Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 7 FRETTIR Kýrnar á Grund njóta veðurblíðunnar Mórallinn skiptir öllu máli MJOLKURKYRNAR á bænum Grund I í Eyjafirði hafa notið veðurblíðunnar undanfarna daga og var greinilegt að þær kunnu vel að meta frelsið undir berum himni. Nokkuð óvenjulegt er að kýr séu úti við á þessum árstíma en Bjarni Aðalsteinsson, sem býr á Grund I, ásamt fósturföður sín- um, Gísla Björnssyni, segir að kýrnar séu alltaf úti þegar veður leyfir. Þeir bændur eru með um 80 mjólkandi kýr í lausagöngufjósi og mjólka í mjaltagryfju. Bjarni sagði að fjósið væri opið og kýrn- ar gætu því valsað inn og út eins og þær vildu. „Mórallinn skiptir ölln máli í svona lausagöngu- fjósi. Kýrnar eru mun betri í skapinu og um leið viðráðanlegri þegar þær geta viðrað sig reglu- lega," sagði Bjarni. Hann sagðist ekki vita til þess að bændur hleyptu sínum kúm almennt út á þessum árstíma en sagðist hiklaust mæla með því þegar veður leyfir. Það sé hins vegar meira mál fyrir þá bændur sem eru með kýrnar bundnar á bása. Sautján sækja um sýslu- mann SAUTJÁN sóttu um embætti sýslu- mannsins á Sauðárkróki en um- sóknarfrestur rann út þann 2. febr- úar sl. Umsækjendur eru: Bjarni Stef- ánsson, sýslumaður í Neskaupstað, Björn Rögnvaldsson, sýslumaður á Olafsfirði, Eyþór Þorbergsson, full- trúi hjá sýslumanninum á Akur- eyri, Guðgeir Eyjólfsson, sýslumað- ur á Siglufirði, Hilmar Baldursson, deildarstjóri á veiðieftirlitssviði Fiskistofu, Hjalti'Steinþórsson hrl., Ingimundur Einarsson hrl., Jón Sig- fús Sigurjónsson hdl., Jónas Guð- mundsson, sýslumaður í Bolungar- vík, Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, Ólafur Þór Hauksson, fulltrúi sýslu- mannsins í Hafnarfirði, Ólafur Jónsson, hjá stjórn veitustofnana í Reykjavík, Ríkarður Másson, sýslu- maður á Hólmavík, Sigurður Gunn- arsson, sýslumaður í Vík, Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir, deildar- stjóri hjá sýslumanninum í Reykja- vík, Ulfar Lúðvíksson, fulltrúi sýslurnannsins í Reykjavík og Þor- björn Árnason hdl. Morgunblaðið/Kristján Umsókn Canada 3000 til að flytja farþega héðan til Evrópu Frekari leyfi háð vilja kanadískra stjórnvalda SAMGONGURAÐHERRA segir að kanadíska flugfélagið Canada 3000 geti ekki fengið heimild til að selja ferðir héðan með vélum sínum til Evrópu, án þess að til komi breyting- ar á loftferðasamningi þeim sem Is- lendingar gerðu við Kanada á síðasta ári. Félagið hefur seni kunnugt er fengið leyfi til þess að taka farþega um borð hér á landi tvisvar í viku á leið sinni til Kanada, en það hefur jafnframt óskað eftir leyfi til að taka farþega um borð á leið tii Evrópu. Að sögn Halldórs Blöndals, sam- gönguráðherra, er leyfi til Canada 3000 til að taka farþega um borð á leið sinni til Evrópu háð vilja kanadí- skra stjórnvalda til að útvíkka þau ákvæði sem er að finna í loftferða- samningi á milli landanna tveggja. „Málið snýst um gagnkvæm réttindi landanna og þannig hafa Flugleiðir t.d. ekki leyfi til að taka farþega um borð í Halifax á leið sinni til Banda- ríkjanna. Við erum tilbúnir til þess að útfæra loftferðasamninginn frek- ar," segir Halldór. „Okkar stefna er að allar samgöngur til og frá landinu séu frjálsar þar sem það þjóni okkar hagsmunum hvað best að samgöngur séu greiðar og að öllum sé frjálst að takaþar þátt." Hann segir því að ekki myndi standa á íslenskum stjórn- völdum ef kanadísk stjórnvöld eru tilbúin til þess að útvíkka ákvæði loft- ferðasamningsins hvað þetta varðar. Söluhæsti lyftarinn þriðja árið í röð Markaðshlutdeild 1995 segir sina sogu. 'ÉLAR Funahöfða 6 - Sími: 563 4500 Umboðs- og söiuaðilar: Vestmannaeyjar: Bíla og vélaverkstæði Harðar og Matta Básum 3 Sími: 481 3074 Akureyri: ÁSCO sf. Við Hvannavelli Sími:461 1092 ísafirði: Bílatangi hf. Suðurgötu 9 Sími: 456 3800 Reyðarfjörður: Agnar Búðareyri 33 Sími: 474 1453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.