Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gæða- og umhverfisstjórnun í stað opinbers eftirlits? Hryllingssögurnar af Granda sumaríð 1980 MÉR ER enn í fersku minni allt stressið í kringum Ríkismat sjávar- afurða, eða EFTIRUTIÐ, þegar ég á menntaskólaárunum hamaðist sumarlangt í snyrtingu og pökkun við ljósaborð á Kirkjusandi. Þetta var fyrir tíma flæðilínanna og bónus- kerfanna; við unnum fjórar saman við hvert ljósaborð og fátt sem mæddi á okkur annað en hversu langt var á milli matartímanna - nema þegar EFTIRLITIÐ birtist í skyndiheimsókn. Þá daga tók allsér- stæð atburðarás yfir daglega rútínu, sem byrjaði yflrleitt á því að verk- stjórinn gerði sér upp brýnt erindi við okkur, s.s. að brýna hnífana okkar (nokkuð sem við gerðum ann- ars sjálfar). Þannig gat hann látið okkur vita af eftirlitsmönnunum svo að lítið bar á. Við kinkuðum ábúðar- fullar kolli og vönduðum okkur ægi- lega við snyrtinguna. Tilfinningin var álíka og að mæta í próf. Kæmi pakkning aftur til baka með athuga- semd um orm eða bein, var maður fallinn. Það gerðist hins vegar sjald- an, enda lögðumst við allar á eitt um að halda uppi merkjum fyrirtæk- isins gagnvart EFTIRLITINU. Hvaða lystaukandi úrgangur fylgdi með „Quality Cod Fillets from Ice- land" þá daga sem eftirlitsmennirnir voru ekki að gera okkur lífið leitt, skal ósagt látið. Síðasta sumarið mitt á Kirkju- sandi knúðu nýir tímar á dyr í sögum sem fóru af harðræði starfssystra okkar hjá Granda hf. sem þá var að taka til starfa eftir sameiningu Bæjarútgerðarinnar og Hraðfrysti- stöðvarinnar. I pásunum þreyttumst við seint á að prísa okkur sælar yfir því að vera ekki undir hælnum á eftirlitskerfi fyrirtækisins sem snuðraði í hverju flaki og afskurði. Og til hvers voru mennirnir að standa í þessu öllu sam- an þegar EFTIRLITÐ kæmi þarna hvort eð er? Nei, þetta fannst okkur öllum alveg há- mark vitleysunnar! Geta fyrirtækin tekið við opinberu eftirliti? Sem fyrrverandi fisksnyrtir fylgdist ég af töluverðum áhuga með þeim róttæku breytingum sem urðu á gæðaeftirliti í físk- vinnslu þegar Ríkis- matið var lagt niður fyrir nokkrum árum og fiskvinnslufyrirtækjunum gert að taka upp innra eftirlit eftir forskrift- um gæðastjórnunar. Eins og mörg- um eflaust fannst á árunum 1992-93, var ég efms um ágæti þeirra. Hvernig geta fyrirtæki tekið við eftirlitshlutverki opinberra aðila? Það var ekki fyrr en Kirkjusandsár- in rifjuðust upp fyrir mér og „hryll- ingssögurnar" frá Granda að mér skildist að opinbert eftirlit, í hefð- bundnum skilningi þess orðs, getur þegar best lætur skapað falskt ör- yggi. Gæðaeftirlit sem skila á jöfn- um árangri hlýtur einfaldlega að vera alltaf til staðar í náinni sam- vinnu við allt starfsfólk. Hugrenningar af þessum toga vekja upp spurningar um opinbert eftirlit almennt. Það var stórt og áræðið skref að leggja niður Ríkis- matið (og síðar Bifreiðaeftirlit ríkis- ins) en miklu betur má ef duga skal. Stofnanir sem sinna opinberu eftirliti skipta tugum. Algengt er að fyrirtæki séu undir eftirliti 6 til 8 slíkra. Svo eru til ólánsöm fyrir- tæki sem sökum skilgreiningar á starfsviði sínu eru undir eftirliti miklu fleiri aðila. Lýsi hf. er ágætt dæmi þessa, en samkvæmt skil- Helga Guðrún Jónasdóttur greiningu er lýsi bæði sjávarafurð og lyf og fellur því undir eftir- litsaðila á tveimur ólík- um sviðum. Allt kostar þetta peninga, bæði fyrirtækin sjálf og okk- ur skattborgana. Og því fleiri sem eftir- litsaðilarnir eru þeim mun kóstnaðarsamara verður eftirlitið fyrir- tækjunum. Hvað fá fyrirtækin síðan fyrir þessa peninga? Er op- inberi eftirlitsiðnað- urinn að sinna raun- verulegum eða fyrnd- um þörfum? Er fyrirtækjum í raun refsað fyrir bætta starfshætti? Lýsi hf. hefur starfað samkvæmt vottuðu ISO 9002 gæðakerfi sl. þrjú ár. Með því slær fyrirtækið margar flugur í einu höggi. Það tryggir sér aðgang að ESB-markaðnum, styrkir stöðuna gagnvart erlendum birgjum og viðskiptavinum, ver sig gegn hugsanlegum skaðabótamálum, eflir stjórnun, bætir nýtingu aðfanga, eykur hagnaðarvon, bætir ímynd fyrirtækisins, allt þetta og fleira til með vökulu gæðaeftirliti sem allt starfsfólk á skilgreinda hlutdeild að, allt frá forstjóra og niður úr. Hver einasta eining þarf á framleiðslu- ferli sínum að standast nokkur próf á skilgreindum eftirlitsstöðvum. Komi galli í ljós má á svipstundu rekja orsakir hans. Gæðakerfið tryggir á sjálfvirkan hátt allt nauð- synlegt eftirlit með framleiðslunni. Vottunaraðilinn staðfestir síðan með reglulegu millibili að gæðakerfið er starfrækt sem skyldi. Það kemur því óneitanlega dálítið spánskt fyrir sjónir að opinberir eftirlitsmenn skulu áfram þramma sinn vana- bundna rúnt um Lýsi hf. Eftirlit Laga verður opinbera eftirlitskerfíð að breytt- um þörfum atvinnulífs- ins, skrifar Helga Guð- rún Jónasdóttir í tilefni af morgunverðarfundi Gæðastjórnunarfélags- ins og Umhverfisnefnd- ar Alþjóða verslunar- ráðsins á morgun. þeirra kemst ekki í hálfkvisti við gæðakerfí fyrirtækisins. Þetta er jafnframt bagalegt fyrir fyrirtækið, sem hefur lagt umtalsverða fjármuni í þetta nýja stjórnunar- og eftirlits- kerfi sitt. Þetta má túlka þannig að fyrirtækjum sé í raun refsað fyrir að taka upp bætta starfshætti! Nú er það svo að löggjafinn hefur Iýst vilja sínum til að umbuna þeim fyrirtækjum, sem taka upp vottuð gæðakerfi, með lægri skoðunar- gjöldum og minna eftirliti. Þá hefur framkvæmdavaldið einnig lýst vilja sínum til breytinga í frumvarpi til laga um eftirlitsstarfsemi hins opin- bera sem lagt var fyrir alþingi fyrir rúmum tveimur árum. Þar segir m.a. áð reka skuli opinbert eftirlit því aðeins að ávinningur þjóðfélags- ins sé meiri en kostnaðurinn. Ef fram heldur sem horfir líða ár og dagar áður en nokkuð áþreifanlegt gerist. Breyttar þarfir Engum blandast hugur um þá byltingu sem opinbert eftirlit olli upp úr seinna stríði. Það markaði í raun tilkomu velferðarkerfisins með öllu því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, eins og neytendavernd. Þær þarfir sem mótuðu hugmyndafræði' opinbera eftirlitsins hafa hins vegar tekið miklum breytingum. Aukin samkeppni, harðara viðskiptaum- hverfi og aukinn áhugi almennings leggjast á eitt um að fyrirtæki end- urskoði innri mál sín. Lykilatriðið í þessu samhengi er að það sem hent- ar einu fyrirtæki þarf ekki að henta öðru. Fyrirtækin verða sjálf að skil- greina hvers konar gæðakerfi, þ.e. stjórnunar- og eftirlitskerfi, henti þörfum þess. Gæðakerfi Lýsis hf. er klæðskerasniðið að þörfum þess, svo að dæmi sé nefnt. Opinberu eftir- litskerfi lætur illa að starfa í svo ósamræmdu umhverfi. Eina rökrétta svar kerfisins væri að fjölga stofnun- um og eftirlitsaðilum út í hið óendan- lega, sem hefur enda verið rík til- hneiging til innan opinbers eftirlits á Vesturlöndum undanfarin ár. Fækka má eftirlitsaðilum niður í einn Þróunin innan gæðastjórnunar hefur verið hröð. Fyrirtæki geta skilgreint orðið langflesta þætti op- inbers eftirlits innan gæðakerfa sinna. Nýju ISO 14000 staðlarnir eru t.a.m. sérstakur „umhverfis- pakki" sem fellur vel að þeim fyrir- tækjum sem styðjast við gæðakerfi skv. ISO. Þetta þýðir í raun að í stað heillar hersingar af opinberum eftirlitsmönnum gæti einn faggiltur skoðunaraðili haft eftirlit með lang- stærstum hluta fyrirtækja. Þessi þróun þarf á engan hátt að marka afnám opinbera eftirlitsiðnaðarins heldur aðlögun hans að skilvirkari og hagkvæmari starfsháttum. Brýnt er að íslensku atvinnulífi verði gert kleift að njóta ávaxta hugmynda- og aðferðafræði gæðastjórnunar svo að innviðir þess trénist ekki upp. En hvernig? Leitað verður svara við þeirri og öðrum stórum spurningum á morgunverðarfundi Gæðastjórn- unarfélags íslands og Umhverfis- nefndar Alþjóða verslunarráðsins á Hótel Sögu, miðvikudaginn 7. febr- úar nk. Vonandi sjáumst við þar! Höfundur er t'rnmkvæmtlusijórí Alþjóða verslunarráðsms á íslandi og formaður umhverfisnefndar Gæðasljórnunarfélags íslands. Niðurrif - uppbygging ÞAÐ SEM ég ætla að fjalla um í þessari grein er jarðvegurinn sem Tindar spruttu upp úr. Einnig mun ég koma inn á þá skoðun mína að það voru gerð mistök í að leggja niður Tinda á Kjalarnesi. Tel ég það m.a. tengjast sundrung og óstjórn í vímuefna- og meðferðarmálum eins og ég mun koma að síðar og að lok- um: Hvað höfum við lært og hvað er til ráða. Fyrir um sjö árum tóku fimm ráðuneyti sig saman og stóðu að því stórkostlega átaki að hrinda í fram- kvæmd stofnun á sérstakri meðferð- arstöð fyrir unga vímuefnaneytend- ur, það er að segja 13-18 ára ungl- inga. Þessi ákvörðun var tekin þar sem brýn þörf var á slíku meðferðar- úrræði. Eftir nokkra leit, þar sem m.a. var farið á fjörurnar við SÁÁ, var ákveð- ið að Unglingaheimili ríkisjns hefði yfirstjórn með stofnuninni. Á þessum tíma var Unglingaheimilið undir menntamálaráðuneytinu. Síðar fór það undir félagsmálaráðuneytið með tilkomu nýrra barnaverndarlaga. Ég var ráðin sem deildarstjóri og fór ásamt öðrum starfsmönnum Tinda til Bandaríkjanna þar sem vi𠕦••¦•• i__,___-T^ D6EfsDBslCBAMlCA SSÖ ¦ StórhMSa 171» öuDlnbrú, síml SOT 48« fengum sérstaka þjálf- un í þrjá mánuði. Auk þess vorum við undir handleiðslu bandarísks sérfræðings í vímuefna- málum sem fylgdist með starfi okkar eftir að heim var komið og heimnsótti Tinda einum þrisvar sinnum. Fest voru kaup á þremur húsum á Kjal- arnesi og þau standsett fyrir þessa starfsemi. Starfsmenn voru alls um 15. Gert var ráð fyrir 15 unglingum í meðferð á dag, en fljótlega kom í ljós að húsnæðið tæki ekki við fleiri en 10. Þegar fram liðu stundir ákveðið að þarna yrði 2-3 mánaða skammtímavistun. Síðan stóð til að bjóða eftirmeðferð í allt að eitt ár. Eitt aðaleinkenni meðferðarstarfs Tinda var hversu mikil áhersla var lögð á fjölskyldumeðferð. Fljótlega kom í ljós að samvinna var erfið við aðra aðila sem sinntu unglingum. Tel ég að sameiginlega yfirstjórn yfir þessum málum hafi skort. Einnig fannst mér áberandi að fagfólk sem vimiur með ungling- um er lengi að koma auga á vímu- efnavandann hjá unglingunum, þannig að algengt var að röngum meðferðaraðferðum væri beitt áður en unglingur kom á Tinda. Enda er vímuefnaneytandinn snillingur í að fela neysluna. Slæm nýting á Tindum hefur ver- ið mjög til umfjöllunar. Staðreyndin er sú að meðalnýting á Tindum þessi fjögur og hálft ár sem þeir voru starfandi var að meðal- tali 6 unglingar í vistun á dag. 184 einstaklingar komu á Tinda þessi ár eða að meðaltali 39 á ári sem getur ekki talist lítið. Sumir þurftu að leita til Tinda oftar en einu sinni og voru inn- lagnir samtals 334. Önnur meðferðarheim- ili sem hafa 4-5 ungl- inga á ári kosta 15-30 milljónir króna. En Tindar kostuðu 50 milljónir á ári, svo. aigrunHv. kostnaður á hvern ein- usdotbr stakling var hlutfalls- lega miklu lægri en á öðrum heimil- um. Mér er það ljóst að fjármunir ís- lensku þjóðarinnar sem fara í opin- beran rekstur eru takmarkaðir og verða að nýtast vel. Hluti þess mis- skilnings, sem varð þess valdandi að Tindum var lokað, var sá að reikn- að var út frá nýtingu á hvert rúm, í stað fjölda þeirra einstaklinga og fjölskyldna þeirra sem nutu meðferð- ar á Tindum yfir árið. Það má velta fyrir sér ástæðum þess að nýtingin var ekki meiri en raun bar vitni. Sem dæmi má nefna að eftir að Tindar byrjuðu fór SÁÁ af stað með sérstakt forvarnar- og meðferðarstarf fyrir ungt fólk. Allir muna eftir Álfinum. Þetta þýddi að tveir aðilar sem fengu fjármuni úr ríkissjóði voru komnir í samkeppni um skjólstæðinga og fjármuni. Ann- ars vegar félagasamtök og hins veg- ar ríkisstofnun sem lýtur ákveðnu eftirliti. Núna er tækifæri til að gera eitthvað, segir Sigrún Hv. Magnús- dóttir, og vitnar til vilja ríkis og sveitarfélaga að samræma aðgerðir í vímuefnamálum. Eðlilegast hefði verið að Tindar hefðu verið með alla skjólstæðinga undir 18 ára aldri sem voru í vímu- efnavanda, þvfþeir voru settir á stofn fyrir þá. Árið 1994 voru jafn- margar innlagnir hjá SÁÁ á þessum aldurshóp og á Tindum. Þess vegna vil ég kenna SÁÁ að stórum hluta um að Tindar voru lagðir niður. SÁÁ hefur síðastliðin 5 ár fengið 1 millj- arð úr ríkissjóði ásamt fjármunum úr spilakössum, sem mest eru nýttir af spilafíklum, auk félagagjalda o.fl. Ekkert eftirlit er með þessum fjár- munum af hálfu opinberra aðila, eftir því ég best veit. Nýtingin hefði sennilega verið helmingi meiri ef Tindar hefðu ekki þurft að vera í samkeppni við SÁA. Samkeppni tel ég vera siðlausa í þessum málaflokki. En víkjum nú að framtíðinni. Hvað viljum við gera? Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við höfum ekki staðið nógu vel að þess- um málum og viðurkenna það. I öðru lagi þurfum við að byggja á fyrri reynslu og gera betur. Mínar hugmyndir eru m.a. þessar: Forvörn og meðferðarstarf er að mörgu leyti tveir aðskildir hlutir. Forvarnarstarf þarf að stórauka til þess að ná til barna og unglinga sem líklegir eru að vilja prófa vímu- efni. Hér á ég við hópinn 12 ára og eldri. En síðan eru unglingarnir sem nú þegar hafa ánetjast vímuefnum. Þá þarf að taka og veita sérstaka meðferð. Ég er enn á því að ungling- ar þurfi sérstakt meðferðarúrræði. Það passar ekki að láta unglinga vera með fullorðnum í meðferð, því þeir eru háðir foreldrum sínum. Samhliða meðferð unglingsins þarf fjölskyldan á meðferð að halda og enn fremur eftirmeðferð, álíka því sem Tindar buðu upp á, þar sem unglingnum er kennt að lifa allsgáðu lífi, eftir að heim er komið. Lífi sem heilbrigðir unglingar lifa, þar sem það er gaman að vera til. Dagdeild Tinda kemur aldrei í staðinn fyrir sólarhringsvistun. Núna höfum við tækifæri til að gera eitthvað, því ríkisvald og sveit- arfélög hafa sýnt vilja til að sam- ræma aðgerðir sínar á þessu sviði. Til dæmis hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar vímuvarnanefnd sem á að efla samstarf í þessum málum og önnur sveitarfélög fylgja á eftir. Mikilvægt er að sérþekking hvers og eins sé virt og fólk þarf í raun að skilgreina sig og markmið sín, þ.e., hvaða málaflokki vinn ég að og hvaða úrræði hef ég. Vinnan þarf síðan að l'úta ákveðinni yfir- stjórn, sem hefur fulla yfirsýn yfir það hvað hver hópur eða stofnun vinnur að. Við getum minnkað vímuefna- vandann með því að standa saman. Við höfum mörg úrræði til þess ef við viljum. Höfundur er deildarstjóri dag- deildar Tinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.