Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 1
64SÍÐUR B 30.TBL. 84.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kínverjar sagðir undirbúa heræf- ingar við Tævan Hong Kong, Taipei, Washington. Reuter. DAGBLAÐIÐ Sing Tao í Hong Kong greindi frá því í gær að Kínveijar hygðust hefja miklar heræfmgar á strandsvæðum gegnt Tævan síðar í þess- ari viku. Sagði blaðið að 400 þúsund hermenn úr land-, flug- og sjóher Kína myndu taka þátt í æfingunum. í dagblaðinu Washington Post sagði að 40 skip og 100 flugvélar myndu taka þátt í þeim. í Sing Tao sagði að æfing- arnar bæru því vitni að kínverski herinn hygðist koma í veg fyrir að Tævan lýsti yfir sjálfstæði og væru Lee Teng-hui, forseta Tævans, viðvörun um að „ganga ekki of langt veginn til sjálfstæðis“. Finna fæð- ingarstað Búdda Katmandú. Reuter. FORNLEIPAFRÆÐINGAR hafa fundið fæðingarstað Búdda, lítinn klefa undir fornu hofí í Suðvestur-Nepal. Sher Bahadur Deuba, forsætisráð- herra landsins, sagði, að þar með væri öllum vafa og deilum um fæðingarstað trúarleiðtog- ans lokið. Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna, sem fann stað- inn fimm metrum undir May- adevi-hofinu í Lumbini, 350 km suðvestur af Katmandú. Fornleifafræðingamir fundu bautastein á palli, sem hlaðinn var úr sjö múrsteinslögum, og er hann frá því á valdatíma Ashoka keisara en hann réð yfír mestöllum Indlandsskaga og kom til Lumbini 249 f. Kr. Stjórnvöld í Nepal í samvinnu við búddatrúarmenn í Japan og Sameinuðu þjóðirnar hyggjast gera Lumbini að miklum ferða- manna- og pílagrímastað. Tsjerno- mýrdín ekki áförum Moskvu. Reuter. VÍKTOR Tsjernomýrdín forsætis- ráðherra Rússlands kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi og vísaði þar á bug orðrómi þess efnis að brott- vikning hans úr starfi væri yfirvof- andi. Tsjemomýrdín hvílist nú í Sotsjí við Svartahaf. Er hann var spurður hvort hann biði þess að Borís Jelts- ín gerði það upp við sig hvort hann héldi forsætisráðherranum eða viki honum úr starfi, svaraði Tsjerno- mýrdín því til, að hann væri að safna kröftum fyrir „komandi átök“. Hann sagði að umbótum yrði haldið áfram og breytingar, sem gerðar hefðu verið á ríkis- stjórninni, myndu engu breyta í þeim efnum. Þó sagði Tsjernomýrdín, að breytingarnar, sem þjððin hefði gengið í gegnum á undanförnum fímm árum, hefðu verið erfíðar og bætti við: „Umbæturnar ættu ekki að vera svo dýru verði keyptar." Kínveijar efndu fjórum sinnum til heræfínga undan Tævan 1995 og er ætlunin að binda endahnútinn á þær með fyrirhuguðum heræfing- um, sem eiga að standa í mánuð, að því er Sing Tao hafði eftir ónefnd- um heimildarmönnum. Kínveijar hafa látið mjög ófrið- lega frá því að Lee fór í heimsókn til Bandaríkjanna í júní 1995 og forsetakosningar, sem halda á 23. mars, eru Kínveijum einnig þyrnir í augum. Innrásarhótanir, heræfing- ar og sprengiflaugaskot hafa haft áhrif á efnahag Tævans. Vísitala verðbréfa á Tævan lækkaði um 0,64% í gær þegar frétt dagblaðsins í Hong Kong komst í hámæli. Vísi- talan féll um 27,3% 1995 og hefur fallið um 7,5% frá áramótum. Rýrir virðingu Kína „Á meginlandinu segja þeir að her þeirra sé öflugur og þeir muni gera hitt og þetta við Tævan," sagði Lee í sjónvarpsávarpi. „Því oftar sem þeir segja þetta, þeim mun minni virðingu mun umheimurinn bera fyrir þeim.“ Samskipti háttsettra embættis- manna Tævans og Kína hafa legið niðri síðan Lee fór til Bandaríkj- anna, en útvarpið í Taipei á Taiwan hafði á sunnudag fyrir satt að þau myndu hefjast á ný eftir forseta- kosningarnar. Reuter * Avaxta- uppskera í hættu KULDAKAST er nú á Flórída og er stór hluti ávaxta- og blóma- uppskeru farinn forgörðum vegna ísingar. Appelsínutré eru klakabrynjuð, lauf hefur fallið og nýgróður dauður. Bændur kepptust við að tína ber og skera grænmeti um helgina til að bjarga sem mestu áður en frostið lagðist yfir á sunnudag. Víða er alvarlegt ástand í Bandaríkjun- um mið- og austanverðum vegna kulda og snjóa. í gær mældist metfrost í Charleston í Suður- Karólínu, Jackson í Mississippi, Birmingham i Alabama, Roanoke í Virginíu og Baltimore í Mary- landríki. Myndin var tekin á app- elsínuökrum í norðanverðu Flórídaríki í gær. Þar hafa app- elsínubændur, sení eru um 12.000, orðið fyrir verulegu tjóni vegna frostsins. Mun það einnig koma niður á uppskeru næsta árs. ■ Miklir kuldar/19 Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands Varar við blóðbaði nái kommúnistar völdum London, Davos. Reuter. ANATOLÍJ Tsjúbaís, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, varaði í gær við blóðbaði í landinu ef kommúnistar kæmust til valda. Þá sagði hann stjórnina í Moskvu vera í þann veginn að leggja út í fyrirhyggjulausan fjáraustur vegna forsetakosninganna í sumar og með þeim afleiðingum ein- um, að allt, sem áunnist hefði í efnahagsmálunum, færi forgörðum. Reuter Einkareknar j árnbrautir ÞÁTTASKIL urðu í rekstri járnbrauta í Bretlandi í gær er einkafyrirtæki hófu rekstur sumra leiða. Var myndin tekin er fyrsta lestin ók inn á Waterloo- stöðina og hefur Sir George Young, samgönguráð- herra Breta, stungið höfðinu út um dyr einareiðar- innar. Járnbrautirnar voru þjóðnýttar fyrir 47 árum en sljórn íhaldsflokksins er nú önnum kafin við að einkavæða þær á ný. Verður kerfinu skipt milli 25 fyrirtækja. Rekstur þriggja svæða hefur verið seld- ur og er búist við því að útboðum vegna hinna 22 verði lokið á þessu ári. Sir George sagði daginn í gær marka upphaf bættrar þjónustu járnbrautanna. Tsjúbaís, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, rak úr embætti í síðasta mánuði, sagði í Davos í Sviss, að vestrænir kaupsýslumenn, sem létu Gennadíj Zjúganov, leiðtoga rússn- eskra kommúnista, telja sér trú um, að hann væri hófsamur, féllu fyrir „hinni sígildu kommúnistalygi". Tveir Zjúganovar „Þeir eru tveir Zjúganovamir, annar fyrir útlönd og hinn til heimabrúks," sagði Tsjúbaís á fréttamannafundi þar sem hann vitnaði i samþykktir rúss- neska kommúnistaflokksins og ræður Zjúganovs, sem eru eins og enduróm- ur af viðhorfum sovéttimans. „Mín skoðun er, að stefna af þessu tagi muni leiða til mikils blóðbaðs í Rússlandi," sagði Tsjúbaís á alþjóð- legu efnahagsráðstefnunni í Davos. Tsjúbaís sagði, að erlendir fjár- festar í Rússlandi ættu á hættu að tapa öllu sinu fé og vitnaði í stefnu- skrá rússneska kommúnistaflokksins þar sem hvatt er til þjóðnýtingar flestra atvinnugreina í landinu. Sagði hann það mundu verða fyrsta verk kommúnista, kæmust þeir til valda, að koma böndum á fjölmiðlana. og eftir það væri komið að því að fang- elsa pólitíska andstæðinga. í grein eftir Tsjúbaís, sem birtist í breska blaðinu Financial Times í gær, segir hann, að ríkisstjórn Jelts- íns hyggist ausa út fé á báðar hend- ur vegna forsetakosninganna í júní. Afleiðingin gæti orðið bankahrun, kreppa á rússneskum fjármálamark- aði og gert að engu viðræður við Parísarhópinn, þ.e. lánardrottna Rússa, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.