Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ h, 'Í?Tf MINNINGAR RAGNHILDUR ARONSDÓTTIR + Ragnhildur Ar- onsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. júní 1942. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Aron I. Guðmunds- son, f. 13.10. 1902, d. 14.07. 1974, og Ingveldur J.R. Pálsdóttir, f. 4.8. 1904, d. 30.12. 1989. Bræður hennar eru Guð- mundur, f. 1936, Páll, f. 1937, og Óli Már, f. 1947. Ragnhildur giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hauki F. Leóssyni, skrifstofustjóra, 9. febrúar 1963. Þau eignuðust fimm börn, Ingu Láru, f.1963, maki hennar er Einar Ólafsson og eiga þau tvö börn, Hildi Sig- rúnu og Hrannar; Hildi, f. 1965, maki hennar er Gylfi Sigfússon og eiga þau tvo syni, Gylfa Aron og Alexander Aron; Aron, f. 196J, maki hans er Dagrún Mjöll Ágústsdóttir; VIÐ sviplegt og ótímabært andlát Raggýjar systur minnar, vil ég "minnast hennar með nokkrum orð- um. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði - af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Ég fylgdist með henni breytast úr því að vera lítil stúlka, sem dans- aði fyrir þá, sem á vildu horfa, í að verða aðeins stærri stúlka, sem var feimin og hlédræg, en ávallt falleg stúlka, sem svo óx úr grasi til að verða yndisleg ung kona, sem flaug úr hreiðri foreldranna tvítug að aldri, til að giftast þeim manni, sem hún síðan átti samleið með, Hauki Leóssyni. Þeirra vegferð saman hefur verið farsæl. í lífí allflestra okkar mannanna skiptast á skin og skúrir. Raggý hlotnaðist sú gæfa, og var gefin sú skynsemi að geta nýtt sér þann mótbyr og meðbyr, sem hún fékk í lífínu, til að þroska með sér já- kvæðni og umburðarlyndi til lífsins og samferðamannanna. Þetta fann ég af samtölum okkar hin síðari ár. Hún hafði einnig ríka þörf til að bæta við menntun sína, sem sést m.a. af því, að hún lauk einni önn við Fósturskóla íslands daginn fyrir hið örlagaríka áfall, en þessu námi sinnti hún ásamt hlutastarfi á vökudeild Landspítalans. Við námið nýtti hún sér tölvutæknina, svo sem til var ætlast, en í framtíð- inni skyldi vafalaust kynna sér þá tækni mun betur. En ástin er björt, sem barnsins trú hún blikar í Ijóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (E. Ben.) Þetta vers úr sálmi Einars Bene- diktssonar leiðir mig til að vitna í eina setningu úr minningargrein, sem Raggý skrifaði um móður okk- ar látna: „Móðir mín og ég vorum trúnaðarvinkonur og ég er sann- færð um það, að vinarstrengurinn slitnar ekki, þótt leiðir skilji um stund." Ég leyfi mér að vona, að leiðir þeirra mæðgna hafí nú legið saman að nýju og að faðir okkar Raggýjar sé þar með í för. Vertu kært kvödd, elsku systir. Við Inga vottum Hauki, börnum hans, tengdabörnum og barnabörn- um hugheilustu samúð. Tíminn Leó, f. 1972, maki hans er Sif Jóns- dóttir; og Hauk Má, f. 1983. Ragnhildur útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1982. Hún stundaði nám í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands, varð nudd- fræðingur frá Svæðameðferðar- skóla íslands árið 1991 og sama ár útskrifaðist hún sem sjúkraliði. Á námsárum sínum starfaði hún á ýmsum sjúkra- og öldrunarstofnunum við hjúkrun og aðhlynningu. Ragnhildur hóf störf á vöku- deild Landspítalans 15.1. 1992 og starfaði þar til dauðadags. Jafnframt vinnu á vökudeild stundaði hún náni við Fóstur- skóla fslands og hafði nýlokið prófum til undirbúnings loka- áfanga námsins. Útför Ragnhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. læknar ekki sárin, en hann mildar sárasta tregann. Góður Guð leggi ykkur líkn með þraut. Páll Aronsson. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. í aupm þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta íýst, - svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra - brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig - þín eigin verk. (D. Stef.) Hvað fær betur lýst minni ljúfu mágkonu en þessar ljóðlínur skálds- ins frá Fagraskógi? Þær koma mér í huga þá ég hugsa til hins óvænta - ótímabæra - fráfalls Raggýjar. Raggý hafði verk að vinna. Studdi sjúka og hlúði að hvítvoð- ungum. Húri vakti yfir velferð barna sinna og uppskar samkvæmt því. Og nú síðast bjó hún sig undir að gefa sig í starf að velferð barna annarra. Raggý átti sér fagrar sýnir og miðlaði þeim öðrum er stuðning þurftu. Liðnu árin bregða um þig birtu, elsku mágkona. Fanney Leósdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast kærrar svilkonu og vin- konu sem kölluð var burt svo snögg- lega og allt of snemma. Ég ætla ekki að rekja hennar lífs- hlaup, það munu aðrir gera, sem færari eru til þess. Mér er ómögulegt að sætta mig við að heyra ekki framar í henni Raggý, hún var svo dugleg að hafa samband, rétt svona að vita hvern- ig ég hefði það. „Bara aðeins að heyra í þér," sagði hún svo oft. Það mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar, þar á meðal sú sem þetta ritar. Kynni okkar hófust fyrir 25 árum þegar ég giftist Palla mági hennar. Mér er minnisstætt hvað mér fannst hún falleg og með hlýtt viðmót, það álit breyttist aldrei. Raggý var mjög næm kona og trúuð, hugsaði mikið um andleg málefni, tilgang lífsins hér og einnig hvað við tæki. Oft vorum við búnar að ræða þessi mál fram og til baka eins og svo margt annað sem ekki verður sagt frá hér en ég geymi í minningunni. Eitt er ég þó ekki í vafa um og það er, að vel hefur verið tekið á móti henni á nýju tilverustigi og hún umvafin birtu og hlýju. Dóttir, í dýrðarhendi drottins, min, sofðu vært, hann sem þér hugpn sendi, hann elskar þig svo kært; þú lifðir góðum guði, í guði sofnaðir þú; í eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Elsku Haukur og börnin ykkar öll og fjölskyldur. Ykkar sorg er mikil. Ég bið góðan guð að gefa ykkur styrk og huggun á þessum erfiðu tímum. Hafið hugfast að þó sólin sé dimm núna, þá birtir upp um síðir. Herdís. Elsku amma, við barnabörnin þín fjögur, sem þú unnir svo heitt, vilj- um kveðja þig um sinn með Ömmu- ljóðinu fallega sem þú valdir í inn- bundnu ljóðabókina þína í Fóstur- skólanum og varst svo stolt af. Við munum ávallt minnast þín sem ynd- islegrar og góðrar ömmu. Ömmuljóð Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn; Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil, hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra. sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin, amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann, lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir, amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku afí og Haukur Már, guð gefí okkur öllum styrk til að reyna að skilja tilgang lífsins og styrk til að takast á við lífíð án hennar ömmu. Við vitum að hún mun taka á móti okkur opnum örmum þegar við hittumst á ný. Guð geymi þig, elsku amma. Gylfi Aron, Alexander Aron, Hildur Sigrún og Hrannar. Tveir ungir drengir hófu nám í skóla, völdust í sama bekk og ákváðu að sitja saman. Kunnings- skapur þeirra óx og þeir fóru að heimsækja hvor annan, leika sér saman og læra saman. Þeir kynnt- ust mæðrum hvor annars og mæð- urnar kynntust. Önnur þeirra var Ragnhildur Aronsdóttir, hin var ég. Eg þurfti gæslu fyrir son minn, stundum fyrir og stundum eftir skóla, og Raggý bauðst til að gæta hans. „Það er gott fyrir mig að þeir leika sér saman," sagði hún, og tíndi til allt mögulegt sem henni væri í hag af þessu þó að þetta leysti auðvitað miklu meira úr mín- um málum en hennar. Og böndin styrktust, við kynnt- umst betur og kunningsskapurinn varð að vináttu. Ég fann strax að hún átti góðan mann og yndisleg börn sem öll stóðu sig vel og sjálf gaf hún mikið af sér. Og jafnframt því sem fjölskyldan var henni allt þá átti hún mörg áhugamál sem heilluðu hana. Eftir að eldri börnin fjögur voru komin á unglingsár dreif hún sig í öldungadeild og tók stúdentspróf, hún fór í sjúkraliða- nám og starfaði sem sjúkraliði og hún var sífellt að afla sér fræðslu um hin og þessi efni, full af áhuga á lífinu og öllu í kringum sig. Raggý átti sér töfrasprota, öll úrlausnarefni hennar, þar á meðal sameiginleg úrlausnarefni okkar, leystust eins og af sjálfu sér, hún var sífellt að fást við eitthvað og hún deildi með mér áhugamálum sínum og hvað hennar fólk væri að fást við og hafði lifandi áhuga á að fylgjast með mér og fjölskyldu minni, jákvæð og uppbyggjandi án þess að vera afskiptasöm. Lífsgleði hennar og lífskraftur varð mér sí- felldur styrkur, hlýjan og hugul- semin breytti gráum hyersdagsleik- anum í sólskinsdaga. Árin hafa lið- ið hvert af öðru, strákarnir okkar stækkað og íþróttir tekið við af leikjum en vinátta þeirra staðið jafn traust og fyrr. Við Raggý höfum fylgst með þeim vaxa úr grasi og glaðst saman yfir framförum þeirra og ekki að mér hvarflað annað en ég ætti eftir að njóta hennar styrku stoðar um langan aldur. En eins og hendi sé veifað er hún burt köll- uð, full af lífí og krafti að kveldi, en dáin að morgni, fyrirvaralaust. Og enn er Raggý að kenna mér og nú það hve við gleymum oft í önnum daganna að þakka fyrir allt það mikla og góða sem okkur er gefið, allt sem við munum ekki eft- ir að þakka fyrir þegar það gerist. Og nú vil ég leita mér huggunar í því hve ég hef mikið, að þakka fyr- ir og við Gauti minn, en mest á fjölskylda hennar henni að þakka, Haukur Leósson, maður hennar, börn og barnabörn. Þeirra sorg er mest. Elsku Haukur Már, hjá þér er hugur okkar Gauta umfram allt. Ég bið Raggý allrar blessunar, ynd- islegri manneskju. Fjölskyldu henn- ar flyt ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðrún S. Sigurjónsdóttir. Eins og þrumufleygur úr heið- skíru lofti berst sú harmafregn að Raggý hafi veikst alvarlega. Haldið er í veika von en banalega hennar verður stutt,- aðeins tæpur sólar- hringur. „Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki/um lífsins perlu í gullnu augnabliki." Veröldin hefur brugðið lit. Yndisleg vinkona mín, Ragnhild- ur Aronsdóttir, eða Raggý eins'og hún var jafnan kölluð, er látin, að- eins 53 ára að aldri. Á föstudags- kvöld hélt hún prúðbúin og giöð til fundar við eiginmann sinn, hún ætlaði að sækja hann á vinnustað og saman ætluðu þau síðan að eyða kvöldinu í góðra vina hópi. Hún var varla komin inn úr dyrunum er hún hné niður svo að segja í fang mannsins síns. Daginn eftir var hún 511. Raggý var glæsileg kona, björt yfirlitum og á fallegu andliti hennar festist aldrei hrukka. Þolinmóð var hún með afbrigðum og frá henni stafaði sérstök hlýja. Hún var ein- staklega góð móðir og hafði fjöl- skyldan hennar, börnin og eigin- maðurinn, þar algeran forgang, á því var enginn vafi. Þótt námfús væri þá frestaði hún frekar prófum eða verkefnum ef svo bar undir. Hún átti miklu barnaláni að fagna og það var aldrei unglingavandamál á hennar heimili. Foreldrum sínum var hún góð dóttir og eftir lát föður síns sinnti hún móður sinni, Ing- veldi, af þeirri natni sem hennar var von og vísa og voru þær mæðg- urnar mjög samrýndar en Ingveídur lést 85 ára gömul. Raggý var með afbrigðum fróð- leiksfús. Sérstaklega heillaði hana allt varðandi hjúkrun og heilsu- gæslu. Jafnframt hefðbundnu námi sótti hún ýmis námskeið í heilun og reiki og fannst það mjög áhuga- vert. Raggý hafði eins og sagt er líknandi hendur, það fundu allir sem reyndu. Þegar hún var í nuddnámi hjá Svæðameðferðarskólanum, sóttum við vinkonur hennar í að láta hana æfa sig á okkur og ósjald- an nuddaði hún úr okkur verki, bólgur og aðra óáran. Sonur minn, þá um fermingu, óx hratt og var oft slæmur í baki og fótum og var þá skapið í takt við líðanina. Þegar mig, móður hans, þraut ráð kom fyrir að Raggý fékk að nudda hann og úrillur unglingurinn varð ljúfur sem lamb. Starfið á vökudeild Land- spítalans, þar sem dvelja börn sem eru fædd fyrir tímann og börn sem þurfa sérstaka aðhlynningu, átti sérstaklega vel við hana. Engri manneskju hefði ég betur treyst fyrir þannig börnum en henni. Fóstrunámið átti einnig afar vel við hana. Tilheyrandi náminu er að starfaá leikskólum í einhvern tíma. Þar fannst henni forvitnilegast að glíma við erfiðustu börnin. Henni tókst ótrúlega vel að eiga við þau og þau drógust að henni eins og segull. Með sjúkraliðanámi vann Raggý við ýmsar deildir sjúkra- húsa, m.a. öídrunardeildir. Þar var ekkert gamalmenni svo sljótt að henni fyndist ekki þess virði að reyna að hressa upp á það. Einn gamlan mann vissi ég um sem hafði ekki farið fram úr rúmi í nokkra mánuði. Þegar Raggý var búin að vera á deildinni í nokkurn tíma var hann allt í einu farinn að vilja fara í slopp og enginn varð glaðari en Raggý þegar hann lét setja sig í stól við gluggann svo hann gæti horft út. Þá var Raggý meðlimur í BPW klúbbnum og var í stjórn hans fyrir nokkrum árum sem gjaldkeri og ritari. Raggý var mér einstök vinkona í þau 30 ár sem við þekktumst. Hér áður fyrr fórum við í ferðalög saman ásamt eiginmönnum okkar, þar af í eina ævintýraferð til Afr- íku, við fórum í sumarbústaðaferðir og veiðiferðir, ýmist með börnin okkar eða ekki. Saman fórum við í Öldungadeildina við Hamrahlíð og í tvö ár bjuggum við í sitt hvoru parhúsinu, hlið við hlið. Raggý gaf mér góð ráð við ýmsu, fylgdist vel með hvernig gekk og var jafn ánægð og ég ef árangurinn varð góður. Stundum kom það fyrir að við ræddum einhver vandamál okk- ar. Kímnigáfa hennar var einstök og oftar en ekki urðu vandamálin bara að góðum bröndurum. Raggý notaði tölvu við fjarnámið í Fóstur- skólanum og þar sem ég vinn við tölvu gátum við haft samband í gegnum Internetið ef þannig lá á okkur. Hún átti það til að lauma eins og einu ljóði yfir, jafnvel frum- sömdu, það yljaði mér um hjarta- ræturnar þó ekki gæti ég svarað í sömu mynt. I saumaklúbbi vorum við búnar að vera í 15 ár ásamt nokkrum vinkonum okkar. Elsku Haukur, Inga Lára, Hild- ur, Aron, Leó, Haukur Már, tengda- börn, barnabörn, bræður og aðrir vandamenn. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum innilega samúð og biðjum ykkur Guðs blessunar. Far þú á Guðs vegum, elsku vin- kona. Hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Þú varst mér kær sem besta systir. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir. Tíminn er eins og fugl sem flýg- ur. Eina stutta stund er hann hér en örskömmu síðar horfinn. Þannig var það einmitt kvöldið sorglega; eina stund var Raggý með okkur en andartökum síðar var hún veik og nokkru seinna látin.- Hversu mjög sem maður vill festa góðar og skemmtilegar stundir í tíma og rúmi, verður maður að horfast í augu við að þessar stundir eru orðn- ar hluti af fortíð í einni svipan og verða ekki endurteknar. Við og Raggý og Haukur höfum átt marg- ar sérlega ánægjulegar samveru- stundir innanlands og utan. Nú höfum við enga möguleika á að endurtaka þær í sama horfi og fyrr, sem hryggir okkur óumræðilega, því það er yndislegt að kynnast og njóta samveru hlýrra og góðra manneskja. Raggý var vissulega ein þeirra. Hún hafði mikið að gefa þeim sem umgengust hana, enda viðkvæm og elskuleg manneskja. Samskiptum okkar við hana er lok- ið í bili en hún stendur þó lifandi fyrir hugskotssjónum okkar. Við söknum hennar. Við vottum Hauki, börnunum og öðrum aðstandendum innilega samúð og vonum að styrk- ur frá Guði og mönnum megi hjálpa þeim og hugga þau í sorginni nú og í daglegu lífi framvegis. Ragnheiður og Rúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.