Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 4

Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþýðusambandið mótmælir hækkun á vörugjaldi af bensíni Sundurliðun á bensínverði Bensín 92 oktan, 1 lítri kr. 68,30 vegagjold v.S.K. 9,00 kr Innkaupsverð 0,7% Flutningsjöfnunargj. |0,50 kr. Annað, r-------------Illl9kr t.d. dreiflngakostn., álagning ofl. ’ 3 Kr' 70% af verði hvers bensínlítra renna í ríkissjóð Ákveðið að leggja niður embætti húsameistara ríkisins Sextán starfsmenn hætta um áramót FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ákveðið að leggja niður embætti húsameistara ríkisins frá og með næstu áramótum. Sextán manna starfslið stofnunarinnar mun þá ljúka störfum. Hluta þeirrar starf- semi, sem húsameistari hefur haft með höndum, verður framvegis sinnt af þremur mönnum í forsætisráðu- neytinu. Ekki hagkvæmt að breyta Á vegum forsætisráðuneytisins hefur verið unnið að endurmati á hlutverki embættis húsameistara ríkisins. Við upphaf þeirrar vinnu var ákveðið að stefna að því að hætta eiginlegri hönnunarvinnu hjá embættinu en fela hana sjálfstætt starfandi arkitekum. Endurmatið hefur beinst að því hvort hagkvæmt væri að fela húsameistara önnur verkefni, til dæmis ráðgjöf um hús- næðismál ríkisins, forhönnun og yf- irstjórn hönnunarvinnu og eftirlit með húseignum. í fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu kemur fram að á und- anförnum árum hefur orðið sú þróun að forhönnun og yfirstjórn hönn- unarvinnu hefur í vaxandi mæli ver- ið sinnt á vegum einstakra ráðu- neyta eða stofnana sem aftur hafa leitað eftir sérfræðiþjónustu hjá starfandi fyrirtækjum. Að athuguðu máli þyki ekki ráðlegt né hagkvæmt að færa öll verk á þessu sviði til einnar stofnunar og þau geti því ekki orðið grundvöllur að starfsemi embættis húsameistara ríkisins. Það varð niðurstaða endurmatsins að ekki væru forsendur fyrir því að starfrækja embætti húsameistara áfram sem sérstaka ríkisstofnun. „Þess vegna hefur verið ákveðið að stofnunin verði lögð niður frá og með næstu áramótum og starfsfólk ljúki störfum frá og með þeim tíma. Þessi ákvörðun er kynnt með góðum fyrirvara. Með því hefur starfsfólk embættisins meiri fyrirvara til þess að bregðast við þessari ráðstöfun auk þess sem aðdragandi að þessari breytingu þarf að vera nokkuð lang- ur þar sem ýmsum verkefnum á vegum embættisins er ólokið. Starfs- fólki embættisins hefur verið kynnt þessi ákvörðun og því veittar upplýs- ingar um sín réttindamál vegna þess, þ.á m. biðlaunaréttindi," segir í frétt ráðuneytisins. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, vildi ekki svara neinum spurningum um þetta mál í gær. í ráðuneytið Hluti þeirrar starfsemi sem nú fer fram á vegum húsameistara verður áfram sinnt í forsætisráðuneytinu. Það á einkum við um ráðgjöf um húsnæðismál Stjórnarráðsins og umsjón með tilteknum húseignum ríkisins. Gert er ráð fyrir því að þrír starfsmenn annist þetta verk. UM 70% af verði hvers bensínlítra rennur í ríkissjóð samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hjá olíufélögunum, en vörugjald á bensíni hækkaði fyrir helgi um 2,6% í samræmi við þróun byggingarvísitölu. Lítrinn af 92 oktana bensíni kostar nú 68,30 krónur og þar af renna í ríkissjóð tæpar 48 krónur. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, gagnrýnir stjómvöld fyrir þessa hækkun vöru- gjaldsins og segir hana ekki í sam- ræmi við þær upplýsingar sem Al- þýðusambandið hafí fengið þegar það hafí leitað eftir því hvaða hækk- anir fælust í fjárlagafrumvarpinu. Þá hafí ekki verið talað um að þessi hækunarheimild yrði nýtt. Hefur áhrif á samskiptin Hann sagði að sér fyndist þessi ákvörðun stjórnvalda táknræn og lýsa óvirðingu í garð samtakanna. Þetta myndi hafa áhrif á sam- skipti ASÍ við stjómvöld og þann trúnað sem þyrfti að ríkja þegar næst yrði sest að samningaborð- inu. Það væri kannski það alvarleg- asta við þessa ákvörðun um hækk- un vörugjaldsins. Benedikt sagði að hvað þetta snerti færi stjórnvöldum líkt og vegprestum, þau vísuðu veginn en færu hann ekki. Þau hvettu til ráðdeildar og hófsemi, en breyttu síðan allt öðru vísi sjálf. Það hefði verið yfírlýst stefna að draga úr áhrifum vísitölutenginga, en ákvæði þessa efnis væru síðan notað til þess að auka skattheimtu og ná þar með meiri tekjum í ríkis- kassann. Benedikt sagði að þessi hækkun hefði áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs á bilinu 0,1-0,2 og það liðkaði ekki til. Líkamsárás á Akranesi Stúlkan á batavegi STÚLKAN, sem varð fyrir lík- amsárás á Akranesi fyrir rúmum tveimur vikum, er á góðum bata- vegi. Stúlkan hefur verið á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur í Fossvogi frá því hún var flutt með þyrlu til Reykjavíkur morguninn eftir að árásin var gerð, aðfaranótt 20. janúar sl. Hún fékk blæðingu inn á heila og var meðvitundarlaus þar til fyrir um einni viku. Síðastliðinn föstudag var hún flutt af gjör- gæsludeild á almenna deild. Að sögn Þóris Ragnarssonar, sérfræðings í heila- og tauga- skurðlækningum, hefur stúlkan sýnt góðar framfarir síðustu daga og segist hann bjartsýnn þótt ekki séð útséð með endanlegan bata hennar. Morgunblaðið/Ásdía Snjóbarðir braggar BRÁÐLEGA hefjast tökur á Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Myndin bygg- ist á tveimur bókum Einars Kára- sonar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Búið er að reisa nýtt braggahverfi við Gróttu á Sel- tjarnarnesi og býr fjölskyldan sem sagan snýst um í Karólínu- bragga. Aðrir braggar eru reistir til að fylla upp í sviðsmyndina við tökur utandyra. Fimm lægstu tilboðunum hafnað í Hringveg, Jökulsá-Víðidalur Líklega samið við Héraðsverk á Egilsstöðum VEGAGERÐ ríksins hefur hafnað fímm lægstu tilboðunum í Hring- veg, Jökulsá-Víðidalur. Líkur eru á að samið verði við Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum, sem átti sjö- unda lægsta tilboð í verkið, að sögn Sigurðar Oddssonar, deildar- stjóra framkvæmdadeilar Vega- gerðarinnar á Akureyri. Klæðning hf. í Garðabæ átti sjötta lægsta tilboðið en þar sem fyrirtækið er með það mörg verk í gangi, er lík- legt að það falli frá tilboði sínu, að sögn Sigurðar. Alls buðu 23 fyrirtæki í verkið og voru þau öll undir 80% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar, sem hljóðaði upp rétt tæpar 162 millj- ónir króna. Stefán Gunnarsson á Djúpavogi átti lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á rúmar 77,4 milljónir króna eða 47,8% af kostn- aðaráætlun. Myllan á Egilsstöðum bauð 82,4 milljónir króna eða 50,8%, Björn Sigfússon, Brúnavöll- um, bauðst til að vinna verkið fyr- ir um 55% af kostnaðaráætlun, Þórhallur Kristjánsson, Reykjahlíð, fyrir tæp 58%, Ingileifur Jónsson, Svínavatni, fyrir rúm 58% og Klæðning hf. í Garðabæ fyrir tæp 60%. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á rúmar 99 milljónir króna, sem eru 61,3% af kostnaðaráætlun. í útboðslýsingu kemur fram að veg- arkaflinn sem um ræðir er rúmlega 13 km langur og nær frá Jökulsár- brú á Fjöllum í Víðidal. Vinnu við gerð undirbyggingar og neðra burðarlags skal lokið fyrir 15. október nk. en verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september á næsta ári. Hagstætt tíðarfar og snjólétt TÍÐARFAR í nýliðnum janúar var óvenju hagstætt og snjólétt um land allt. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, hefur tekið saman yfir- lit yfir veðrið í janúar. I samantektinni segir Trausti að fyrri hluta mánaðarins hafi verið óvenju hlýtt, en nærri meðallagi síðari hlutann. Lítið var um hvassviðri. Meðalhiti í Reykjavík var 2,2°C og er það 2,7° yfir meðallagi og er hlýj- asti janúar frá 1992 en þá var ívið hlýrra en nú. Á Akureyri var meðalhitinn 0,1°C eða 2,3° yfír meðallagi. í Akumesi var meðalhitinn 3,1°C. Úrkoma í Reykjavík mældist alls 70 mm og er það nærri meðallagi. Á Akureyri mældist 16 mm úrkoma og var mánuð- urinn þurrasti janúar frá 1987. í Akurnesi mældist 145 mm úrkoma. Á Akureyri mældust 16 sól- skinsstundir og hafa ekki verið fleiri í janúar frá 1941. { Reykja- vík voru sólskinsstundimar 23. Ut o g suður í hálkunni FJÖLDI óhappa varð í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu í gær, eftir að snjó kyngdi niður. Frá kl. 9 í gærmorgun til kl. 17 var tilkynnt um 19 óhöpp til lögreglu, en óhætt mun að margfalda þá tölu, þar sem öku- menn skrifa oftast sjálfír tjóna- skýrslur vegna minni óhappa, án þess að kalla til lögreglu. í gærmorgun var nær óslitin bílalest frá Miklubraut allt suð- ur í Garðabæ. Tafirnar mátti rekja til fjölda smáárekstra og í sumum tilvikum höfðu bílar á sumardekkjum snúist þversum á veginum. Brekkumar upp af Kringlumýrarbraut á Bústaða- veg lokuðust einnig um tíma vegna þess að illa búnir bílar komust ekki upp. Slys urðu ekki á mönnum í þessum óhöppum, utan í einu tilviki, þar sem bílar skullu sam- an á mótum Ægisgötu og Vest- urgötu. Annar ökumaðurinn meiddist og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.