Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BPflLBÍLflSftLM * STOFNUÐ 1955 v/Miklubraut s. 551 7171 1.JEEP CHEROKEE LAREDO árg. 1985. Bíll í sérflokki. Verð kr. 850.000,- 2.M.BENZ190E árg.1991. Fallegur bíll með miklum aukabúnaði. Verð kr. 2.150.000,- 3. FORD BRONCO árg. 1985. Óbreyttur, snyrtilegur bíll. Verð kr. 650.000,- 4. SUZUKIVITARA JLXI árg. 1992. Vel með farinn bíll. Einn eigandi. Verðkr. 1.390.000,- 5. SUZUKI FOX árg. 1985. Mikið endursmíðaður bíll. Verð kr. 980.000. 6. M. BENZ 200 árg. 1990. Semnýr utan sem innan. Verð kr. 2.150.000,- M. BENZ 350SDL TURBO árg. 1991, ek. 140 þús. km. Verð kr. 3.500.000,- M. BENZ 300TE árg. 1987, ek. 149 þús. km. Verð kr. 2.150.000,- M. BENZ 300E 4 MATIC ST. árg. 1988, ek. 200 þús. km. Verð kr. 2.900.000,- M.BENZ300D árg. 1986, ek. 653 þús. km. Verð kr. 850.000,- M. BENZ300D árg. 1986, ek. 415 þús. km. Verð kr. 1.250.000. M. BENZ260E árg. 1992, ek. 78 þús. km. Verð kr. 3.580.000,- mviguiiumi SUZUKI Baleno er látlaus bíll og snyrtilegur. Baleno með aldrifi á hagstæðu verði Framstólar Vinnsla Lipur Vélarhljóð SUZUKI Baleno stallbakur með sítengdu aldrifi er nú fáanlegur hjá Suzuki bílum hf., en Baleno kom nýr fram á sjónarsviðið á síðasta ári i og er fyrsti bíllinn frá Suzuki —% sem er af millistærð en fyrir I utan jeppana má segja að Suzuki hafi einbeitt sér að • framleiðslu smábíla. Baleno er vel heppnaður bíll, ágæt- U| lega búinn og með aldrifinu fig kemur hann á íslenskan markað á hagstæðu verði, kr. 1.595.000, með ágætlega aflm- ikla 100 hestafla 1600 rúmsenti- metra vél og er Baleno viðmóts- þýður bíll í alla staði. Með þessum bíl getur Suzuki nú boðið breiða línu af bílum sem hentar einstakl- ingum og fjölskyldum af ýmsum stærðum og gerðum. Við fjöll- um um aldrifsgerðina hér í dag. Baleno er snyrtilegur bíll og látlaus. Áv- alar og sveigð- ar línur bílsins eru áferðarfal- legar en fram- leiðenrjur hafa ekki verið með neina tilburði til framúr- stefnu eða frumlegheita, Baleno er einfaldlega venjulegur bí!l fyrir venjulegt fólk. Luktir að framan eru lágar og breiðar, vatnskassa- hlífin lítil, framrúðan allstór og hliðarrúður ágætlega stórar. Fín- legur hliðarlisti nær milli hjóla og aftur eftir bílnum er neðri glugga- línan nokkuð rísandi. Góður hllðarstuðnlngur Innra skipulag er hefðbundið í Baleno. Mælaborðið er undir boga- myndaðri hlíf og hægra megin við það, framan við farþegasætið er hanskahólf og rými fyrir líkn- arbelginn, milli sætanna gírstöng- in, miðstöðvarstillingar neðst á miðjusvæðinu, útvarpið þar fyrir ofan og síðan rofar fyrir rafmagn í afturrúðu og fleira. Hraða- og snúningshraðamælar eru á sínum stað og aðrir hefðbundnir mælar, ljósarofi á armi vinstra megin við stýrið og þurrkumar hægra meg- in. Framsætin eru með góðum hliðarstuðningi bæði við bak og læri og venjulegum stillingum og ökumannssætið með hæðarstill- ingu einnig. Höfuð- og fótarými er ágætt og gildir það einnig um aftursætisrýmið. Það sem helst virkar truflandi er að það er allt að því þröngt að setjast inn í öku- mannssætið, m.a. vegna hliðarp- úðanna í sætinu en þegar ökumað- ur er sestur og fer að búa sig undir aksturinn þá er ekkert að. Meðal innri búnaðar má nefna að hægt er að stilla hæð ökuljósa, FRAMSÆTIN veita sérlega góðan hliðarstuðning og bíllinn er búinn Iíknarbelgjum fyrir ökumann og farþega. VÉLIN vinnur vel og er eyðslan í þéttbýlisakstri hátt í 10 lítrar á hundraðið. EKKI er afturendinn beint langur eða mikill en farang- ursrýmið gleypir samt 346 lítra. opna má farangursrými úr öku- mannssæti, rúðuvindur eru rafkn- únar og speglastillingin sömuleiðis og bíllinn er með samlæsingu. Ökumaður er ekki lengi að venjast Baleno því allt er vel og þægilega staðsett og hann hefur alla mögu- leika á að koma sér vel fyrir. Það er aðeins umgangurinn sem virkar þröngur og þarf dálítinn tíma til að venjast - og vel að merkja það gildir ekki um aftursætin. í Baleno er fjögurra strokka, 1.600 rúmsentimetra, 16 ventla vél með fjölinnsprautun og hún er 99 hestöfl. Þetta er ágætlega rösk vél, gefur að vísu ekkert ofursnöggt viðbragð en vinnur vel og skilar þægilegum afköstum í öllum venjulegum aðstæðum. Hún er heldur hávær eða vélar- og vegahljóð verða heldur mikil þeg- ar ekið er á þjóðvegi þannig að þótt samræður truflist lítið getur þurft að hafa útvarp óþægilega hátt. Enda eru hátalarar frammí kannski ekki nógu vel staðsettir. rakstrinum en geti vel farið niður undir 6 lítra á jöfnum þjóðvega- hraða eins og sá sjálfskipti með eindrifi. Fjöðrun er sjálfstæð á hveíju hjóli og er bæði þægileg og er ekki annað að finna en að veggrip sé með ágætum og reynd- ist bíllinn ágætlega stöðugur á holóttum malarvegi og hálum. Suzuki Baleno er meðfærilegur og þægilegur bíll í hvers kyns akstursaðstæðum. í þéttbýlinu er hann lipur og fínnst ekki að marki neinn stirðleiki með aldrifið þótt verið sé að skaka honum og snúa á þurrum stæðum. Útsýni og spe- glasýn eru með ágætum, gírskipt- ingin er lipur og bíllinn leggur vel á - allt eru þetta atriði sem gera hann geðugan í asa og streitu borgarumferðarinnar. Á þjóðvegi er bíllinn rásfastur eins og fyrr segir og þótt ekki hafí þurft að kvarta undan Baleno með eindrifi er ekki nema eðlilegt að þessi gerð með sítengda aldrifinu slái honum við. Það er óhætt að bjóða honum talsvert mikið bæði á holóttum vegum og háiku þótt vitanlega skuli menn ekki reyna þetta um of í blindri trú! En Baleno er stöð- ugur. Rásfastur Hagstætt verA Eyðsla er sögð 8,5 1 og 9,7 í þéttbýlisakstri fyrir handskiptan og sjálfskiptan bfl, þ.e. eindrifsbíl- inn. Gera má ráð fyrir að sá með aldrifíð eyði hærri tölunni í bæja- Baleno með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.595.000 og er skrán- ing, númer og verksmiðjuryðvöm innifalin. Umboðið mælir þó með að menn taki viðbótarryðvörn með Suzuki Baleno GLX í hnotskurn Vél: fjórir strokkar, 1.600 rúmsentimetrar, 16 ventlar, 99 hestöfl, fjölinnsprautun. Sítengt aldrif. Fimm manna. Vökvastýri - veltistýri. Styrktarbitar í hurðum. Líknarbelgir hjá ökumanni og farþega í framsæti. Rafstýrðar rúðuvindur. Rafstillanlegir hliðarspeglar. Samlæsingar. Hæðarstilling ökumanns- sætis. Hæðarstilling öryggisbelta. Lengd: 4,19 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,39 m. Hjólhaf: 2,48 m. Þyngd: 1.405 kg. Hjólbarðastærð: 175/70 R13. Stærð farangursrýmis: 346 lítrar. Stærð bensíntanks: 51 lítri. Staðgreiðsluverð kr.: 1.595.000. Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. 8 ára ábyrgð sem kostar 19 þús- und krónur. En verðið er hiksta- laust hagstætt því bæði er Baleno fullvaxinn bíll og með ágætlega röska vél en hann er líka með ríku- legan búnað. Fyrir utan það sem áður er nefnt með rafstýringu á rúðum og hliparspeglum má nefna líknarbelgina, hæðarstillingu öku- mannssætis, upphituð framsæti, vasa í framsætisbökum, ljós í far- angursrými, útvarp með segul- bandi, skolsprauta fyrir framljós og fleira. Baleno er því tvímæla- laust góður kostur þegar menn leita aldrifsbíls til að fara allra sinna ferða af öryggi um sveitir og borgir. Ábendlng í lokin mætti svo koma með þá ábendingu til sumra ökumanna að þeir mættu staldra við í eins og tvær sekúndur og athuga sinn gang áður en þeir yfírgefa bílinn næstum hvar sem er. Það getur verið hreint ótrúlegt að sjá menn hlaupa frá bíl sínum á götuhorni, á gangstéttum, nánast ofan í verslunardyrum eða innkeyrslum og trufla þannig og tefja umferð um gangstéttir og byrgja mönn- um sýn. Viðkvæðið er yfirleitt að þetta sé í lagi af því að menn ætla „aðeins að skreppa" og verða „enga stund“ en þeir gleyma því að aðrir eru líka á ferðinni og þeir truflast - kannski í tvennum skilningi. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.