Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYND ársins 1995/ Þorkell Þorkelsson, Mbl: „Sóley Eiríksdóttir fékk að vonum hlýjar móttök- ur hjá foreldrum sínum og bróður þegar hún hitti þau í Reykjavík, en sú gleði var harmi bland- in sökum láts Svönu systur hennar og 19 annarra Flateyringa." LJÓSMYNPIR LISTASAFN KÓPAVOGS ÚRVAL LJÓSMYNDA DAGBLAÐANNA Opið frá 13-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 11. febrúar. Aðgang- ur 200 krónur. ENN eru blaðaljósmyndarar á ferð og nú í Listasafni Kópavogs, sem er verðugur rammi utanum þær mörgu og vel teknu myndir sem uppi hanga í einum sal á efri hæð og svo í kjallara. Og vel á minnst, þá mega menn ekki missa af hlutanum í kjallaranum, því þar eru margar mjög góðar myndir, en ég hélt í fljótu bragði að hann stæði tómur, því ekkert sá ég uppi sem vísaði til framhalds sýningarinnar, er ég kíkti niður úr stiga- tröppunum, sem er að sjálfsögðu gloppa í fram- kvæmdinni. Og þar sem ég er strax farinn að telja upp agnúa á framkvæmd- inni má fljóta með, að sýningarskráin er fjarri því að vera verðug jafn- merkum viðburði á sjón- menntavettvangi, einkum í ljósi þess að hæg eru heimatökin um prentun, uppsetningu og umbrot. Þá er það afar lítið verk, að númera myndir og gera ljósritaða skrá yfir þau og . hér ætti starfsliðið að vera yfrið nóg. Ekki má gleyma að slík veiga- mikil smáatriði geta stóraukið að- sókn á sýningar, því veglegar sýn- ingarskrár eru jafnframt auglýsing fyrir þær sem jafnar kostnaðinn, og er um leið merk heimild fyrir hveija einstaka sýningu. Mikið lifandis skelfing er nú annars gaman að renna augum yfír viðburði ársins með augum blaðaljósmyndaranna, en þeir hafa víða komið við bæði innan lands og utan. Þannig er áhrifamikil myndröð frá Bosníu eftir Sverri Vilhelmsson í efri- salnum og hlaut hún verðlaunin í þeim flokki. Engu síðri er þó myndröð Einars Fals Ingólfssonar af námumönnum að störfum í fjallinu Cerro Rico í Bóliv- íu, þar sem voru og eru jafnvel enn auðugustu silfumámur heims. Fjallið stendur fyrir ofan borgina Pótósí og á valdatíma Spánveija létust 8 milljónir þræla og verka- manna í námunum, en fólkið sjálft, sem auðvitað er lögmætur eigandi auðæfanna, hefur rétt haft til hnífs og skeiðar. Ósjálfrátt verða sjón- taugarnar og skynfærin fyrir áreiti við skoðun myndanna ekki síst vegna þess að bjargföst sannfæring mín er, að við sjálf búum í auðug- asta landi Evrópu, en njótum þess ekki sem skyldi sökum bruðls, fyrir- Blaðaljós- myndir 1995 hyggjuleysis og sýndarmennsku, jafnframt því sem verkmennt og hugvit mætir afgangi. Niðri í kjallaranum eru einnig sumar hrifríkustu myndir sýning- arinnar svo sem „Af Bláhnjúk", Landmannalaugar, eftir Pál Stef- ánsson og „Herðubreið" eftir Ragnar Axelsson, svo fólk má síður vanrækja þann hluta sýningarinn- ar. Óskipta athygli vekur hve and- litsmyndimar (portrett) eru vel gerðar og til mín höfðuðu einkum myndirnar af Hannesi Sigfússyni skáldi (Einar Falur), litmyndin af Eiríki Smith listmálara, sem er afskaplega hrein og klár og um leið mikil skapgerðarlýsing (Krist- inn Ingvarsson). Verðlaunamynd Ragnars Axelssonar er vel tekin, en er engu síður landslagsmynd. Maður hugsar margt er staðið er frammi fyrir verðlaunamynd af útihátíðinni Uxa við Kirkjubæjar- klaustur eftir Einar Fal, einkum vegna þess að samanburðarfræðin fer á fullt í ljósi slíkra hátíða víða um land hér áður fyrr. Og í ljósi þess, að ofneysla ungmenna á gos- drykkjum sem tærir upp tennurnar er ofariega á baugi í öllum miðlum um þessar mundir, væri kannski tilefni tii að rannsaka andlegu skemmdirnar sem hljótast af því óhefta áreiti sem ungir verða fyrir í poppuðum gerviheimi lágmenn- ingar og glæpa, þar sem uppdópað- ir eiturlyfjasjúklingar eru skurðgoð dagsins. Blasa þær ekki hvarvetna við, og árétta ekki sömuleiðis æsinga- myndirnar af íþróttabullum þessa ógnvekjandi þróun, sem er að rífa niður arfleifð íslenskrar menningar og gera okkur að ijölþjóðlegum, fjarstýrðum peðum á skákborði hugsjónalausra og miskunnar- Iausra loddara? Hörmungamar á Suðureyri og Flateyri hljóta eðlilega mikið rými, og seint gleymi ég mynd Þorkels Þorkelssonar af skóflunum í snjón- um fyrir framan kirkjuna á Flat- eyri. Auk þess að vera afar vel upp byggt skot, eins og fagmenn orða það gjarnan, segir myndin mikla sögu án nokkurra sjónrænna átaka. Veigurinn liggur þannig ekki í mannlegri dramatík né háskalegu augnabliki, heldur myndinni sjálfri og öllum þeim kenndum sem hún vekur upp hjá skoð- andanum. Myndir Þorkels af hreinsunarstarfinu á Flateyri orkuðu þó sterk- ar á mig en verðlauna- mynd hans, sem er afar vel tekin, en segja má í einn stað, að hún sé meira málverk en ljósmynd og minnir eilítið á birtulög- málið frá kertaljósi, líkt og í meðförum franska málarans George de la Tour, 1593-1652, sem lá steingleymdur og grafinn þar til hann var endur- uppgötvaður árið 1914 (!), og verður stöðugt nafnkenndari fyrir sínar mögnuðu og dularfullu myndir. Vænst þótti mér þó um að sjá að gamla ísland er ekki með öllu horfið, en síðustu forvöð eru þó á því að skjaifesta það sjónrænt fyrir framtíðina. Eiga blaðaljósmyndarar mikið lof skilið fyrir að rækta þá hlið einnig, þótt ekki búi hún yfir jafnmikilli spennu og kikki. Fyrir hugskotssjónum stendur einkum myndin af gamla manninum með stafinn á þjóðveginum í Mjóafirði, því myndin segir mikla sögu af rammíslenskum rrrannlífsvettvangi á þessari öld. Einnig dvaldi ég lengi við myndina af þeirri merkilegu konu Málfríði Eiríksdótur á Dag- verðareyri, en báðar þessar myndir eru verk Ragnars Axelssonar. Prestar fá sinn hlut á sýningunni enda voru þeir í sviðsljósinu og ein verðlaunamyndin er af prestum á leið á prestastefnu og er eftir Gunn- ar Sverrisson. Þá er kímnin ekki langt undan og undirfurðuleg er mynd Árna Sæbergs af stokkandar- hjónunum í Vesturbæjarlauginni. Viðhorfið til fréttaljósmyndunar hefur breyst til betri vegar á síð- ustu árum svo sem greinilega mátti marka af síðustu World Press Photo sýningu í Kringlunni. Og af framan- skráðu má ráða að íslenskir blaða- ljósmyndarar hafí verið vel vakandi á árinu og eru dijúgar væntingar til næstu sýningar, sem fær von- andi umbúðir við hæfi... Bragi Ásgeirsson EIRÍKUR Smith listmálari/ Kristinn Ingvarsson. Fj órar stíl- tegiindir TONLIST Geröuberg LJÓÐATÓNLEIKAR Anna Sigríður Helgadóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Britten, Dvorák, Gunnar Reyni Sveinsson, Kem, Rogers, Porter og Gershwin. Sunnudagurinn 4. febrúar. ANNA Sigríður Helgadóttir söng á þriðju ljóðatónleikum Gerðubergs á þessum vetri og var Gerrit Schuil samleikari hennar. Anna Sigríður hefur um nokkurra ára bil komið fram, ýmist ein eða í smærri sam- söngshópum, og á að baki langt nám í söngfræðum, bæði hér heima og erlendis og er á leiðinni út til Svíþjóð- ar til starfa þar sem söngvari. Hún hóf tónleikana með lagaflokk- inum A Charm of Lullabies, eftir Benjamin Britten, skemmtilegum söng- lögum, sem Anna Sig- ríður söng ágætlega, einkum tvær þær síð- ustu, Særingaþuluna og Söng fóstrunnar. Annað viðfangsefnið voru sígaunasöngvarn- ir eftir Dvorák og söng Anna Sigríður þá á. tékknesku. Þessa söngva þarf að syngja á sérstæðan máta en sá fjórði, Söngvar sem móðir mín kenndi mér, og sá síðasti, er fjallar um frelsið, voru báðir vel fluttir. Þá var falleg stemmning í þriðja lag- inu en texti þess fjallar um kyrrð skógarins og að syngja frá sér sorg- ina. Ur.danhald samkvæmt áætlun, ágætur lagaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við fimm kvæði eftir Stein Steinarr, var næst á efn- isskránni og var flutningur Önnu Sigríðar mjög góður og samleikur Gerrit Schuil aldeilis frábær. Má segja að þau hafi endurskapað þessi lög fyrir þá hlustendur er þekkja þau frá fyrri tíð. Anna Sigríður Helga- dóttir hefur fallega og vel hljómandi rödd og voru tónleikarnir í heild góðir hjá henni, enda naut hún þess að vinna með Gerrit Schuil, sem er frábær píanóleikari. Tónleikunum lauk með fjórum kunnum lögum eftir bandarísk tón- skáld, sem hafa allir fengist við gerð söngleikja, þá Jerome Kern, Richard Rogers, Cole Porter og George Gers- hwin, en sá síðast nefndi átti bragðb- esta lagið, The Man I Love. Anna Sigríður Helgadóttir er efnileg söng- kona en það er eins með bandaríska söngleikjatónlist og sígaunalögin, að þau þarf að móta með sérstökum hætti, sem að miklu leyti stendur utan við þann stíl, sem kenndur er í söngmenntastofnunum Evrópu. Efnisskráin er að því leyti til sér- kennileg, að lög Brittens og Gunn- ars Reynis eru meira leikræn en að þau virkilega reyni á röddina og jafn- vel hlutverk píanósins er á köflum meira krefjandi en sönglínan. Lága- flokkurinn eftir Dvorák á rætur í sérstæðri tónlist tataranna suður á Balkanskaga og síðast en ekki síst, er bandarískur söngmáti sérþróað fyrirbæri, sem fáir evrópskir lista- menn kunna svo vel sé. Best fluttu söngverkin voru vögguvísurnar eftir Britten og lagaflokkur Gunnars Reynis. Segja má að efnisskrá tón- leikanna hafi verið miðuð við fjórar stíltegundir, sem hlýtur að vera erf- itt að halda utan um og því sé frammistaða Önnu Sigríðar í heild mjög góð og sýni að hún eigi marga möguleika á að hasla sér völl sem söngkona. Jón Ásgeirsson Anna Sigríður Gerrit Helgadóttir Schuil Norræna húsið Fyrirlestur og sýn- ing á vinnubókum FYRIRLESTUR á veg- um MHI verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag 7. febrúar, kl. 20. Fyrir- lesari verður listamað- urinn og arkitekinn 111- ur. I anddyri Norræna hússins verður samtím- is sýning á vinnubókum listamannsins sem sýna tillögur og feril nokk- urra verka hans. Illur eða Illugi Ey- steinsson útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og hóf nám í innanhússarki- tektúr við Southern Illinois Univers- ity 1985. Ári seinna hóf hann nám við Parsons School of Design í New York og útskrifaðist þaðan með BFA í umhverfishönnun 1989. 1990 til 1994 var hann síðan við framihalds- nám í arkitektúr við SCI-Arc (Sout- hern California Institute of Arc- hitecture) f Los Angeles og útskrif- ast þaðan með mastersgráðu. Síðan Illur kom heim 1994 hefur hann helgað sig listinni og sérstak- lega umhverfislist og innsetningum þar sem umhverfi listaverksins leikur stórt hlutverk í hugmyndafræði og útliti þess. Illur tók þátt í nokkr- um sýningum á síðasta ári og vakti verkið Menntun og Þorskur á afmælissýningu Nor- ræna myndlistarbanda- lagsins mikla athygli en það voru fiskitrönur sem stóðu í hálfhring andspænis Háskóla ís- lands síðastliðið sumar. Fyrirlesturinn í Nor- ræna húsinu er tvíþættur. í fyrsta lagi mun hann sýna feril nokkurra verka sinna og ræða hvernig þau tengjast hugmyndum sínum um umhverfislist. í öðru lagi mun hann sýna myndefni úr heimi nútíma fjölmiðlunar og arkitektúrs sem er hluti af hugmyndaheimi hans sem listamaður og arkitekt. Sýningin í anddyrinu er opin frá kl. 12 á hádegi þann sjöunda og aðeins þann dag. Illugi Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.