Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. PEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAGNEAINGIBJORG MAGNÚSDÓTTIR + Magnea Ingi- björg Magnús- dóttir fæddist á Húsavík hinn 21. október árið 1950. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar Ingi- bjargar voru Stein- unn Ingibjörg Jónasdóttir, f. 9.12. 1922 á Syðri-Leik- skálaá í Kinn, d. 8.9. 1976 í Reykjavík, og Magnús Þor- björn Magnússon, f. 2.8. 1924, d. 11.6. 1950. Eftirlifandi eiginmaður Ingi- bjargar er Þorbjörn Sigvalda- son, f. 5.1. 1943 á Grund í Sauðaneshreppi. Þau giftust á Húsavik 3.10.1971. Börn þeirra eru: a) Sigurjón Magnús Ein- arsson, f. 28.3. 1969 á Húsavík. Dóttir hans er Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir, f. 16.7. 1992 í t Reykjavík. b) Völ- uiiclur Helgi Þor- björnsson, f. 11.5. 1972 á Húsavík. c) Þorbjörn Jónas Þorbjörnsson, f. 18.3. 1977 á Akur- eyri. Þeir eru allir búsettir í Reykja- vík. Ingibjörg ólst Jupp hjá nióður sinni, ömmu og afa á Húsavík. Þar starfaði hún við beitningu sem barn og unglingsstúlka og síðan við afgreiðslustörf. Síðar vann hún hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur og víðar. Hún var um tíma fréttaritari DV á Húsavík og frá 1. septem- ber 1985 blaðamaður Dags og umboðsmaður blaðsins á Húsa- vík. Útför Ingibjargar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. MIG LANGAR í nokkrum orðum að minnast gamallar skólasystur, kigibjargar Magnúsdóttur, blaða- konu Dags á Húsavík, en hún burt- kallaðist úr þessum heimi nú á þorra. Við sem höfum alist upp í sama bæjarfélagi og Ingibjörg spyrjum: „Hvers vegna hún?" Húsa- víkin mátti ekki við því að missa þennan sólargeisla. Innan um allan barlóminn og „ó, æ, aumingja ég"- lífsstílinn sem hefur verið allt of algengur, brosti Ingibjörg til okkar, þeyttist um héraðið og skrifaði í blaðið sitt um allt milli himins og jarðar. Hún var sem betur fer ekki „alltaf í boltanum", hafði áhuga á allri list, var alltaf tilbúin til að koma í æfingar, fylgjast með og taka viðtöl við listafólk. ÖU verk- efni urðu spennandi í höndum henn- ar þannig að áhugi og eftirvænting listafólks jókst við heimsókn blaða- konunnar á æfingu. En umfram allt hafði Ingibjörg áhuga á fólkinu í kringum sig og voru skrif hennar jákvæð og til uppörvunar og ánægju, því alltaf var stutt í grínið. Ég man aldrei eftir Ingibjörgu öðruvísi en brosandi. Samt veit ég að bak við brosið bjó kona sem hafði átt sínar erfiðu stundir. í tíu vetur sátum við í sömu kennslu- stofu og hlustuðum á kennara okk- ar, landafræði, fjarlæg lönd heill- uðu. Við gátum síðar miðlað hvor annarri af ferðasögum því við létum drauma okkar rætast og ferðuð- umst. Það hafa margir Húsvíkingar t Elskulegur sambýlismaður minn, KRISTJÁIM ODDSSON, Víðivöllum 2, Selfossi er látinn. Rósanna Hjartardóttir. t Konan mín, móðir okkar og stjúpmóðir, ÁSLAUG VALDEM ARSDÓTTIR, Höfðahlíð 9, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. febrúar 1996. Jarðarförin verður auglýst síðar. Áskell Einarsson, Valdemar Steinar Guðjónsson, Ólaf i'a Áskelsdóttir. Einar Áskelsson, Guðrún Áskelsdóttir, Steinunn Áskelsdóttir, Ása Birna Áskelsdóttir. t Faðir okkar, BALDUR HELGASON sjómaður, Dvergabakka 4, Reykjavík, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést f Landspítalanum 2. febrúar. Hrönn Baldursdóttir, Sigríður H. Baldursdóttir. hlegið dátt að Mexíkóferðasögu Ingibjargar, hún lifir. Þegar við Ingibjörg vorum litlar stelpur kom ég stundum í heimsókn til hennar í Árnahúsið, til afa, ömmu og Steinunnar, mömmu hennar, en öll snérust þau í kringum Ingibjörgu. Maður fékk alltaf eitt- hvað gott upp í sig, spjall og róleg- heit. Engin lítil systkini voru til að trufla dúkkulísuleik eða afskaplega gáfulegar samræður. Á hornhillu í herberginu þar sem Ingibjörg svaf var mynd af myndarlegum manni, Magnúsi pabba Ingibjargar, en þessi mynd var einu kynnin sem hún hafði af honum, „fórst í sjó- slysi áður en ég fæddist," sagði Ingibjörg og svo töluðum við ekki meira um það. Öll þessi ættmenni var Ingibjörg búin að missa fyrir mörgum árum, en hún hafði í nógu að snúast, hún eignaðist sinn eigin Magnús aðeins 19 ára gömul, síðan „hann Þorbjörn minn" en þannig titlaði hún ætíð manninn sinn. Hann Þorbjörn, sem átti þá Völla og Tobba með henni, var eins og fæddur til að vera mað- urinn hennar Ingibjargar. Svo var komin lítil Ingibjörg sem v'inkonan var ekkert lítið stolt yfir. Öll fjölskyldan syrgir nú. Orð eru svo tilgangslaus í sorginni. Megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðri stund. Hólmfríður S. Benediktsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga en ekki óraði okkur fyrir að kveðjustundin við Ingibjörgu rynni upp svo fljótt. Við kynntumst Ingibjörgu þegar við bjuggum á Húsavík fyrir nokkr- um árum en á Húsavík var hún fædd og uppalin. Þó við flyttum aftur suður þá rofnuðu ekki vina- böndin sem við höfðum bundist og í jólakortinu frá henni í desember tilkynnti hún komu sína í janúar suður til að „kíkja á útsölur og kaffíhús". Sú ferð var ekki farin, en þess í stað komum við norður til að kveðja hana í hinsta sinn. Ingibjörg var mjög virk í félags- málum og starfaði m.a í JC Húsa- vík og þar byrjuðu kynni okkar. Við minnumst ræðukeppna, þar sem Ingibjörg fór á kostum, ferða- laga um Norðurlandssvæði og ferð- ar á landsþing. Alls staðar var Ingi- björg hrókur alls fagnaðar. Seinni árin starfaði hún með Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og einnig þar lagði hún sitt af mörkum til að efla félagið. IngibjÖrg var mikill stílisti og starfaði sem blaða- maður á Degi enda framsóknarkona fram í fmgurgóma. Það verður ekki eins að lesa Dag eftir að greinar IM hætta að birtast þar. Minningarnar streyma fram og ylja á kveðjustundinni. Það er erfitt að kveðja góða vinkonu svo fljótt, en erfíðast er þó fyrir Þorbjörn og strákana hennar, Magnús, Völund og Þorbjörn yngri, að kveðja eigin- konu og móður. Við biðjum góðan Guð að styrkja þá, svo og aðra ást- vini á þessari stundu. Megi minning um Ingibjörgu lifa með okkur um ókomna framtíð. Sigrún, Þóra og fjölskyldur. Elskuleg vinkona og klúbbsystir, Ingibjörg Magnúsdóttir, er látin langt fyrir aldur fram. Allt of fljótt hvarf þessi góða, skemmtilega kona búrt af vettvangi. Við hefðum gjarnan vilja njóta félagsskapar hennar og starfa svo miklu lengur. Ingibjörg gekk snemma til liðs við Soroptimistaklúbb Húsavíkur og nágrennis, var virkur félagi, sannkölluð systir, sem sýndi í verki drenglyndi og einlæga vináttu. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, var ritari stjórnar, fulltrúi á landssambandsfundum, í ritnefnd Fregna auk ýmissa ann- arra starfa. Ingibjörg var alltaf glaðleg og hlý í viðmóti og kímnigáfa hennar var óbrigðul. Ófáar eru stundirnar sem hún kitlaði hláturtaugarnar svo mjög, að tárin hrundu niður kinn- arnar við að hlusta á hana. Stoltar vorum við af henni syst- ur, þegar hún á okkar fyrstu kvennasamkomu er við nefndum Gellugleði, stóð á sviðinu í Félags- heimilinu og skemmti hátt í þrjú hundruð konum með ógleymanlegri ræðu. Þá dundi við dillandi hlátur. Hún átti salinn. En Ingibjörg hafði aðrar hliðar. Hún var blaðamaður Dags á Húsa- vík og vann það starf með sæmd og af ábyrgðartilfinningu. Henni þótti vænt um heimabæ sinn Húsa- vík og var iðin við að fylgjast vel með og senda fréttir héðan. Hún var einstaklega lipur við að þjón- usta okkur íbúa héraðsifts við að koma fréttum á framfæri. Það var alltaf tekið vel á móti manni á skrif- stofu Dags. Þegar við systur fórum til Skot- t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, ANNA ERNA BJARNADÓTTIR, Hraunbœ 25, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 3. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Karlsson, Kristfn B. Magnúsdóttir, Páll G. Arnar, Þröstur Magnússon, Bjarni Bjarnason og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTURTRYGGVI PÉTURSSON, Grænagarði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði 3. febrúar sl. Útförin fer fram frá fsafjarðarkirkju laug- ardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Gunnar Pótursson, Sigríður Sigurðardóttir, Oddur Pétursson, Magdalena Sigurðardóttir, Unnur Pétursdóttir, Hjálmar Torfason, barnabörn og barnabarnabörn. lands í haust var Ingibjörg vitanlega með enda hafði hún lengi hvatt til þeirrar ferðar. Þar var samankom- inn hópur glaðra systra sem nutu þess að vera saman, hitta skoskar soroptimistasystur og njóta lífsins. Eins og alltaf var Ingibjörg hrókur alls fagnaðar. Við þökkum henni fyrir samferð- ina. Minningin um góðan félaga og eftirminnilega konu mun lengi lifa. Við sendum eiginmanni, sonum og öðrum ástvinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Soroptimistaklúbbs Húsa- víkur, Katrín Eymundsdóttir. Með Ingibjörgu Magnúsdóttur er genginn yndislegur félagi og dreng- ur góður. Ótímabært fráfall hennar skilur eftir sig sársauka og hryggð hjá öllum sem hana þekktu. Þessi glaðværa og heilsteypta kona sem geislaði af lífskrafti og dugnaði er. fallin frá í blóma lífsins. Þótt söknuður og eftirsjá fylgi því að kveðja góðan félaga og jafn- aldra, er samt svo ótalmargt sem vegur á móti. Ekki síst það að hafa þekkt svo góða manneskju og hafa átt að vini. Við munum ætíð minn- ast hennar með virðingu og þakk- læti. Það var samhentur hópur hús- vískra barna sem átti það sameigin- legt að hafa fæðst árið 1950. Skóla- gangan, allt frá fyrstu sporum barnaskólaáranna og til og með landsprófi og/eða gagnfræðaprófi, varð til þess að þjappa hópnum saman og úr varð þéttur og heil- steyptur kjarni. Á þessum ljúfu æskuárum var stofnað til þeirra sterku og órjúfanlegu vináttubanda sem æ síðan hafa haldist. Þótt hópurinn hafi, að eðlilegum ástæðum, sundrast, vegna búsetu, vitum við samt gjörla hvort um annað. Við höfum líka haft gæfu til þess að treysta vináttuböndin enn frekar með því að hittast reglulega við ýmis tækifæri, þótt aldrei verði ofgert í þeim efnum. Þessar sam- verustundir okkar hafa alltaf verið vel sóttar og margir leggja á sig töluvert erfiði til að geta tekið þátt í þeim. Eftir því sem árin líða þykir manni æ vænna urti þessar sam- komur og hlakkar til þeirra með barnslegum huga. Ingibjörg var ómissandi þegar til þessara samkoma var boðað. Henni var það mikið kappsmál að hópurinn héldi saman og naut þess í ríkum mæli að undirbúa og skipuleggja samverustundirnar. Húmoristi var hún mikill og minni hennar ótrú- legt. Löngu liðnir atburðir, hversu lítilfjörlegir sem manni fannst þeir vera, urðu ljóslifandi og skýrir, þeg- ar hún sagði frá þeim á sinn skemmtilega hátt. Og ekki vafðist framsetningin fyrir henni, enda af- burða stílisti. Stílsnillin kom fljótt í ljós. Eitt af því minnisstæðasta frá gagn- fræðaskólaárunum eru ritgerðir hennar, eða stílar, eins og það var gjarnan nefnt. Sigurjón Jóhannesson, skóla- stjóri og íslenskukennari, kom fljótt auga á hæfileika Ingibjargar á þessu sviði. Hann naut þess að lesa upp fyrir okkur stílana hennar. Þegar henni tók'st best til varð hún sjálf að koma upp að kennarapúlt- inu og lesa ritsmíðar sínar. Enginn skemmti sér þá betur en skólastjór- inn, andlit hans sagði allt sem þurfti að segja því til staðfestingar. Síðar á ævinni fékk Ingibjörg tækifæri til þess að þroska ritleikni sína. Hún var fréttaritari DV um skeið og þegar Dagur á Akureyri varð að dagblaði fyrir rúmum ára- tug, var hún ráðin blaðamaður í fullt starf, með aðsetur á Húsavík. Það var henni mikils virði að geta sinnt þessum störfum frá Húsavík. Hún var mikill Húsvíking- ur og gat vart hugsað sér að búa annarstaðar. Hlutverk hennar var að sjá um fréttaskrif og viðtöl við Þingeyinga. Ingibjðrg var góður og samviskusamur blaðamaður og sinnti störfum sínum af alúð og kostgæfni. Hún fylgdist vel með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.