Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 9 FRETTIR Islensk söngkona með aðalhlutverkið í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Júlíus BRYNDIS Asmundsdóttir heldur til Bandaríkjanna í næsta mán- uði þar sem við tekur strembin níu mánaða vinnulota í aðalhlut- verki söngleiksins Ragtime Lil and the Banjo Banjo Show. Yfir 400 sýningar á 9 mánuðum BRYNDÍS Ásmundsdóttir söng- kona hefur verið ráðin til að syngja í bandarískum söngleik sem nefnist Ragtime Lil and the Banjo Banjo Show og gildir samn- ingurinn til níu mánaða. Hún syngur og leikur aðalhlutverkið í söngleiknum, sem sem settur er á svið í skemmtanaborginni Bran- son í Missouri í Bandaríkjunum. Söngleikurinn gerist um kring- um 1920, en „ragtime“-tónlistin í verkinu eru allt frá 1901 og segir Bryndís það einkennast af mikilli gleði og hlátri, steppdansi og glæsileika, enda fylgdi lífsgleði og nautnahyggja gjarnan blóma- skeiði þessarar tónlistarstefnu. Ragtime Lil hefur verið á fjölun- um í tvö ár í leikhúsi í Branson sem tekur á áttunda hundrað gesti. I sýningunni eru á þriðja tug listamanna sem syngja og dansa, en þungamiðjan er titilpersónan. Lífsglöð næturdrottning „Lil er næturdrottning sem kann að njóta lífsins. Hún er bara eins og ég,“ segir Bryndís og hlær dátt. Bransan er mikil skemmtana- borg, ein 36 leikhús, 100 hótel og helmingi fleiri veitingastaðir, þannig að áherslan er lögð á ferðamenn og að stytta þeim stundir. Þar er að finna leikhús með sætum fyrir 2.000 gesti og nýverið byggði sveitasöngkonan Dolly Parton eitt slíkt í borginni. Álagið er mikið og þannig þarf Bryndís að syngja í tveimur sýn- ingum á dag, sex daga vikunnar í alls níu mánuði. Að óbreyttu eru þetta því yfir 400 sýningar. Frum- sýning með nýrri aðalleikkonu er 1. apríl, en Bryndís fer utan um miðjan mars. „Eg hef um hálfan mánuð til að æfa hlutverkið með hljómsveit og leikurum, en seinustu vikur hef ég horft á myndbandsupptöku af sýningunni, hlustað á tónlistina og lært stepp hjá Henný Her- manns. Sýningin hefur gengið ágætlega, en nýtt leikrit í Branson er um tvö ár að komast á fullan skrið, þannig að þriðja árið verður toppurinn og fyrir vikið fleyti ég væntanlega rjómann af sýning- unni,“ segir hún. Bryndís er tvítug og söng í Bandaríkjunum um tveggja mán- aða skeið í fyrrahaust, ásamt tón- listarmanninum Ragtime-Bob sem bauð henni að syngja á tónleikahá- tíðum og tónleikum. Mæltist vel fyrir „Fyrir seinustu skemmtunina var ég send í viðtal í spjallþætti í Springfield í Missouri. Eg sat við píanó í verslunarmiðstöð þarna og var kynnt sem „ung sljarna frá íslandi", en síðan söng ég sama lagið á ensku og íslensku. Annar þeirra sem rekur leikhúsið í Bran- son sá útsendinguna, en auk þess voru á ragtime-hátíðinni hjón sem stunda leikhúsrekstur í borginni og þau mæltu með mér við eigend- urna. Þeir hringdu í kjölfarið og buðu mér prufu, ætluðu að sjá um uppi- hald en ég átti sjálf að borga ferð- ina. Ég sagðist ætla að hugsa málið. Á meðan öfluðu þeir sér meiri upplýsinga um mig frá að- standendum hátíðanna sem ég söng á, höfðu aftur samband og buðust til að greiða fyrir mig allan kostnað í fimm daga ferð. Þá þurfti ég ekki að hugsa mig leng- ur um.“ Eigendurnir eru fésýslumenn sem reka m.a. verksmiðju og stór- an skemmti- og veitingastað í Indi- anapolis og starfrækja leikhúsið í hjáverkum, ef svo má segja. „Ég var sótt á límósínu þannig að manni leið eins og kvikmynda- stjörnu. Ég hafði æft fjögur lög heima og var látin syngja þau fyr- ir um 150 manns á veitingastaðn- um, auk þess sem annar eigandinn birtist samdægurs með nýtt lag og sagði að ég þyrfti að læra það fyrir kvöldið. Þetta var strembið lag með gífurlega hröðum takti og ég hafði þijá tíma til að læra það svo vel færi. Ég var kotroskin og hélt nú að eitt lag með svo skömmum fyrirvara væri hreinn barnaleikur en gleymdi hluta af texta í flutningnum, þannig að ég bjó bara eitthvað til á íslensku og lauk laginu. Þrátt fyrir þessi mis- tök voru þeir hæstánægðir því að þeir vildu kanna hvort ég stæðist álagið og þeim þótti ég hafa bjarg- að mér vel úr klúðrinu," segir Bryndís. Hagnast á samningnum Næsta dag hófstu samningavið- ræður og myndatökur og er búið að prenta 300 þúsund auglýs- ingabæklinga með myndum af nýrri aðalleikkonu og fjögur risa- stór veggspjöld sem skarta Bryn- dísi. íslenskur lögfræðingur, bandaríski sendiherrann og fleiri aðilar eru búnir að yfirfara samn- inginn og kveðst Bryndís sátt við sinn hlut og bera traust til verð- andi vinnuveitenda. Hún segist ekki gera sér neinar sérstakar vonir um að sýningin verði henni stökkpallur til frekari frama í Bandaríkjunum, en hins vegar fái hún atvinnuleyfi, mikla reynslu og góða möguleika á að kynnast skemmtanafaginu. „Ég er að sjálfsögðu skíthrædd, en samt sem áður harðákveðin í að láta slag standa. Ég myndi naga mig í handabökin alla ævi ef ég tæki ekki slíku tilboði, auk þess sem óvissan er ekki algjör. Það er búið að útvega mér bíl og íbúð og án þess að ég kæri mig um að tala um fjárhæðir get ég sagt að samningurinn skilar mér gróða. Ég ætla að standa mig í stykkinu í níu mánuði og hugsa ekki lengra, þá kem ég heim og síðan verður hitt að ráðast." Nýr breskur sendiherra BRESKA utanríkisráðuneytið til- kynnti 1. febrúar að Hennar hátign Bretadrottning hefði samþykkt út- nefningu Mr. James McCullech sem sendiherra Breta á íslandi. Hann tekur við af Mr. Michael Hone OBE, sem lætur nú af störfum fyrir utan- ríkisþjónustuna. ------------ Afhenti trúnaðar- bréf í Portúgal SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhenti 31. janúar sl. Mario Soares, forseta Portúgals, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Is- lands í Portúgal með aðsetur f París. -----♦_♦_♦---- Afhenti trúnaðar- bréf í Úkraínu GUNNAR Gunnarsson sendiherra afhenti 1. febrúar sl. Leonid Kuc- hma, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Úkraínu með aðsetur í Moskvu. PARTAR arahlutasala Boddíhlutir, hurðir, stuðarar, Ijós, bretti, húdd o.fl. Partar, varahlutasala, Kaplahrauni 7 7, sími 565-3323. Utsalan í fullum gangi Jogginggallar áðurkr. 2.995 núkr. 1.595 Háskólabolir áðurkr. 1.995 nú kr. 995 Peysur áður kr. 1.995 nú kr. 995 Flauelsbuxur áðurkr. 1.995 núkr. 1.295 BARNAKOT Borgarkringlunni Sími 588 1340 • Sendum i póstkröfu. Síðasti dagur útsölunnar TE88 - Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga ki. 10-14. V. nc neðst við Dunhaga, sími 562 2230 illl Lltsalan er ífullum gangi • • <S>skubuska - fyrír frjálslega vaxnar konur á öllum aldrí - Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin v/Faxafen), sími 588 3800. 9N0GG- UTSAI Verð aðeins 1.990 Póstsendum SKÚUERSLUN KÚPAUOGS HAMRAB0RG 3 • S: 554 1754 • Stærðir 36—41 • Olíuborið leður • Grófur sóli • Dökk brúnn/ljós brúnn Hinn heimsfrægi útivistarundirfatnaður fré CRAFT. OF 5WEOEN Er flytur líkamsrakann frá húðinni út i næsta lag (t.d. Flees) sem kemur i veg fyrir að hrollur slái að eftir áreynslu. tmL EIGANI ÚTIVISTARBÚÐIN Hjólasamfestingar við Umferðarmiðstöðina, simar 551 9800 og 551 3072.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.