Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 33 MINNINGAR i « « « 4 4 4 4 4 4 4 BORGHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR THORARENSEN + Borghildur Bene- diktsdóttir Thor- arensen fæddist á Smáhömrum í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1897. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Guðbrandsson, f. 27.9. 1868, bóndi á Smáhömrum, síðan í Vesturheimi, og Elín- borg Steinunn Jónat- ansdóttir, f. 28.4. 1870, d. 23.10. 1902. Alsystkini Borghildar eru Jónatan, f. 26.7. 1894, d. 1983, Matthildur, f. 1896, dó í æsku, Matthildur, f. 11.12. 1900, dó í æsku, og Þór- dís, f.1902. Hálfbróðir Borg- hildar er Guðbrandur, f. 16.1. 1887, og hálfsystir Elínborg, f. 4 « NÝLÁTIN er í Reykjavík í hárri elli vinkona mín Borghildur Thorar- ensen. Borghildi kynntist ég þegar ég var sex ára gömul, því þá byggði maður hennar, Jakob Thorarensen, hús að Skálhoítsstíg 2A, beint fyrir ofan Fríkirkjuna, en ég er fædd og uppalin við hliðina á Fríkirkjunni. Fá íbúðarhús voru á þessum slóð- um og því lítið um leikfélaga á mínu reki í næsta nágrenni. Það var því mikil gleði hjá sex ára stúlku, þegar Borghildur og Jakob fluttu í ná- grennið með tvær ungar dætur sín- ar, Laufeyju, jafngamla mér, og Elínborgu, sem var þremur árum yngri. Við Laufey urðum strax miklar vinkonur, settust í sama bekk í Miðbæjarbarnaskólanum og sátum saman alla okkar skólatíð þar. Ég varð því fljótt heimagangur á heim- ili Borghildar og Jakobs og var mér ætíð tekið þar opnum örmum. Borghildur var einstaklega vel gerð kona. Hún var sérstaklega myndarleg húsmóðir og snyrti- mennskan í fyrirrúmi. Hún var mjög falleg kona en auk þess hafði hún sérstaka persónutöfra, var alltaf glöð og kát og hafði ríkt skopskyn. Hún fylgdist með uppátækjum okk- 'ar stelpnanna og tók þátt í glensi okkar og gríni. En það dásamlega er að vináttan við Borghildi og dætur hennar hefur haldist í áranna rás, þó við á seinni árum hittumst ekki eins oft og áður. Dætur Laufeyjar og Elínborgar urðu vinkonur dóttur minnar. Minn- ist hún þess oft, hve notalegt hafí verið að heimsækja ömmu þeirra á Ljósvallagötunni, þar sem þau bjuggu síðar. Borghildur tók alltaf mjög hlýlega á móti stelpunum með heitu kakói og meðlæti. Þar opnað- ist dóttur minni heill ævintýraheim- ur inni í vinnuherbergi Jakobs, afa" þeirra, þar sem hann sat við skrift- ir og allt var þakið bókum í hólf og gólf. Borghildur hefði orðið 99 ára í sumar. Síðustu tíu árin hefur hún dvalið samfleytt á sjúkrastofnunum, fyrst tvö ár á Vífílsstöðum en síðan á Skjóli, þar sem hún lést 23. jan- úar sl. Þessi ár hafa verið henni erfið. Hún hafði þjáðst af sykursýki og stuttu eftir að hún kom á Vífils- staði þurfti að taka af henni annan fótinn. Treysti hún sér ekki til að venjast gervifæti, svo hún var í hjólastól eftir það. Sjóninni fór sí- fellt hrakandi og var hún í lokin orðin nærri blind. Þó að við söknum Borghildar mikið gleðjumst við yfir því að hún skuli að lokum hafa fengið líkn frá þraut. En ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast svo heilsteyptri og yndislegri konu sem Borghildi. Við Einar sendum dætrum Borg- 16.9. 1896, bæði lát- in. Borghildur ólst upp á Smáhömrum og Broddadalsá í Kollafirði. Hinn 15. ji'mí 1916 giftist Borg- hildur Jakobi Thor- arensen, skáldi og rithöfundi, f. 18.5. 1886 á Fossi, Stað- arhreppi í V-Hún., d. 26.4. 1972. Þau eignuðust tvær dætur, Laufeyju, f. 20.8. 1917, giftist Stefáni Sigurðssyni kaupmanni í Hafnarfirði, og Elínborgu, f. 16.9. 1920, giftist Gunnari Sigurðssyni, flugvall- arstjóra á Reykjavíkurflug- velli. Útför Borghildar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hildar og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hennar. Margrét Thoroddsen. Blómskrýtt á földum vor sat að völdum vel hafði byggðin daggir gist, sviphreinn og fagur suðrænudagur sveitina alla geislum kysst. Sólakstri greiður var himinninn heiður , hjartkæra, er ég sá þig fyrst. Elsku amma mín. Svona orti afi til þín ungur og ástfanginn maður. Ég hefði gjarnan viljað yrkja ljóð til þín sem hefðu getað lýst þeirri miklu ást og virð- ingu sem ég hef alltaf borið til þín frá því að ég man eftir mér. Þú varst mér svo kær og reyndist mér alltaf svo vel frá því að ég man eftir mér, fimm ára, þar sem ég valhoppaði við hlið þér á Ljósvalla- götunni. Þú varst mér sem besta móðir alla ævi. Við eigum ótal minn- ingar saman sem verða okkar á milli. Líklega dekraðir þú við mig sem barn, t.d. þegar við reyndum að fara á bak við afa við matarborð- ið þar sem ég var matvönd en afi lét alltaf sem hann sæi ekkert af okkar laumuspili. Þú kenndir mér og mótaðir undirstöður lífs míns. Nú ert þú farin og hvíldinni fegin og ég mun reyna að taka því eins og fullorðin kona og jafnvel reyna að gleðjast því að þú ert loksins komin til afa sem hefur beðið svo lengi eftir þér. Ég man að þú settir ofan í við mig þegar ég gekk of langt eins og að biðja þig að passa fyrir mig aftur og aftur þegar ég hóf minn búskap á Ljósvallagöt- unni. Einhvern tíma gleymdi ég hvaða afsökun ég hafði notað þang- að til þú sagðir: „Jæja, á vinkona þín afmæli mörgum sinnum á ári?" Þú reyndist börnum mínum eins vel og mér og hafa þau alltaf litið á þig sem aðalömmu sína. Elsku amma, hvíl þú í friði. Borghildur Aðils. Elsku amma mín. Þá ert þú farin á betri stað eða eins og Bonnie litla sagði: „Nú er amma B orðin engill og farin til himnaríkis." Það er sárt að sjá af þér, en ég á þó alltaf margar góðar minningar um þig. Þegar ég hugsa um þig amma mín, þá minnist ég þín sem þeirrar óeigingjörnustu konu sem ég hef þekkt. Þú varst alltaf svo hlý og góð amma. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín á Ljósvallagöt- una, svo ekki sé minnst á alla þá sunnudaga sem við komum í kaffi til þín, þú alltaf með nýbakað bakk- elsi og svo auðvitað vanillurjóma. Þau voru ófá skiptin sem við Soffía fengum að sofa hjá þér. Ég man svo vel eftir Barbie-húsinu sem við bjuggum til úr pappakassa, hús- gögnin í húsið gerðum við úr tómum eldspýtustokkum, og svo fengum við að sauma gardínur fyrir glugga- na með gömlu handsnúnu saumavél- inni þinni. Það er mér mjög minnisstætt þegar þú gafst okkur heitt kakó og við dýfðum ofan í það nýbökuðu franskbrauði með miklu smjöri. Ég gat alltaf létt á hjarta mínu við þig og þú áttir alltaf góð ráð mér til handa. Já, þær voru ótelj- andi, góðu stundimar sem ég átti hjá þér á Ljósvallagötunni og eiga þær alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Mér þykir leitt að börnin mín eru of lítil til þess að hafa fengið tæki- færi til að kynnast þér eins og ég, en þú munt ekki gleymast, ég á eftir að segja þeim ófáar sögurnar frá þér og Ljósvallagötunni. Það er komin tími til að kveðja en þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Uns við hittumst á ný, megi góður Guð geyma þig, elsku amma mín. Elínborg Aðils. Elsku amma mín. Nú ert þú fallin frá og ekki eru nema rúmlega tveir mánuðir síðan ég kom með hana Nönnu Lilju dótt- ur mína í heimsókn til þín upp á Skjól. Þú tókst svo vel á móti henni eins og þú reyndar gerðir þegar fjöl- skyldan var annars vegar. Mér þyk- ir ótrúlegt í dag, þegar Þorri er nýgenginn í garð, að þú sem varst okkur öllum svo kær sért fallin frá. Þú tókst ætíð vel á móti öllum og varst svo_ gestrisin að það hálfa væri nóg. Ég man ætíð þau áhyggju- lausu sumur 1982-1985 er ég vann úti á Reykjavíkurflugvelli að ég hjól- aði til þín í hádegishléinu og þú varst með tilbúið handa mér malt- brauð og grjónagraut. Það er óhætt að segja að allir þeir sem þig heim- sóttu hafi notið mjög mikillar gest- risni, og sóttu mikið í að hitta þig, m.a. til að leita ráða hjá þér í sam- bandi við sitt daglega líf. Enginn getur gleymt því hve iðju- söm þú varst við prjónaskap. Þeir eru ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem þú prjónaðir handa okkur krökkunum. Óeigingjarnari mann- eskju hef ég aldrei kynnst nema ef vera skyldi dótturdóttir þín og nafna, hún Borghildur Aðils. Að lokum vil ég segja að hann langafi Jakob, nafni minn, er nú búinn að bíða eftir þér í tæp 24 ár og var hann þó þegar búinn að bíða lengi eftir þér. Hann sá þig fyrst við fermingu þína og var þá sjálfur 24 ára gamall og þurfti að bíða í mörg ár eftir því að þig gætuð gift ykkar. Með miklum söknuði kveð ég þig, elsku amma mín, en við sjáumst aftur eftir einhver ár. Jakob Aðils. Fyrir nokkrum dögum kvaddi amma þennan heim á 99. aldursári. Hugurinn leitar aftur í tímann þeg- ar ég var lítill drengur og veðrið var alltaf gott. Ég er á leið í heim- sókn til ömmu og afa á Ljósvalla- götu. Eins og alltaf áður og síðar var mér tekið opnum örmum og amma bar á borð bakkelsi eða reiddi fram kjarngóðan íslenskan mat. Síð- an röbbuðum við saman um heima og geima, stundum dvaldi ég nætur- langt, stundum ekki. Það var ávallt tilhlökkunarefm að fá að sofa hjá afa og ömmu. Á fimmtudagskvöld- um hlustuðum við saman á útvarps- leikritið og var það sérstök uppá- haldsstund. Margar slíkar dýrmætar minn- ingar á ég af samverustundum með ömmu, þær koma upp í hugann hver af annarri á þessari stundu er lífshlaup þessarar einstöku konu er á enda. Að baki er langt og farsælt ævi- skeið. Amma fæddist rétt fyrir alda- mótin og var því af þeirri kynslóð sem hefur uppíifað hvað róttækast- ar beytingar á íslensku þjóðfélagi. Þó að erfitt sé að ímynda sér þær aðstæður og þá erfiðleika sem voru hérlendis á öndverðri öldinni miðað við í dag, naut amma góðrar umönn- unar, fyrst á Smáhömrum og síðan eftir að hafa misst móður sína tæp- lega fimm ára, hjá fóstra sínum og heimilisfólki á Broddadalsá. I uppvexti byrjuðu viðhorf hennar til lífsins að mótast sem seinna ein- kenndu framkomu hennar: Ósér- hlífni, dugnaður og óeigingirni. Hún vissi sem var að allt það sem gæfi lífinu gildi krefðist ákveðinnar fyrir- hafnar. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi. Hún rak heimilið með mynd- arbrag og þar að auki lagði hún stund á hannyrðir. Mér er minnis- stætt þegar amma sat í rökkrinu með prjónana, komin yfír áttrætt og sjónin tekin verulega að draprast og bað mig að þræða í þumal. Góð mennska og hjálpsemi voru ömmu í blóð borin. Þýð röddin og þægileg framkoma báru þess vitni og alltaf leið mér vel í návist henn- ar. Hún var ráðagóð, og þó að mér bæri ekki alltaf gæfa til að fylgja ráðum hennar á þeim tíma komst ég fljótlega að því að það sem amma vildi miðla til mín var rétt. Hún var ekki mikið fyrir að prédika, þó að henni blöskraði á stundum, frekar var hegðum hennar og fas til eftir- breytni, en amma gerði alltaf lítið úr eigin ágæti. Afi dó árið 1972, en þau amma bjuggu lengst af á Ljósvallagötunni og má með sanni segja að þar hafi við systkinin og síðar barnabarna- börnin verið með annan fótinn þar til amma fór á sjúkrahús og síðar hjúkrunarheimili vegna sykursýki, þá tæplega níræð en ern. Hún hafði verið heilsuhraust langt fram eftir aldri ef frá er talinn ættgengur augnsjúkdómur sem tók að gera vart við sig að ráði þegar hún var um sjötugt, en lengi vel dró lítið úr eljusemi hennar og dugnaði. Minningarnar streyma fram á þessari kveðjustund, minningar um góða konu sem vildi öllum vel. Elsku amma, með þessum fátæklegu orð- um vil ég þakka þér fyrir alla ástúð- ina og stuðninginn sem þú gafst mér og bið Guð að geyma þig. Jakob Gunnarsson. Elsku amma B. Nú er komið að leikslokum og ég verð að kveðja þig. Þú sem hefur alltaf verið til staðar frá því að ég fyrst man eftir mér. Ég man fyrst eftir því að hafa heimsótt þig þegar ég var á 6. ári. Ég hafði komið ein gangandi eftir Ljósvallagötunni og þú stóðst við grænu girðinguna. Sólin skein og þú varst með brúnu innkaupatösk- una. Þú varst hálfhissa á því að ég hafði gengið ein úr Þingholtsstræt- inu en þú vissir ekki að vonin um smá sætindi var óttanum yfirsterk- ari. En upp frá því fór ferðum að fjölga til þín. Minningar æskuár- anna eru aílar tengdar heimsóknum til þín, það var alltaf jafn hlýtt og gott að heimsækja þig. Þú tókst mér alltaf opnum örmum og hugg- aðir mig ef eitthvað bjátaði á. Það varst þú sem kenndir mér að sauma á gömlu handsnúnu saumavélina þína, að prjóna og kenndir mér um Íiðna tíma þegar við rifjuðum upp æskuárin þín. Ófá- ar stundirnar sátum við tvær saman við gluggann í stofunni, hlustuðum á miðdegissöguna og þú prjónaðir fyrir okkur barnabarnabörnin og ég setti í lykkju fyrir þig, því sjónin var orðin svo léleg. Það varst þú sem gafst mér rauða fallega hjólið í sex ára afmælisgjöf og svo margt annað sem mér er svo minnisstætt. Þegar árin liðu og nálg- aðist unglingsárin og ég fór í mennta- skóla, bauðst þú mér herbergi á Ljós- vallagötu svo ég gæti lesið og lært. Flutti ég þá alfarið til þín. Þú lést aldrei bilbug á þér finna, þrátt fyrir að lífsárunum fjölgaði, sjón og heyrn dapraðist og annað sem fylgir aldrinum. Þú hélst heim- ili með slíkum sóma að sæmd er hverjum manni. Þitt heimili var löngum samkomustaður allrar fjöl- skyldunnar. Alla sunnudaga komu fjölskyldurnar úr úthverfunum stormandi í heimsókn og þú sem sannkölluð ættmóðir tókst á móti herskaranum með brosi á vör og ilmandi kðkum. Þú varst ákveðin kona, þér líkaði illa falskheit og ódugnaður. Þú varðst stundum dálítið hvöss á manninn og skaust stundum hvasst en góða kímnigáfu hafðir þú. Þú varst ævarandi traust þínum vinum en mesta umhyggju barst þú fyrir fjölskyldunni og hennar hamingju og kenndir mér að fjölskyldan er mikilvæg^ust manninum. Þau voru ófá máltækin sem þú kenndir mér og er mér eitt svo minn- - isstætt: „Viljinn dregur hálft hlass." Þetta hef ég reynt að tileinka mér og kennt sonum mínum. Síðustu árin hefur þú dvalið á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Heimsóknirnar hafa orðið strjálli og í raun alltof fáar. Ég veit að þú varst tilbúin að yfirgefa þennan heim. Afi Jakob beið eftir þér og hefur eflaust fund- ist þú sitja helst til lengi en í dag veit ég að þér líður betur, þú getur gengið um og sinnt störfum þínum og áhugamálum. Því ekkert átti eins illa við þig og hangs og ódugn- aður. Far þú í friði og takk fyrir allar góðar minningar og samveru. Ég er rík að hafa átt aðra eins ömmu. Þín dótturdótturdóttir, Soffía Guðrún. í dag verður lögð til hinstu hvíld- ar langamma mín Borghildur Thor- arensen sem lést é, nítugasta og níunda aldursári. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa ásamt for- , eldrum mínum til sex ára aldurs ék hæðinni fyrir ofan hennar á Ljós'- vallagötu 10 og leið vart sá dagur að við nytum ekki samvista hvort við annað. Urðu þessi uppvaxtarár á Ljósvallagötunni mér án efa gott veganesti í mannlegum samskipt- um. Amma var stimamjúk að eðlis- fari og ákaflega gestrisin og lagði sig jafnan í líma við bardúsið í eld- húsinu þegar gesti bar að garði og var það ósjaldan. Á stundum sem slíkum var ég, heimaalnirigurinn, sjaldan langt undan og nappaði kexkökum þess á milli sem ég góndi á framandi andlit tappa af fréttum um daginn og veginn en á meðan horfði amma á allt saman, brosti, og jánkaði við og við sveipuð stó- ískri ró. Ég man eftir hnarreistum drengnum á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum, trítlandi berfættum kaldan, stífbónaðan stigann niður til ömmu sinnar í von um skilning á árvekni barnabarnabarnsins. Þá leiddi hún mig gjarnan inn í stofu, • sjálf settist hún í stólinn við gluggann og bauð mér sæti á legu- - bekknum til móts við sig. Þar rædd- um við um heima og geima og man ég sérstaklega hversu vel henni féll sú hugmynd mín að við flyttumst saman út í sveit þar sem ég sæi um kýrnar, hestana og rollurnar en hún um matseldina. Þá var það af- ráðið að stóru trén sem stóðu fram- an við húsið og teygðu hæstu grein- ar upp á þriðju hæð til ömmu, yrðu rifin upp með rótum og plantað aft- ur niður við nýja býlið okkar. Skömmu seinna gaf amma mér svo innrammaða mynd af rollum á beit í anda rómantíkurinnar sem varð til þess að þessir áður fjarlægu bú- feríaflutningar urðu að óbilandi staðfestu, einhverju sem átti að ' verða. Sjálfur fluttist ég brott, ekki upp í sveit, heldur vestar í bæ. Þar með varð amma á Ljósvallagötunni sveipuð dulúð. Hún var ekki lengur í aðalhlutverki hjá ungum drengn- um heldur hverfðist í ljúfar minn- ingar. Hún varð máttarstólpi blend- innar barnæsku og tákn eilífrar"^ manngæsku og alls hins besta 1 fari fólks. Um leið og ég læt fylgja erindi úr ljóði afa míns, Jakobs Thorarens- en, um Borghildi, bið ég góðan Guð að blessa minningu hennar. M guðdómsins anda hafræna handan hefur þar best um sál mér streymt; skærara yndi lék mér í lyndi en lengi mig hafði á vorinu dreymt. Heiðríkju þinni, hrifningu minni, hvorup verður lýst né gleymt. Kristján Geir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.