Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 23 Á ÆFINGU á leikritinu „Ekki svona!“ „Ekki svona!“ í Möguleikhúsinu UM ÁRAMÓTIN hófust í Mögn- leikhúsinu æfingar á nýju ís- lensku leikriti, „Ekki svona!“ eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Sýningin er unnin í samvinnu Möguleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. í verkinu er fjallað um líf nokk- urra ungmenna í menntaskóla og glímu þeirra við ýmis vandamál hversdagsins. Leikstjóri er Pétur Eggerz. Björn Jörundur Friðbjörnsson er höfundur tónlistar og Jón Þórisson sér um leikmynd og búninga. Leik- arar eru Jóhann G. Jóhannsson, Alda Amardóttir, Bjarai Ingvars- son, Björn Jörundur Friðbjörns- son, Einar Rafn Guðbrandsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jóns- dóttir og Óskar Ögri Birgisson. Frumsýning á „Ekki svona!“ er áætluð 20. febrúar. Sýningar verða í Möguleikhúsinu við Hlemm en einnig verður unnt að sýna í skólum og annars staðar þar sem aðstaða leyfir. Hryggð- inkáta LEIKLIST Furía, Lcikfclag Kvennaskólans JAKOBEÐA UPPELDIÐ Höfundur Eugene Ionesco. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Leikendur: Álfheið- ur Viðarsdóttir, Markús Bjamason, Guðrún Sigurðardóttir, Ólafur Ing- unnarson, Helga Bjarnadóttir, Ragn- hildur Agústsdóttir, Laufey Ólafs- dóttir, Sara Harðardóttir, Lúðvik Víðisson, Sara Ögmundsdóttir, Sig- rún Skúladóttir, Ölvir Gíslason. Frumsýning í Möguleikhúsinu við Hlemmtorg, 2. febrúar. ÞEIR eru sókndjarfir í leikrita- valinu, Kvenskælingar. Textinn skiptir afar miklu máli í leikritum Ionescos eins og reyndar í leikrit- um þeirra leikritaskálda yfirleitt sem róa á mið fáránleikans og margræðninnar til að fanga skiln- ing við ystu mörk tungunnar. Slík leikrit standa og falla með skýrri og agaðri framsögn þar sem glitr- ar á blæbrigði merkingar eins og hreistur í hljómnum. í Jakob eða uppeldið er textinn mikill og fijór og sannarlega góm- sætur í afbragðs íslenskun Karls Guðmundssonar. Ekki er nema á færi reyndra atvinnuleikara að láta hann njóta sín og alls ekki hægt að gera þær kröfur til ungra náms- manna að þeir ráði við hann, jafn- vel þótt þeir séu sumir efnilegir og allir af vilja gerðir. Það er að sönnu ánægjulegt að fjölbreytnin í leikritavali fram- haldsskólanema skuli vera slík að um þessar mundir bjóða þeir upp á flestar gerðir sviðsverka. En ráða ætti óreyndum frá því að klífa þrítugan hamarinn. Annað er bjarnargreiði. Jakob eða uppeldið er einþátt- ungur sem Furía sýndi í tveimur mismunandi leikgerðum: Fyrir hlé var umgerðin engin, búningar táknstrípaðir, látbrögð fáránleg. Eftir hlé var textanum smeygt inn í fjölskyldufarsann. Þar voru menn á heldur kunnuglegri slóðum og gátu nýtt ýmislegt annað en text- ann til að skemmta áhorfendum. Lúðvík Víðisson var í vel gerðu gervi sem afinn og sýndi góða takta, og sama er að segja um þau Markús Bjarnason og Ragnhildi Ágústdóttur, en þau eru að sjóast á sviðinu og stóðu vel af sér öld- una. í fyrra léku þau í skemmti- legri og fjölþættri sýningu Furíu á Morfín; en sú sýning opinberaði tvennt: Að í Kvennaskólanum er margt hæfileikafólk og að miklu máli skiptir að velja því verkefni við hæfi. Guðbrandur Gíslason síðustu dagar, síðustu dagar, síðustu dagar hér er stiklað á stóru ferðatæki m/CD frá kr. 16.950 örbylgjuofnar frá kr. 16.950 hljómt.samst. m/CD frá kr. 39.950 ferðageislaspilari frá kr. 9.900 ryksugur frá kr. 6.990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.