Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR Eftirblómaárin LEIKLIST Lcikfclag Mcnnta- skólans í Kópavogi BÖRNMÁNANS Höfundur Michael Weller. Þýðing Karl Agúst Úlfsson. Leikgerð/leik- sl jórn Eggert Kaaber. Frumsýning í Félagsheimili Kópavogs fdstudag- inn 2. febrúar. OLYGINN sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því, blessuð, að einhvern tíma í gamla daga hafi maður að nafni Michael Well- er labbað milli bandarískra sjón- varpsstöðva með handrit að nýrri þáttaröð. Hún var um vini sem ekkert áttu sameiginlegt annað en að búa í sömu íbúð. Handritið hlaut ekki náð sjónvarpsstöðva- stjórnenda sem hentu Mikka grey- inu öfugum út, eftir að hafa kveikt í handritinu fyrir framan nefið á honum; allir nema einn. Sá hélt handritinu eftir, dustaði rykið af því fyrir um tveim árum og hleypti þáttunum Vinir af stokkunum. Mikki var, þrátt fyrir dræmar undirtektir, með slíka tröllatrú á þessari hugmynd sinni að hann breytti henni í leikrit. Hún skyldi, með hvaða ráðum sem var, komast fyrir al- menningssjónir. Leikritið gerist skólaárið /J 72-73. Kynslóðin sem MF kenndi sig við blóm og frið er hætt að „droppa" sýru og er farin að vinna frá níu til fimm í Pentagon, við þríritaútfylling- ar og blýantsnag. Sjö krakkar leigja saman íbúð í fjölbýlishúsi. Þau fara enn í mót- mælagöngur, ekkert endilega til að mótmæla heldur til að hitta fólk og láta tímann líða; það var ekki búið að finna upp félagsmið- stöðvar. ÚR Börnum mánans Leikmyndin var eitt herbergi í íbúð krakkanna, stofa með inn- byggðu eldhúsi. Þar inni var mað- ur stóran hluta af síðasta skólaári þeirra. Ekkert gerist í lífi þeirra, nema að móðir eins þeirra deyr úr krabbameini, en það er svo máttlaust atriði að það gleymist um leið og það er búið. Manni gæti ekki staðið meira á sama um persónurnar. Söguþráðurinn var enginn. Spennan var engin, nema hvaða lag yrði spilað milli atriða, þ.e.a.s. fyrir þann sem líkar tónlist sjö- unda áratugarins. Það var ekki nóg með að mér, sem áhorfanda, stæði á sama um persónurnar, það sama virtist gilda um persónurnar sjálfar. Þeg- ar skólanum lauk fóru þau bara hvert í sína áttina; þau kvöddust ekki einu sinni. Maður fékk á tilfinninguna að þau væru bara rétt að skjótast út í sjoppu að kaupa kók. Um leikinn er ekki margt að segja. Hve erfitt er að leika hlut- verk í eigin draumi? Draumnum um sjálfstæði, þar sem maður sjálfur leikur aðalhlutverkið, stjómar sjálfur, ekki mamma. Er það ekki 5 draumur allra ungl- inga? 1 ' Þýðing Karls Ágústs Ulfssonar var það eina, sem ég man eftir, sem ég get tek- sérstaklega út og sagt að hafi verið gott. Leikritið fær háa einkunn á skemmtigildisskalanum mínum, annað ekki. Heimir Viðarsson Reuter Fræg ballerína hættir KAREN Kain, fremsta ballet- dansmær Kanadamanna, til- kynnti á blaðamannafundi á dögunum að hún hyggðist hætta að dansa á næsta ári og gat ekki haldið aftur af tárunum. Kain hefur dansað aðalhlutverk í Svanavatninu og Giselle, var dansfélagi Rúdolfs Núrejevs og dansaði með Bolsjoi ballettinum. Hún hefur verið helsti dansari kanadíska þjóðarballettsins í 27 ár og nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu. Verk eftir Pag- anini og Hándel í Gerðarsafni TÓNLEIKAR verða haldnir í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, í kvöld kl. 20.30. Flytjendur eru þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Flutt verður tónlist eftir N. Pag- anini, J. Haydn, G.F. Hándel, J. Goussec, M.T. Paradis, F. Mend- elsohn og J. Ibert. Nýjar bækur • ISLENSK bókaskrá fyrir árið 1994 kom út í desember síðastliðn- um. Þar er skráð öll bókaútgáfa ______________ þessa árs. Skrárnar fyrir 1992 og 1993 komu út fyrr á árinu 1995. Út- gefandi skránna er Landsbóka- safn íslands - Háskólabóka- safn og fór vinnsla þeirra fram í tölvukerfi safnsins, Gegni. Hildur G. Eyþórsdóttir Framvegis er stefnt að því að skrá um bókaútgáfu hvers árs komi út fyrir mitt næsta ár á eftir, þannig að skrá ársins 1995 er væntanleg ávormánuðum 1996. Skrárnar eru hver um sig u.þ.b. 200 bls. að stærð. Þeim fylgir tölu- legt yfirlit um bókaútgáfu viðkom- andi árs. Einnig eru í íslenskri bókaskrá skrár um blöð og tímarit sem hófu útkomu hér á landi hvert ár um sig^ svo og skrár um landakort. íslenskri bókaskrá fylgir enn- fremur íslensk hljóðritaskrái þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni sem gefið er út á hljómplöt- um, geisladiskum og snældum. Fjöldi slíkra gagna hefur farið vax- andi. Þannig voru útgefin gögn 139 árið 1992,165 árið 1993 og 175 árið 1994. Efni hljóðritaskrárinnar er eins og Islensk bókaskrá jafnframt í tölvukerfinu Gegni. Ritstjóri ofangreindra skráa er Hildur G. Eyþórsdóttir. Skrárnar eru seldar bæði i áskríft oglausa- sölu ogeru meðal annars fáanlegar íafgreiðslu safnsins íÞjóðarbók- hlöðu. Verðbréfasjóðir Lan dsb r éfa Hœsta ávöxtun verðbréfasjóða í 5 ár Samanburður á raunávöxtun innlendra verðbréfasjóða 1991-1995 Vaxtarsjóðir Tekjusjóðir Eignarskattsfrjálsir Vaxtarsjóðir Skammtímasjóðir Langtimasjóðir KÞ Einingabréf 1 LBR íslandsbréf VÍB Sjóður 1 LBR FjÓrðungsbréi LBR Launabref VÍB Sjóður 2 KÞ Einingabréf2 LBR ÖndvegisbréT VÍB Sjóður 5 1991 6,90% 7,90% 6,70% 1992 6,90% 7,30% 6,80% Raunávöxtun á ársgrundvelli 1995 fl. 5 ár* Röð 5,50% 5,53% 2 5,60% 6,84% IHHHBi 3,50% 5,53% 2 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 4,50% 7,45% : 8,40% 13,60% 5,80% „ 4,00% 7,88% 7,17% 7,47% 10,14% 8,47% 4,76% 7,59% 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 3,80% 6,10% 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 3,30% 7,77% 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 3,40% 7,12% KÞ Skammcímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 4,80% 6,10% 1 LBR Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 4,30% 5,72% LBR I'ingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 6,80% 10,35% LBR Sýslubref 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 11,70% 7,80% VÍB Sjóðuró -7,00% -51,10% 61,80% 21,60% 34,40% 3,76% Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelíi 1991-1995 Allir innlendir sjóðir Nr. Sjóður Mngbréf Launabréf* SýslubrcT ÖndvegisbréT Sjóður 2 Fjórðungsbréf SjóOur 5 íslandsbréT Skammtímabrct tSSU Itciðlibrcf 11,-12. Einingabréfl ,11.-12. Sjóðurl 13. Sjóðuró 9. Fyrirtæki Landsbréf Landsbréf Landsbré Landsbréf VfB Landsbréf Víli Landsbríf Raunávöxtun á ársgrundvelli 1991-1995 10,35% 6,84% Kl>= Kaupjiing hl., tÐR ¦ l.;uidsbrcf hf., VÍB ¦ Ver<Uiréf;iinark.ului íslaiulsbauka lil. I:júrl"cstin^;.irfcl.ii^ic> Skandia liirtir ckki S áru ávöxrun. 'Ávöxtun Launabriífa ntiðast við 4 ár (1992-1995). Hcimild: Pcnin^asíða Morgunlilaðsins, Ksupþlng lif., VÍB hf. Ábenditlg frá l,íintlsbrt}fum: Athugið: Mtinur ,i k.litp- ug sölugcngi s.iinh.vrik'{;r.i vcrðbtcf.isjtið.t gt'tin vcrit) niisinikill Yfirlitinu er cinungis ætlað að sýna samanburfi á sðguiegrí ÍVÖXtun verðbrcíasjóða ng á ckki að skoða scm vísbcndingu um ávöxtun í framríðinni. , LANDSBRÉFHF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands SUÐURLANDSB R E Y K 9 2 0 0 B R E F A S I M i 8 5 9 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.