Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Einar Falur KARL Gauti Hjaltason, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, ræðir við hjónin Björgvin Ármannsson lengst til vinstri og Hrönn Bergþórs- dóttur í eldhúsinu á Hvoli I í gærmorgun þegar hann kom þangað i fylgd lögreglumanna til að framfylgja hæstaréttardómi um að bera ábúendur jarðarinnar út. Fjölskyldan á Hvoli í Ölfusi borin út BJÖRGVIN Ármannsson loðdýra- bóndi, ábúandi á ríkisjörðinni Hvoli I í Ölfusi, var í gærmorgun borinn út af jörðinni ásamt fjölskyldu sinni. Útburðurinn byggir á dómi Hæstaréttar um að Björgvini beri að víkja af jörðinni, en Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í máli sem jarðadeild ríkisins höfðaði gegn Björgvini eftir að jörðin hafði verið seld öðrum. Sambærilegt mál kom upp varðandi jörðina Kvisti í Ólfusi í desember síðastliðnum, en Ragnar Böðvarsson, ábúandi þar, yfirgaf jörðina án þess að til út- burðar kæmi., Um 40 sveitungar og fjölskyldu- vinir voru viðstaddir og mótmæltu aðgerðum yfirvalda þegar fulltrúi sýslumannsins á Selfossi framfylgdi útbur.ðarkröfunni, en ekki kom til neinna átaka. Eftir að Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi sýslumanns, hafði lesið dómsúrskurð Hæstaréttar um að Björgvin skyldi borinn út af jörðinni fylgdu lögreglumenn hverjum og einum viðstaddra út úr húsi en síð- ast fór heimilisfólkið að Hvoli I. Vildi kaupa eignirnar Björgvin Ármannsson og fjöl- skylda hófu loðdýrabúskap á Hvoli I árið 1985. Eftir erfiðleikatímabil í búgreininni sagði hann upp ábúð- inni árið 1993 til þess að eignir hans yrðu keyptar í samræmi við ákvæði ábúðarlaga, en þegar verð á loðskinnum fór hækkandi á nýjan leik óskaði hann eftir að fá að kaupa aftur eignirnar. „Ég vissi ekki annað en viðræður um það væru í gangi milli lögfræð- ings míns og lögfræðings landbún- aðarráðuneytisins þegar jörðin var boðin út á frjálsum markaði. Ég bauð í og átti hæsta tilboð, en því var hafnað og jörðin boðin út aftur. Ég bauð aftur og átti hæsta tilboð en því var aftur hafnað og næst- hæsta tilboði tekið," sagði Björgvin í samtali við Morgunblaðið. Rukkaður um jarðarafgjald Hann sagðist hafa verið rukkað- ur um jarðarafgjald fyrir far- dagaárið 1994-95 og síðan aftur fyrir fardagaárið 1995-96 sem hann hefði í bæði skiptin greitt. Samkvæmt því hefði hann ábúð á jörðinni til fardaga í byrjun júní næstkomandi. „í barhaskap mínum hélt ég að með þessu væri verið að endurnýja ábúðina, en síðan ráku þeir mig út eftir að sala á jörðinni hafði farið fram. Ég sagðist ekki fara þar sem ég væri búinn að greiða jarðaraf- gjaldið. Þá fóru þeir í útburðarmál við mig og dómari gaf sér í útburð- armálinu að það hafi verið mistök að rukka mig og að gjaldið hafi verið endurgreitt, sem er hrein og klár lygi og ekkert í dómsskjölum um það. Þetta er nú eiginlega ástæða þess að ég læt málið ganga svona langt að fara í útburð. Ég er með þessu að vekja athygli á því hvað einstakl- ingurinn má sín lítils gagnvart ríkis- valdinu og að þýlyndir dómarar gefa sér forsendur til að geta dæmt herranum í vil," sagði Björgvin. Fjölskyldan á Hvoli I hefur feng- ið bráðabirgðahúsnæði í Hvera- gerði, en húsaskjól fyrir refi sína hefur Björgin fengið að Kirkjuferju- hjáleigu í Olfusi til næstu áramóta. Albert GK forðaði flutninga- skipi frá strandi ÁHÖFN loðnuskipsins Alberts GK-31 tókst að koma í veg fyr- ir að 7.000 tonna japanskt flutn- ingskip strándaði í Eskifirði í illviðri í fyrrinótt. Suðaustan 8-10 vindstig voru á Eskifirði í fyrrinótt og tókst skipstjóranum ekki að snúa skipinu inni í höfn- inni og rak það að landi. Haft var samband við skipið úr landi og óskaði skipstjórinn þá eftir aðstoð. Albert GK-31 lá við bryggju á Eskifírði. „Hann réð ekkert við skipið hérna inni og var að þvælast inni í höfninni fram og til baka. Hann hefði endað uppi í fjöru ef enginn hefði hjálpað honum," sagði Sævar Þórarinsson, skip- stjóri á Albert, sem sigldi að japanska skipinu, henti kastlínu yfír og dró til sín taug frá skip- inu. „Síðan drógum við hann þannig að hann gæti keyrt út úr fírðinum," sagði Sævar. Sævar sagði að vel hefði gengið að draga skipið frá. „En um leið og við vorum búnir að ná honum upp í fór hann að keyra út og gleymdi að við vær- um með hann í togi." Sævar sagðist hafa kallað á skipstjór- ann og beðið hann að sleppa tauginni en þá hefði honum á móti verið sagt að sleppa sjálfur. Skipin rákust saman „Við gátum ekki sleppt nema að skera á taugina." Albert hafði legið utan á skipinu en þegar skorið var á taugina „skröngluð- umst við aftur eftir síðunni á honum og undir hann 'að aftan og skemmdum nótarennuna og rekkverk og bakkann að fram- an", sagði Sævar. Skipin lágu bæði úti á Eski- fírði þar til lægði en í gær var unnið að viðgerðum á Albert á Eskifírði. Sævar kvaðst búast við að halda til veiða á ný í gærkvöldi. Hann sagði að menn sem hann hefði rætt við á Eskifírði myndu ekki til þess að japanska skipið hefði komið þangað áður en erindi þess var að sækja frysta loðnu sem selja á á Jap- ansmarkaði. Aðspurður hvort krafíst yrði björgunarlauna vegna aðstoð- arinnar, sagði Sævar að það mál yrði athugað. Andlát GISLIAGUST GUNNLAUGSSON Dr. Gísli Ágúst Gunn- laugsson sagnfræðing- ur lést að heimili sínu í Hafnarfirði á laugar- dag eftir langvinn veik- indi, 42 ára að aldri. Gísli var fæddur í Reykjavík 6. júní 1953, sonur Sigrúnar Ingi- bjargar Gísladóttur og Gunnlaugs Rafns Þor- fínnsonar. Gísli lauk stúdents- prófi frá M.T. 1973, B.A. Honours prófi í sagnfræði og bók- menntum frá East Anglia háskólanum í Norwich, Englandi 1976. Hann varð cand. mag. í sagnfræði við Háskóla íslands 1979 og varði doktorsrit- gerð við Uppsalaháskóla 1988 um þróun fjölskyldu- og heimilisgerða á íslandi 1801-1930. Gísli fékkst við kennslu og fræðistórf og var_ dósent við Há- skóla íslands er hann lést. Eftir Gísla liggur fjöldi ritverka og rit- gerða á sviði sagn- fræði. Hann var þekkt- ur og virtur meðal er- lendra fræðimanna, birti fjölda ritverka á erlendum málum og var afkastamikill fyririesari á alþjóðlegum ráðstefn- um. Gísli var um skeið formaður Sagnfræð- ingafélags íslands og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags- ins. Gísli var giftur Berglindi Ásgeirs- dóttur og eiga þau þrjú börn, Ás- geir, Sigrúnu Ingibjörgu og Sæunni. Árekstur á einbreiðri brú í Víðidal í V-Húnavatnssýslu Fjórir slösuðust og bílarnir gjöreyðilögðust Blönduósi. Morgunblaðið. HARÐUR árekstur tveggja fólks- bíla varð á brúnni yfir Melrakka- dalsá í Vestur-Húnavatnssýslu kl. 18.30 á sunnudaginn. Tveir fólks- bílar, Toyota og Subaru, skullu saman við annan enda brúarinnar yfir ána, sem oftast er nefnd Dalsá. Tvennt var í hvorum bíl og slösuð- ust allir. Samkvæmt upplýsingum lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur voru allir fjórir lagðir inn til að- hlynningar. Þrír meiddust lítið, en kona, sem slasaðist mest, var lögð á gjörgæsludeild með áverka á kvið og hálsi. Líðan hennar í gær var sögð ágæt eftir atvikum. Tvær akreinar liggja að brúnni, en hún þrengist í eina. Lögreglan á Blönduósi kallaði til þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, sem flutti fólkið til Reykjavíkur. Norðurlandsvegur var lokaður í um tvo tíma og mynduðust langar bílaraðir beggja vegna brúar. Að sögn lögreglunnar í Húnavatns- sýslu var mikil hálka þegar slysið átti sér stað, en veður var bjart og skyggni gott. Báðar bifreiðarn- ar gjöreyðilögðust við áreksturinn. Bæta þarf merkingar við brýrnar Þetta er í fimmta sinn á sex vikum sem árekstur verður á einbreiðum brúm í sýslunni og hafa átta bifreiðar eyðilagst í þess- um árekstrum, en meiðsli á fólki ekki verið mikil. Fimm brýr eru einbreiðar á milli Brúar ! Hrúta- firði og Blönduóss og sagði Kristó- fer Sæmundsson, lögreglumaður á Blönduósi, að ljóst væri að bæta þyrfti merkingar við þessar brýr í ljósi atburða að undanförnu. Þorvaldur Böðvarsson, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Blönduósi, sagði að nýlega hefðu merkingar við brýrnar verið bætt- ar og fyrir skömmu hefði enn ver- ið bætt um betur. Vandséð væri því hvernig koma mætti í veg fyr- ir slys af þessu tagi, ef sú lausn væri undanskilin að breikka brýrnar. Góðir, steyptir vegir lægju að .brúnum og því mætti e.t.v. rekja einhver slysanna til hraðaksturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.