Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 FRETTIR Davfö Oddsson enn í umrceöunni sem forsetaefni. Sjálfs tceöisþingmabur: Davíös yröi sárt saknaö Það hefur náðst breiður þverpólitískur söknuður við þig í forsetaframboðið, hr. forsætisráðherra. Fjórfalt dýrara að hringja í einkaboðtæki en eldri gerðir Leið Pósts og’ síma til tekjuöflunar FJÓRFALT dýrara er að hringja í símboða sem hafa númer er byrja á tölustöfunum 842, svokölluð einka- boðtæki, en þá sem byija á 845 og 846, svokölluð almenn boðtæki, eða 40 krónur fyrir símtal í fyrrnefnda tilvikinu en 10 krónur í því seinna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, blaðafull- trúi Pósts og síma, segir að þessi mismunur stafí af því að ekki er rukkað ársfjórðungsgjald af einka- boðtækjum og því notfæri stofnunin sér þessa leið til að afla tekna. Hún viðurkennir að í raun sé ver- ið að láta þá sem hringja í einkaboð- tæki greiða fyrir tæki eigandans með þessum hætti. Eigendur ættu að láta vita „Síðan er alltaf til eitthvert fólk sem vill borga fyrir símtöl til sín, t.d. menn sem stunda fésýslu og vilja ekki láta þá sem þurfa að ná í þá hringja á eigin kostnað," segir Guð- björg. Hún kveðst ekki vita hvort almenn- ingur geri sér yfirhöfuð grein fyrir þessum mikla mismun, en hins vegar sé hann kynntur þeim sem kaupa tækið. „Þetta er tiltölulega nýtt á markaðinum og ég get vel trúað að fólk viti ekki af þessu almennt. Eig- endur einkaboðtækja ættu samt sem áður, samvisku sinnar vegna, að láta fólk vita,“ segir hún. P&S kallar tækin annars vegar boðtæki og hins vegar einkaboðtæki og voru þau síðarnefndu tekin í notk- un sl. haust. Sá sem hringir í einka- boðtæki þarf að greiða 12 skref í hvert skipti, eða tæpar 40 krónur, en aðeins 3 skref ef hann hringir í almennt boðtæki eða 10 krónur. Einkaboðtæki er í engu frábrugðið eldri boðtækjum og kosta þau álíka mikið hjá söludeild P&S, eða í kring- um 10-11 þúsund krónur. Kaupandi einkaboðtækis greiðir eitt skráning- argjald fyrir það, 1.600 krónur, en þarf ekki að bera annan kostnað. Hann er eigandi tækisins og getur selt það eða gefið sýnist honum svo. Kaupandi boðtækis greiðir hins vegar 4.000 krónur í stofngjald, 1.100 krónur í ársfjórðungslega og þarf að afskrá það ef hann kýs að hætta notkun þess með tilheyrandi fyrirhöfn. Guðbjörg segir að einka- boðtækin hafí náð talsverðum vin- sældum og séu þau ekki síst Tniðuð við unglinga, þar sem þau geti ekki greitt ársfjórðungsgjald sjálf. Hentug fermingargjöf? „Það er t.d. hægt að gefa einka- boðtæki í fermingargjöf og er mjög hentugt fyrir foreldra sem þurfa að koma skilaboðum til bama sinna, biðja þau um að hringja heim o.s.frv. Einkatækið hefur líka náð fótfestu hjá björgunarsveitum þar sem björg- unarsveitarmaðurinn á þá sitt tæki og getur látið næsta mann fá það ef hann hættir eða eitthvað slíkt,“ segir hún. Lægsta tilboð 80% af áætlun LÆGSTA tilboð í framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík var liðlega 237 milljónir kr. sem er rétt innan við 80% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Völur hf. og Sveinbjöm Sigurðsson lögðu þetta tilboð fram. Vegurinn verður breikkaður frá Höfðabakka og vestur fyrir Elliðaárbrúna. Núverandi vegur verður notaður fyrir akstur í austur en umferðin í vestur verð- ur á nýjum vegi sem byggður verður norðan við núverandi veg og á nýrri brú sem verður við hlið núverandi brúar. Fram- kvæmdum á að vera lokið 1. október í haust. Ekki er búið að ákveða með framhaldið, það er að segja hvenær ráðist verður í tvöföldun vegarins á brúnni yfir Sæbraut og áfram. Sjö verktakar buðu í verkið. Kostnaðaráætlun verkkaupa er tæplega 297 milljónir kr. og voru öll tilboðin innan hennar. Annað og þriðja lægsta boð áttu Háfell ehf./Eykt ehf. og ístak hf., lið- lega 244 milljónir kr. Fimm sátu inni vegna fíkniefna FIMM manns gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík un helgina vegna fíkniefnamála. Á laugardagsmorgun var ökumað- ur færður á stöðina, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Um kvöldið fannst lítilræði af fíkniefnum á farþega í bifreið, sem stöðvuð var á Bíldshöfða. Einnig var lagt hald á áhöld til fíkniefnaneyslu eftir að lög- reglumenn höfðu stövað akstur bif- reiðar á Reykjanesbraut um kvöldið. Frá því að lögreglan hóf sérstak- lega að huga að þeim sem höndla með og neyta fíkniefna hefur hún haft afskipti af á annað hundrað manns. MORGUNBLAÐIÐ I- Miklar breytingar í íþróttahreyfingunni Fólk sem hljóp úti álitið skrítið SIGURÐUR segir ákveðna hluti 'standa upp úr þeg- ar hann horfir yfir starfs- ferilinn hjá ÍSI. „Þar vil ég nefna fyrst af öllu íþróttir fyrir alla, sem kallað _ var trimm í þá daga. Ég var beinlínis ráð- inn 1971 til að innleiða það starf og hélt utan um það fyrstu fímm, sex árin. Við aðhöfðumst gríðar- legá mikið til að ná til fólks og láta það öðlast skilning á gagnsemi þess að hreyfa sig.“ Segja má að bylting hafi orðið í íþróttaiðkun almennings síðan þá. Það hlýtur að vera ánægjulegt að sj'á hve miklu þið hafið áorkað. „Ekki bara við, en við komum þessu af stað og höfum alltaf stutt starfið. Fjöldi aðila hefur komið inn í myndina og sinnt þessu þjóðþrifastarfi. Þegar við vorum að byija fyrir 25 árum voru þeir sem fóru út að hlaupa álitnir heldur skrítnir; þetta var fólk sem hálfpartinn var gert grín að, sérvitringar sem ættu ekki samleið með öðrum en í dag eru tugþúsundir manna sem telja það sitt besta tómstunda- starf að sinna útivist og íþróttum." Sigurdur Magnússon Er þetta mesta breytingin sem orðið hefur varðandi íþróttirnar á þessum tíma? „Þetta tel ég a.m.k. alltaf fyrst upp. Síðan kemur strax í kjölfarið íþróttastarfsemi fatlaðra, sem ég innleiddi og hélt utan um sem formaður fyrstu tólf árin hjá ÍSÍ og íþróttasambandi fatlaðra. Þjóðin þekkir það starf og það tel ég með áþreifanlegri þáttum sem ég hef átt aðild að.“ Þótti óeðlilegt að fatiaðir væru í íþróttum áður fyrr? „Já, það var ekki talið að það væri hægt. Við höfum þekkt frá ómunatíð einhveija örfáa ein- staklinga sem hafa farið að synda eða á skíði þótt þeir hafi verið fatlaðir, en ekki var til neitt sem hét skipulögð starfsemi. Viðhorfið til fatlaðra fyrir 25 árum var svo ólíkt því sem það er í dag að mikið fatlaður maður treysti sér varla til að fara inn í sundlaug og afklæðast og opinbera þannig fötlun sína. Og þroskaheftir voru álitnir eitthvert utangarðsfólk sem best væri að vita sem minnst af. Á þessu hefur orðið mesta byltingin sem ég hef upplifað í mínu starfi því réttur og skyldur og möguleikar þessa fólks hafa verið viðurkennd til fulls og það hefur sýnt frábæra frammistöðu og dugnað sjálft. Þetta tel ég allt- af upp sem þátt númer tvö og síðan, sem var mitt hlutskipti líka, að hafa áhrif á aðild hestaíþrótta að hreyfingunni. Það _____________ voru skiptar skoðanir um það í mörg ár. En aðildin varð að veru- leika með skemmtileg- um árangri því þetta er að verða ein fjöl- “ mennasta íþróttagreinin innan hreyfíngarinnar. Það er gaman ► Sigurður Magnússon hef- ur sinnt störfum fyrir íþróttahreyfinguna í 50 ár. Hann byrjaði í stjórn ÍR1945 og hefur verið tengdur hreyfingunni síðan, samhliða öðrum störfum á tímabili. Hann var fyrsti fram- kvæmdastjóri íþróttabanda- lags Reykjavíkur og gegndi því starfi í sex ár og réðst síðar til ÍSÍ þar sem hann var útbreiðslu- og skrifstofu- stjóri í 10 ár og síðan fram- kvæmdastjóri í 11 ár. Af því starfi lét hann um áramótin. Kona Sigurðar er Sigrún Sigurðardóttir og eiga þau tvo uppkomna syni. Bylting orðið á viðhorfi til fatlaðra á síð- ustu 25 árum ur ijölmiðla við framvindu og vöxt íþróttastarfsins í landinu er ótrú- lega mikill." Hvað ertu að fást við nú, þegar þú ert hættur hjá ÍSÍ? „Eg var ákveðinn í að fara fyrst og fremst að lifa lífinu fyrir sjálf- an mig, orðinn 67 ára. Ég er mikið náttúrubarn að því leyti að ég held mikið upp á útiveru og sveitina. Ég hef mikinn hug á að sinna í miklu meira mæli málefn- um fjölskyldunnar en ég hef gert og ekki síst barnabarnanna. Við eigum sumarbústað á gríðarlega fallegum stað austur við Hvítá og það er óskastaður að vera á þegar hægt er að koma því við. Þá er ég ekki ókunnur viðskiptum og alls konar framkvæmdum og þegar kominn af stað við störf á því sviði. Svo er annað sem mér finnst skemmtilegt, aðtt þó ég sé hættur að vinna hjá íþróttahreyf- ingunni þá er ég í vissum tengsl- um við hana. Eitt skemmtilegt verkefni þar er að ákveðið er að gefa út veglega bók um íþrótta- starfsemi fatlaðra á íslandi í 25 ár; 1972 markaði ÍSÍ stefnuna í þeim málum á íþrótta- þingi og á næsta ári eru því 25 ár síðan það starf hófst. Ég hef ver- ið beðinn um að annast þá bók fyrir íþrótta- samband fatlaðra og að líta á þetta sem staðreyndir þegar maður lætur af störfum.“ Hefur viðhorffóiks til hreyfmg- arinnar breyst á þessum tíma? „Já, þetta er einsog nýr heim- ur. Og þáttur ykkar fjölmiðla- manna í framvindu íþróttanna er stórkostlegt framlag. Þegar ég var að byija hjá ÍBR 1949 voru skrif í dagblöð hverfandi um þessi mál en beinn og óbeinn stuðning- það er mikil vinna. Og nú er ég að vinna að því að koma á sam- starfí og sameiningu tveggja landssamtaka hestamanna, Landssambands hestamanna og Hestaíþróttasambandsins, og er formaður í nefnd sem vinnur að því samkvæmt samþykktum beggja aðila. Ég hef því nóg að gera, sem betur fer, því það besta sem maður getur gert meðan heilsa og þrek leyfir, er að sinna einhveiju." I í I l I 8 í t t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.