Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 43 FRETTIR 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 \ Jarðfræðikort af Hengilssvæðinu NÝLEGA voru gefín út tvö jarðfræði- kort af Hengilsvæðinu, jarðhitakort og berggrunnskort. Það eru Land- mælingar íslands í samvinnu við Hitaveitu Reykjavíkur og Orkustofn- un sem standa að útgáfunni. Jarðfræðikortlagning á Hengils- svæðinu á sér langa sögu. Á sjöunda áratugnum fékkst heildaryfirsýn á jarðfræði þess þegar niðurstöður rannsókna Kristján Sæmundssonar, jarðfræðings á Orkustofnun, voru birtar. Þráðurinn var tekinn upp aft- ur á níunda áratugnum þegar Hita- veita Reykjavíkur hóf lokaundirbún- ing undir virkjun Nesjavalla. Meðal' margvíslegra rannsókna sem þá voru gerðar var ný og yfirgripsmeiri jarð- fræðikortalagning. Hún var unnin af Kristjáni og samstarfsmönnum hans á Orkustofnun. Nesjavallasvæðið var kortlagt sér- staklega og auk þess svæðin umhverf- is Kolviðarhól og Ölkelduháls en Hita- veitan á land og vinnslurétt jarðhita á þessum svæðum. Svæðið fyrir ofan Hveragerði var einnig kortlagt og allur jarðhiti þar. I framhaldi af þess- ari vinnu ákváðu HR og OS að ljúka kortalagningu alls Hengilssvæðisins og gefa kortin út í samstarfi við Land- mælingar íslands. Svæðið sem kortlagt var afmark- ast af Mosfellsheiði í vestri og Kross- fjöllum í suðri. Austurjaðarinn er við Úlfljótsvatn og Ingólfsfjall en norð- urmörkin eru dregin yfir Þingvalla- vatn norðanvert. Um er að ræða tvær gerðir korta, berggrunnskort og jarð- hitakort. Berggrunnskortið rekur myndunarsögu Hengilssvæðisins. Þar koma fram eldvörp og sprungur- hinna ýmsu eldstöðvakerfa á svæð- inu og bergmyndanir eru sundur- greindar og settar í sögulega röð. Jarðhitakortið setur hins vegar fram upplýsingar um jarðhita á svæðinu, hveri og laugar og útbreiðslu jarðhi- taummyndunar. Einnig koma fram á kortinu upplýsingar um lindir og kalt grunnvatn og ölkeldur. Jarðhita- kortið lýsir því í raun öllu vatnafari Hengilsins. Kortin eru unnin á tölvu Orku- stofnunar og var notað landupplýs- ingakerfið Arc/Info. Umsjón með kortavinnslunni hafði Skúli Víkings- son, jarðfræðingur á OS, og lauk þeirri vinnu á síðasta ári. Jarðhita- kortið var gefið út síðastliðið sumar í mælikvarðanum 1:25.000 en berg- grunnskortið kom úr prentun nú um áramótin. Það kort er prentað í mælikvarðanum 1:50.000. Prent- smiðjan Oddi prentaði bæði kortin. Kortin eru til almennrar sölu í korta- verslun Landmælinga íslands, Laugavegi 178. Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR Ingvadóttir afhenti söfnunarféð til styrktar misþroska og ofvirkum börnum. Á myndinni eru f.v. Valgerður Baldursdótt- ir, yfirlæknir barnageðdeildar Landspitalans og Matthías Krist- ensen, formaður foreldrasamataka miþroska og ofvirkra barna. Caritas styrkti mis- þroska og ofvirk börn Skattamál — nýlegir úrskurðir stjórnvalda og dómar ÞANN 8. febrúar nk. kl. 16-19.30 verður haldin á vegum Endurmennt- unarstofnunar kynning á nýjustu úrskurðum yfirskattanefndar, ný- legum álitsgerðum umboðsmanns Alþingis á sviði skattamála og dóm- ar sem fallið hafa á síðustu misser- um. Leiðbeinandi verður Steinþór Haraldsson, lögfræðingur ríkis- skattstjóra. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Endurmenntun- arstofnun. SÍÐASTA aðventusöfnun Caritas íslands var til styrktar misþroska og ofvirkum börnum. Efnt var til styrktartónleika í Kristkirkju sl. nóvember þar sem lands- þekktir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína og var kirkjan þéttskipuð. Caritas-sunnudagur- inn var í byrjun desember og fór sðfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Söfnunin tókst með miklum ágætum og alls söfn- uðust 590.000 kr. Við afhendinguna sagði Sig- ríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas á íslandi: „Caritas þakk- ar öllum þeim aðilum sem sýnt hafa örlæti og skilning og ekki síður listamönnum sem komu Úr dagbók lögreglunnar 32 gistu fanga- geymslurnar UM HELGINA þurfti að vista 32 einstaklinga í fangageymslunum vegna ýmissa mála, þ.a. 5 vegna fíkniefnamála. Tiltölulega fátt fólk var í miðborginni aðfaranæt- ur laugardags og sunnudags. Fyrra kvöldið voru tveir unglingar færðir í athvarfíð og sóttir þangað af foreldrum sínum. Síðara kvöld- ið sáust þar engir slíkir. Lögreglumenn á vakt í mið- borginni bentu á að talsvert hafi borið á því að gestir vínveitinga- staðanna hefðu fengið að ganga óáreittir út af nokkrum staðanna með glerílát, bæði glös og flösk- ur, með áfengi í. Eftir að ílátin höfðu verið tæmd utan dyra gerðu sumir sér það að leik að kasta þeim frá sér. Einhver lentu inn í mannfjöldanum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve alvarlegar afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Lögreglan hefur nýlega vakið athygli vínveitingaleyfis- hafa á reglum um bann við að bera áfengi út af stöðunum og eru þeir enn sem fyrr hvattir til að fylgja því banni eftir af festu. Tilkynnt var um 15 innbrot og 12 þjófnaði. Brotist var t.d. inn í bíla við Þangabakka, Jörfabakka, Hvassaleiti, Vonarstræti, Frosta- fold, Keilugranda, Hverfisgötu, Dvergholt og við Dunhaga. Farið var inn í leikskóla og veitingahús í austurborginni. Þá var brotist inn í íbúðir yið Reykás og Skelja- granda. Á síðarnefnda staðnum höfðu verið skilin eftir áhöld til fíkniefnaneyslu. Lögreglan var fjörutíu sinnum kvödd til vegna umferðaróhappa. Slys á fólki varð í einu tilvikanna. Það var á föstudag þegar árekstur fjögurra bifreiða var á Miklubraut við Stakkahlíð og flytja þurfti ökumann og farþega á slysadeild með lögreglubifreið. Þá eru 10 ökumenn, sem lögreglan hafði afskipti af, grunaðir um ölvunar- akstur. Þrír þeirra höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist, allir aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt var um 5 líkamsmeið- ingar, þrjár á skemmtistöðum, utan dyra í miðborginni og utan dyra á Laugavegi þar sem aðili var færður í fangageymslu eftir að hafa veist þar að eldri manni um miðjan dag á sunnudag. Aðfaranótt laugardags var far- ið að óttast um 5 ungmenni á ferð á tveimur jeppum í Bláfjöll- um. Þau festu annan jeppann og hjólbarði fór af felgu á hinum. Farið var á neyðarbíl slökkviliðs- ins að sækja fólkið. Því varð ekki meint af. Um helgina sást til sendibif- reiða á ferð nálægt miðborginni. Af því tilefni er rétt að minna á að ökumönnum þeirra sem og öðrum, sem ekki hafa til þess leyfi, er óheimilt að flytja farþega gegn gjaldi. Lögreglan mun á næstunni fylgjast með að ákvæði þetta varðandi verði virt eins og kveðið er á um. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru gönguhópar for- eldra víða á ferð í hverfum borgar- innar sem og í nágrannbæjunum. Fjölmennastir voru hópar foreldra í Breiðholti og í Hamrahverfi. Hið ánægjulega var að lítið sem ekk- ert bar á börnum og unglingum utan dyra eftir að útivistartíma þeirra lauk, enda þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af fólki und- ir þeim aldursmörkum um helg- ina, utan þeirra tveggja sem fund- ust í miðborginni. Þar reyndist um aðkomuunglinga að ræða. Um helgina fór loks að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Af því til- efni er rétt að minna á að í um- ferðarlögunum segir að í þéttbýli megi ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu öku- tæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Þetta gildir þó ekki um akstur vegna nauðsynlegrar þjónustu, s.s. sjúkraflutninga. í þéttbýli má heldur ekki aka vél- sleðum á götum eða annars stað- ar sem bannað er að aka vélknún- um ökutækjum, s.s. á umferðar- eyjum, göngustígum eða annars staðar utan vegar. í sumum lög- reglusamþykktum er þó gert ráð fyrir að lögreglan geti í undan- tekningartilvikum gefið leyfi til aksturs vélsleða við sérstakar aðstæður. Borgarstjórn hefur bannað akstur slíkra tækji í Ell- iðaárdal og á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. Þá er og eðlilegt að vélsleðafólk annars staðar taki jafnan tillit til gangandi fólks og fólks á hestum. fram á tónleikunum og lögðu til vinnu og fyrirhöfn endurgjalds- laust til þess að styrkja mis- þroska og ofvirk börn. Fjármagn til fræðslu og rannsókna er af skornum skammti hérlendis. Það er kostnaðarsamt að halda uppi vörnum fyrir þessi börn með fræðslu, hlú að fjölskyldum þessa hóps barna og fyrirbyggja að börnin lendi á blindgötum. Eitt af meginverkefnum Carit- as er að styðja við bakið á þeim sem hafa farið góðra hluta á mis í tilverunni. Það er því ósk Carit- as á íslandi að söfnunarfénu verði varið til að stuðla að fræðslu og rannsóknum í þágu ofvirkra barna." Fyrirlest- ur um Leif heppna MIÐVIKUDAGINN 7. febrúar kl. 16.15 flytur Helgi Skúli Kjartans- son dósent við Kennaraháskóla íslands fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskól- ans. Fyrirlesturinn nefnist: Leifur heppni — hvað þorum við að full- yrða? í frétt um fyrirlesturinn segir: „Landkönnuðurinn Leifur Eiríks- son er persóna sem með fullum rétti er minnst fyrir þátt sinn í næsta einstæðum landafundum. En hver var Leifur (var hann t.d. íslendingur?) og hver var þáttur hans í landkönnun Vesturheims? Um það er erfitt að vita með vissu vegna þess hve heimildir eru tak- markaðar og þjóðsagnakenndar, enda hafa menn túlkað þær með mjög ólíku móti. Þegar menn fjalla um Leif, í sagnaritun, kennslu eða t.d. í landkynningarskyni, er þeim því nokkur vandi á höndum. í fyrir- lestrinum verður lýst heimildum um Leif og landkönnun hans og leitast við að skýra hvað vitað er um hann með nokkurri vissu, hvað telja má líklegt, og hverju hefur verið haldið fram á vafasömum grundvelli." Helgi Skúli Kjartansson sagn- fræðingur er dósent við Kenn- araháskóla íslands og kennir m.a. íslenska miðaldarsögu. Hann hefur unnið við mörg rannsóknar- og útgáfuverkefni á sviði íslandssögu og m.a. birt ritgerðir sem snerta heimildargildi fornrita. Fyrirlesturinn verður í^ stofu M-301 í Kennaraháskóla íslands og er öllum opinn. Ungt fólk og sjálfboðavinna í TENGSLUM við ráðstefnuna „Ungt - fólk og sjálfboðavinna" stendur yfir sýning fram til föstu- dags 9. febrúar. Sýningin er til húsa á Snorrabraut 27, opin dag- lega frá kl. 14. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Sýningin var unnin út frá fjórum spurningum: Hvað er sjálfboðaliði? Hvað gerir sjálfboðaliði? Hvað fær einstaklingur út úr sjálfboðavinnu? og Hvað „græðir" samfélagið á sjálfboðaliðum? Ungt fólk víða að úr heiminum vann að uppsetningu sýningarinnar. Hún endurspeglar reynsluheim þeirra sem mótast hefur af fullu starfi sem sjálfboðaliði." <o> Áríðandi tilkynning til viðskiptavina Nýherji hf. og Rank Xerox hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samkvæmt samningnum annast Nýherji hf. viðhaldsþjónustu og sölu á rekstrarvörum fyrir Xerox Ijósritunarvélar hér á landi eins og verið hefur um árabil. t DISTRIBUTOR ACREEMENT This distributor agreement, dated as of 30/11 1995 between Rank Xerox A/S Cseller') and with business adress at Borupvang 5C, 2750 Ballerup, Denmark and Nyherji Ltd. Cdistributor-) business adress at Skaftahlid 24, IS-105 Reykjavik, lceiand. Whereas: The parties hereto wish to enter into an agreement to cover the distribution of all Xerox products in the Island of Iceland to the following... In witness whereof, the parties have executed this Agreement as of the oate first written above. Date: 13/1 1996 úúLs, NyherjTuðr^ XT R;iíA X«iox A'S RANKXEROX RANKXEROX RANK XEROX RANK XEROX Að gefnu tilefni skal tekið fram að Nýherji hf. er eina fyrirtæklð hér á landi sem hefur á að skipa sérmenntuðum tæknimönnum og fullkomnum varahlutalager fyrir Xerox Ijósritunarvélar. Þekktar vörur - bekkt biónusta <I3)NYH£RJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.