Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 23 LISTIR „Ekki svona!" í Möguleikhúsinu A ÆFINGU á leikritinu „Ekki svona!" UM ÁRAMÓTIN hófust í Mögu- leikhúsinu æfingar á nýju ís- lensku leikriti, „Ekki svona!" eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Sýningin er unnin í samvinnu Möguleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. I verkinu er fjallað um líf nokk- urra ungmenna í menntaskóla og glímu þeirra við ýmis vandamál hversdagsins. Leikstjóri er Pétur Eggerz. Björn Jörundur Friðbjörnsson er höfundur tónlistar og Jón Þórisson sér um leikmynd og búninga. Leik- arar eru Jóhann G. Jóhannsson, Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvars- son, Björn Jörundur Friðbjörns- son, Einar Rafn Guðbrandsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jóns- dóttir og Óskar Ögri Birgisson. Frumsýning á „Ekki svona!" er áætluð 20. febrúar. Sýningar verða í Möguleikhúsiuu við Hlemm en einnig verður unnt að sýna í skólum og annars staðar þar sem aðstaða leyfir. Hryggð- inkáta LEIKUST Furía, Lcikfclag Kvennaskólans JAKOB EÐA UPPELDIÐ Höfundur Eugene Ionesco. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Jón St. Ki-ist jáusson. Leikendur: Alfheið- ur Viðarsdóttir, Markús Bjarnason, Guðrún Sigurðardóttir, Ólafur Ing- unnarson, Helga Bjarnadóttir, Ragn- hildur Agústsdóttir, Laufey Ólafs- dóttir, Sara Harðardóttir, Lúðvík Víðisson, Sara Ögmundsdóttir, Sig- rún Skúladóttir, Ölvir Gíslason. Frumsýning í Möguleikhúsinu við Hlemmtorg, 2. febrúar. ÞEIR eru sókndjarfir í leikrita- valinu, Kvenskælingar. Textinn skiptir afar miklu máli í leikritum Ionescos eins og reyndar í leikrit- um þeirra leikritaskálda yfirleitt sem róa á mið fáránleikans og margræðninnar til að fanga skiln- ing við ystu mörk tungunnar. Slík leikrit standa og falla með skýrri og agaðri framsögn þar sem glitr- ar á blæbrigði merkingar eins og hreistur í hljómnum. í Jakob eða uppeldið er textinn mikill og frjór og sannarlega góm- sætur í afbragðs íslenskun Karls Guðmundssonar. Ekki er nema á færi reyndra atvinnuleikara að láta hann njóta sín og alls ekki hægt að gera þær kröfur til ungra náms- manna að þeir ráði við hann, jafn- vel þótt þeir séu sumir efnilegir og allir af vilja gerðir. Það er að sönnu ánægjulegt að fjölbreytnin í leikritavali fram- haldsskólanema skuli vera slík að um þessar mundir bjóða þeir upp á flestar gerðir sviðsverka. En ráða ætti óreyndum frá því að klífa þrítugan hamarinn. Annað er bjarnargreiði. Jakob eða uppeldið er einþátt- ungur sem Furía sýndi í tveimur mismunandi leikgerðum: Fyrir hlé var umgerðin engin, búningar táknstrípaðir, látbrögð fáránleg. Eftir hlé var textanum smeygt inn í fjölskyldufarsann. Þar voru menn á heldur kunnuglegri slóðum og gátu nýtt ýmislegt annað en text- ann til að skemmta áhorfendum. Lúðvík Víðisson var í vel gerðu gervi sem afinn og sýndi góða takta, og sama er að segja um þau Markús Bjarnason og Ragnhildi Ágústdóttur, en þau eru að sjóast á sviðinu og stóðu vel af sér öld- una. í fyrra léku þau í skemmti- legri og fjölþættri sýningu Furíu á Morfín; en sú sýning opinberaði tvennt: Að í Kvennaskólanum er margt hæfileikafólk og að miklu máli skiptir að velja því verkefni við hæfi. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.