Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 2

Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ i FRÉTTIR Nýjar aðferðir við altarisgöngu draga úr messuvínsnotkun Messuvín tvö- faldast í verði MESSUVÍN hefur hækkað á síðustu misserum úr 800 krón- um flaskan í um 1.200 krónur. Útlit er fyrir að á næstunni hækki messuvínið enn frekar og verðið verði í kringum 1.600 krónur flaskan. Höskuldur Jónsson, for- stjóri Afengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, segir að messu- vín hafi hækkað í kjölfar þess að ÁTVR hætti framleiðslu þess þegar framleiðsluhluti fyrirtækisins var seldur. Verðið hafi verið í kringum 800 krónur flaskan, sem nokk- urn veginn hafi verið sá kostn- aður sem fylgdi framleiðsl- unni, en það hafi verið venjan frá fornu fari að leggja ekki á þessa framleiðsiu. Gott Madeiravín valið ístaðinn í staðinn hafi verið valið gott Madeiravín til nota sem messuvín og í þeim efnum hafi verið leitað fyrirmyndar í Sví- þjóð. Við þetta hafi verðið hækkað í um 1.200 krónur þrátt fyrir að áfengisgjald hafi ekki verið lagt á messuvinið. Nú bættist það við að lögum um innflutning á áfengi hefði verið breytt 1. september í fyrra. Nú væri áfengisgjald innheimt í tolli og væri ekki lengur hluti af álagningu fyr- irtækisins eins og verið hefði. Engar heimildir væru í lögum eða reglugerðum til þess að undanskilja messuvín þessu gjaldi og því væri útlit fyrir að það myndi hækka í um 1.600 krónur flaskan þegar þær birgðir sem til væru í landinu væru uppurnar. Ekkirættá prestafundum Séra Ragnar Pjalar Lárus- son prófastur sagði að hækkun á messuvíni hefði ekki verið rædd á þeim prestafundum sem hann hefur sótt undanfar- ið. Hann sagði nýjar aðferðir við altarisþjónustu hafa dregið verulega úr messuvínsnotkun. Séra Ragnar tók dæmi af sinni sóknarkirkju, Hallgríms- kirkju, þar sem altarisganga er viðhöfð hvern sunnudag. í stað þess að fólk bergi af kal- eiknum dýfir það oblátunni í Morgunblaðið/Ámi Sæberg NÝJAR aðferðir við altaris- þjónustu gera að verkum að verðhækkun á messuvini skiptir kirkjuna minna máli en ella, að sögn séra Ragnars Fjalars Lárussonar. bikarinn. Með þessum hætti gengur athöfnin greiðar og einnig fer mun minna af messuvíni en áður. Séra Ragn- ar sagði þennan hátt viðhafðan í mörgum fleiri kirkjum. Hann taldi ólíklegt að Þjóðkirkjan gripi til einhverra aðgerða vegna verðhækkunar á messu- víni. Nýr framkvæmdastjóri Almannavarna Starfið leggst mjög vel í mig „AÐ SKIPTA um starf og flytja aftur til ís- lands er auðvitað breyting fyrir mig. Ég verð að breyta lífshátt- um mínum töluvert og get t.a.m ekki stundað aðaláhugamál mitt, fallhlífastökk, eins og ég vildi. Hins vegar leggst starfið mjög vel í mig,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir nýskip- aður framkvæmda- stjóri almannavama- ráðs frá 1. apríl nk. Sólveig stundaði nám í byggingarverk- fræði við Háskóla íslands og lauk MS-gráðu í jarðskjálftaverkfræði frá John Hopkins-háskóla í Baltimore árið 1991. Síðan hefur hún starfað við björgunarstörf eftir náttúruham- farir, haldið fyrirlestra, skrifað hand- bók um rústabjörgun o.fl. Nú vinnur hún á vegum fyrirtækisins EQE Int- ernational að rannsóknum á afleið- ingum jarðskjálfta. Sólveig hefur verið búsett í Banda- ríkjunum undanfarin ár. „Ég hef fylgst töluvert með almannavörnum á Islandi héðan og hef ákveðnar skoðanir á þeim. Eins og alltaf þegar nýir menn taka við af öðrum verða breytingar. Maður fær tækifæri til að kynnast landi og þjóð mjög náið því að fátt í samfélaginu snertir ekki almanna- vamir á einn eða annan hátt,“ sagði hún og tók fram að vinna að snjó- flóðavömum hefði án efa forgang fram yfír mörg önnur verkefni þegar hún tæki við. Sólveig er fædd 1. júní árið 1961 og er því að- eins 34 ára gömul. „Ég býst við að sumum hafi fundist ég frekar ung fyrir starfið. Mér hefur hins vegar tekist að kynnast mjög mörgu sem tengist starfínu enda eru mörg ár frá því að ég ákvað að helga líf mitt björgun eftir nátt- úmhamfarir. Ég byijaði ung í björg- unarsveit og langaði til að sameina áhugamálið og námið í verkfræði. Þegar ég var að horfa á björgunarað- gerðir eftir jarðskjálftann í Mexíkó í september árið 1985 áttaði ég mig á því að ég gæti gert það. Síðan hefur þetta undið upp á sig,“ sagði Sólveig. Sólveig er ógift og bamlaus. For- eldrar hennar eru Bima Friðriksdótt- ir og Þorvaldur Veigar Guðmunds- son. Hafþór Jónsson, fulltrúi Al- mannavarna ríkisins, hefur verið settur í starf framkvæmdastjóra þangað til Sólveig tekur við því. Sólveig Þorvaldsdóttir Fyrsti snjómokstur árs- ins í Reykjavík í gær Góðviðri í haust spar- aðistórfé FYRSTI snjóadagur ársins var í höfuðborginni í gær. Talsverðar taf- ir urðu í umferðinni af þeim sökum í gærmorgun þegar fólk var á leið í vinnu. Kostnaður við snjómokstur fór langt fram úr áætlun hjá Vega- gerðinni á síðasta ári en var nokkuð undir áætlun hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri Reykjavíkur, segir að kostnaður við snjómokstur á síðasta ári hafi verið áætlaður 100 millj. kr. en hafi í raun orðið 75-80 milljónir. Tímabilið frá áramótum og fram á vor hafí verið ósköp venjulegt, sparnaðurinn liggi í þeim langa hlý- indakafla sem komið hafi í haust. Sigurður segir árið hafa farið vel af stað, dagurinn í gær hafí verið fyrsti dagurinn sem eitthvað væri um að vera. Morgunninn hafí þó verið nokkuð erfíður vegna þess að það gerði él eftir að búið var að salta en mannskapurinn fer út klukkan íjögur. 350 millj. yfir áætlun hjá Vegagerðinni Vegagerðinni voru ætlaðar 610 milljónir króna til snjómoksturs á síðasta ári en þær dugðu engan veg- inn og kom árið afar illa út. Að sögn Hannesar Más Sigurðssonar, for- stöðumanns Hagdeildar Vegagerð- arinnar, nemur kostnaður tæplega 951 milljón. Vegagerðin fékk 200 milljónir á fjáraukalögum en grípa þarf til sérstakra ráðstafana innan Vegagerðarinnar vegna þeirra rúmu 140 milljóna sem á vantar. Hannes segir að árið í ár hafí farið mjög vel af stað, janúar hafi verið mjög hagstæður. Ekki sé þó enn ljóst hversu miklum fjármunum eigi að veija til snjómoksturs á árinu vegna þess að Vegaáætlun fyrir árin 1995-1998 sé í endurskoðun. Hann segist þó reikna með að upphæðin verði um 660 milljónir króna. Bandarískt tímarit fjallar um aðgerðir gegn ofnotkun sýklalyfja á íslandi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tregadúfa í Eyjum AMERÍSK dúfa, sem að fróðra manna tilgátu er talin vera trega- dúfa (Mourning Dove), var gómuð í Vestmannaeyjum 19. október. Verði greining hérlendra fugla- skoðara staðfest er þetta í annað sinn sem þessi dúfutegund finnst í Evrópu. Hin tregadúfan fannst á eynni Mön í haustið 1989. Áð sögn fuglaskoðara hefur sjaldan eða aldrei áður sést annar eins fjöldi tegunda og einstaklinga ameriskra flækingsfugla í Vestur- Evrópu og í haust er leið. Hér á landi sáust margar tegundir víða um land. Varði þessi fuglaheim- sókn frá septembermánuði fram í nóvember síðastliðinn. Neyðarbíll í árekstri NEYÐARBÍLL Slökkviliðsins í Reykjavík lenti í árekstri við fólksbíl á mótum Arnarbakka og Breiðholtsbrautar kl. 21.37 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var sjúkrabfllinn að fara yfír í forgangsakstri á rauðu ljósi en fólksbfllinn á grænu ljósi. Báðir bflamir voru á lítilli ferð. í sjúkrabílnum var mikið veikur sjúklingur og tveir sjúkraflutningamenn og í fólks- bílnum ökumaður og farþegi. Engin slys urðu á fólki og hélt sjúkrabíllinn leiðar sinnar eftir að lögregla kom á staðinn. Fólksbíllinn skemmdist talsvert en sjúkrabíllinn lítið. Gefur tilefni til bjartsýni í baráttu við ónæma sýkla BANDARÍSKA tímaritið Journal of the American Medical Associati- on (JAMA) birti í janúar grein um rannsóknir, sem 'gerðar hafa verið hér á íslandi og benda til þess að með því að draga úr notkun sýkla- lyfja megi hafa áhrif á útbreiðslu ónæmra sýkla. í leiðara blaðsins, sem lét taka saman greinar um alþjóðleg vandamá! í heilbrigðis- málum er birtust í 86 tímaritum um allan heim, sagði að nokkrar greinanna gæfu tilefni til bjart- sýni^ þar á meðal niðurstöðurnar frá Islandi. „Til dæmis á íslandi hefur dregið úr notkun sýklalyfja, sem rekja má til opinberrar fræðslu og lagasetn- ingar og hefur leitt til þess að tíðni ónæmra pneumókokka hefur minnkað," segir í leiðaranum. í grein JAMA er rætt við Karl G. Kristinsson sýklafræðing, sem vinnur við rannsóknir á sýkladeild Landspítalans, og haft eftir honum að áróðursherferð jafnt meðal al- mennings og lækna hafi lagt horn- steininn að því að draga úr notkun sýklalyfja auk laga um að sjúkling- ar utan sjúkrahúsa yrðu að greiða slík lyf að fullu. Karl sagði í samtali við Morgun- blaðið að greinin í JAMA, sem birt- ist 17. janúar, hefði þegar vakið nokkra athygli og sér hefði verið boðið að halda fyrirlestur á árs- fundi sýklafræðinga og smitsjúk- dómalækna á Bretlandi í apríl. Ýmsar tegundir sýkla eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum á borð við penicillín. Þar ber hæst svo- nefndan lungnabólgusýkil eða pneumókokk, sem getur ýmist verið ónæmur fyrir einni gerð sýklalyfja eða mörgum, en einnig má nefna enterókokk, sem dæmi eru til að ekkert hafi hrinið á. Pneumókokkur veldur eyrnabólgu, skútabólgu í kinnholum og ennisholum, lungna- bólgu og í einstaka tilfelli heila- himnubólgu. Endalok undralyfjanna? Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það hvað þessi þróun boði. Hin- ir svartsýnustu vísa til ástandsins fyrir daga penicillíns þegar engin leið var að stemma stigu við sjúk- dómum á borð við berkla og lungna- bólgu. Vikuritið Newsweek birti fyrir nokkru forsíðugrein með fyrir- sögninni „Sýklalyf: endalok undra- Iyfjanna?" Karl G. Kristinsson sagði að menn hefðu haft uppi varnaðarorð allt frá því að penicillín kom til sögunnar í heimsstyrjöldinni síð- ari. Eftir að hinn svokallaði penic- illín-ónæmi pneumókokkur kom fram hafi þeim, sem segja að tími sýklalyfjanna sé að líða undir lok, fjölgað. Onæmur pneumókokkur fannst fyrst á Islandi árið 1988 og árið 1991 varð sprenging í tíðni hans. Arið 1989 töldust 2,8% sýkinga af völdum pneumókokka vera af völd- um hins ónæma afbrigðis. Hlutfall- ið náði hámarki árið 1993 þegar 20% sýkinga voru raktar til ónæmra pneumókokka. 1994 lækkaði hlut- fallið hins vegarog reyndust ónæm- ir pneumókokkar hafa valdið 16,4% sýkinga. i I i L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.