Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 + Bryndís Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1926. Hún lést í Reykjavík 27. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einars- son, trésmíða- og byggingarmeistari í Reykjavík, f. 3. sept. 1882, d. 19. sept. 1973, og kona hans, Sigurlína María Sigurðar- dóttir, húsfreyja, f. 31. des. 1886, d. 28. mars 1944. Einar fæddist í Svínadal í Skaftártungu í Vest- ur-SkaftafellssýsIu, sonur Ein- ars Jónssonar, bónda, og Val- gerðar Olafsdóttur húsfreyju. Einar Jónsson drukknaði skömmu áður en Einar fæddist og ólst Einar upp hjá móður sinni og Birni Eiríkssyni, stjúpa sínum, í Svínadal. Foreldrar Sigurlinu voru Sigurður Sig- urðsson, sjómaður í Eyrarsveit og kona hans, Guðrún Bjarna- dóttir. Einar var mikilvirkur byggingarmeistari og brúar- smiður og reisti m.a. hús Hót- els Borgar og Gamla Bíós og margar brýr á Suður- og Vest- urlandi. Einar nam húsasmíði á íslandi og lærði brúarsmíð og byggingar í Kaupmannahöfn. Systkini Bryndísar eru: 1) Sig- rún, f. 16. okt. 1912, d. 4. júní 1993. Maður hennar Gísli Oskar Guðmundsson (f. 9. okt. 1911, d. 9. sept. 1977). Dóttir Sigur- lína María Gísladóttir, f. 25. júlí 1941. 2) Valgeir Marinó, f. 16. ágúst 1914. Kona hans er Helga Sigurðardóttir, f. 1922. Börn þeirra: Einar Björn, Sig- urður, Valgeir, Hörður. 3) Guð- laug Hanna, f. 16. júní 1917, d. 1932. 4) Inga Bergdís, f. 18. EFTIR að Bryndís giftist Stefáni, bróður mínum, hófu þau búskap í íbúð í húsi foreldra minna á Suður- götu 20 (Hólavöllum) sama sumar. Móðir okkar Stefáns var þá á lífi og bjó á hæðinni fyrir ofan. Það tókst strax góð vinátta milli þeirra og er mér minnisstætt hvað mamma varð hrifin af tengdadóttur sinni, enda hafði hún marga og mikla kosti til að bera. Prúðmennska og rólyndi einkenndu framkomu henn- ar. Hún var svipmikil og falleg kona, sem vann hylli allra, sem hún kynntist. í framkomu var hún jafn- an hæversk og hlýleg og var vissu- lega gott að vera í návist hennar. Skoðunum lýsti hún ávallt af hæ- versku. Sambandið milli fjölskyldna okk- ar varð nánara fyrir þá sök, að sonur hennar, Einar, og næstelsti sonur minn, Níels, voru skólabræð- ur alla tíð frá því að þeir byijuðu að læra að lesa, þar til þeir luku stúdentsprófi úr sama bekk. Þetta stuðlaði að auknu sambandi milli állra barna hennar og barna minna í leik og starfi, sem að sjálfsögðu ágúst 1921. 5) Svandís Heiða, f. 23. ágúst 1924. Hennar maður var Guðbjartur Karls- son (látinn). Synir þeirra: Karl, Einar. Hinn 21. júní 1950 giftist Bryndís Stefáni Péturssyni, f. 9. apríl 1926, hæstaréttarlög- manni og aðstoðar- bankasljóra Lands- banka Islands. Börn þeirra eru: 1) Einar, f. 27. jan. 1951, d. 25. okt. 1951. 2) Einar, f. 19. maí 1952. 3) Pétur, f. 2. júní 1955. 4) Þórunn, f. 8. okt. 1958. Einar er prófessor og yfirlækn- ir augndeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kona hans er Bryndís Þórðardóttir, kennari og félagsráðgjafi. Börn: Stefán, f. 19. okt. 1981, Katrín Ólöf, f. 3. apríl 1983, Anna Bryndís, f. 20. nóv. 1984. Aður eignaðist Einar dótturina Margréti, f. 25. febrúar 1977. Fóstursonur Ein- ars og sonur Bryndísar konu hans er Arnar, f. 6. nóvember 1971, búsettur í Bandaríkjun- um. Pétur er rekstrarhagfræð- ingur og rekur eigið fyrirtæki í útflutningi sjávarafurða. Kona hans er Gyða Jónsdóttir, sjúkraliði. Börn þeirra eru: íris Asta, f. 22. júlí 1985, Pétur Már, f. 14. júlí 1989, Stefán Jón, f. 14. okt. 1994. Þórunn er búfræðingur og fiskeldis- fræðingur, skrifstofumaður í Reykjavík. Maður hennar er Þormar Ingimarsson, skrif- stofumaður í Reykjavík. Sonur Þórunnar er Einar Ólafsson, f. 24. júní 1987. Utför Bryndísar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. leiddi til aukins sambands milli okk- ar foreldra barnanna. Hefur vinátta þessara fjölskyldna staðið óbreytt til þessa dags. Af öllum hennar góðu kostum er best að minnast góðsemi hennar og velvilja í annarra garð. Þessir eðliskostir urðu lykillinn að lífi hennar, ásamt meðfæddum skýr- leik. Eiginleikar, sem hún tók að arfi frá atorkufólki, gerðu hana að einstæðri húsmóður og uppalanda. En svo er líka ástæða til að minn- ast á gleðina, sem ávallt stafaði frá henni. Hún naut þess að fara á hestbak í góðra vina hópi. Við Stef- án bróðir minn áttum hesta í all- mörg ár og kom hún stundum með okkur í útreiðartúr og var þá hrók- ur alls fagnaðar. Það eru nú liðin nokkur ár síðan sjúkdómur sá, sem leiddi hana til bana, gerði vart við sig. í þeim erfið- leikum sem honum fylgdi sýndi Bryndís vel hvað í henni bjó. Hún sýndi sömu hugprýði og þrek í hinni erfiðu baráttu við sjúkdóminn í mörg ár. Þau hjónin heimsóttu okk- ur hálfum mánuði fyrir andlát henn- MINNINGAR ar, ásamt fleiri ættingjum mínum. Enginn sá henni bregða og enginn hefði getað trúað því að hún væri svo veik, sem raun varð á. En nú er kallið komið. Skarð er fyrir skildi í hópi niðja hennar, eiginmanns og annarra fjölskyldumeðlima, sem og í hópi vina og kunningja. Við hjónin og synir okkar sendum Stefáni bróður mínum, börnum þeirra hjóna, svo og systkinum hennar og öðru ættfólki innilegar samúðarkveðjur og óskum þeim öll- um Guðs blessunar. Guðmundur Pétursson. Mig langar að minnast yndislegr- ar móður, Bryndísar Einarsdóttur, og reyna með nokkrum fátæklegum orðum að lýsa blæbrigðum persónu hennar. Sem barn var hún fuil af fjöri og athafnaþrá. Meðfæddir hæfileik- ar til íþrótta ásamt hugprýði og stefnufestu nýttust henni strax í æsku. Sund og fimleikar voru henn- ar uppáhaldsíþróttir, en án efa gat hún náð valdi á hverju því sem hugur hennar stóð til. Þannig óx hún upp, þessi fallega tápmikla stúlka. Hún hlaut í vöggugjöf marga dýra kosti. Fegurð hennar var umtöluð. Augun dökkblá og tindrandi, fegurðin klassísk, óbreyt- anleg í lífsins ólgusjó. Innri kyrrð, geislandi greind og ást mótuðu alla hennar framkomu. Þetta skynjuðu allir sem nálægt henni komu. Mest a'f þessu fengum við þó börnin henn- ar. Líf sitt helgaði hún okkur. Frumburð sinn, Einar, missti hún ungan úr erfiðum sjúkdómi. Það var erfiður tími fyrir unga móður. En sá kjarkur og festa sem hún sýndi þá var engin tilviljun. Þessir eiginleikar hennar, styrkurinn og ástin, voru það sem einkenndi hana alla tíð. Kannski eru slíkir erfiðleik- ar ekki lagðir á aðra en þá sem það geta borið. Síðan bættumst við systkinin við, fyrst Einar, þá Pétur og yngst Þór- unn. Okkur virti hún hvert og eitt sem einstakar persónur. Hún hlúði að kostunum og umbar gallana. Hún var móðir af Guðs náð. Hún talaði oft um hve henni hafði liðið vel að vera hjá okkur í uppvextin- um, fylgja okkur eftir og sjá okkur þroskast og ná áföngum. Þegar konur þyrptust út á vinnu- markaðinn, óttaslegnar að verða „eftir“ inni á heimilunum, hvikaði hún hvergi. Hún missti aldrei sjónar á raunverulegum verðmætum, þeim sem skapast þegar börnum er gef- inn tími, stuðningur, agi og síðast en ekki síst ómæld ást. í námi jafnt sem áhugamálum áttum við allan hennar stuðning. Hún setti ekki kröfur og lét okkur eftir að uppfylla þær, heldur studdi hún okkur og leiðbeindi á þeirri braut sem við völdum. Fyrir okkur börnin hennar var þetta sjálfsagt. Þetta var okkar mamma. Hún elsk- aði og virti okkur, við virtum og elskuðum hana. Jafn sjálfsagt var að vinir og skólasystkini drægjust að henni líka. Okkur varð Ijóst smátt og smátt að slík móðir væri ekki sjálfsögð. Alla tíð kom til okk- ar fólk sem vildi tjá sig um hve fágæt hún væri, ótrúlega fögur, hlý og gefandi. Það rann upp fyrir okk- ur að við áttum einstaka móður, og slíkar gjafir eru ekki öllum gefn- ar. Föður okkar, eiginmanni sínum, var hún einstök stoð. Þarna mætt- ust ólíkir einstaklingar, hvort um sig hæfileikaríkt og margbrotið. Hann sem stýrði óhikað inn í ólg- andi sjó, hún sem lægði öldurnar og leiðrétti stefnuna. Að eiga hana að gaf öllum kjark. Hann vissi, við börnin vissum, að það var alveg óhætt að prófa sig áfram í lífinu, ef við villtumst, þá beið hún okkar og vísaði veginn heim. Þegar yngsta barnið var ársgam- alt, fluttu foreldrar okkar að Mána- götu 25. Þetta var hús á þremur hæðum, með ýmsum sérkennilegum íverustöðum fyrir okkur börnin, kolakompan, langakompan, krókur- inn, pallurinn, húsið var fullt af örnefnum og sögu. Þarna var oft líf og fjör, og mamma hrókur alls fagnaðar. Oft ómaði húsið af píanó- leik og stundum söng mamma líka, og hafði hún bjarta og fallega sópr- anrödd. Hún spilaði mikið á spil við okkur og þótti það mikið afrek að vinna hana, þó vitanlega léti hún óreynda byijendur fá sín tækifæri. Húsið var orðið gamalt og margt þurfi að laga. Mömmu var ekkert eðlilegra en að leggja til atlögu við niðurrif á veggjum, að rífa af gólf- efni, pússa og sparsla, mála og veggfóðra. Jafnt og þétt tók húsið stakkaskiptum, eitt af öðru skiptu herbergi og rými um lit og form, og ekki var annað að sjá en að hópur fagmanna hefði farið þar höndum um. Það var ávallt fallegt í kringum hana. Hún hafði mikið fegurðarskyn og endanleg útkoma bar þess glögglega merki að hún vissi hvert stefna skyldi strax við upphaf verks. Allt féll svo rétt sam- an. Þarna bjuggum við fjölskyidan í 26 ár. Fyrir 10 árum keyptu foreldrar okkar hús í Þykkvabæ í Árbæjar- hverfinu. Hafði hún um stund leitað að húsi við hæfi, en heillaðist af þessu húsi nánast um leið og hún kom þar inn. Húsið geislaði af birtu og hlýju og garðurinn var stór og fádæma fallegur. Hún sagði föður okkar frá húsinu, en hann sagði henni að ef þetta væri það sem hún vildi, þá þyrfti það ekki nánari at- hugunar við. Varð það úr að húsið var keypt og reyndist það yndisleg- ur rammi um þessi- síðustu 10 ár í lífi hennar. Undu þau sér bæði mjög vel þar. Kyrrðin frá ys borgar- innar, niður árinnar, fuglasöngur, ijúpur á vappi í garðinum, og síðan þessi mikli og fallegi gróður sem óx og dafnaði í hennar höndum, líkt og allt sem hún snerti á. í þessu húsi muna barnabörnin hana, - stutt var á milli og þau voru alltaf velkomin. Húsinu fylgdi garðskáli, og á hveiju síðsumri svignaði loftið af þrúgum og rósir í öllum hugsanlegum litum ilmuðu. Það var nánast eins og að stíga inn í aðra veröld að vera þar. Það kastaði skugga á þegar veik- indi knúðu dyra. Krabbamein, sem hún hafði fengið 20 árum áður, tók sig upp. Faðir okkar hafði þá verið veikur um tíma, þannig að hvorugt gekk heilt til skógar. En í þessum erfiðleikum sýndu þau hvers þau voru megnug saman. Ég skil það ekki nú og skil ef til vill aldrei hvert þau sóttu baráttuþrekið. Samhent og samhuga, en þó af æðruleysi og trú, báru þau erfiðleika hvort ann- ars. Ég hef vart þrek til að lýsa hvernig móðir okkar bar sig í veik- indum sínum. Þau voru mikil og meðferðin erfið. Að láta hæla sér var henni ekki að skapi. Það sem hefði bugað flesta aðra, þoldi hún og hafði engin orð um. En faðir okkar stóð eins og klettur við hlið hennar. Hann sýndi fádæma dugn- að og ósérhlífni. Hann hefði fórnað öllu henni til hjálpar. En hún er hjá algóðum Guði nú og þeim ástvinum sínum sem þangað eru horfnir. Þórunn. Á því augnabliki sem mér varð Ijóst, að mín elskulega systir væri farin, fóru ótrúlega margar og merkilegar hugsanir í gegn um huga minn. Það var erfitt fyrir mig að trúa því að hún væri farin. Því hún hafði óbilandi kjark, þrátt fyrir hennar erfiðu veikindi. Eg heyrði hana aldrei kvarta eða hlífa sér á nokkurn hátt. Nei, það var ekki hennar stíll að kvarta eða koma veikindum sínum yfir á aðra. Hún var mikill persónuleiki, sem gaf svo mikið öllum sem til hennar þekktu, bæði í blíðu og stríðu. Og í návist hennar var maður þæði sterkari og betri manneskja. Og með sinni fallegu framkomu var hún öllum til yndis. Það er mikið lán að hafa átt með henni svo dýr- mætar stundir, sem aldrei gleym- ast, og eiga minninguna um hana. Þær eiga eftir að lýsa upp lífsleið mína. Það er sárt að missa hana svona fljótt frá okkur, hún átti svo mikið til að gefa. Guð gefi þeim styrk hennar, eig- inmanni og börnum, sem studdu hana svo vel í hennar veikindum. Islenskur efniviður íslerískar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít ogXiabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il SÍ S. HELGAS0N HF 1STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 BRYNDIS EINARSDÓTTIR Einnig tengdabörnum og barna- bömum. Það er erfitt að kveðja. Ég þakka þér fyrir allar þær ham- ingjustundir, sem þú hefur gefið mér. Guðs blessun fylgi þér yfir landa- mærin miklu. Inga Bergdís Einarsdóttir. Ég vil minnast mágkonu minnar Bryndísar Einarsdóttur með orðum Þórunnar, dóttur hennar, um móður sína: „Það em forréttindi að njóta samvista við slíka konu.“ Á kveðju- stundu kemur mér í huga erindi úr HORFINNI ÆSKU eftir Stein- grím Thorsteinsson: Á flugárum þytlausum fló burt mín tíð og fyrr en ég eftir nam taka er æfi mín hálfnuð - eg hrökk við um síð - og horfi nú fram og til baka“. Mín kynslóð er komin á þann aldur að tamara er að horfa tii baka en fram á leið. Kynni okkar Bryndísar spanna bráðum hálfa öld. Ég man hana unga Reykjavíkur- stúlku, sem gekk svo fijálsleg og falleg um Austurstræti rétt eins og allar ungar stúlkur í Reykjavík gerðu þá, en hún bar af flestum vegna glæsileika. Þessi yndislega stúlka átti svo eftir að verða mágkona mín og vin- ur um ævitíð. Missir míns elskulega bróður, Stefáns, er mikill. Bryndís var honum bæði stoð og stytta sem aldrei brást í ölduróti lífsins. Þau eignuðust fjögur börn. Elsta son sinn, Einar (eldri), misstu þau átta mánaða gamlan. Hann var yndis- legt barn og afar efnilegur. Það ríkti mikil sorg þegar hann lést eft- ir erfiðan uppskurð. Þá sýndi Bryn- dís það hugrekki og þolgæði sem aldrei gleymist þeim sem með því fylgdist. Guð og gæfan áttu þá samt eftir að blessa þau með fleiri efnilegum og góðum börnum. Þau eru Einar (yngri), Pétur og Þórunn. Öll hafa þau verið foreldrum sínum til gleði og sóma. Móðurhlutverki sínu skilaði Bryndís með þeirri elskusemi sem einkenndi allt hennar dagfar. Hún bjó manni sínum og börnum heimili sem var lýsandi dæmi um smekkvísi og einstakan myndar- skap hennar sem húsmóður. Það var gott að vera gestur þeirra hjóna, en það var ég oft á meðan ég bjó í Borgarfirði. Heimili þeirra stóð mér ætíð opið og naut ég ásamt fjölskyldu minni þeirrar gestrisni og velvildar sem ekki gleymist. Margar gleðistundir áttum við sam- an. Nú þegar sorgin steðjar að er gott að minnast þeirra. Bryndís var sönn hefðarkona. Fegurð, kurteisi og ljúflyndi var hennar aðalsmerki, henni var það í blóð borið. Seinustu árin voru henni áreiðan- lega mjög erfið vegna þverrandi heilsu. Veikindi sín bar hún með þvílíku æðruleysi og reisn að með ólíkindum var. Seinast hitti ég hana 10. janúar síðastliðinn sem var af- mælisdagur föður míns en þá erum við vön að hittast, börn hans og tengdabörn. Bryndís var þar eins og ávallt áður; fögur, tíguleg, ljúf og góð. Engan gat grunað þá að svo stutt væri í hinstu kveðju. Ég bið góðan Guð að styrkja Stefán bróður minn og leggja hon- um líkn með þraut. Þess sama bið ég börnum þeirra og systkinum hennar og vil ég þá sérstaklega minnast Beggu sem stóð sem klett- ur við hlið systur sinnar alla tið. Bryndísi mágkonu mína kveð ég með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Veri hún Guði falin. Þorbjörg Pétursdóttir. Það er bjartur dagur óg vor, sennilega rétt um 1960 og leiðin liggur upp Garðastrætið til æsku- heimilis fjölskyldu móður minnar, á Hólavöll, en þar bjuggu þá á efstu hæðinni Stefán móðurbróðir minn og kona hans, Bryndís Einarsdóttir. Fundum ber saman við frændsystk- ini mín og leikurinn berst út um víðan völl. Það er ærslast um hverf- ið heiman og heim. Leikurinn berst í stigann upp á loft á Hólavölium, hjá ömmu Ingibjörgu. Öll hersingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.