Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Seðlabankinn spáir hækkun skammtímavaxta Óvíst um þróun langtíma vaxta Andrés prentaður á íslandi ÓVISSA ríkir um þróun langtíma- vaxta á næstu mánuðum og of snemmt er að spá fyrir um hvort einhveijar vaxtalækkanir séu fram- undan, að því er fram kemur í grein í janúarhefti Hagtalna mánadarins sem gefnar eru út af Seðlabanka íslands. Þar er m.a. bent á að fyrir- tæki hafí aukið ásókn sína í innlent lánsfé, einstaklingar hafi aukið neyslu sína verulega og enn sé óvíst um hversu stór hluti lánsfjárþarfar ríkissjóðs verður flármagnaður á innlendum lánsíjármarkaði. Hins vegar eru taldar allar líkur á því að skammtímavextir muni fara hækk- andi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. í greininni kemur fram að gjald- eyrisútstreymið síðustu tvo mánuði ársins 1995 hafi numið um 4,6 millj- örðum króna, en það var nefnd ein helsta forsenda vaxtahækkana bankans í desember. Stór hluti út- streymisins hafi tengst lánahreyf- ingum hjá fjárfestingarlánasjóðum, eða um 2,7 milljarðar króna. Þetta útstreymi endurspegli m.a. þá afstöðu innlendra lánþega að greiða upp erlend lán og sækjast fremur eftir lánum hér á landi. „Þessi þróun hefur verið í gangi allt frá ársbytjun 1994 og samtals hafa erlend endurlán banka og fjárfest- ingarlánasjóða verið endurgreidd sem nemur 28,4 milljörðum króna á síðustu tveimur árum. Jafnframt hafa fyrirtæki og sveitarfélög greitt upp erlend lán.“ Greinarhöfundur bendir ennfrem- ur á að neysluaukningin sem vart hefur orðið að undanförnu virðist vera meiri en breyting ráðstöfunar- tekna gefi tiiefni til og muni hún því auka lánsfjáreftirspurn. „Hugs- anlegt er að tekjuþróunin muni á næstu mánuðum draga úr neyslu- aukningunni. Verði hins vegar fram- hald á neysluaukningunni, eins og reyndar er gert ráð fyrir í þjóðhagsá- ætlun, má búast við viðskiptahalla, jafnvel þó að litið sé framhjá áhrifum álversframkvæmda.“ í greininni er bent á að þessi aukna lánsfjáreftirspurn heimilanna, auk verðlagsþróunar á fyrri hluta ársins muni þrýsta skammtímavöxt- um upp á við. Þá sé lausafjárstaða innlánsstofn- ana slök eftir óhagstæða innlánsþró- un og vaxandi útlán og kunni það einnig að þrýsta skammtímavöxtum upp á við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Hvort aðstæður skapist til vaxtalækkana síðar á árinu ræðst aðallega af þróun verðlags og greiðslujafnaðar.“ SP-Fjármögnun Nýtt skulda- bréfaútboð LANDSBRÉF hafa nú hafið sölu á nýjum flokki skuldabréfa SP-Fjár- mögnunar, að nafnvirði 500 milljón- ir króna. Að sögn Davíðs Björnsson- ar, deildarstjóra verðbréfamiðlunar Landsbréfa, eru áritaðir vextir þessara bréfa 6,20%, en ávöxtunar- krafa þeirra miðast hins vegar við 0,33% álag ofan á kaupávöxtun húsbréfa hjá Landsbréfum, og er hún í dag hin sama, eða 6,20%. Utgáfudagur bréfanna er 1. febrúar og eru bréfin verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs með upphafs- gildið 174,9 stig. Hver eining bréf- anna er 5 milljónir króna. Láns- tíminn er 5 ár og eru afborganirnar 10 talsins, sú fyrsta þann 16. apríl á næsta ári. Þetta er annað skuldabréfaútboð SP-fjármögnunar, en hið fyrra var einnig í umsjá Landsbréfa og gekk það vel, að sögn Davíðs. SP-Fjár- mögnun hf. er eignaleigufyrirtæki í eigu 13 stærstu sparisjóða lands- manna auk Sparisjóðabanka ís- lands hf. Stofnhlutafé félagsins er 120 milljónir króna. Þrír aðilar eiga yfir 10% hlut, en þeir eru Spari- sjóðabanki Íslands, með þriðjung hlutafjár, og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis ásamt Sparisjóði vélstjóra, með tæplega 17% hlut hvor. Skuldabréfin verða skráð á Verðbréfaþingi að loknum fyrsta aðalfundi félagsins. ♦ ♦ ♦------ Fundað um viðskipta- sérleyfi NÆSTKOMANDI fimmtudag verð- ur haldinn hádegisverðarfundur í Ársal Hótel Sögu um viðskiptasér- leyfi á vegum Framtíðarsýnar ehf. og Endurmenntunarstofnunar Há- skólans. Fjallað verður almennt um samninga um viðskiptasérleyfi, innihald þeirra og hvernig staðið er að gerð slíkra samninga. Reynt verður að leita svara við spurning- um á borð við: • Hveijir eru kostir og gallar við- skiptasérleyfa frá sjónarhóli beggja aðila? • Hver er reynsla íslenskra aðila af því að setja upp viðskiptasérleyfi? • Er markaðslegt verðmæti í er- lendum viðskiptasérleyfum á Is- landi? Frummælendur á fundinum eru þau Guðrún Gerður Steindórsdóttir, höfundur smáritsins Viðskiptasér- leyfi, Haukur Þór Hauksson, Borg- arljóskeðjunni og Tómas Tómasson, Hard Rock Café og Hótel Borg. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og innifalinn er léttur hádegisverð- ur og smáritið Viðskiptasérleyfí - leið til markaðsfærslu vöru og þjón- ustu. VAKA-Helgafell, sem sér um útgáfu Andrés-blaðanna hér á landi, hefur nú samið við Prentsmiðjuna Odda hf. um prentun blaðsins. Þetta er gert í kjölfar þess að prentun- in var boðin út og átti Oddi lægsta tilboðið. Þar með flyst prentun blaðsins hingað til landsins, en fram til þessa hefur blaðið verið prentað erlendis, að því er segir í frétt frá Vöku-Helgafelli Andrés kemur nú út 56 sinnum á ári og er upplag blaðsins hér á landi um 8.000 EDDA Helgason, fyrrum fram- kvæmdastjóri verðbréfafyrirtækis- ins Handsals hf., vísar því alfarið á bug í fréttatilkynningu að starfs- lok hennar hjá fyrirtækinu hafi á nokkurn hátt stafað af einhvers konar misferli í starfi. „Eins og ég hef áður skýrt frá var ákvörðun mín um starfslok hjá Handsali hf. tengd sölu hlutabréfa fjölskyldu minnar og tengdra aðila í fyrirtækinu," segir Edda í fréttatil- kynningunni. „Eftir sex ára farsælt starf við þetta verkefni fannst mér tími til kominn að snúa mér að öðrum verkefnum. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði frá byijun, hluthafar og viðskiptavinir hafa Ósló. Rcutcr. NORSKI málmframleiðandinn El- kem A/S hermir að rekstrarhagn- aður 1995 hafi rúmlega tvöfaldazt miðað við árið á undan vegna hækkaðs verðs á flestum fram- leiðsluvörum. Rekstrarhagnaður Elkem nam 1.14 milljörðum norskra króna samanborið við 472 milljónir króna 1994. Hagnaður fyrir skatta rúm- lega þrefaldaðist í 1.08 milljarða norskra króna úr 308 milljónum 1994. Elkem segir að verð hafi einkum hækkað á áli og járnkrómi og að þær hækkanir hafi verið verulegar miðað við 1994. Verð á áli lækk- eintök. Blaðið kom fyrst út á íslensku árið 1983, en Vaka- Helgafell hefur séð um útgáf- una hér á landi frá árinu 1988. A myndinni má sjá frá vinstri þá Björn Heimi Björnsson, framleiðslustjóra Odda, Kristin Arnarson, for- stöðumann útgáfusviðs, og Þorstein Guðbrandsson, for- stöðumann vinnslusviðs hjá Vöku-Helgafelli, Eyþór Pál Hauksson, sölumann og Ólaf Steingrímsson, markaðs- stjóra hjá Odda, undirrita samningana. hlotið góða ávöxtun og eng- inn hefur tapað fé á viðskiptum við fyrirtækið. Ég naut lána- fyrirgreiðslu hjá fyrirtækinu með vitund stjórn- enda þess, vextir voru greiddir á eðlilegan hátt og endurgreiðsla hef- ur að fullu átt sér stað. Þess má geta að sá hópur kaup- enda sem áhuga hafði fyrir kaupum í hlutabréfum í Handsali hf. og sem beið lægri hlut, tengdist stjórnend- um Stöðvar 2.“ aði hins vegar á síðasta ársfjórð- ungi og minna var selt. Hagnaður Elkem eftir skatta nam 850 milljónum norskra króna samanborið við 293 milljónir króna 1994. Afkoman er betri en sérfræðing- ar höfðu spáð. Þeir höfðu búizt við að rekstrarhagnaður 1995 yrði 1.08 milljarðar norskra króna og hagnaður fyrir skatta 1.03 millj- arðar. Rekstrahagnaður á fjórða ársfjórðungi 1995 nam 361 milljón norskra króna og var rúmlega tvö- falt meiri en á sama tíma 1994 þegar hann nam 139 milljónum króna. VILT ÞÚ LflTfl INNHEIMTUAÐGERÐIRNAR GANGA HRATT FYRIR SIG ? Innheimtur s/f leggja áherslu á faglega, hraða og góða þjónustu. Ef þú leitar lögfræðilegra innheimtuaögerða áttu rétt á að fá: HRAÐA ÞJÓNUSTU Hraöar innheimtuaögerðir geta gert útslagið um hvort skuldin innheimtist og það að ná peningunum sem fyrst inn í veltuna getur verið áhrifavaldur á arðsemi fyrirtaekis þíns. GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM Þú verður að geta fengið upplýsingar um gang og stöðu mála á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar. GÓÐAR SKILAGREINAR Forsenda þess að þú getir haft nákvæmt eftirlit með útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góöar skilagreinar. REGLULEGT UPPGJÖR Þú átt rétt á að fá peningana þína tafarlaust eftir að greiðsla hefur farið fram. Ef þú eða fyrirtæki þitt þarf á lögfræðilegum innhe/mtuað- gerðum að halda skaltu gera kröfur. Hafðu samband við Einar Gaut Steingrimsson hdl. á skrifstofu okkar og fáðu nánari upþlýsingar um þjónustuna. INNHEIMTUR SF Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnesi, sími 561 0077, fax 562 3484. Edda Helgason um lántökur sínar hjá Handsali Tekin með vit- und sijórnenda Báru eðlilega vexti Aukinn hagnað- ur hjá Elkem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.