Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREIiUAR Skattframtalið - óþarfa vinna og kostnaður UM ÞESSAR mundir eru landsmenn að huga að útfyllingu skatt- framtala sinna, en flestir fengu skattfram- talseyðublöðin send fyrir nokkru. Eins og kunnugt er ber okkur að fylla framtölin sam- viskusamlega út, telja fram tekjur, skuldir, skuldara, eignir, tap, gróða o.fl., og ekki má gleyma að geta allra fjárfestinganna í hluta- bréfakaupunum milli jóla og nýárs. Að end- ingu undirritum við skattframtalið, auðvit- að að viðlögðum drengskap, og skil- um því til skattyfírvalda eigi síðar en 10. febrúar eða 15. mars, allt eftir því hvort við erum launþegar eða atvinnurekendur. En lítum nú aðeins á forsendur útfyllingar skattframtalsins og tök- um venjulegan launamann sem dæmi; við skulum kalla hann Jón. Jón hefur unnið hjá sama atvinnu- rekanda í fjöldamörg ár, hefur þokkaleg laun, bílastyrk og dálitla upphæð fær hann sem dagpeninga vegna ferða innanlands, sem hann þarf að sinna vegna starfs síns. Fríða konan hans Jóns hefur unnið hálfan daginn við bókhald hjá litlu fisk- vinnslufyrirtæki og er rúmlega hálf- drættingur á við Jón í launum. Jón og Príða byggðu sér einbýlishús fyr- ir 25 árum, skulda þessi hefðbundnu lán; þ.e. húsnæðismálastjórnarlán af gömlu gerðinni, ásamt lífeyris- sjóðsláni sem Fríðu tókst að kría út þegar þau keyptu sér jeppann. Jón hefur aldrei lent í vanskilum og þeim hjónum hefur yfirleitt tekist prýði- Guðmundur Gunnarsson lega að standa í skilum með allar afborganir ásamt gjöldum af hús- inu og jeppanum. Sem sagt; flest ár eru svipuð hjá þeim hjón- um, launin berast ör- ugglega um hver mán- aðamót, sumarfrí eru tekin reglulega, jeppinn notaður til fjallaferða, yfirleitt er lítið eftir í buddunni þegar líður að mánaðamótum, en þetta bjargast allt. En eitt af „þessu ár- lega", er að fylla út skattframtalið. Þá sest Jón niður og flokkar launaseðla (þeir eru reyndar aðeins tveir), kvittanir fyrir gjöldum af húsinu og ekki má gleyma kvittun- unum fyrir greiðslu afborgana af lánunum. Næst reiknar Jón út vexti, dráttarvexti, eftirstöðvar o.fl., allt eftir reglum sem fram koma á einu fylgiskjala skattframtalsins. Síðan skráir Jón samviskusamlega lánin sín, skuldaeigendur, gjalddaga o.fl., á fylgiskjalið, sem reyndar lítur þá út á mjög svipaðan hátt og árið áður. Niðurstöðutölur færir Jón síð- an yfir á skattframtalið. Þá má ekki gleyma að fylla út dálkinn um „eign- ir í árslok", og nota til þess tölur af öðru fylgiskjali skattframtalsins, þ.e. af „tilkynningu um fasteigna- mat". „Skratti væri nú gott að geta náð til baka einhverju af kostnaðinum við bílinn, jafnvel þó ekki séu til nótur fyrir öllum viðgerðarkostn- aði", hugsar Jón. „Nei, annars," eft- ir lestur bæklingsins um skattsvik fellur Jón frá þeirri hugmynd. „Muna eftir stöðunni á banka- Er margendurtekinn innsláttur, spyr Guð- mundur Gunnarsson, virkilega nauðsynlegur í tölvuvæddu nútíma- þjóðfélagi? reikningunum um áramótin, það kom líklega á yfirlitinu frá bankan- um." Að lokum telur Jón sig hafa lokið við útfyllingu framtalsins, fer yfir það með Fríðu sinni og þau skrifa undir, að viðlögðum drengskap. Er ekki eitthvað að í ofangreindu dæmi? Launamaðurinn er að lesa tölur af pappírum, endurrita þær á aðra pappíra, og senda að lokum nokkra pappíra til skattyfirvalda. En hvað gerist þá? Ætli vinnunni sé lokið? Það skyldi þó aldrei vera að þá tæki starfsfólk skattyfirvalda við papp- írnum og tæki til við að slá tölur inn í tölvur og gagnagrunna? Jú, merkilegt nokk, það er ein- mitt það sem gerist; enn einu sinni tekur mannlegt auga til við að lesa tölur af pappír, en í þetta sinn enda tölurnar í opinberum gagnagrunn- um. En hvað ætli sé búið að slá sömu tölurnar oft áður inn í tölvu? Líklega mörgum sinnum; t.d. var launaseðillinn frá atvinnurekandan- um sendur bæði til skattyfirvalda og launamannsins sjálfs, þannig að einhver hafði áður slegið inn tölur í tölvu, því launaseðillinn var jú úr prentara. Einhver hafði líka áður slegið inn tölur um fasteignamat, um stöðu lána, og margt fleira. Og þar erum við komin að kjarna málsins: Er þessi margendurtekni innsláttur upplýsinga virkilega nauðsynlegur í tölvuvæddu nútíma- þjóðfélagi? Eru ekki flestar tölur og upplýsingar til á tölvutæku formi löngu áður en launamaðurinn fær skattframtalið til útfyllingar? Af hverju er ekki hægt að ganga þannig frá málum að tölur fyrir laun, eftirstöðvar (flestra) lána, fasteigna- mat o.s.frv., séu á skattframtalinu, áður en það er sent til hins venju- lega launamanns? Væri þetta gert, þyrfti launamaðurinn ekki að gera annað en að fara yfir skattframtalið og gera athugasemdir, ef einhverjar væru. Telja má víst að meirihluti al- mennra launamanna þyrfti ekki að gera neitt annað en að undirrita, að viðlögðum drengskap. Ótrúlegt er annað en að einhvers staðar í veröld- inni sé þetta útfært á þennan hátt. Sanngjarnt er þó að taka fram að svo virðist sem kerfið gæti tekið við sér, því nú hefur Húsnæðismála- stofnun sent viðskiptavinum sínum yfirlit yfir lánastöðu, og ber að þakka það. En ætli yfirlitið hafi ver- ið sent á tölvutæku formi til skattyf- irvalda? Auðvitað kostar mikið að „breyta kerfínu" til betri vegar, eins og hér er fjallað um, en undirritaður er sannfærður um að sparnaðurinn í vinnu, tíma, pappír og mörgu öðru gerir miklu meira en að vega upp þann kostnað. Að maður tali nú ekki um þægindin. Að viðlögðum drengskap, Höfundur er starfar að fjarskipta- málum. Ofhxgt starf í æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamálum REYKJAVIKUR- LISTINN hefur und- anfarin tvö ár lagt áherslu á heildstæða stefnu til uppbyggingar æskulýðs- og íþrótta- mála í borginni. Nú þegar kjörtímabilið er hálfnað, hefur Reykja- víkurlistinn sett mark sitt á þennan mála- flokk, þó með nokkuð öðrum hætti en Sjálf- stæðisflokkurinn gerði. í tíð sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur voru æskulýðsmálin aldrei hátt skrifuð á for- Steinunn V. Óskarsdóttir gangslista þess meirihluta. Núver- andi meirihluti hefur hins vegar unnið markvisst að ýmiss konar brautryðjendastarfi í málefnum unglinga og má í því sambandi nefna eflingu Hins hússins. Sú starfsemi var flutt í hið sögufræga Geysishús og hefur starfsfólk Hins hússins unnið gríðarlega gott starf t.d. í atvinnumálum fólks á aldrinum 18-25 ára. í frumvarpi að fjárhagsá- ætlun 1996 er gert ráð fyrir áfram- haldandi framkvæmdum við Geysis- húsið sem felast m.a. í bættu að- gengi fatlaðra. Á síðastliðnu ári var samþykkt í fyrsta skipti vímuvarnarstefna Reykjavíkurborgar. í kjölfarið var skipaður vinnuhópur sem á að sam- ræma aðgerðir stofnana og sjá um að stefnunni sé framfylgt. Málefni miðbæjarins hafa einnig mikið verið til umræðu og af hálfu borgaryfir- valda var farið af stað með sérstakt átak sem beindist því að fækka komum barna og unglinga und- ir lögaldri í miðbæinn að næturlagi. Þarna hefur náðst nokkur árangur og dregið hef- ur úr fjölda ungs fólks undir lögaldri í mið- bænum að nóttu til. Upp á síðkastið hefur fíkniefnaneysla barna og unglinga verið mikið til umræðu og hefur borgarráð nýlega sam- þykkt að fara af stað með fræðsluátak í efstu bekkjum grunnskóla. ÍTR hefur einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja svo- kallaða jafningjafræðslu sem hefur verið til umræðu að undanförnu. í umræðum um vanda þann sem fylgir fíkniefnanotkun hefur komið fram það sjónarmið að besta for- vörnin sé fólgin í því að efla starf- semi íþróttafélaga. Þó íþróttafélög henti mörgum unglingum vel, veiti aðhald og stuðning þá er samt mik- ill fjöldi unglinga sem ekki hefur áhuga á íþróttum. Þessi mál verður að skoða í heildarsamhengi við t.d. hvaða fræðslu og tómstundatilboð boðið er upp á í skólum og í hverfun- um sjálfum. Ég vil í þessu sambandi nefna Mótorsmiðjuna, sem er sam- starfsverkefni milli ÍTR, Félags- málastofnunar og lögreglu. Þarna er kominn staður fyrir þá unglinga sem hafa áhuga á mótorhjólum og þeir starfa þarna með leiðbeinendum á vegum borgarinnar og hverfalög- reglunni í Grafarvogi. að Núverandi meirihluti hefur unnið markvisst að ýrhiss konar braut- ryðjendastarfi í málefn- um unglinga, segir Steinunn V. Óskars- dóttir, og má í því sam- bandi nefna starfsemi Hins hússins, Mótor- smiðjuna, miðbæjarmál- in og samþykkt vímu- varnarstefnu. Uppbygging í Grafarvogi Grafarvogurinn hefur byggst hratt upp á liðnum árum og barna- og unglingafjöldi eykst þar jafnt og þétt. I fjárhagsáætlun 1996 er gert ráð fyrir sérstökum stuðningi við félags- og tómstundastarf í Rima- og Engjahverfi þar sem börnum og unglingum hefur fjölgað mjög mikið. Grafarvogsbúar eiga einnig von á því að á næsta ári verði byrjað á byggingu nýrrar almennings- og kennslulaugar við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Vonast ég til að hún verði tekin í notkun eigi síðar en í árslok 1997. Aðrar framkvæmdir í íþróttamálum Af öðrum framkvæmdum á sviði íþróttamála má nefna golfvöllinn við Korpu, en á grundvelli samnings sem borgaryfirvöld gerðu við Golfklúbb Reykjavíkur á síðasta ári standa nú yfir miklar framkvæmdir við völlinn. Samkvæmt því frumvarpi til fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar sem nú liggur fyrir eru um 212 milljónir samningsbundnar til fram- kvæmda við íþróttamannvirki íþróttafélaganna í borginni. Á árinu 1996 verður bætt við 15 milljónum og er stór hluti þeirrar upphæðar hugsaður til að gera samning um framtíðaruppbyggingu stærsta íþróttafélags borgarinnar, KR. í þessu sambandi má einnig nefna viðræður sem borgaryfirvöld eiga nú í við Þrótt um flutning félagsins í Laugardalinn og viðræður við íþróttafélagið Ármann um uppbygg- ingu við Engjahverfi í Grafarvogi. Á vegum ITR hefur verið starf- andi vinnuhópur sem skoðað hefur möguleika á yfirbyggingu skauta- svells og er niðurstöðu að vænta fljót- lega. Auk þess sem að framan er talið mætti nefna nætursund í SundhóU- inni, sem hefur mælst gríðarlega vel fyrir, úttekt á stöðu kvenna innan íþróttafélaganna og margt fleira. í þessum málaflokki hefur átt sér stað öflugt starf síðastliðin tvö ár þar sem áhersla hefur verið lögð á markvissa uppbyggingu í æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamálum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður ÍTR. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Suzuki Sidekick JLXi 16v '93, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 38 þ. mílur, rafm. í rúðum, samlæsingar, álfelgur, upphækk- aður, ABS bremsur. V. 1.690 þús. V.W. Golf 1.4 icl station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. MMC Pajero GLS Turbo m/lnterc. '95, m/mæli, blár, 5 g., ek. aðeins 8 þ. km., upphækkaður, 33" dekk o.fl. Talsvert breyttur. Sem nýr. V. 2,5 millj. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bfll. V. 3.950 þús. Dodge Aries LE 2ja dyra '87, sjálfsk., ek. 96 þ. km. V. 390 þúsþ Tilboð: 290 þús. Mazda 626 GLX 2.0 '91, steingrár, 5 g., ek. 69 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, 2 dekkjagangar o.fl. Tilboðsv. 990 þús. Toyota Hllux D. Cap m/húsl '94,2.4 bens- ín, 5 g., ek. 30 þ. km., 33" dekk, bretta- kantar o.fl. V. 2,2 millj. Willys Koranda 2.3 diosil (langur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þús. km. V. 980 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km.r rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Toyota Corolla Touríng GLi '93, vínrauð- ur, ek. 42 þ. km., rafm. f rúðum, dráttar- krókur, 2 dekkjagangar o.fl. V. 1.350 þús. Sk. ód. Cherokee Pioneer 4.0L '87, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. 110 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott ástand og útlit. V. 1.190 þús. M. Benz 250 T., diesel, station '86, sjálfsk., ek. 296 þ. km. Gott ástand. V. 1.650 þús. Nlssan Sunny Sedan SLX 1.6 '93, hvítur, 5 g., ek. 50 þ. km., rafm. í rúðum, hiti [ sætum o.fl. V. 1.030 þús. Volvo 740 GL '87, rauður, 5 g., ek. 103 þ. km. V. 750 þús. Subaru Legacy 1.8 station '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km. V. 1.080 þús. BMW 316 '88, 4 dyra, vinrauður, 5 gíra, ek. aðeins 54 þ.km. Toppeintak. V. 690 þús. Sk. ód. Chevrolet Van '87, húsbfll, gott eintak. Tilboðsv. 690 þús. Ford Bronco II XL '88, 5 g., ek. 93 þ. Gott eintak. V. 990 þús. Lada Samara 1500 '90, 3 dyra, grár, 5 g., ek. 80 þ. MMC Lancer EXE '91, hlaðbakur, sjálfsk., ek. aðeins 11 þ.km. Einn m/öllu. V. 940 þ. stgr. Mazda 323 F GLX '90, rauður, 5 dyra, sjálfsk., ek,. 87 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. Góður bíll. V. 790 þús. V.W. Vento GL 2.0 '93, blár, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1.380 þús. Ath.: Tilboðsverð á fjölda bifreiða. LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI10 • VESTP/I • SÍMI481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARF. • S. 5655230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.