Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 20

Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Undirstaða alls í mann- legu samfélagi * Verðlaun úr Menningarsjóði VIS voru veitt í fyrsta sinn í gær. Orri Páll Ormarsson var viðstaddur athöfnina í Listasafni íslands og ræddi við verðlaunahafana. Morgunblaðið/Kristinn VERÐLAUNAHAFARNIR Jón Ásgeirsson, dr. Jórunn Erla Ey- fjörð og Róbert Amfinnsson bera saman bækur sínar. JÓN Ásgeirsson þakkaði fyrir sig með því að flytja lag úr ópem sinni Galdra-Lofti ásamt Lofti Erlingssyni söngvara sem nýkom- inn er heim frá námi í Englandi. JÓN Ásgeirsson tónskáld, Ró- bert Amfínnsson leikari og dr. Jórunn Erla Eyfjörð sam- eindaerfðafræðingur hljóta verðlaun úr Menningarsjóði VÍS 1996. Var þetta tilkynnt við hátfð- iega athöfn í Listasafni íslands f gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, afhenti verðlaunin. Menningarsjóði VÍS var komið á fót í tilefni fimm ára afmælis félags- ins á liðnu ári og er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Er tilgangur hans að verðlauna og styrkja þá íslenska einstaklinga sem skara fram úr á sviði lista og vísinda svo og að styðja hvers konar al- menna menningarstarfsemi. Mark- miðum sjóðsins hyggst Vátrygginga- félag íslands ná með því að veita til hans að minnsta kosti 5 milljónum króna á ári hveiju. Ingi R. Helgason stjómarformaður VÍS, sem gerði grein fyrir verðlaun- unum, sagði meðai annars í ávarpi sínu að menningin í öllum sínum víddum og margbreytileik væri und- irstaða alls í mannlegu samfélagi. „Hefur svo verið og verður. Menning- in flyst milli kynslóðanna af því að menningarverðmætin lifa ætíð þann er skóp þau og ný kynslóð fær að njóta hinnar réttnefndu menningar- arfleifðar. Menningin þróast f takt við þróun atvinnulífsins, sem við höldum uppi til að fullnægja þörfum okkar, hún er afurð þess um leið og hún er gagnverkandi aflgjafí þess.“ Sækja til menningarinnar Ennfremur sagði Ingi: „Við finn- um það í VÍS, hversu mjög við þurf- um að sækja til menningarinnar og hversu mjög við njótum ávaxta henn- ar í lífí okkar og starfí. Ekki bara í vísindum og tækni, sem við erum að reyna að tileinka okkur á hverjum degi, heldur og ekki síður í hinum fjölmörgu listgreinum, sem auðga anda okkar og veitir okkur þrek til dáða og starfa. Hvað liggur því beinna við en að við reynum að þakka fyrir okkur?“ Hæsta upphæðin sem veitt var úr sjóðnum, ein milljón króna, féll Jóni Ásgeirssyni tónskáldi í skaut en hann hefur, að sögn Inga, verið fyrirferð- armikill sem tónskáld, tónlistarkenn- ari og gagnrýnandi á tímum mikillar grósku í íslensku tónlistarlífí. „Mikla þökk eiga frumkvöðlar þeirrar vakningar í tónlistarlífí þjóð- arinnar, sem varð á fyrri hluta þess- arar aldar, mennirnir, sem unnu úr þessum efnivið, juku við hann _og þróuðu á undraverðan hátt. Jón Ás- geirsson er lærisveinn þessara frum- kvöðla og tónmálið í verkum Jóns á sér djúpar rætur í íslenskum þjóðlög- um. Athuganir Jóns á ýmsum tón- ferliseinkennum íslenskra þjóðlaga hefur hann dregið saman í eitt og einkenna tónstíl Jóns. Á því sviði eru áberandi mikill fjöldi margvíslegra raddsetninga á þessum sérkennilega og frumstæða menningararfí okkar íslendinga," sagði Ingi. í máli stjómarformannsins kom fram að verðlaunin úr Menningar- sjóði VÍS til Jóns Ásgeirssonar væru að vísu viðurkenning og þakkir fyrir það, sem hann hefði gert, en væru þó öllu meiri hvatning til hans í þeim átökum sem hann stæði nú í. Jón hefur nefnilega samið nýja óperu, Galdra-Loft, sem verður fmmflutt á Listahátíð í Reykjavík í júní næst- komandi. „Og ekki er nóg með það,“ bætti Ingi við. „Hann er byijaður á nýrri óperu, sem verður Möttulssaga og þar mun hann einnig styðjast við sagnaþætti úr Fomaldarsögum Norðurlanda. Við segjum bara: Gangi honum vel.“ Mikil yfirlega Jón Ásgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu fyr- ir störf sín. Jón hefur, eins og fram hefur komið, mörg jám í eldinum um þess- ar mundir og sagði hann að verðlaun- in myndu tvímælalaust koma honum til góða í þeim verkefnum. „Það er feikilega mikil vinna að fást við tón- smíðar; þetta er hægferðug vinna sem krefst mikillar yfirlegu. Fyrir utan minni verk er ég jafnframt að fást við fleiri stór verk en óperumar og er meðal annars hálfgenginn með klarinettkonsert í þremur þáttum." Fmmflutningur Galdra-Lofts verður einn af hápunktum Listahá- tíðar en óperan er að mestu leyti byggð á leikverki og kvæðum Jó- hanns Siguijónssonar. „Það segir sig sjálft að margt breytist þegar verki er breytt í ann- að listform, svo sem leikriti í ópem. Það tekur til að mynda miklu lengri tíma að syngja texta heldur en að segja fram. Síðan nota ég jafnframt fjölda ljóða úr kvæða- safni Jóhanns sem ekki er að finna í leikgerðinni á Galdra-Lofti. Þá fækka ég persónum," sagði Jón. Um Möttulssögu sagði Jón: „Mött- ulssaga er franskt riddarakvæði sem fært var í norrænan búning á 13. öld. Skiptist óperan í þijár sögur: Norna-Gestur, sem sagður er 300 ára gamall, segir tvær sögur af sjálf- um sér, auk þess sem hann er með möttul meðferðis sem sýnir með hvaða hætti konur em ótrúar mönn- um sínum. Þessar þijár sögur eru síðan fléttaðar saman við fleiri at- burði sem eiga sér stað í tíð Hákon- ar gamla á miðri þrettándu öld.“ Alvara og alúð Róbert Amfinnsson fékk 500.000 krónur í sinn hlut en að sögn Inga vill Menningarsjóður VIS með þessum hætti í fyrsta lagi votta honum virðingu og þakklæti fyrir framlag hans í leikhúsmenningu íslendinga í meira en hálfa öld. í öðru lagi væm verðlaunin veitt vegna núverandi af- reka á sviðinu en um þessar mundir er Róbert í gamalkunnugu gervi Bastíans bæjarfógeta í Kard- emommubænum í Þjóðleikhúsinu. Þá sagði Ingi að verðlaunin væm í þriðja lagi veitt manninum Róbert Arnf- innssyni. „Fyrir það, hvemig hann leggur sig fram í listsköpun sinni, hvemig hann af alvöru og alúð gegn- ir hinum ýmsu hlutverkum, og hversu mikilli birtu hann hefur náð að bregða upp í umhverfi okkar og hug- skoti.“ Ingi sagði að Róbert hefði svo sannarlega leikið sig inn í hjörtu ís- lensku þjóðarinnar. „Róbert er að okkar mati nestor meðal íslenskra leikara og situr á bekk með þeim Lámsi Pálssyni, Indriða Waage, Val Gíslasyni og Þorsteini Ö. Stephen- sen.“ í samtali við Morgunblaðið sagði Róbert að á slíkum degi væri sér þakklæti vitaskuld efst í huga. „Við- urkenningar sem þessi hljóta alltaf að vera örvandi og ég tel mig ekki vera neina undantekningu þar á. Verðlaun koma oft í hlut þeirra sem em Iifandi í sínu listræna starfí og taka sjálfa sig alvarlega. Listamenn hljóta þvi að líta á þetta sem hvatn- ingu.“ Róbert lætur engan bilbug á sér fínna þótt hann hafí verið í eld- línu leikhússins í fimm áratugi. „Þeg- ar ég lít til baka hefur þetta verið ánægjulegur róður enda hef ég átt skilningsríka konu og börn. Starf leikarans er líka starf sem maður þarf að hafa ánægju af, annars myndi maður ekki endast í því, það er alveg á hreinu,“ sagði Róbert og bætti við að lífsróðurinn héldi áfram. „I dag er öldurnar heldur farið að lægja en maður stendur meðan stætt er.“ Rannsóknír á brjóstakrabbameini Dr. Jómnn Erla Eyfjörð hlaut einnig hálfa milljón króna úr sjóðnum fyrir framlag sitt til vísinda en hún hefur síðastliðin sjö ár stýrt hópvinnu á Rannsóknastofu Krabbameinsfé- lags Islands. Hafa rannsóknir þessar aðallega beinst að bijóstakrabba- meini, hugsanlegu arfgengi þess, eðli og orsökum. „Jómnn Erla og -samstarfsfólk hennar hafa rannsakað sýni úr yfír 400 bijóstakrabbameinsæxlum úr íslenskum sjúklingum og sýnt fram á, að breytingar í geninu P53 í æxlis- vef tengist slæmum sjúkdómshorf- um. Greiningin á stökkbreýtingum í þessu geni getur því haft gildi til að spá fyrir um framvindu sjúkdóms- ins,“ sagði Ingi og bætti við: „Á ár- inu 1995 hefur Jómnn Erla og sam- starfsfólk hennar samið þrettán greinar um rannsóknir sínar, sem allar hafa verið teknar til birtingar í virtum erlendum vísindaritum." Jórunn Erla kvaðst vera mjög ánægð með verðlaunin fyrir hönd hópsins sem unnið hefur að umrædd- um rannsóknum. „Þetta er fyrst og fremst hvatning til að halda áfram og gera enn betur. Síðan er þetta líka viðurkenning á gmnnrannsókn- um en maður heyrir oft að íslending- ar hafí ekki efni á að stunda vísinda- rannsóknir, sem ég held að við höfum þvert á móti ekki efni á að sleppa.“ Að auki hefur Menningarsjóður VÍS úthlutað verðlaunum að heild- ampphæð 3 milljónir króna til fjöl- margra aðila sem sjóðurinn telur að sinni verkefnum sem til hags og heilla horfí fyrir íslenskt samfélag, hvort heldur sem er á sviði lista eða vísinda, menningar eða atvinnulífs. Byggðu verðlaun þessi á umsóknum og verða nöfn verðlaunahafanna ekki birt opinberlega. Þurfum aö sækja til menningar- innar SYNDIRNAR S JÖ ANNA María Sigurjónsdóttir: Ágirnd. MYNPLIST Gallcrí Úmbra BLÖNDUÐ LJÓSMYNDA- TÆKNI Anna Maria Siguijónsdóttir. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 24. febr. Aðgangur ókeypis. LEITIN að hinu gullna jafnvægi í persónuleika sem og samfélagi mannsins er það viðfangsefni tilver- unnar, sem væntanlega tekst aldrei að leiða til lykta. Stöðugar sveiflur á þessu sviði era ekki aðeins óreglu- legar, heldur birtast öfgarnar jafn- vel samtímis á þröngum vettvangi, þannig að draga mætti lærdóm af - sem þó gerist sjaldnast. Nú um stundir glymja samtímis í eyrum raddir þjóðrembings og alþjóða- hyggju, en meðalhófið heyrist sjald- an nefnt; í ríkisútgjöldum fara sam- an bruðl á einu sviði og níska á öðru, og virðist þjóðinni nær óger- legt að finna meðalveginn. Þessar öfgar birtast einnig hjá einstaklingnum, og á því byggir sýning Önnu Maríu Sigurjónsdótt- ur, sem hún hefur gefíð yfirskriftina „Höfuðsyndirnar sjö“. Ánna María stundaði nám í grafískri hönnun og ljósmyndun í suðurríkjum Banda- ríkjanna, og Iauk mastersnámi á síðasta ári; hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar ytra, en þetta mun vera fjórða einkasýning hennar hér á landi. í stuttum formála bendir hún á að grisk siðfræði skýri dyggð sem ákveðið sálarástand: „Þetta ... er útskýrt sem meðallag tveggja lasta þar sem annar ræðst af skefjaleysi og hinn af skorti. Þannig er t.d. veglyndi meðallag bruðls og nísku. Höfuðdyggðirnar voru forsjálni, hugprýði, hófsemi, réttsýni, trú, von og kærleikur. Syndir voru skil- greindar sem frávik frá þessu með- allagi.“ Út frá þessum grunni hefur hún síðan unnið þau ljósmyndaverk um syndirnar sjö, sem hér getur að líta. Þessar myndir eru unnar með blandaðri Ijósmyndatækni (silfur gelatín) þar sem er að nokkra geng- ið út frá líkamsformum við mynd- bygginguna, en við nánari skoðun er það áferð flatanna sem helst dregur að sér athygli; stundum minna þeir á hijúfa steinsteypu, í öðrum tilvikum á ósléttan ís, gam- alt timbur o.s.frv.; hvítir sveipir innan um tengja heildirnar saman með draumkenndum hætti, sem hentar vel því myndefni (dramb- semi, ágirnd, óskírlífi, öfund, óhóf, reiði, leti) sem hér er fengist við. í verkunum eru fletirnir fylltir af samverkandi formum, þannig að nálgast kraðak í sumum tilvikum (nr. 4, 6), á meðan myndbyggingin er í góðu jafnvægi og tekur sig betur út í öðrum (nr. 2, 7). Yfir flestum svífur blær draumheims og fjarska fyrir tilstilli litunar mynd- anna, og falleg umgjörð í sérstökum römmum á mikinn þátt í að skapa sýrtingunni þann heildarsvip, sem hér ræður mestu. Hér eru því að öllu samanlögðu á ferðinni áhuga- verð Ijósmyndaverk ungrar lista- konu, sem hefur alla burði til að láta að sér kveða í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.