Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 37 rennir sér niður stigann svo húsið nötrar. Fáum bregður við þetta og engar ávítur eða bönn eru sett á þessa hressu krakka sem hafa hálf- an Vesturbæinn að leikvelli. Það eru liðin þtjátíu og fimm ár og aldrei breyttist viðmótið á heim- ili þessara vina og frændsystkina minna. Ég hef ævilangt verið heimagangur og notið ómældrar vináttu og hlýju á þessu heimili, sem Bryndís, sem nú er látin, átti svo stóran þátt í að móta. Leiðir hafa skilið um stund og tími til að þakka. Við tóku barna- og unglingsár. Menn skiptu um bústaði og fluttu; við upp í Borgarfjörð, þau á Mána- götuna. Leiðir okkar lágu saman sitt á hvað, vinátta og fjölskyldu- tengsl sem hófust með skólagöngu og vinskap Stefáns og föður míns í Menntaskólanum styrktust. Ég man eftir gleðinni yfír að sjá þau renna í hlaðið á Guðnabakka og söknuðinum er þau fóru. Ég minn- ist með alveg sérstakri gleði þeirrar stundar er ég kom heim að loknu landsprófi í Reykholti vorið 1971 og hitti þá fyrir alla fjölskylduna í heimsókn hjá foreldrum mínum. Það voru góðir og glaðværir dagar. Heimsóknir mínar á heimili Bryn- dísar og Stefáns áttu eftir að verða margar. Er ég kom til Reykjavíkur í ýmsum erindum sem bam og sem unglingur dvaldi ég oftast hjá þeim. Hlýjan, vináttan og velvildin sem ég naut á heimili þeirra lifir með mér alla tíð. Á skólaárum okkar strákanna var flakkað á milli eins og gengur og oftar en ekki farið heim á Mánagötu. Á þessum árum ræktaðist fraéndsemi og tengsl sem em flestu yfirsterkari. Heimili Bryndísar og Stefáns var sem okk- ar annað heimili og nutum við þess í ríkum mæli. Vináttan og kærleikur hins and- lega félags nær út yfir mörk jarð- nesks lífs. Áfram lifír þótt vík verði milli vina um stund. Sem dagurinn sigrar nóttina birtir upp um síðir. Áfram lifir hugarþel manneskju sem hafði þann styrk til að bera að lifa lífínu án þess að haggast, hvernig sem blés. Við nutum þess öll sem kynntumst henni og sjáum hvað það var og er: Hugprýði, góð- vild og sanngimi. Samúðarkveðjur vil ég flytja fjöl- skyldu Bryndísar og þó sérstaklega Beggu, sem var okkur krökkunum einnig svo góð, en sér nú skarð fyrir skildi. Ég vil biðja Stefáni og börnum þeirra og barnabörnum; mínum góðu frændsystkinum og vinum, styrks og blessunar á erfiðum dög- um. Ég ber þeim öllum einlæga ósk um hið sama frá systkinum mínum. Guðmundur Kjartansson. Bryndís Einarsdóttir, sem gift var föðurbróður mínum, Stefáni Péturssyni, er látin. Mig langar til að minnast hennar í nokkrum orð- um. ERFIDRYKKJUR )K P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11, s. 5884460 Ég átti því láni að fagna að vera heimagangur á heimili þeirra hjóna, ekki aðeins vegna skyldleika míns við eiginmann Bryndísar, heldur einnig vegna þess að Einar sonur hennar og ég vorum skólabræður allt frá barnaskóla þar til við lukum stúdentsprófí. Af þessu leiddi að ég var mikið á heimili Bryndísar og Stefáns. Hefur vinátta fjölskyldn- anna staðið fram á þennan dag. Bryndís var glæsileg kona, allt yfirbragð og framkoma bar vott um stillingu og einurð. Hún sinnti fjöl- skyldu sinni vel. Um það geta börn hennar og barnabörn borið vitni. Samband hennar við börn sín var náið og ræktaði hún það alla tíð. Hún vildi veg þeirra sem mestan. Marga atburði er unnt að rifja upp frá æskudögum. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar Bryndís var að siða okkur strákana við háskalega leiki, og einnig síendur- teknar ferðir með synina á slysa- varðstofuna. Hún reyndi að hafa áhrif á okkur á unglingsárunum fremur sem félagi en sem upp- alandi. Hún hafði áhuga á tónlist, spilaði á píanó, og reyndi oft að vekja áhuga okkar strákanna á hljóðfæraleik. Helsta persónueinkenni Bryndís- ar var að mínu mati áhugi hennar á velferð annarra. Bryndís tók mótlæti með stillingu og kjarki alla tíð, sem skýrt kom fram í baráttu hennar við erfíðan sjúkdóm. Ég og fjölskylda mín viljum votta Stefáni, Einari, Pétri og Þórunni og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Níels Guðmundsson. Við fráfall skyldmenna eða vina verður maður hljóður, lítur til baka og minningarnar rifjast upp. Svo fór þegar mér var tilkynnt um lát móðursystur minnar Bryndísar Ein- arsdóttur. Dídi eins og hún var ávallt kölluð á æskuheimili sínu Mánagötu 25. Ég man fyrst eftir henni sem glæsilegri, glaðlegri og hlýrri stúlku, sem ég laðaðist mjög að. Ég fann fljótt hversu einstak- lega barngóð hún var. Sem ung stúlka stundaði hún með öðru námi sund, fimleika og píanónám. Bryn- dís fór til Englands og nam þar tungumál í eitt ár. Eftir það vann hún almenn skrifstofustörf, þar til hún stofnaði heimili sitt með eftirlif- andi manni sínum Stefáni Péturs- syni. Og uppfrá því helgaði hún sig heimilinu og uppeldi barnanna. Þau hjón eignuðust þrjú elskuleg börn: Einar, Pétur og Þórunni, tengda- börh og átta barnabörn, sem nú syrgja sárt elskulega móður, tengdamóður og ömmu. Bryndís fór ekki varhluta af sorginni. Hún var ung þegar hún missti móður sína, aðeins sautján ár gömul. Var það mikill missir fyrir hana. Fyrsta barn sitt misstu þau Bryndís og Stefán, dreng, aðeins nokkra mánaða. Var það sár reynsla fyrir þau. Um fimm- tugs aldur læddist að henni þessi hættulegi sjúkdómur, sem hún fór svo í aðgerð út af og náði hún sér vel eftir það. Allir vonuðu að um varanlegan bata væri að ræða. Fimmtán árum seinna tók þessi sjúkdómur sig upp aftur. í baráttu sinni við veikindin síðustu árin sýndi Bryndís vel sinn óbilandi dug og aðdáunarverða kjark. Alltaf hélt hún sinni reisn þó sárþjáð væri. Bryndís var glæsileg kona og ein- staklega alúðleg. Hún var alla tíð mjög smekkleg í klæðaburði. Keypti sér ætíð vönduð föt og klæddi sig snyrtilega. Ég bið algóðan guð að styrkja Stefán á þessar sorgarstundu og færi honum, bömunum og bama- bömunum innilegar samúðarkveðj- ur mínar'og fjölskyldu minnar. Sigurlína María Gísladóttir. Elsku amma mín. Nú hefur þú sagt skilið við þenn- an heim. Veikindum þínum er lokið en eftir sitjum við með söknuð og fagrar minningar í hug og hjarta. Ég gæti farið mörgum orðum um ágæti ömmu minnar en í fáum orð- um sagt er hún amma mín sú yndis- legasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Allt frá fyrstu tíð sótti ég mikið í ömmu og afa og var mér alltaf tekið opnum örmum og ég látin fínna að hjá þeim var ég ávallt velkomin. Amma virtist aldrei þreytast á því að spila Ólsen ólsen og Lúdó við litla hnátu og er árin liðu tóku Kasion og tveggja manna brids við. Allt til loka gátum við setið tímun- um saman og spilað og höfðum báðar jafngaman af. Amma mín var ein af þeim mann- eskjum sem kunna að hlusta og til hennar gat ég alltaf leitað bæði með gleði mína og sorgir. Hún var ófeimin við að láta tilfinningar sínar í ljós og lét okkur alltaf fínna fyrir því hversu heitt hún elskaði okkur og hve stolt og hreykin hún var af okkur öllum. Elsku amma mín, takk fyrir allt það sem þú hefur gefíð mér og fyrir að fá að kynnast þér. Þær ótalmörgu stundir sem ég átti með þér geymi ég nú eins og dýrmætar perlur í hjarta mínu. Margrét Einarsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Bryndísi Einarsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskuleg eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS EINARSDÓTTIR, Þykkvabœ 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Stefán Pótursson, Einar Stefánsson, Bryndís Þórðardóttir, Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA FRIÐRIKSDÓTTIR, Krummahólum 8, Reykjavík, sem lést mánudaginn 29. janúar, verður jarðsungin fré Fossvogskirkju miðviku- daginn 7. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Jón Óskar Karlsson, Friðrik Jónsson, Stefanía María Jónsdóttir, Þór Ólafsson og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vatnsnesi, Grfmsnesi, andaðist á Kumbaravogi 2. febrúar. Börnin. t Föðursystir okkar, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Holtsgötu 16, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 3. febrúar. Helga Guðrún Eysteinsdóttir, Björg Hemmert Eysteinsdóttir, Jóhanna Arnljót Eysteinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN BERGMANN, Suðurgötu 10, Keflavík, lést í Sjúkrahús Suðurnesja sunnudaginn 4. febrúar. Halldóra Árnadóttir, Hörður Bergmann, Dórothea Einarsdóttir, Árni Bergmann, Lena Bergmann, Stefán Bergmann, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Jóhann J. Bergmann. t Eiginmaður minn, GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON sagnfræðingur, Oldusióð 43, Hafnarfirði, lést á heimili okkar 3. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Berglind Ásgeirsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON, Espigerði 20, Reykjavfk, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Guðrún Halldórsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Pétur Björnsson, Guðrún Ösp Pétursdóttir, Jón Helgi Pétursson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA RÓSA INGVARSDÓTIR, Vallholti 3, Ólafsvfk, lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 3. febrúar. Oliver Kristjánsson, Anna E. Oliversdóttir, Karl V. Karlsson, Jóhanna H. Oliversdóttir, Magnús Steingrímsson, Hjördís Oliversdóttir, Jón Þ. Oliversson, Kolbrún Þ. Björnsdóttir, Guðmunda Oliversdóttir, Páll Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR, Furugerði 1, lést í Landspítalanum að kvöldi 2. febrúar. Einar Jónsson, Vera Einarsdóttir, Þorgerður J. Einarsdóttir, Snorri H. Harðarson, Ótafur Einarsson, Sólveig Björnsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Óskar Bjartmarz, Jón Einarsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.