Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 14

Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hæstiréttur í máli Skipatækni gegn Sigurði Ingvasyni Bætur vegna ummæla um hönnun Herjólfs HÆSTIRETTUR hefur dæmt Sig- urð Ingvason, skipaverkfræðing í Svíþjóð, til að greiða Skipatækni hf. 200 þúsund krónur í bætur vegna ummæla, sem hann lét faila um hönnun og smíði Vestmannaeyjaferj- unnar Heijólfs. Hæstiréttur mildar dóm í héraði, sem hafði gert Sigurði að greiða samtals 550 þúsund krón- ur í miskabætur, málskostnað og birtingarkostnað dóms, auk 50 þús- und króna sektar til ríkissjóðs, en Skipatækni gerði kröfu um 15 millj- óna króna skaðabætur og 5 milljóna miskabætur. Sigurður'aðstoðaði tvö fyrirtæki, sem gerðu tilboð í smíði Heijólfs, en Skipatækni var falið að hanna skipið og var það smíðað í Flekke- íjord í Noregi. Málarekstur hófst vegna ummæla Sigurðar, þar sem hann sakaði Skipatækni um að virða ekki einkaleyfi sitt í Bandaríkjunum við gerð teikninga, talaði um ófagleg vinnubrögð við hönnun skipsins og um ætluð tengsl Skipatækni við skipasmíðastöðina í Flekkefjord. Hæstiréttur staðfesti þá niður- stöðu héraðsdóms að ekki hefði ver- ið nægjanlega sýnt fram á að Skipa- tækni hefði nýtt sér einkaleyfi Sig- urðar og bæri því að ómerkja þær aðdróttanir. Ummæli, sem lutu að hönnun skipsins, voru hins vegar ekki ómerkt, enda taldi Hæstiréttur að Sigurður hefði þar haft rúmt frelsi tii að koma skoðunum sínum á framfæri, þótt hann hefði vissulega átt að haga orðum sínum af meiri varfærni. Ummæli um óeðlileg tengsl Skipatækni og norsku skipa- smíðastöðvarinnar hefðu ekki verið réttlætt og því bæri að ómerkja þau. Þau hafi verið til þess fallin að skaða viðskiptavild og raska stöðu Skipa- tækni og skuli Sigurður því greiða 200 þúsund krónur í bætur, eða 50 þúsund króna lægri upphæð en hér- aðsdómur hafði ákveðið. Þá var málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður, en héraðsdómur hafði fellt niður 200 þúsund króna málskostnað á Sigurð, auk 100 þúsund króna til birtingar dóms. Hæstiréttur sagði að frestur til að hafa uppi refsikröfu hafi verið liðinn, þegar málið var höfðað í nú- verandi búningi, en áður hafði því tvívegis verið vísað frá héraði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraidur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Hjörtur skilaði sératkvæði og taldi að fébætur ættu ekki að vera lægri en ákveðið var í héraðsdómi, 250 þúsund krónur, auk þess sem Sigurður ætti að greiða Skipatækni málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: Handfært bókhald Tölvugrunnur Ritvinnsla Töflureiknir Verslunarreikningur Gagnagrunnur Mannleg samskipti Tölvubókhald Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu í bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benedíktsson, starfsmaður Glófaxa. Ö11 námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 Við Ráðhúsvegginn Morgunblaðið/Ásdís Héraðsdómur Reykjavíkur 28 milljóna bætur vegna umferðarslyss HERAÐSDOMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Vátryggingafélag íslands til að greiða Hrafnhildi Thoroddsen tæpar 13 milljónir króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir í júní 1989. Áður hafði tryggingafélagið greitt henni 6 milljónir króna og að auki koma greiðslur frá Trygginga- stofnun. Alls fær Hrafnhijdur rúmar 28 milljónir í bætur. VÍS er m.a. gert að greiða kostnað við ferð Hrafnhildar til Kína, þar sem hún hitti þarlendan lækni, en hann kom hingað til lands fyrir skömmu og gerði á henni aðgerð. í málinu var þess krafist fyrir hönd Hrafnhildar að VÍS greiddi hemú um 28,6 milljónir í skaðabæt- ur. VÍS krafðist sýknu gegn greiðslu á 2 milljónum króna til viðbótar fyrri greiðslum, þar sem varanleg örorka Hrafnhildar var í fyrstu metin 75%, ensíðar 100%. í október 1990 gekk lögmaður Hrafnhildar frá bótauppgjöri við VIS, sem fól í sér skaða- og miskabætur að fjárhæð 7,1 milljón, þar af voru 6 til Hrafnhildar en 1,1 til fjölskyldu hennar vegna kostnaðar við breyt- ingu á húsnæði o.fl. Þó var haldið opnum möguleika á dómsmáli, þar sem móðir Hrafnhildar taidi bæturn- ar of lágar. Af hálfu Hrafnhildar var því hald- ið fram, að bætur til hennar ætti að miða við meðaltekjur háskólamennt- aðra manna, þar sem langlíklegast væri að hún hefði gengið menntaveg- inn, en í öllu falli ætti ekki að miða við lægri tekjur en meðaltekjur iðn- aðarmanna. Af hálfu VÍS var talið að miða ætti við 75% af meðaltekjum iðnaðarmanna, þar sem um stúlku væri að ræða. Þá taldi VÍS tjónið að fullu bætt með 6 milljón króna greiðslu, auk 2 milljóna til viðbótar, enda hafi bótauppgjör verið ríflegt miðað við uppgjörsvenjur og dómiðk- un. Miðað við meðaltekjur háskólamanna Hæstiréttur segir eðlilegt að miða tekjutap vegna örorku við tekjur háskólamanna, þegar litið væri til námshæfileika og aðstæðna Hrafn- hildar fyrir slysið. Örorkubætur hennar væru hæfilega ákveðnar 24 milljónir, auk 1,6 milljóna vegna tap- aðra lífeyrisréttinda og 700 þúsund króna vegna Kínaferðar. Þá eru miskabætur ákvarðaðar 2,5 milljónir og bætur því alls rúmar 28 milljónir króna. Bæturnar lækka svo um rúm- ar 9 milljónir vegna örorkulífeyris frá Tryggingastofnun og tekjutrygg- ingar og vegna fyrri greiðslna frá VIS. Til greiðslu frá VIS samkvæmt dóminum koma því tæpar 13 milljón- ir króna, auk vaxta. Auður Þorbergsdóttir, héraðsdóm- ari, kvað upp dóminn. Tillagna um Safna- húsið að vænta INNAN skamms er að vænta niður- stöðu nefndar á vegum mennta- málaráðherra sem var falið á sein- asta ári að gera tillögur um framtíð- arhlutverk Safnahússins við Hverf- isgötu. Ólafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu segir að starfi nefndarinnar hafi miðað vel og eigi hann von á að mennta- málaráðherra fái tillögur hennar innan fárra vikna til skoðunar. Margar skoðanir uppi Ólafur segir að nefndin hafi kynnt sér þær tillögur sem hafa verið bornar upp um notkun húss- ins og sjónarmið margra þeirra sem hugsanlega kæmu að því, en hins vegar sé ótímabært að rekja niðurstöðu nefndarinnar. Hann kveðst aðspurður ekki vilja tjá sig um orðróm þess efnis að í Safna- húsinu verði starfsemi óskyld þeirri sem var í byggingunni til skamms tíma. „Þetta er mál sem margir hafa skoðun á og ég vil alls ekki opna þá umræðu fyrr en nefndin er búin að skila af sér, og þá er það ráðherra sem ræður hvernig hann heldur á málum,“ segir Ólafur. Fólk Nýr doktor í læknisfræði •BOGI Jónsson læknir varði dokt- orsritgerð sína við bæklunardeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum í Svíþjóð 22. desem- ber sl. Doktorsrit- gerðin heitir á frummálinu „Surgical Treat- ment of Spinal Metastases: Rati- onale and Result“. Þar er fjallað um anatómískar og röntgenológískar athuganir á sam- falli hryggjarins við meinvörp og hvernig þetta getur leitt til mænu- og taugarótarskaða. Könnuð eru áhrif spengingar í háls-, bijóst- og lendarhrygg á verk og göngugetu hjá sjúklihgum með hryggjarsamfall vegna meinvarpa í baki. Þá eru at- huguð tíðni lömunar af völdum bijóstakrabbameinsmeinvarps á ís- landi. Niðurstöður rannsóknanna leiða í ljós m.a. að samfall hryggjar líkist að ýmsu leyti því sem gerist við bakáverka. Bakspenging með eða án réttingar gefa góða verkjastill- ingu og getur fyrirbyggt lömun hjá sjúklingum með veiklað bak af völd- um meinvarpa með eða án þynnun- áms þar sem við á. Aðgerðin er krefj- andi, góð kunnátta í anatómíu hryggjarins er nauðsynleg svo og löng þjálfun við hryggjarspengingar ef vel á að takast. Bogi lauk læknaprófi frá lækna- deild Háskóla íslands 1983 og fékk almennt íslenskt lækningaleyfi 1985 og sænskt lækningaleyfi 1987. Hann hóf sérnám í bæklunarskurðlækn- ingum við bæklunardeild Háskóla- sjúkrahússins í Uppsölum 1986. Hann hlaut sænsk sérfræðiréttindi í bæklunarlækningum 1990 og ís- lensk 1994. Bogi hefur síðustu 4 árin sérhæft sig sérstaklega í hryggjarskurðlækningum. Bogi er sonur Jóns Arnar Boga- sonar og Hólmfríðar Jensdóttur og er giftur Laufeyju Oddsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau 5 börn; Fríðu, Odd, Jón Örn, Axel og Björk. ------------» ♦ ♦------ Silungsveiði í Mývatni Mývatnssveit. Morgunblaðið. SILUNGSVEIÐI í net í Mývatni hófst 1. febrúar. Þann dag var fjöldi bíla á ísnum og menn við að bora, saga og höggva vakir niður um ís- inn og draga net sín undir. ísinn er nú víða 50 til 60 sentímetra þykkur. Veiði fyrstu dagana hefur verið góð og silungurinn er talinn vel feitur. Mývatn hefur verið alfrið- að frá 27. september síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.