Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN NUAUGÍ YSINGAR Gott sölufólk óskast Tímaritið Nýtt líf óskar eftir vönu sölufólki til að selja áskriftir í gegnum síma á kvöldin og um helgar. Unnið er eftir mjög hvetjandi söluprósentukerfi. Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 18-22 og laugardaga frá kl. 11-17. Ef þú ert góður, reyndur sölu- maður og eldri en tuttugu ára, þá hafðu samband við Unni Magnúsdóttur, í síma 515 5531, mánudag milli kl. 9 og 12. Ú FRÓDI BÓKA & BLAÐAUTCAFA Héðinshúsi, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Ritari á lögfræðistofu Lögfræðistofa í Reykjavík óskar eftir að ráða ritara til almennra ritarastarfa, þ.m.t. sím- vörslu, móttöku og umsjón með innheimtum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af IL Plus innheimtukerfinu. Umsóknum, ásamt persónuupplýsingum m.a. um menntun og fyrri störf, óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17 miðvikudaginn 14. febrúar 1996, merktum: „Ritari - 599“. Mosfellsbær Leikskólakennarar óskast sem fyrst til starfa við leikskólann Reykjakot. Eir nig kemur til greina að ráða starfskraft með aðra uppeldismenntun eða með reynslu í leikskólastarfi. Upplýsingar gefa leikskólastjóri, sími 566 8606, og leikskólafulltrúi, sími 566 8666. Leikskólafulltrúi. FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Sfðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Ný dagdeild fyrir aldraða heilabilaða við Lindargötu 59, Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunardeildarstjóra við nýja dag- deild fyrir aldraða með heilabilun er laus til umsóknar. Á næstunni verður tekin í notkun ný dag- deild fyrir aldraða með heilabilun. Deildin verður rekin í tengslum við félags- og þjón- ustumiðstöð aldraðra við Lindargötu 59 og gert er ráð fyrir að 18 einstaklingar geti ver- ið þar hverju sinni. Deildin verður opin 5 daga í viku. Hjúkrunardeildarstjóri verður faglega ábyrg- ur fyrir starfsemi deildarinnar. Starf deildar- stjóra felst m.a. í uppbyggingu, daglegri stjórnun og skipulagningu á deildinni, sem heyrir að öðru leyti rekstrar- og stjórnunar- lega undir félags- og þjónustumiðstöðina. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum skal skila til félags- og þjón- ustumiðstöðvar aldraðra við Vitatorg, Lindar- götu 59, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Sigrún Karlsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustusviðs, og Sig- urbjörg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldrunar- þjónustudeildar, í síma 5 888 500. Pláss óskast Vanur skipstjóri óskar eftir föstu eða afleys- ingaplássi sem skipstjóri eða stýrimaður. Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „A - 44“. Bakari óskast Bakari óskast til starfa í vaktavinnu í stóru bakaríi. Vinsamlega skilið umsóknum inn á af- greiðslu Mbl., merktum: „Bakari - 0296". Umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tölvusnillingur! Leitað er að starfskrafti með góða undir- stöðuþekkingu. Starfið snertir m.a. vélbúnað og hugbúnað PC tölva. Verkfræðimenntun eða önnur menntun á háskólastigi er æski- leg, en allar umsóknir verða skoðaðar vel. Svör sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Tölvur - 7915“, fyrir 8/2. Ljósritunarvéla- viðgerðir Óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst mann, helst vanan viðhaldi á Ijósritunarvélum og öðrum skrifstofutækjum. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. febrúar, merkt: „Vanur - 15946“. Símavarsla Fyrirtæki á Ártúnshöfða óskar eftir vönum og líflegum starfsmanni sem fyrst til síma- vörslu o.fl. Vinnutími frá kl. 12-18. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir 8. febrúar, merktar: „Símavarsla - 0195“ STALSMIÐJAN HF. Óskar eftir að ráða verkfræðing tæknifræðing til starfa. Starfssvið: • Tilboðsgerð, gerð kostnaðar- og verkáætlana og eftirlit með verkum. • Tilfallandi hönnunar- og teiknivinna vegna skipaviðgerða og almennra málmiðnaðarverkefna. Við leitum að skipa- eða vélaverkfræðingi/tækniffæðingi. Æskileg reynsla í skipa og/eða málmiðnaði. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf merktar "Skipaviðgerðir 048” fyrir 10. febrúar n.k. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Borgarbókasafn Reykjavíkur Stöður bókasafnsfræðinga, þ.á m. staða deildarstjóra og bókavarðar eru lausar til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist borgarbókaverði fyrir 12. febrúar 1996. Upplýsingar eru veittar í síma 552 7155. Laus staða Staða skipatæknifræðings á tæknideild Sigl- ingamálastofnunar ríkisins er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Hjartarson, deildarstjóri tæknideildar, í síma 552 5844. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Siglingamála- stofnuri eða samgönguráðuneytinu fyrir 9. febrúar 1996. Siglingamálastofnun ríkisins. Tollstjórinn f Reykjavík auglýsir Laust er til umsóknar starf endurskoðanda í tollheimtudeild. Laun samkvæmt kjara- samningi SFR, launaflokkur 506-244. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra á skrifstofu embættisins, Tryggvagötu 19, Reykjavík, fyrir 29. febrúar nk. Reykjavík, 1. febrúar 1996. Tollstjórinn í Reykjavík. FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR YFIRVERKSTJÓRL Fiskiðjan Skagfírðingur h.f. óskar eftir að ráða yfirverkstjóra til starfa. Við leitum að manni með reynslu í verkstjóm og saltfískmati til að stjóma vinnslu og mati. Leitað er að áhugasömum einstaklingi til framtíðarstarfa hjá fyrirtækinu. Vinnslan felst í flatningu á þorski og einnig móttöku og pökkun sjósaltaðs fisks. Skreiðarvinnsla þ.m.t. hausaþurrkun fellur ekki undir yfírverkstjóra í saltfíski. Nánari upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Fisk 071” fyrir 10. febrúar n.k. Hagvangur hf Skeífunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.