Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 17 VIÐSKIPTI ÚRVERINU AOL og NetScape í viðræðum? AOL neitar frétt um samruna San Francisco. Reuter. SAMHERJI America Online, stærstu tölvuþjónustunnar í Banda- ríkjunum, segir að fyrirtækið eigi í viðræðum um samvinnu við Netscape Communications, en AOL flýtti sér að neita því að viðræður færu fram um samruna. Thomas Middelhoff úr stjórn fjölmiðlarisans Bertelsmann AG sagði á ráðstefnu í Bonn að ákvörð- un kynni að verða tekin um banda- lag America Online og Netscape innan eins mánaðar. „Bandalag gæti leitt til samruna," sagði hann. Bertelsmann AG hefur stofnað evr- ópskt sameignarfyrirtæki ásamt inu. America Online sagði hins vegar í tilkynningu: „Engar viðræður fara fram við Netscape eða nokkurt annað fyrirtæki um hugsanlegan samruna." Talsmaður AOL vildi þó ekkert um það segja hvort America Online og Netscape hefðu átt við- ræður um einhvers konar bandalag. Stefnt gegn Microsoft Middelhoff sagði að tilgangur viðræðnanna væri að efla Netscape og AOL í viðureign við Microsoft um yfirráð yfir þjónustu í alnetinu. Sérfræðingar segja að slíkt bandalag geti reynzt Microsoft skeinuhætt, enda hafi Bill Gates forstjóri beinlínis kallað AOL og Netscape skæðustu keppinauta fyr- irtækisins. Áður hefur verið hermt að farið hafi fram viðræður um að America Online fái leyfi til að nota Navigat- or hugbúnað Netscapes sem er beitt til að ferðast um veraldarvefinn. Bæði fyrirtækin hafa neitað að að staðfesta fréttir um nokkurs konar bandalag. ------» ♦ ♦ Spindler rekinn frá Apple New York. Reuter. APPLE tölvufyrirtækið hefur rekið Michael Spindler forstjóra og ráðið í hans stað Gilbert Amelio, sem á sæti í stjórn App- les og er forstjóri hálfleiðara- fyrirtæk- isins National Semi- conductor að sögn blaðsins Wall Street Journal. Jafnframt hermir New York Tim- es að Apple og Sun Microsystems séu að því komin að semja um sam- runa er kveði um á um hærra verð en 23 dollara á hlutabréf sem upp- runalegt tilboð Sun hljóðaði upp á. Journal hefur þó eftir góðum heimildum að brottvikning Spindl- ers bendi til að Apple hafni samr- unahugmyndum Sun. Blaðið segir tilboð Sun í óvissu. i SKIPAPLOTUR- INNRETTINGAR PLÖTURÍLESTAR SERVANT PLÖTUR SALERNISHÓLF BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ' A LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA t>. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640/568 6100 Deilan um eftirlitsmenn í rækjuskipum á Flæmska hattinum Kærur sendar til RLR og sýslumanns á Akureyri FISKISTOFA sendi í gær kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins á tvö skip, Kan og Erik, og til sýslu- mannsins á Akureyri á skipið Dal- borgina. „Við kærum fyrir meint brot á reglugerð um veiðar ís- lenskra skipa á Flæmska hattinum, þar sem segir að eftirlitsmenn eigi að vera um borð í þessum skipum," segir Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri. „Við óskum eftir því að sýslu- menn taki málin til rannsóknar og mun rannsóknin beinast bæði að skipstjórum og útgerðum skip- anna.“ Hann segir að Fiskistofa hafi sent menn til þess að fara um borð, en skipstjórar á þessum skip- um, að höfðu samráði við útgerðir, hafi neitað að taka við mönnunum, þannig að þeir hafi þurft frá að hverfa. Þórður segist ekki telja nokkurn vafa leika á lögmæti reglugerðar- innar og ákvæðisins um eftirlits- menn: „Ég vona að málsmeðferðin muni taka sem stystan tíma. Við leggjum áherslu á að málinu sé hraðað og við höfum séð þess mörg dæmi upp síðkastið að kærur sem frá okkur hafa farið hafi fengið fljóta meðferð. Það hefur breyst til batnaðar frá því sem áður var.“ Hann segir að þegar málsmeðferð verði lokið verði það sent til sak- sóknara sem muni taka ákvörðun um hvort lögð verði fram kæra. „Það má gjarnan koma fram að þótt sá háttur hafi verið hafður á að senda eftirlitsmenn á Flæmska hattinn til þess að fara um borð þar var það eingöngu vegna þess að skipin sem um ræðir voru lögð af stað þegar reglugerðin kom út,“ segir Þórður. „Hér eftir eiga þeir sem ætla sér á veiðar að vita að þær eru óheimil- ar nema eftirlitsmaður sé um borð. Þess vegna ber þeim að láta vita áður en þeir fara héðan og beinlín- is óska eftir þvi áð við setjum eftir- litsmann um borð hjá þeim. Við eigum ekki að þurfa að frétta það eftir á og senda menn með flugi og kanadískum skipum. Það flokk- ast undir brot á reglugerðinni." Kemur í ljós fyrir dómstólum hver hefur rétt fyrir sér“ „ÉG HEYRI ekki betur en að þetta sé hótun um kærumál,“ segir Snorri Snorrason, formaður Félags úthafs- veiðiútgerða. „Þeir hafa samt ekki haft fyrir því að senda mér álit þessa algjörlega óháða embættis- manns, ríkislögmanns. Ég hafði les- ið það í Tímanum að það ætti að vísa þessu til óháðra umsagnaraðila og fagnaði því. Síðan kom það í fréttum ríkisút- varpsins á föstudagskvöld að álitið hefði komið frá ríkislögmanni. Fyr- ir mér er það alveg nýtt að ríkislög- maður sé óháður. Ég veit ekki bet- ur en hann sé embættismaður ríkis- ins til þess skipaður að veija emb- ættismenn ríkisins þegar þeir gera eitthvað af sér.“ Finnst sem sérstaklega hafi verið beðið um refsiþáttinn Snorri segist hafa aflað sér álits- ins eftir öðrum leiðum. „í álitinu stendur að þetta sé minnisblað," segir hann. „Ég er nú ekki lögfróð- ur maður, en mér sýnist að ef hægt sé að tala um sullumbull sé það þarrta. Það er t.d. rangt farið með nafn Félag úthafsveiðiútgerða og það kallað Félag úthafstogara. Þá er talað um að í því áliti sem unnið var fyrir okkur sé ítrekað talað um löggæslu þegar í öllum tilvikum er talað um löggæslu og eftirlit." Aldrei óskað eftir því að eftirlitsmenn komi um borð Snorri segir að sér hafi fundist sem sérstaklega hafi verið beðið um refsiþáttinn: „Það er í þessum minnispunktum að varðandi brot á umræddri reglugerð geti það varðað sektum og upptöku afla og veiðar- færa. Til viðbótar segir að líklegra sé þó að slíkt brot, hvar sem það sé framið, skírskoti beint til al- mennra hegningarlaga. Þar segi að það geti varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum að gera opinberum starfsmanni tálmanir í því að gegna skyldu- starfí sínu.“ Snorri segir að þetta sýni að kastað hafi verið höndunum til álitsgerðarinnar. „Það hefur aldr- ei verið óskað eftir því við okkur að eftirlitsmenn komi um borð. Við höfnuðum því að taka við eftirlits- mönnum án þess að eftir því væri óskað og höfum því ekki haft af þeim nein afskipti. Hinsvegar mót- mæltum við reglugerðinni þar sem við töldum hana ekki standast lög.“ Hann segir að í framhaldi af þessu hafi hann séð í fréttum í fyrradag að fiskistofustjóri myndi gefa út kærur í vikunni: „Ég vona að ríkislögmaður reynist honum ráðhollari í þetta skipti en hann reyndist i máli Ottos Wathnes og Fiskistofu. Þá lögðu þeir ákveðnar kvaðir á Otto Wathne, en töpuðu málinu og þurftu að endurgreiða honum um 15 milljónir. Þessu er nefnilega ekki þannig farið að þeir geti farið öllu sínu fram.“ Snorri segir að sér hefði fundist kurteislegra af Fiskistofu að veifa ekki vendinum. „í fréttunum í fyrradag var þetta klár hótun. Það verður einfaldlega til þess að þetta fer fyrir dómstóla og þá kemur í ljós hvað er rétt og hvað er ekki rétt. Fiskistofu vantar auðvitað aura til að borga þetta eftirlit. Mér vitanlega eru þeir ekki til.“ HOFUÐIÐ HATT AN AÐ VERA SKÝJAGLÓPUR HAFÐU BÁÐA FÆTURÁ JÖRÐINNIÁN ÞESS AÐ VERA BUNDINN í BÁÐA SKÓ Spennandi námstefna með dr. Jagdish Parikh á Scandic Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 13. febrúar 1996, frá kl. 9 til 16: STJÓRNUN,SAMKVjqMT FRAMTIÐARSYN Námsteffna ffyrir stjórnendur ffyrirtækja, félagasamtaka, ráðuneyta og stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga sem gerir þeim kleift að bæta stórlega sköpun og samskipti á sviði steffnumótunar. Takmarkaður fjöldi þátttakenda - skráðu þig I dag 3+1 Ef 3 eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fær 4. þátttakandinn FRÍTT. 7+3 Ef 7 eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fá 3 til viðbótar FRÍTT. Dr. Jagdish Parikh Skráning er hafin 562 1066 Almennt verð: Kr. 29.900. Félagsverð SFÍ: Kr. 25.415 (15% afsl.). Innifalið: Bækurnar: Managing Your Self, Intuition og Beyond Leadership. Einnig er innifalið morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Stjórnunarfélag íslands i SAMSTARFI VIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.