Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Endurvinnslan leigir Úrvinnsluna til áramóta Unnið í að tryggja hráefni ENDURVINNSLAN hf. hefur tekið húsnæði og tæki Úrvinnslunnar hf. á leigu fram til næstu áramóta. Hjá Úrvinnslunni hafa verið unnir brettakubbar úr pappír og plasti. í lok síðasta árs var starfseminni hætt og starfsfólki sagt upp störfum, en þá skorti tilfinnanlega plast sem notað er utan um heyrúllur, en það er ómiss- andi í þessari framleiðslu. Gunnar Garðarsson, framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar á Akureyri, sem rekin er í sama húsnæði og Úr- vinnslan, sagði að starfsemin væri á ný komin á fulla ferð og starfsfólk hefði verið endurráðið. Nú starfa um 8 manns við dósa- og spilliefnamót- töku auk framleiðslu á brettakubbum. „Við ætlum að reyna að koma þessu fyrirtæki á réttan kjöl og ég trúi ekki öðru en það sé hægt, en tíminn verður auðvitað að leiða í ljós hvort það tekst," sagði Gunnar, en Endurvinnslumenn hafa fulla trú á fyrirtækinu. „Þetta er þjóðþrifamál og við teljum að það sé þess virði að setja í það áhættufé." Samnýta dósasöfnunarkerfið Endurvinnslan hefur komið upp góðu kerfi vegna dósasöfnunar, m.a. á Norður- og Austurlandi og víðar, og hyggst nýta það við söfnun á svo- nefndu bændaplasti. Morgunblaðið/Kristján Knattspyrnumenn á Norð- urlandi ánægðir með lífið KNATTSPYRNUMENN á Norð- urlandi eru ánægðir með lífið þessa dagana enda aðstæður til knattspyrnuiðkunar með allra besta móti miðað við árstíma. Nói Björnsson, þjálfari Þórs, segir ekki hægt annað en að vera lukku- legur með aðstæðurnar um þessar mundir. Þór og Völsungur léku æfingaleik sl. laugardag. Á mynd- inni eru Guðni Rúnar Helgason, leikmaður Völsungs og Þórsarinn Birgir Þór Karlsson, að kljást um boltann. Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDUM við stækkun og lagfæringu sorphauganna í Glerárdal er að ljúka um þessar mundir. Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. Sorphaugar stækka og lag- aðir að kröfum SORPHAUGARNIR á Glerárdal hafa verið stækkaðir og lagfærðir, en framkvæmdum sem staðið hafa yfir frá því síðasta haust er nú að ljúka. Sveinn Jónsson formaður Sorp- eyðingar Eyjafjarðar bs. sagði að á svæðinu yrði sorp af Eyjafjarðar- svæðinu urðað á næstu árum, eða þar til endanieg lausn fyndist á sorpförgun á svæðinu. „Það er ver- ið að skoða alla móguleika á því sviði," sagði Sveinn. Allt svæðið umhverfis haugana hefur verið girt, skurðir grafnir kringum það til að stjórna hreinsun grunnvatns, en allt grunnvatn er síað gegnum jarðveg. Verkefnið í Glerárdal var nokkru umfangsmeira en áætlað var, þar sem dýpra var niður á fast en menn ætluðu þannig að jarðvegsflutning- ar urðu meiri fyrir vikið. „Þetta á að vera nokkuð gott MORGUNVERÐARFUNDUR Qœöa- og umhverfisstjórnun í stað opinbers cftírlits V Miðvikudaginn 7. febrúar kl. 08.15-10.00 Átthagasal - Hótel Sögu Umhverfisstaðlar: ISO-14000: Guðjón Jónsson, forstöðumaður efnarannsóknastofu ISAL. Opinbert eftirlit og líkleg þróun þess næstu ár: Sveinn Þorgrímsson, Iðnaðarráðyneytinu. Reynslusögur frá eftirfarandi fyrirtækjum: Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs: Olíuverslun íslands. Vilhjálmur J. Árnason, upplýsingafulltrúi: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Guðmundur Páll Jónsson, starfsmannastjóri: Haraldi Böðvarssyni hf. 'undarstjóri: Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri: Lýsi hf. Verð kr. 1.200, morgunverður innifalinn. tMmmwmmM isiíndí Styrktaraöili fundarins «r Fiskafurðír hf. rými til næstu ára og frágangur verður eins og við þekkjum best," sagði Sveinn. Hann sagði að nú væri að ljúka ýmsum stórum stofnframkvæmd- Tim á vegum sveitarfélaganna sem stæðu að Sorpeyðingu Eyjafjarðar, þ.e. stækkun og lagfæringu á sorp- haugunum í Glerárdal samkvæmt kröfum Hollustuverndar ríkisins, spilliefnamóttaka hefur verið opnuð og brotajárnshaugar verða opnaðir í vikunni. „Við höfum verið að ljúka ýmsum stórum stofnframkvæmd- um á vegum Sorpsamlags Eyja- fjarðar, þan'nig að við vonumst til að ekki þurfi að fara út í stærri framkvæmdir á þessu sviði á næstu árum," sagði Sveinn. Hann kvaðst vonast til að á næstu árum myndi það sorp sem urðað er minnka í kjölfar meiri endurnýtingar og endurvinnslu. Fólk í atvinnuleit Atvinnu- málin í brennidepli HELGI Jóhannesson sem nýlega var ráðinn forstöðumaður atvinnu- málaskrifstofu Akureyrarbæjar veltir upp spurningunni „Eru bjart- ari tímar framundan í atvinnumál- um á Akureyri?" á opnu húsi fólks í atvinnuleit í tómstundamiðstöðinni Punktinum á Gleráreyrum á morg- un, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 15. Starfsemi opins húss fyrir fólk í atvinnuleit hefur nú alveg verið flutt úr Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í tómstundamiðstððina Punktinn á Gleráreyrum. Kaffiveit- ingar verða í boði, dagblöð liggja frammi og prestur verður á staðn- um til skrafs og ráðagerða. Endurvinnslan Spilliefna- móttökur á sex stöðum SEX móttökur fyrir spilliefni verða settar upp á Austfjörðum á næstu dögum, en það er Gunnar Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar á Akureyri, sem setur þær upp. Hann hannaði móttöku- stöðvarnar og þrjú fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sáu um smíðina. Stöðvarnar verða settar upp á Norðfirði, Eskifírði, Stöðvar- firði, Fáskrúðsfirði og tvær á Reyðarfirði. Þegar hefur slík stöð verið sett upp á Egilsstöð- um. Gunnar Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar á Akureyri, sagði að einnig væri búið að setja upp sex stöðv- ar I uppsveitum Arnessýslu, á Höfn í Hornafirði og Vík í Mýr- dal og ísafirði. > Iþrótta- og tóm- stundafulltrúi Sextán um- sækjendur ÍÞRÓTTA- og tómstundafull- trúi á Akureyri verður ráðinn innan skamms, en sextán manns sóttu um stöðuna. Þeir sem sóttu um eru Guð- rún Frímannsdóttir, Hinrik Þór- hallsson, Jón Björnsson, Karl Frímannsson, Kristinn Guð- laugsson, María Jónsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Sig- björn Gunnarsson, Stefán Arn- aldsson, Steindór G. Steindórs- son, Steinþór Einarsson, Vé- steinn Hafsteinsson og Þröstur Guðjónsson. Þrír umsækjend- anna óskuðu nafnleyndar. Fyrsti loðnu- farmurinn í Krossanes SIGURÐUR VE kom með full- fermi af loðnu í Krossanes sl. sunnudagskvöld, eða tæp 1400 tonn. Þetta er fyrsti loðnufarm- urinn sem berst til Krossaness frá því í byrjun desember. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness, sagðist í samtali við Morgun- blaðið, ekki vita til þess að fleiri skip væru á leiðinni til löndun- ar, í bili að minnsta kosti. Um 21/2-3 sólarhringa tekur að bræða afla Sigurðar. Loðnu- skipin hafa verið á veiðum fyr- ir austan land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.