Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 19 ERLEIMT Mannskæður jarðskjálfti í suðvesturhluta Kína 250 manns látin 000 slösuð ■t e* ,ÍS í 1 Reuter ISRUÐNINGUR á ströndum Michigan-vatns við Chicago á sunnu- dag en um morguninn var frostið 26 stig á celsius í borginni. Víða á austurströndinni var einnig mikið frost og jafnfallinn snjór var 61 sentimetri sums staðar í Delaware, Maryland og Virginíu. Miklir kuldar enn í Bandaríkjunum Reynt að bjarga ávaxtaupp- skeru í Flórída og 15 Peking. Reuter. 250 MANNS að minnsta kosti létu lífið og 15 þúsund slösuðust, þar af 3.800 alvarlega, þegar mikill jarð- skjálfti reið yfir fjallasvæði í Yunnan- héraði í suðvesturhluta Kína á laug- ardag og varð bærinn Lijiang verst úti. Mörg hundruð þúsund manns misstu heimili sín og íbúar svæðisins eru enn skelfíngu lostnir vegna stöð- ugra minni skjálfta, sem hafa siglt í kjölfarið og valdið tjóni á mann- virkjum, þótt fólk hafi sloppið. Alls höfðu 312 eftirskjálftar mælst síð- degis í gær. Skjálftinn á laugardag mældist sjö á Richter-kvarða og er talið að 186 þúsund heimili hafí hrunið. Það er um 80% húsa á svæðinu. Heilu þorp- in jöfnuðust við jörðu og haft var eftir yfirvöldum að þeir, sem enn ættu uppistandandi hús, væru of hræddir til að fara inn í þau. Mikið björgunarstarf Yfirvöld í Yunnan-héraði unnu við að koma hjálpargögnum, teppum, tjöldum og lyíjum til þeirra, sem misstu heimili sín. Mikil áhersla er lögð á að grafa þá, sem fórust, og dauðar skepnur til að afstýra smit- hættu og koma í veg fyrir að sjúk- dómar breiðist út. Rauði krossinn í Kína skoraði á Mariano Roque Alonso. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 22 menn biðu bana þegar flutningavél hrapaði á hús í bænum Mariano Roque Alonso í Paraguay á sunnudag. Flest fórnar- lambanna voru börn og unglingar sem voru að leik bak við eitt húsanna. Flugvélin var af gerðinni DC-8, smíðuð árið 1965, og í eigu kólumb- íska flugfélagsins Lineas Aereas del Caribe. Vélin hrapaði mínútu eftir flugtak og ekki er vitað um orsakir slyssins. Sjónarvottur kvaðst hafa séð einn hreyflanna springa áður en vélin Talið er að 186.000 heimili hafi hrunið Flest fórnarlamb- anna börn og unglingar hrapaði á Mariano Roque Alonso, um 17 km frá höfuðborginni, Asunción. Óttast er að flugritanum, sem gæti skýrt orsakir slyssins, hafi verið stolið. Mörg fórnarlambanna voru börn og unglingar sem léku blak á slys- staðnum. Margir vinir og ættingjar þjóðir heims að leggja sitt að mörkum til að hjálpa fórnarlömbum skjálft- ans. Yfirvöld í Hong Kong kváðust mundu gefa 66 milljónir króna og senda féð hjálparstofnunum. Einnig barst aðstoð frá Taiwan, en björgun- armenn sögðu að miklu meiri hjálpar væri þörf. „Þetta er versti skjálfti, sem við höfum orðið fyrir,“ sagði hjálpar- starfsmaður í gær. „Þetta var skelfilegt," sagði emb- ættismaður í Lijiang. „Jörðin heldur áfram að skjálfa og skjálfa. Hvenær hættir þetta?“ Kalt á jarðskjálftasvæði Rúmlega tvö þúsund hermenn úr Rauða hemum og lögregluþjónar unnu við björgunarstarf í afskekkt- um fjallaþorpum á svæðinu og var óttast að jafnvel hefðu 300 manns farist. Óvenju kalt var á jarðskjálfta- svæðinu um helgina og náði frostið 12 stigum að næturlagi. Þetta var mannskæðasti skjálfti í Kína frá því að 939 manns létust í jarðskjálfta, sem mældist 7,6 á Richter, í Yunnan skammt frá landa- mærum Burma árið 1988. 44 létust í jarðskjálfta, sem átti upptök skammt frá Kunming, höf- uðborg Yunnan, í október. þeirra fylgdust með leiknum og urðu vitni að slysinu. Þriggja manna áhöfn og einn far- þegi biðu einnig bana. Tveimur mönn- um var bjargað úr rústunum. 22 lík höfðu fundist í fyrrakvöld og talið var að fleiri kynnu að fínnast á slysstaðn- um. Fresta varð leitinni i fyrrinótt meðan beðið var eftir stórum krana sem björgunarsveitimar þurftu til að lyfta hluta flugvélarinnar af einu húsanna. í því var bar og talið er að nokkrir menn hafí verið á honum. Washington, Miami. Reuter. KULDAKASTIÐ í Bandaríkjunum breiddist út til suðlægra fylkja í austur- og miðhluta landsins á sunnudag og í gær en víða fór að draga úr hörkunni og spáð var mun mildara veðri er liði á vikuna. Ávaxtabændur í Flórída voru þó mjög uggandi í gær þar sem spáð var allt að fjögurra gráðu frosti á celsíus og gæti það varað nokkrar kiukkustundir. Ávextir á borð við appelsínur og sítrónur þola ekki slíkt veðurfar en helmingur uppskerunnar var enn á trjánum er kuldakastið hófst. Hóf- ust því bændur handa við bjarga uppskerunni, sumir reyndu að úða vatni yfir ávextina í von um að klakahúð myndi veita einhverja vernd. Víða varð rafmagnslaust í Suður- Karólínu og í Norður-Karólínu voru vandræðin svo mikil að fylkisstjór- inn, Jim Hunt, bað Bill Clinton for- seta um að lýsa yfir neyðarástandi þar. Hafin var neyðaraðstoð á 32 stöðum, oftast í kirkjum, bókasöfn- um og á slökkviliðsstöðvum, á svæðinu handa fólki sem ekki gat hafst við heima hjá sér. í miðvesturríkjunum fór frostið niður fyrir 50 gráður á celsíus fyrir helgina. Morgunblaðið ræddi í gær við Kristin Garðarsson sem stundar nám í St. Paul í Minnesota. Hann sagði að 20 til 25 stiga frost væri algengt á þessum slóðum yfir há- veturinn, einkum í janúar og febr- úar. „Hjá okkur fór þetta núna í 35 stig að næturlagi, rétt fyrir norð- an fór það niður fyrir 40 stig. Yfir- leitt er heldur hlýrra í borgunum en sveitahéruðunum. Það er mjög vel kynt hérna á stúdentagarðinum þar sem við bú- um en þetta er misjafnt eftir því hvar á görðunum fólk er. Það er sentimetra þykkt klakalag neðst á gluggunum þó að þeir séu með tvö- földu gleri, það dugar ekki til. Fólki sem býr í gömlum húsum verður ansi kalt. Hjá nágrönnum okkar fór hitinn niður í 14 stig um hánóttina. Það er sérstök tilfinning að fara út, maður finnur það nærri því með nefinu hvort frostið er komið undir 20 stig. Bíllinn okkar hætti að fara í gang þegar frostið varð 25 stig en ann- ars er mikið um rafbúnað á bíla- stæðum til að halda mótorunum heitum. Menn eru vanir kulda hér og kunna að fást við hann en þetta er óvenju mikið og mörg slys hafa orðið.“ Kristinn sagði að mikið væri fjallað um veðrið í fjölmiðlum og einkum væri fólk minnt á áhrif vindkælingar. Spáð 18 stiga hita í Tuscaloosa Pétur Guðmundsson kúluvarpari stundar æfingar í háskólabænum Tuscaloosa í Alabama. „Frostið fór niður í 19 stig á celsíus hér. Það snjóaði einu sinni en þetta var aðal- lega frostrigning, klakinn settist á allt og hér varð neyðarástand. Hér er enn allt lokað, flestar stofnanir eins og bankar, barnaheimili og veitingastaðir, háskólinn líka og lögreglan lokaði öllum götum í borginni um stund. Vésteinn Haf- steinsson kringlukastari, sem var hér í háskólanámi og vann við þjálf- un í mörg ár, segist aldrei muna eftir svona veðri hér.“ Pétur sagði að kynding væri léleg í flestum húsum, alls staðar einfalt gler og einangrun öll mjög lítil. Fólk yrði að láta vatnið renna svo að ekki frysi í leiðslum. Margir ótt- uðust rafmagnsleysi og fólk hefði byijað að hamstra í matvöruversl- unum. „En það hefur verið sólbráð núna síðustu dagana og búið að opna helstu götur aftur. í vikulok á að vera kominn 18 stiga hiti á celsíus". HRJÁÐIR íbúar i Yunnan-héraði í Kína halda á sér hita eftir að heimili þeirra eyðilögðust í hörðum jarðskjálfta á laugardag. Flugvél hrapar á hás í Paraguay lílii eiriri m cisgqSystems CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Simi 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.