Morgunblaðið - 06.02.1996, Page 21

Morgunblaðið - 06.02.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR Eftirblómaárin LEIKUST Sjö krakkar leigja saman íbúð í fjölbýlishúsi. Þau fara enn í mót- mælagöngur, ekkert endilega til að mótmæla heldur til að hitta fólk og láta tímann líða; það var ekki búið að finna upp félagsmið- stöðvar. ÚR Börnum mánans Leikmyndin var eitt herbergi í íbúð krakkanna, stofa með inn- byggðu eldhúsi. Þar inni var mað- ur stóran hluta af síðasta skólaári þeirra. Ekkert gerist í lífi þeirra, nema að móðir eins þeirra deyr úr krabbameini, en það er svo máttlaust atriði að það gleymist um leið og það er búið. Manni gæti ekki staðið meira á sama um persónurnar. Söguþráðurinn var enginn. Spennan var engin, nema hvaða lag yrði spilað milli atriða, þ.e.a.s. fyrir þann sem líkar tónlist sjö- unda áratugarins. Það var ekki nóg með að mér, sem áhorfanda, stæði á sama um persónurnar, það sama virtist gilda um persónurnar sjálfar. Þeg- ar skólanum lauk fóru þau bara hvert í sína áttina; þau kvöddust ekki einu sinni. Maður fékk á tilfinninguna að þau væru bara rétt að skjótast út í sjoppu að kaupa kók. Um leikinn er ekki margt að segja. Hve erfitt er að leika hlut- verk í eigin draumi? Draumnum um sjálfstæði, þar sem maður sjálfur leikur aðalhlutverkið, stjórnar sjálfur, ekki mamma. Er það ekki draumur allra ungl- inga? Þýðing Karls Ágústs var það eina, sem ég man eftir, sem ég get tek- sérstaklega út og sagt að hafi verið gott. Leikritið fær háa einkunn á skemmtigildisskalanum mínum, annað ekki. Heimir Viðarsson Lcikfclag Mcnnta- skölans í Kópavogi BÖRN MÁNANS Höfundur Michael Weller. Þýðing Karl Ágúst Ulfsson. Leikgerð/leik- stjóm Eggert Kaaber. Fmmsýning í FélagsheimiiiKópavogs fóstudag- inn 2. febrúar. ÓLYGINN sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því, blessuð, að einhvern tíma í gamla daga hafi maður að nafni Michael Well- er labbað milli bandarískra sjón- varpsstöðva með handrit að nýrri þáttaröð. Hún var um vini sem ekkert áttu sameiginlegt annað en að búa í sömu íbúð. Handritið hlaut ekki náð sjónvarpsstöðva- stjórnenda sem hentu Mikka grey- inu öfugum út, eftir að hafa kveikt í handritinu fyrir framan nefið á honum; allir nema einn. Sá hélt handritinu eftir, dustaði rykið af því fyrir um tveim árum og hleypti þáttunum Vinir af stokkunum. Mikki var, þrátt fyrir dræmar undirtektir, með slíka tröllatrú á þessari hugmynd sinni að hann breytti henni í leikrit. Hún skyldi, með hvaða ráðum sem var, komast fyrir al- menningssjónir. Leikritið gerist skólaárið ’72-’73. Kynslóðin sem kenndi sig við blóm og frið er hætt að „droppa“ sýru og er farin að vinna frá níu til fimm í Pentagon, við þríritaútfylling- ar og blýantsnag. Reuter Fræg ballerína hættir KAREN Kain, fremsta ballet- dansmær Kanadamanna, til- kynnti á blaðamannafundi á dögunum að hún hyggðist hætta að dansa á næsta ári og gat ekki haldið aftur af tárunum. Kain hefur dansað aðalhlutverk í Svanavatninu og Giselle, var dansfélagi Rúdolfs Núrejevs og dansaði með Bolsjoi ballettinum. Hún hefur verið helsti dansari kanadíska þjóðarballettsins í 27 ár og nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu. Verk eftir Pag- anini og Hándel í Gerðarsafni TÓNLEIKAR verða haldnir í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, í kvöld kl. 20.30. Flytjendur eru þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Flutt verður tónlist eftir N. Pag- anini, J. Haydn, G.F. Handel, J. Goussec, M.T. Paradis, F. Mend- elsohn og J. Ibert. Nýjar bækur • ÍSLENSK bókaskrá fyrir árið 1994 kom út í desember síðastliðn- um. Þar er skráð öll bókaútgáfa ' þessa árs. Skrárnar fyrir 1992 og 1993 komu út fyrr jí árinu 1995. Út- gefandi skránna er Landsbóka- safn íslands - Háskólabóka- safn og fór vinnsla þeirra fram í tölvukerfi safnsins, Gegni. Framvegis er stefnt að því að skrá um bókaútgáfu hvers árs komi út fyrir mitt næsta ár á eftir, þannig að skrá ársins 1995 er væntanleg ávormánuðum 1996. Skrárnar eru hver um sig u.þ.b. 200 bls. að stærð. Þeim fylgir tölu- legt yfirlit um bókaútgáfu viðkom- andi árs. Einnig eru í Islenskrí bókaskrá skrár um blöð og tímarit sem hófu. útkomu hér á landi hvert ár um sig, svo og skrár um landakort. íslenskrí bókaskrá fylgir enn- fremur Islensk hljóðritaskráj þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni sem gefið er út á hljómpiöt- um, geisladiskum og snældum. íjöldi slíkra gagna hefur farið vax- andi. Þannig voru útgefin gögn 139 árið 1992,165 árið 1993 og 175 árið 1994. Efni hljóðritaskrárinnar er eins og Islensk bókaskrá jafnframt í tölvukerfinu Gegni. Ritstjóri ofangreindra skráa er Hildur G. Eyþórsdóttir. Skrárnar eru seldar bæði íáskrift oglausa- söiu og eru meðal annars fáanlegar íafgreiðslu safnsins í Þjóðarbók- hlöðu. Hildur G. Eyþórsdóttir - Verðbréfasjóðir L ands b r éfa Hœsta ávöxtun verðbréfasjóða í 5 ár Vaxtarsjóðir Eignarskattsfrjálsir vaxtarsjóðir Skammtímasjóðir Langtímasjóðir íávöxtun innlendra verðbréfasjóða 1991-1995 1991 1992 1993 1994 Raunávöxtun á ársgrundvelli 1995 sl. 5 ár* Röð KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,50% 5,53% 2 LBlt íslandsbréf 7,90% 7,30% . 7,80% 5.70% 5,60% 6,84% -1 | VlB Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 3,50% 5,53% 2 LBR Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 4,50% 7,45% m LBR Launabréf - 8,40% 13,60% 5,80% ^ 4,00% PHBBHHM i VlB Sjóður 2 7,17% 7,47% 10,14% 8,47% 4,76% 7,59% 2 KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 3,80% 6,10% 3 LBR Öndvegisbróf 7,10% 8,60% 14.60% 5,60% 3,30% 7,77% 1 | VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 3,40% 7,12% 2 KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 4,80% 6,10% 1 LBll Reiðubrtl : 6,50% 6,70% 7.60% 3,50% | 4,30% Yj5j72% . 2 I LBR l’ingbréf 7,7050 8,10% 21,70% 8,10% 6.80% 1035% IBR Svslubréf 8,90% 1,40% -2,00%/; 20,40% : 11,70% : 7,8.0% •: VÍB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 61,80% 21,60% 34,40% 3,76% 3 Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelíi 1991-1995 Allir innlendir sjóðir Nr. Sjóður Fyrirtæki 1. FÍngbréf Landsbréf 2. Launabréf* Landsbréf 3. Sýslubréf Landsbréf 4. Öndvegisbréf Landsbréf 5. Sjóður 2 VÍB 6. Fjórðungsbréf Landsbréf 7. Sjóður 5 VÍB 8. íslandsbréf Landsbréf 9. Skammtímabréf Kaupþing ÖtÓ. Rciðubréf Landsbréf 11.-12. Einingabrcf 1 Kaupþing 11.-12. Sjóðurl VÍB 13. Sjóður 6 VÍB Raunávöxtun á ársgrundvelli 1991-1995 1035% 7,88% 7,80% 7,77% 7,59% 7,45% 7,12% 6,84% 6,10% 5,72% 5,53% 5,53% 3,76% KÞ= Kaupþing'hf., LBR Landsbréf hf, VÍB - Verðbréfamarkaður fslandsbanka hf Fjárfestingarfélagið Skandia hirtir ekki 5 ára ávhxtun. 'Ávöxtun Launabréfa niiðast við 4 ár (1992-1995). Heimild: Peningasíða Morgunblaðsins, Kaupjnng hf., VÍB hf. Ábending frá Landsbréfum: Aihugið: Munur á kaup- og sölugengi sambærilegra verðbréfasjóða gctnr vcrið mismikill. Yfirlitinu er cinungis æclað að sýna samanburð á sögulegri ávöxtun vcrðbréfasjóða og á ekki að skoða scm vlsbcndingu um ávöxtun ( framtfðinni. LANPSBREF HF. hx - 'if fh f th*t Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUQURLANDSSRAUT 24. 103 REVKJAVIK, S I M I 588 9200, BREFASIMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.