • Innkaup. • Starfsmannahald. • Móttaka gesta og umsjón með þjónustu. Við leitum að manni með menntun og/eða reynslu af hótel- og veitingasviði. Krafist er festu og ábyrgðar í stjómun, en jafhffamt þjónustulundar, kurteisi og góðrar framkomu. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Hótel Edda býður starfsfólki sínu föst mánaðarlaun og prósentur af innkomu. Nánari upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Hótelstjóri 078” fyrir 15. febrúar n.k. Hagvangtir hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.