Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 35 í dag kveðjum við hjartkæra vin- konu okkar hana Raggý, sem svo skyndilega og óvænt er farin frá okkur. Vinskapur okkar hófst haustið 1955 er við settumst saman á skóla- bekk í Miðbæjarskólanum og hefur staðið óslitið til þessa dags. Að skyldunámi loknu lágu leiðir okkar í ýmsar áttir en vináttan hélst þó söm og böndin voru treyst þegar við stofnuðum saumaklúbb. Á þeim tíma vorum við allar að koma okkur upp eigin heimilum og eignast börnin og fylgdumst við af af áhuga með uppvexti og þroska þeirra allra. Raggý var gædd einstökum eðlis- kostum. Hún var alltaf glöð og já- kvæð og það sem hún tók sér fyrir hendur á hverjum tíma átti huga hennar allan og var gert af brenn- andi áhuga og ánægju, hvort sem um var að ræða nám eða starf. Hún ljómaði af hreysti og vakti hvar- vetna athygli fyrir glæsileika sinn og háttvísi. Við dáðumst oft að því, hve áhugasöm hún var um að afla sér sífellt meiri menntunar þrátt fyrir störf sín á stóru heimili. Sem dæmi um dugnað hennar, tók hún stúdentspróf frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð um leið og eldri dóttir hennar, Inga Lára. Síðar lauk hún sjúkraliðanámi og starfaði á vökudeild Landspítalans jafn- framt því sem hún stundaði nám í Fósturskóla íslands á síðustu miss- erum. Við kveðjum Raggý með sorg í hjarta og þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur og gaf okkur. Nú nkir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfrasal. I hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð er breiddu faðm mót sólu glöð. I brekkum §alla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Við biðjum guð að varðveita fjöl- skyldu hennar og sendum Hauki, börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur. Ásta, Dóra, Margrét, Ólafía Eva, Sveingerður og Unnur. Ragnhildur var ein þeirra 36 nemenda sem hófu fjarnám við Fósturskóla íslands í ágúst 1993. Þama var saman kominn hópur sem tilbúinn var að leggja mikið á sig til að mennta sig. Ragnhildur var sjúkraliði að mennt og vann með náminu á Vökudeild Landspítalans. Þar hlúði hún að þeim börnum sem koma.í þennan heim of snemma. Uppeldi og framtíð þessara og ann- ara barna var henni hugleikin, því lá leið hennar hingað til okkar. Hún var um margt eftirminnileg- ur nemandi. Verkefni þau sem hún leysti af hendi á námsferlinum báru vandvirkni, hlýju og metnaði henn- ar glöggt vitni. Framlag hennar í verknámi í leik- skólum sýndi að mikils mátti vænta af starfskröftum hennar þar. Fpegnin um fráfall Ragnhildar kom eins og reiðarslag. Hún lauk náms- lotu hér í skólanum ásamt skóla- systrum sínum föstudaginn 26. jan- úar sl. og andaðist degi síðar. Það er stórt skarð höggvið í hópinn með ótímabæru fráfalli hennar. Minn- ingin um Ragnhildi lifir og vottum við eiginmanni, börnum og barna- börnum hennar okkar dýpstu sam- úð. Sá einn er skáld, sem skilur það og fann, að skaparinn á leikfóng eins og hann og safnar þeim í gamalt gullaskrín og gleður með þeím litlu bömin sín. (Davíð Stef.) Kennarar og annað starfsfólk Fósturskóla íslands. • Fleiri minningargreinar um Ragnhildi Aronsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. HELGA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR + Helga Sigur- björnsdóttir fæddist á Jörfa í Haukadal í Dala- sýslu 9. október 1907. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Selja- hlíð 26. janúar sið- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Lilja Kristín Árna- dóttir frá Jörfa í Haukadal og Sigur- björn Guðmunds- son bóndi í Kirkju- skógi í Miðdölum, síðar í Reykjavík. Helga var elst systkina sinna en þau eru: Ólöf Kristbjörg, f. 1910, d. 1946; Jóhann, f. 1911, d. 1973; Hild- ur, f. 1914, býr í Reykjavík; Ólafía Sigurveig, f. 1916, býr í Randaríkjunum; Svava, f. 1918, d. 1987; Finnur, f. 1921, d. 1982, og Pálmi Steinar, f. 1931, stýri- maður, býr í Reykjavík. Helga giftist árið 1933 Valdemar Ólafi Kristjánssyni frá Kárastöðum í Þing- vallasveit, d. 1981. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru Krist- ján Grétar, kvænt- ur Olgu Ragnars- dóttur, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn, og Sig- urbjörn, kvæntur Ólafíu Hrönn Ólafs- dóttur, þau eiga þijú börn og þrjú barnabörn. Helga og Valdemar áttu heima allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Hlíðar- enda við Laufásveg, Valsheim- ilinu, eða í 23 ár, þar af 15 ár sem húsverðir hjá Val. Síðar á Austurbrún 6, þar lést Valde- mar 1981. Helga bjó í Seljahlíð síðustu tíu árin. Útför Helgu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á ÞESSARI kveðjustund sækja á huga minn minningar um margar þær samverustundir sem ég átti með Helgu tengdamóður minni. Ég kynntist Helgu fyrst er ég kom á heimili hennar þá er ég hafði nýlokið húsmæðraskólanámi. Minn- ist ég þess að mér leið eins og ég væri komin í framhaldsnám, slík var kunnáttan og myndarskapurinn á öllu sem hún tók sér fyrir hendur á sínu heimili, hvort heldur var um að ræða matargerð, saumaskap eða bamauppeldi, allt fórst henni svo vel úr hendi svo að uppbyggjandi var fyrir verðandi húsmóður að kynnast. Helga var einlæg, kristin og þjóð- rækin manneskja sem hafði gaman af öllum fróðleik um vora þjóð og menningu. Hún hafði gaman af kveðskap og ættfræði og var vel að sér í þeim málum, enda hafði hún sérstaklega gott minni. Mér mun alltaf verða hugleikin sú ást, kærleikur og umhyggja sem þau hjónin Helga og Valdemar ■sýndu börnum okkar Krisjáns og þá manngæsku og manngildi sem þau kenndu þeim að hafa í heiðri. Helga var mikill gestgjafi, hún tók ætíð vel á móti gestum og eng- inn mátti fara svo að ekki hefði hann þegið veitingar. Ég þakka fyrir það að hafa notið samfylgdar og vináttu þessarar góðu konu og kveð hana með virð- ingu og þökk fyrir allt sem hún var mér og megi hún hvíla í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) ■ Olga Ragnarsdóttir. Það voru ávallt jafn innilegar móttökurnar hjá Helgu og Valda þegar við heimsóttum þau í Austur- brún. Sem börn að aldri er okkur minnisstætt þéttingsfast handa- band Valda og dýrindis veitingar sem Helga bar á borð að ógleymd- um skókassa fullum af bílum sem heillaði annað okkar sennilega mest á þessum árum. Helga hafði sérstakan stað í hug- um okkar. Hún var föðursystir okk- ar en vegna aldursmunar pabba og hennar var hún í raun honum sem önnur móðir. í vissum skilningi var hún því bæði frænka okkar og amma. Þegar við komumst til vits og ára kynntumst við Helgu betur og varð okkur þá ljóst hversu einstök hún var. Hún fæddist inn í bænda- samfélag sem hafði tekið litlum breytingum í þúsund ár. Okkur systkinunum var hún óneitanlega tengiliður við horfna tíma og gaf okkur innsýn í líf og störf fólks á öndverðri öldinni. Á æskuárum hennar hafði hún ekkert val um hvaða framtíð hún óskaði sér. Sautján ára gömul var hún send í vist til Reykjavíkur því að ekki var unnt að hafa börnin lengur í foreldrahúsum en nauðsyn- legt var. Hún var aldrei spurð hvort hún vildi fara, aðrir kostir voru ekki í boði. Helga var stálminnug og þó að formleg skólaganga henn- ar tetdi sennilega álíka marga daga og árin sem við flest göngum í skóla þá var hún betur lesin heldur en margur sem getur veifað fallegum prófskírteinum. Nýja testamentið var kennslubók hennar í lestri og minnumst við ekki annars en að hún væri alltaf með bók við hönd- ina. Hún var ekki síður handlagin eins og listilega unnir útsaumar hennar bera ljóslega með sér. Helga var einstaklega víðsýn og munum við sérstaklega hversu vel hún gat lýst fjarlægum stöðum eins og hún væri nýkomin þaðan. Hún var óþrjótandi viskubrunnur um ættfræði og það var því ekki tilvilj- un að til hennar var leitað þegar spurningar í þeim efnum vöknuðu. Frásagnarhæfileikar hennar voru svo einstakir að einfalt var að lifa sig inn í sögusviðið. Fyrstu minn- ingar hennar sem barns í torfbæ foreldra sinna í Villingadal sitja fast í hugum okkar sem eigum erf- itt með að skilja aðbúnað fólks í slíkum húsakynnum. Þegar rústir bæjarins í Villingadal eru skoðaðar í dag finnst okkur ótrúlegt að fólk hafi nokkurn tíma búið þar, hvað þá á þessari öld. Helga var af þeirri kynslóð sem þekkti skort betur en gnægð og var sátt við það sem hún hafði. Nægju- ^smi hennar var aðdáunarverð þrátt fyrir það að lífið hafi oft verið henni erfitt. Við sem eftir stöndum söknum Helgu sárt, við vorum lánsöm að þekkja hana og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Halla Bergþóra Pálmadóttir, Björn Steinar Pálmason. Hún amma Helga okkar er dáin. Fréttin um andlát hennar barst okkur til Lúxemborgar föstudaginn 26. janúar. Þegar tíðindin voru sögð yngstu kynslóðinni voru viðbrögðin á þessa leið: „Hún amma Helga, hún amma sem var alltaf með bílana og kök- urnar?“ Það voru góðar minningar sem komu strax upp í hugann hjá litlu drengjunum hennar langömmu. Þegar við heimsóttum ömmu í Seljahlíðina var hún alltaf fljót.til að bjóða öllum af smákök- um,* nammi og gosi. Þá var alltaf gaman að fylgjast með litlum pjökk- um þegar farið var að snúast í kringum kommóðuskúffuna, sem innihélt bílasafnið góða. Síðan var brunað um í hjólastólnum fram og aftur um herbergið. Amma Helga var ávallt jákvæð og þakklát fyrir það sem henni veittist. Mætti þessháttar nægju- semi og lífsviðhorf vera okkur af yngri kynslóðunum til eftirbreytni. Það var gaman að spjalla við hana um heima og geima og hún sýndi litlu strákunum sínum sérstakan áhuga og hafði unun af því að hlusta á þá syngja fyrir sig eða segja frá. Fyrir okkur barnabörnin eru minningarnar um ömmu Helgu enn- þá ljóslifandi frá Austurbrúninni, þar sem hún bjó til margra ára. Þar annaðist hún Valdemar afa af mikilli elju og ósérhlífni. Alltaf var spennandi að koma í heimsókn og sjá yfír borgina sem breiddi úr sér fyrir neðan og þá sérstaklega útsýn- ið sem skapaðist yfir Laugardals- völlinn. Fótboltinn var líka eðlilegur hluti af tilverunni hjá ömmu og afa á Austurbrún. Gamla myndin frá Valsheimilinu að Hlíðarenda var kannski helsti minnisvarðinn fyrir húsvarðartímabilið þeirra og oftar en ekki gátum við gleymt okkur við að horfa á myndina. Stundum gat myndin lifnað við og orðið ímynd fyrir það fjör og kapp sem einkennir íþróttirnar. En einmitt að baki slíkum glansmyndum voru unnin mörg handtökin sem oftast ber minna á. Þar lagði hún amma Helga sín lóð á vogarskálarnar. Við eigum öll eftir að sakna hennar ömmu okkar, en trúum að hún sé komin til afa og líði vel. Blessuð sé minning hennar. Benedikt, Guðrún, Björn Andri og Atli Steinn. 4> Við eigum margar yndislegar minningar um hana ömmu í Austó, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn á Austurbrún til ömmu og afa því þar ríkti svo mikil hlýja og ást. Amma setti allt- af upp svuntu og galdraði fram veisluborð með kökum og súkkulaði að ógleymdum pönnukökunum, því að enginn kunni að baka pönnukök- ur eins og amma. Það var ýmislegt gert sér til dundurs hjá ömmu og afa, þau kunnu ógrynni öll af sögum, vísum og gátum. Amma og afi höfðu líka gaman af að spila á spil og var þá einna helst spilað maríus eða svarti- pétur og gátum við spilað tímunum saman. Ófáar ferðirnar voru farnar með ömmu niður í Laugardal en þangað hafði amma svo gaman af að koma á sumrin til að sitja í sólinni og skoða blómin, því miður komst afi ekki með okkur því hann var rúm- fastur í 9 ár eða þangað til að hann dó árið 1981. En afa var oft færður lítill blómavöndur sem tíndur var í holtinu á leiðinni heim. Hún amma hugsaði alltaf svo vel um hann afa og hjúkraði honum af alúð og í þau fáu skipti sem hún brá sér frá var hún alltaf með hug- ann hjá honum. Elsku amma, það er svo margs að minnast og við hugsum með þakklæti til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, sem aldrei munu gleymast. Þið munið alltaf eiga vissan stað í hjarta okkar eins og við áttum í ykkar. Nú eru afi og amma saman á ný og við biðjum guð að geyma þau. Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða þvi. (Hallgr. Pét.) Helga Gréta, Ragnar Marinó og Ragnheiður Þórunn. Elsku amma, okkur langar í fáum orðum að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina. Það var alltaf jafn gaman að koma til þín og afa á Austurbrún 6 þar sem þið tókuð alltaf jafn vel á móti okkur og eig- um við góðar minningar þaðan. Eftir að þú fluttist í Seljahlíð þar sem þú varst mjög ánægð var gam- an að koma og sjá alla þína fallegu handavinnu. Við munum alltaf geyma minninguna um þig í hjört- um okkar. Elsku amma, við vitum að þú ert komin til afa þar sem þér líður vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast,. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Helga Hrönn og Margrét. Þú, Guð, sem stýrir stjama her og stjómar veöldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (V. Briem.) Þessar línur valdi hún amma mér úr sálmabók sem hún gaf mér í jólagjöf. Þegar ég hugsa til baka til þeirra stunda sem við amma nutum saman, þá eiga þessi orð vel við. Þær stundir kenndu mér margt til að stýra betur í straumi lífsins. Nú er hún amma dáin. Þegar sú frétt barst mér yfir hafið átti ég erfitt með að sætta mig við að ég mundi aldrei sjá hana aftur. Það var eitt af tilhlökkunarefnunum við að koma heim til íslands að heim- sækja ömmu. Ég veit að hún beið eftir að sjá mig eftir langan aðskiln-’ að. Sorg mín hvarf fljótt þegar ég hugsaði til þeirra stunda sem við áttum saman, því ég veit hversu lánsamur ég var að hafa átt svona góða ömmu. Ég varð eins og konungur í ríki mínu þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa. Hún amma drekraði mig fram í fingurgóma, enda var það mikið tilhlökkunarefni fyrir mig að fá að sofa yfir helgi hjá ömmu og afa. En með dekrinu kom líka ótakmörkuð ást og umhyggja sem fylgir mér til æviloka. Amma var alltaf full af allskonar visku. Hún sagði mér margar sögur og las mér mörg ljóð. Fyrir konu sem hafði aldrei komið út fyrir land- steinana þá vissi hún heilmikið um heiminn í kringum sig, þeirri visku jós hún óspart yfir mig. Hún var líka með eindæmum dugleg kona. Hvað hún sá vel um hann afa sem var rúmfastur síðustu ár ævi sinnar. Amma með sinni fyrirmynd kenndi mér margt. Ég veit að ég er betri maður vegna ömmu, það var ekki hægt annað en að smitast af hennar endalausu gæfu. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að bam þitt gott ég heiti. (V. Briem) Ég er afar þakklátur fyrir allar þær stundir sem við amma áttum saman. Ég á eftir að sakna hennar mikið en ég veit að hún er nú í faðmi afa. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Valdemar Ólafur. Erfidrykkjur Glæsileg kaffí- hiaóborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í sima 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÉTEL LOFTLElDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.