Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Grettir Ljóska Smáfólk Nei, þú þarft mig ekki ef þú Fjárhundar stara svona á kind- Ég depla alltaf augunum ... ætlar að smala fé ... þú þarft urnar ... fjárhund ... Félagasamtök í Drammen gefa fé í Flateyjarsöfnunina Frá Sigríði Guðmundsdóttur Wil- heimsen: ÍSLENDINGUR í útlöndum er langt í burtu frá landi sínu og þjóð, ekki sízt þegar um stórviðburði er að ræða sem snerta alla þjóðina og alla íslendinga hvar sem er í heimin- um. Þeir eru eins og þegar slys ber að höndum, slys af völdum náttúr- unnar sem við Islendingar höfum svo oft þurft að bera. Snjóflóðið á Flat- eyri var hroðaleg frétt að fá snemma morguns, gegnum fréttir norska út- varpsins, löngu áður en nokkur heima hafði getað náð að gera mér viðvart. Sjálf -:r ég Önfirðingur að upp- runa, fædd í litlum dal, Ingjalds- sandi, sem liggur fyrir munni Ön- undarfjarðar, og ólst þar upp til unglingsára. Svo tók við skólaganga og starf í höfuðborginni í nokkur ár, en örlögin höguðu því þannig að ég hef búið í Noregi í hartnær 40 ár, gift Norðmanni og bý í Dramm- en, sem er vinabær Stykkishólms. Mig langar að senda hjartans sam- úðarkveðjur til þeirra heima á Flat- eyri sem eiga um sárt að binda. Hugur minn hefur oft hvarflað heim tii allra þeirra sem ég og fjölskylda mín átti sem vini og ættingja þarna og minningarnar hafa streymt gegn- um mig. Minningar um margan skólafélaga frá Flateyri og um þegar ég sem barn kom sjóveik að bryggju á Flateyri, eftir oft erfíða sjóferð frá Ingjaldssandi með trillubát, að verzla í Kaupfélagi Önfirðinga, enda átti leið mín eftir að liggja í Sam- vinnuskólann og starfa hjá Sam- bandinu á velstandsárum þess! Og vínarbrauðsilminn frá bakaríinu fínn ég ennþá í vitum mínum þann dag í dag. Allt eru þetta ljúfar bernsku- minningar og það stendur svo ljóst fyrir mér nú hvemig ástatt mun vera í litla vinalega plássinu, hvað fólkið hefur þurft að líða og missa og hvaða byrði er lögð á aðstandend- ur og alla landsmenn í uppbyggingu og til bjargar fólkinu sem missti allt. Þess vegna er það gott að geta flutt þá frétt til ykkar allra heima á Flateyri og íslandi öllu, að fólk hér í Drammen, félagshópur, sem ekki hefur haft nokkurt samband við ísland, eða íslendinga hér, tók sig til og safnaði peningum til hjálp- ar Flateyringum eftir slysið mikla. Þetta er hópur safnara, sem safnar fyrst og fremst jakkamerkjum (næl- um) frá ólympíuleikjum allstaðar frá, þó mest frá Lillehammer-leikj- unum 1994. Þeir halda uppboð á nælum og merkjum fyrir félagsmenn og aðra. Agóða af uppboðum þessum hafa þeir á ári hvetju gefið til mann- úðarmála. Á sl. uppboði, í des. 1995, hugðist stjórn klúbbsins að gefa ágóða sinn til íslands og Flateyrar - og fékk ég að vita um þetta gegn- um íslensk-norska vinafélagið sem starfar hér. Eg var viðstödd uppboð- ið og fékk tækifæri til að bera fram þökk mína og gat skýrt fyrir þeim aðstæður fólksins og allan atburðinn viðvíkjandi slysinu. Agóði af uppboð- inu varð 15.000 n.kr. og var hann lagður inn á reikning söfnunarinnar hér í Noregi gegnum sendiráð ís- lands og Norræna félagsins í Nor- egi. Þetta ber vott um hlýhug og samhug milli frændþjóðanna, frá manni til manns, hvað sem líður fiskideilu okkar og Norðmanna, og kannski ósigur í handboltaleik Mos- fellsbæjar og handboltaliðsins í Dammen hér í borg. Ég má ekki gleyma að nú hef ég, eftir ósk klúbbsins hér, snúið mér til Ólympíu- nefndar íslands v/I.N. Pálsson, og hafa þeir lagt fram skerf til stuðn- ings næsta uppboði klúbbsins hér í Drammen. Sendu þeir nælur af ýmsu tagi og er það mikillar þakkar vert og vil ég að allir sem hlut eiga að máli fái kveðju mína hér líka. Það er gott að vera íslendingur og það er gott að eiga íslendinga að. Innilegar kveðjur til vina minna, ættingja og allra landsmanna. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR WILHELMSEN, Thornegt. 35, 3015 Drammen, Noregi. Hollt og gott - já, takk Frá Ragnari Þjóðólfssyni: ÉG þakka Sigríði Einarsdóttur og Daðeyju Steinunni Daðadóttur kær- lega fyrir bréfið. Það gleður mig að frétta að til sé íslenskt náttúruefni sem reynst hefur vel við psoriasis. Á sama tíma er ég alveg undrandi á viðbröðgum Psorasissamtakanna og get ekki annað en velt því fyrir mér hvort það sé ákveðin og föst stefna samtakanna að úthýsa nátt- úruefnum eða „alternative medic- ine“ úr sínum húsum. í ljósi þess að hydrokortison-áburðurinn hefur alvarlegar aukaverkanir hefðu flest- ir haldið að aðrir möguleikar til að hljóta bót meina sinna væru gripnir fegins hendi. Samtök af sama toga og Psoriasissamtökin hafa í flestum tilfellum þá stefnu að taka ekki af- stöðu með eða á móti heldur kynna félagsmönnum sínum allar þær lækningaaðferðir sem bjóðast og láta félagsmönnum síðan eftir að finna og feta sína eigin leið. Allt útlit er hins vegar fyrir að Psoriasis- samtökin hafi tekið eindregna af- stöðu gegn náttúruefnum. Mín skoðun er sú að þessi stefna gangi þvert á hagsmuni psoriasis- sjúklinga en get auðvitað ekki haft áhrif til að breyta henni. Klögumál mitt gegn samtökunum eða réttara sagt fulltrúa þeirra er að hún tekur að sér að dreifa óhróðri sem hún er síðan ekki tilbúin að svara fyrir. Mér var kennt að orðum fylgdi ábyrgð og aldrei ætti að láta frá sér fara annað en það sem maður væri tilbú- inn að standa við. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17, Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.