Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBIjAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STUÐNINGUR VIÐ BARNAGEÐDEILD KVENFÉLAGIÐ Hringurinn og barnaspítali, sem við það félag er kenndur, eru talandi dæmi um frjálsan og fórnfúsan stuðning við heilbrigðisþjónustu í landinu. K-lykilsátak Kiwanismanna síðla liðins árs til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspítala við Dalbraut, fyrir foreldra sjúkra barna utan af landi, er sömuleiðis slíkt dæmi. Þegar grannt er gáð hefur orðið að byggja endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar sjúkrahúsa í landinu, stórra sem smárra, að dijúgum hluta á gjöfum félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Og í síðustu viku afhenti lyfjafyrirtækið Pharmaco Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala 5 milljónir króna í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Valgerður Baldursdóttir, yfirlæknir á barnageðdeild- inni, segir í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugar- dag, að gjöf Pharmaco tryggi það, að hægt verði að halda gangandi starfsemi legudeilda í sumar, en fyrir dyrum stóð að draga starfsemina saman vegna fjárskorts. Fram kom í viðtali blaðsins við yfirlækninn síðastliðið haust að 100 til 150 börn leiti tii deildarinnar á ári hverju, og er þá aðeins átt við ný tilfelli. Þar segir ennfremur, að með tilvísan til talna, sem nágrannaþjóðir tíundi, megi leiða líkur að því að hér á landi sé aðeins sinnt um 10% þeirra barna og unglinga sem í raun þurfi á hjálp að halda. Víða erlendis hefur fjárstuðningur, eins og frá Pharmaco nú, mikið vægi fyrir hvers konar mannúðar-, menningar-, hjálpar- og heilbrigðisstörf. Segja má, að um „frjálsa skatt- lagningu" sé að ræða. Stuðningurinn við Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítala kemur sér og mjög vel, eins og allt var í pottinn búið um fjárframlög til rekstrarins. Hann hefur og fordæmisgildi fyrir önnur fyrirtæki, sem styðja vilja mikilvæga og nauðsynlega þjónustu. Löggjafinn má gjarna ýta betur undir „frjálsa skattlagningu" af þessu tagi í þágu hvers konar mannúðar- og menningarmála. Til þess hefur hann færar skattalagaleiðir. DÝRIR FLUTNINGAR STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins hafa á síðustu vikum orðið að skera verulega niður í rekstri vegna halla- rekstrar stofnunarinnar. Hallarekstur RÚV er vissulega alvarlegt mál. Þær tölur, sem koma þar við sögu, blikna hins vegar í samanburði við þær sem nefndar eru í tengsl- um við húseign sjónvarpsins í Efstaleiti, sem staðið hefur ónotuð um árabil. Byggingin við Efstaleiti hefur lengi verið umdeild og ótrúlegt er til þess að hugsa, að upphaflega hafi hún ein- ungis verið ætluð fyrir Rás 1 og áform verið um að byggja tvær áþekkar byggingar til að hýsa Ríkissjónvarpið, að því er núverandi formaður útvarpsráðs hefur upplýst. Um 800 milljónir hafa runnið til sjónvarpshlutans og skiptar skoðanir eru um hversu vel sú bygging hentar nútíma sjónvarpsrekstri. Að minnsta kosti er ljóst að verja verður hundruðum milljóna króna í frágang á húsinu áður en hægt verður að flytja starfsemi Ríkissjónvarpsins þang- að. Það er hins vegar ótækt að þessi mikla og dýra fjárfest- ing standi áfram ónýtt. Annaðhvort verður Ríkisútvarpið að koma henni í verð eða færa starfsemi Ríkissjónvarpsins af Laugavegi í Efstaleiti. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, áætlar að nauðsynlegt sé að verja um 400 milljónum króna í frágang á húsinu áður en sjónvarpið geti flutt þar inn. Hann segir jafnframt að ef starfsemin yrði áfram við Laugaveg myndi reynast nauðsynlegt að mati tæknimanna að gera breytingar á húsinu fyrir hundruð milljóna til að standast nútíma kröfur. Á móti nefnir fjármálastjórinn að ærinn sparnaður hljót- ist af því að sameina starfsemi útvarps og sjónvarps í Efstaleiti. Er sá sparnaður áætlaður 80-85 milljónir króna á ári. Hörður Vilhjálmsson segir húsnæðismál RÚV dæmigerð fyrir mál er lent hafi í „kerfisraunum". Sé það rétt, að árlegur sparnaður við flutninga Ríkissjónvarpsins nemi fyrrnefndri upphæð hljóta að vakna áleitnar spurningar um það hvers vegna 800 milljóna fasteign hafi verið látin standa ónýtt árum saman. + LOÐNAIM Á ESKIFIRÐI Hundruða milljóna tjón er eldur kom upp í Kofra frá Súðavík AÐALSTEINN Jónsson útgerðarmað- ur fylgist grannt með loðnufrysting- unni. Hér er hann með Benedikt Jó- hannssyni frystihússtjóra. Morgunblaðið/Sverrir BJARTMAR Tjörvi Hrafnkelsson þrífur plötufrystinn í nýja loðnufrystihúsinu í Elju-skemmunni. NÝJA pökkunarlínan eykur afköst við frystinguna. Verðum að grípa gæsina ALLT gengur þetta út á að grípa gæsina meðan hún gefst,“ sagði Benedikt Jó- hannsson, frystihússtjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. þegar hann sýndi blaðamönnum nýja frysti- húsið sem fyrirtækið hefur komið sér upp til loðnu- og síldarfrystingar í skemmu sem áður hýsti síldarsöltun Elju. Afkastagetan tvöfaldast Hraðfrystihúsið keypti skemmuna á síðasta ári og hófust framkvæmdir við að breyta henni í frystihús í byij- un desember. Verkinu er nú lokið og frysting á loðnu fyrir Rússlands- markað hófst þar í fyrradag. Bene- dikt telur að fjárfesting í skemmunni og búnaði, þar á meðal nýjum pökk- unarbúnaði og löndunarbúnaði, verði um 50 milljónir kr. Hraðfrystihúsið hefur verið stór aðili í loðnu- og síldarfrystingu og hefur starfsemin farið fram í aðal- Lífið á Eskifirði snýst um loðnu þessa dagana. Bátarnir koma inn með fullfermi og unnið er allan sólarhringinn við frystingu og bræðslu á aflanum. Þá bíða menn spenntir eftir því að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Helgi Bjarnason fylgdist með athafnasömum Eskfírðingum að störfum. frystihúsi fyrirtækisins. Við það að taka í notkun nýja frystihúsið tvö- faldast afköstin í loðnufrystingu, mögulegt verður að framleiða 150 tonn á sólarhring í stað 75 tonna. Jafnframt skapast möguleikar til hagræðingar, til dæmis að vera með síldarfrystingu alfarið í skemmunni og losna við að vera með allt frysti- húsið undir. Benedikt segir að loðna sé fryst á báðum stöðum enda mikilvægt að framleiða sem allra mest á þeim stutta tíma sem loðnan er hæf til frystingar fyrir Japansmarkað. Vel lítur út með sölu á frystri loðnu til Japans. Möguleikar eru á sölu á miklu magni og verðið hefur hækkað í japönskum jenum frá síðasta ári, þótt gengisbreytingar geri það að verkum að verðið sé svipað í íslensk- um krónum. „Það er svo spurningin hvernig loðnan verður," segir Bene- dikt. Hann segir að menn séu alltaf kvíðnir fyrir vertíðina, loðnan sé heldur smá núna en það hljóti að rætast úr. Fryst fyrir Rússa Loðnuveiðin hefur verið að glæðast og bátarnir hafa hver af öðrum verið að koma inn með full- fermi. Unnið er dag og nótt við að frysta loðnu fyrir Rússlandsmarkað í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og Frið- þjófi hf. Þetta er nýr markaður og vinna Eskfirðingar nú þessa vöru í fyrsta skipti. Benedikt segir að þótt mun lægra verð fáist fýrir frysta loðnu til Rússlands ætti vinnslan að borga sig með því að mikið magn sé keyrt í gegn með litlum tilkostn- aði. Til Japans fer eingöngu kven- loðna með ákveðinni hrognafyllingu en loðnan fer óflokkuð til Rússlands. Að öðru leyti eru gæðin þau sömu. Hraðfrystihúsið héfur tekið í notk- un tvær nýjar pökkunarlínur frá Marel. Sparast töluverð vinna með notkun vélanna og afköstin aukast. Keyrum verk- smiðjuna eins stíft og hægt er VERIÐ er að taka í notkun stóra mjöltanka við loðnuverksmiðju Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Lúkning framkvæmda við tankana er endapunkturinn á enduruppbyggingu loðnubræðslu fyrirtækisins sem staðið hefur í þrjú ár og kostað hefur um það bil hálfan milijarð kr. alls. Vel lítur út með loðnuvertíð- ina nú. „Við munum keyra verksmiðjuna eins stíft og hægt er á meðan Ioðnan veiðist hér fyrir austan land,“ segir Björn Kristins- son verksmiðjustjóri. Þessa dagana eru iðnaðarmenn að selja flutningsbúnað á mjöltankana og ganga frá tækjahúsi sem er ofan á þeim. Tankarnir eru sex, fjórir geymslutankar sem samtals taka 4.000 tonn af mjöli og tveir minni blönd- unartankar. „Tilgangurinn er að geta geymt mjölið og blandað það í þeim hlutföllum sem kaupendurnir sækjast eftir,“ segir Björn Kristinsson. Hann segir að vegna breytilegs ástands hráefnis og framleiðslu á bæði loðnu- og síldarmjöli sé hægt að auka verð- mæti afurðanna með því að útbúa blöndur af ákveðnum gæðum. Með því móti sé hægt að selja stærri hluta framleiðslunnar í verð- mætustu flokkunum. Á síðasta ári lauk framkvæmdum við end- Morgunblaðið/Sverrir NÝJU mjöltankarnir á Eskifirði eru 35 metra háir og hver þeirra rúmar 1.000 tonn. urnýjun á þurrkurum og öðrum tækjabúnaði verksmiðjunnar sem m.a. gera mögulegt að framleiða hágæðamjöl. í kjöifarið kom eitt besta ár verksmiðjunnar frá upphafi svo framkvæmdirnar komu á góðum tíma. Á síðasta ári var framleitt úr rúmlega 100 þúsund tonnum af hráefni, þar af 40 þúsund tonnum af síid. Er það svipað magn og árið 1993 en vegna verðhækkunar á mjöli og lýsi urðu tekjurnar meiri en nokkru sinni áður. Þetta ár byijar vel að sögn Björns. Verð á mjöli og lýsi hefur haldist hátt vegna hækkandi fóðurverðs á heimsmarkaði. A móti hefur reyndar komið það bakslag að hágæðamjölið hefur ekki hækkað í verði eins og ódýrara mjölið vegna minnkandi kaupa Norðmanna á fiskeldisfóðri. Þjóðhagslega óhagkvæmt Ný loðnuverksmiðja hefur verið byggð á Fáskrúðsfirði og fleiri eru í undirbúningi. Björn segist ekki hafa orðið var við áhrif frá nýju verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði enda sé hún varla komin í gang. Telur hann að tilkoma hennar hafi meiri áhrif á þær verk- smiðjur sem eru lengra frá því það dragi úr sigiingum suður og norður um land á meðan mest sé veitt fyrir austan land. „En þetta er mikil öfugþróun og þjóðhagslega óhagkvæmt. Verksmiðjurnar eiga fremur að stækka og það hefur verið að gerast í samkeppnislöndum okkar. Stærri verksmiðj- urnar eru hagkvæmari en þær smærri því kostnaður við hafnarmannvirki, tanka og fleira er svipaður, hvort sem verksmiðjan er lítil eða stór,“ segir Björn. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson REYKUR stígur upp af Kofra, eftir að skipveijar fóru frá borði. Yfirbygging skipsins er mikið brunnin eftir eldsprengingu í vélarrúminu. Skömmu eftir að myndin var tekin tók togarinn Bessi Kofra í tog. Sex skipverjum bjargað ómeiddum um borð í Bessa fsafirði, Morgunblaðið. HUNDRUÐA milljóna króna tjón varð er eldur kom upp í rækjuskipinu Kofra IS-41 frá Súðavík er það var að veiðum um 100 sjómíl- ur út af Skaga um kl. 5.30 á sunnu- dagsmorgun. Sex skipveijum af Kofra var bjargað um borð í skut- togarann Bessa frá Súðavík, sem var að veiðum stutt frá Kofra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst skip- veijum á Kofra ekki að ráða niður- lögum eldsins og urðu því að yfir- gefa skipið um hálftíma eftir að eldurinn kom upp. Þegar skipveij- arnir voru að fara frá borði um borð í gúmmíbjörgunarbát varð mikil eldsprenging í vélarrúmi skipsins og varð yfirbygging þess alelda á örskammri stundu. Eftir að skipveijunum sex hafði verið bjargað um borð í Bessa, var þess beðið að veður lægði og um miðjan dag á sunnudag tókst skip- veijum á Bessa að koma taug um borð í Kofra. Til þess var notað áhald, sem notað er til að slægja upp troll. Hélt taugin þar til í gær- morgun. í allan gærdag biðu skipveijar á Bessa þess að veður lægði, svo hægt yrði að koma nýrri taug um borð í Kofra. Síðdegis náðu þeir að krækja í togvíra skipsins og hófu að draga það öfugt á hægri ferð í átt til lands. Von var á skipunum til Isafjarðar í nótt eða árdegis í dag. Rak stjórnlaust eftir að dráttartaug slitnaði „Við lögðum af stað með Kofrann í eftirdragi um kl. 18 á sunnudag. Ferðin gekk vel þar til kl. 9.30 í morgun [gærmorgun], þegar við misstum hann aftan úr um 20 mílur út af Ritnum. Það var ágætisveður á sunnudagskvöld, síðan gerði stífa norðaustan átt og nú er hann kom- inn í suðaustan skítaveður, 7-8 vindstig,“ sagði Barði Ingibjartsson, skipstjóri á Bessa í gærmorgun. Yfirbygging skipsins alelda á örskammri stundu Eldur kom upp í Kotra um 100 sjóm. út at Skaga um kl. 5:30 að morgni sunnudagsins 7. febrúar Kofri slitnar attan úr Bessa um kl. 9:30 að morgni mánudags og tekur að reka frá landi Bessi lagði atstað til lands með Kofra í togi um kl. 18 Strai, Horn- hanki Skipin eru um 20 sjómílur út af Straumnesi að kvöldi mánudags Skipverjum á Bessa tekst síðdegis á mánudag að ná í togvír Kofra og draga skipið öfugt í átt til lands Kolku- grunn Skaga- vnmn Siglufjörður. . ; Húna Hó'maviÁ - KOFRIÍS 41 í höfn í Súðavík fyrir nokkru. Barði sagði ennfremur að vel hefði tekist til við að bjarga skip- veijunum sex og að þeim liði eftir atvikum vel. Enginn skipveija á Kofra féllst á að tala við blaðamann þegar leitað var eftir því í gær. „Þessa stundina er lítill eldur um borð í skipinu en við sjáum reyk stíga upp frá því sem bendir til þess að enn lifi í glæðunum," sagði Barði. Óhappið ruglar ekki „Við vorum búnir að selja skipið og áttum að afhenda það um næstu mánaðamót, þannig að þetta óhapp ruglar okkar áætlanir ekki svo mik- ið. Ég geri ráð fyrir að kaupsamn- ingurinn við Fiskverkun Guðmundar Kristjánssonar á Rifi gangi til baka og því er tjónið alfarið okkar. Við erum ekki farnir að gera okkur grein fyrir hversu mikið tjónið er, okkar fyrsta verk er að koma skip- inu til lands og síðan verða önnur mál skoðuð," sagði Ingimar Hall- dórsson,framkvæmdastjóri Frosta hf. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er tryggingaverð- mæti skipsins um 200 milljónir króna og eru þá ótalin verðmæti í afla og veiðarfærum. Þrír fórust í systurskipinu Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarð- vík árið 1984 og er systurskip Gunn- jóns GK 506, sem síðar hét Stefán Þór RE 77 og nú Jónína Jónsdóttir SF 12. Gunnjón var smíðaður í Nor- egi og Njarðvík árið 1981. 20. júní árið 1983 kom eldur upp í Gunnjóni, þegar skipið var að veið- um út af Hombjargi. Eldurinn kom upp í vistarverum skipveija í aftur- hluta skipsins og var talið að hann mætti rekja til rafmagnslagna innan þilja. Tíu manns vom um borð í Gunn- jóni og björguðust sjö um borð í gúm- báta, en þrír ungir skipveijar komust ekki upp úr skipinu og fórust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.