Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 45 i i í 1 I < 4 j i : : < < < < < < < < MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________ BRÉF TIL BLAÐSINS Skammvinn alsæla Frá Svanhildi Haraldsdóttur: ÉG VARÐ alsæl þegar ég heyrði að það ætti að hækka barnabæt- urnar og hugsaði með mér að það yrði frábært að fá þó ekki væri nema 2.000 krónur á mánuði, al- sæl fyrir hvern auka 500 kali. En! sælan varð skammvinn, þegar yfirlit frá Tryggingastofnun kom, sá ég að það var búið að lækka mæðralaunin sem samsvar- ar hækkun barnabótaaukans. Hvern er verið að reyna að blekkja? Halda viðkomandi ráða- menn þjóðarinnar virkilega að fólk sjái ekki og finni muninn á því, hvort um sé að ræða tilfærslu talna eða beina hækkun? Ég er þó ánægð að í þetta skipti er ekki um skerðingu að ræða, en get samt ekki gert að því að hafa þá tilfinningu að verið sé að blekkja mig og fleiri því ég hef bara heyrt talað um hækkun barnabótaauka, en ekkert heyrt um lækkun mæðralauna. Ég, sem er einstæð tveggja barna móðir, fæ enga hækkun éins og talað er um, það er bara verið að taka úr öðrum vasanum og setja í hinn. Úr því að ég'er byijuð að skrifa um þessa tilfærslu tekjuliða hjá einstæðu foreldri, þá langar mig til að láta fylgja að árið 1993, þegar meðlagið hækkaði úr krón- Frá Sveini Þorsteinssyni: ÆTLUM við íslendingar aldrei að læra af reynslunni? Við offjárfest- um í allskonar fyrirtækjum og án þess að kanna fyrst hvort viðkom- andi rekstur yfirleitt getur gengið með hagnaði. Við munum öll eftir öllum frauðplastverksmiðjunum, öllum húseiningaverksmiðjunum, öllum minkabúunum, öllum refabúunum og núna síðast öllum laxeldisstöðvurium. Hvað skyldu öll þessi fjárfestinga- og sukkæv- intýri hafa kostað íslenska skatt- borgara? Og enn er sama sagan að endur- taka sig, nú þjóta upp eins og gorkúlur um land allt, loðnu- og/eða síldarbræðslur. Allir ætla um 7.425 og upp í kr. 10.300 þá gerðist það að á sama tíma lækk- uðu mæðralaunin úr kr. 12.191 (m. tveimur börnum) niður í kr. 5.000, þannig að fólk í sambúð og giftir, sem eiga börn úr fyrri sambúðum fengu hækkun upp á kr. 2.875, á meðan greiðslur lækk- uðu til einstæðra foreldra um kr. 1.441. Allir forræðislausir foreldr- ar þurftu því að hækka sínar greiðslur án þess að tillit sé tekið til tekna þeirra. í janúar 1996 lækkuðu mæðralaun úr 5.240 nið- ur í kr. 3.144. Seinni hluta ársins 1995 var gerð könnun á kjörum fólks hér- lendis. Niðurstaða þéirrar könnun- ar var sú að með þeim verst settu í þjóðfélaginu voru ómenntaðar einstæðar mæður eins og ég er. Svo er verið að veitast að öryrkium og öldruðum og einhvern veginn finnst mér að þeir sem hafUægstu launin, sem eru miklu fleiri en ég hef talið upp, séu endalaust að láta misbjóða sér. Persónulega finnst mér að enginn eigi að hafa lægri ráðstöfunartekjur en 100.000 krónur á mánuði fyrir 100% starf. Ég hef aldrei fengið fullnægjandi skýringar á því, hvers vegna íslendingar, ein af ríkustu þjóðum heims, þurfi að búa við miklu lakari kjör allrar alþýðu en sambærilegar þjóðir. Ég skil ekki hvers vegna sumir eru með að verða ríkir á því að reka bræðsl- ur og hart verður barist um hrá- efnið og eflaust njóta sjómenn ávaxtanna að einhveiju leyti og svo útgerðarmenn í hækkuðu verði á aflanum. Engum dettur í hug að kaupa flutningaskip til að flytja hráefnið af veiðislóðinni og miðla á milli þeirra verksmiðja sem fyrir eru og nóg er af svo ekki sé meira sagt, þau skip gætu svo flutt af- urðir á markað erlendis, t.d. lýsi. Það á kannski að reisa nokkrar Skagastrandar-verksmiðjur, en sem kunnugt er kom aldrei síldar- sporður í þá verksmiðju. Það ætti líka kannski að hækka laun þeirra sem ábyrgðina bera í bönkunum um svo sem eitt, tvö hundruð þús- 50-65 þús. krónur í mánaðarlaun á meðan aðrir hafa allt upp í 500.000 - 800.000 krónur. Eru ekki öll störf mikilvæg? Hvað réttlætir þennan mikla mun á launum? Þetta snertir ekki að- eins okkur launþegana, heldur líka börnin okkar. Hvers vegna gengur ekki jafnt yfir íslensk börn? Hvers vegna þurfa þau að gjalda rang- látrar launastefnu? Mér finnst sjálfsagt að börnin okkar geti ver- ið t.d. í tónlistarskóla og æft eins og í einni íþróttagrein, auk þess að vera sómasamlega klædd. Hver metur störfín til mikilvæg- is þeirra og þar með starfslaun í hveiju tilviki? Hvers vegna á að telja störf t.d. forstjóra, banka- stjóra og ráðherra svo miklu mikil- vægari en erfiðisstörf? Er ekki talsvert mikilvægt að annast aldr- aða og sjúka, gæta barna, sópa götur, vinna í fiski o.s.frv.? Hver dæmir um slíkt? Er ekki kominn tími til þess að stokka upp allt launakerfið frá rótum? Mér fínnst ekkert réttlæti í því að sumt menntað fólk fái mörgum sinnum hærri laun en þeir ómennt- uðu. Þeir sem hafa aðstöðu til að mennta sig velja sér það svið sem þeir hafa áhuga á og geta hugsað sér að vinna við, það kalla ég for- réttindi. Þeir ómenntuðu reyna að finna sér störf við hæfi en hafa minna val. Ég get ekki stillt mig um að spyija: Eru ekki öll störf jafnmikilvæg? Við skulum setja okkur í spor yngstu kynslóðarinnar, barnanna. Viljum við að þau búi í framtíð- inni við misrétti eða jafnræði? SVANHILDUR HARALDSDÓTTIR, Smárahlíð 12A, Akureyri. und á mánuði svo ábyrgðin sligi þá ekki alveg. Er að undra þó keraldið leki þegar svo er haldið á spilunum, þarf nokkur að vera hissa á enda- lausum halla á fjárlögum. Eitt svaðalegasta dæmið um óráðsíuna í launamálum ríkisstarfsmanna er nýleg umfjöllun um laun starfs- manna utanríkisþjónustunnar. Ekki yrði ég hissa þó að hin al- menni verkamaður stormaði vopn- aður á Austurvöll og krefðist leið- réttinga á hinu hróplega misræmi í launamálum. Það er ekki réttlæt- anlegt að sá sem vinnur hörð- ustum höndum (þ.e.a.s. verkafólk og sjómenn) skuli í sumum tilfell- um vera með allt að tuttugu sinn- um lægri laun en til dæmis banka- stjóri sem að ber svo enga ábyrgð þegar til uppgjörs kemur, eða hef- ur einhver bankastjóri verið rek- inn, þó að útlánatöp bankanna hafi numið milljörðum króna? SVEINN ÞORSTEINSSON, Hvanneyrarbraut 60, Siglufirði. Tekur vitleysan aldrei enda? Forsetakosningar, símaskráin, organisti og prestur Frá Sigrúnu Einarsdóttur: MIG langar til að byija á að taka undir með Birni Matthíassyni hag- fræðingi. 24. janúar sl. birtist eftir hann grein í Morgunblaðinu um nauðsyn þess að breyta lögum um kjör í forsetaembætti. Ég hef engu við grein hans að bæta, ég er fylli- lega sammála honum og bið aðra sem eru sama sinnis að láta í sér heyra. Björn, ég skora á þig að fylgja þessu eftir, það er nauðsynlegt að reka á eftir þessum sauðum á Alþingi. Al- þingi, ég skora á ykkur að taka þetta fyrir áður en það verður um seinan. Þá er það símaskráin, umtöluð og umdeild. Uppsetning hennar er ger- samlega óviðunandi. Bláa bókin er sögð geyma símanúmer einstakl- inga, númer ýmissa, ekki allra, aðila í heilbrigðisþjónustunni og skóla- kerfinu. Auk þess sem hún geymir nokkur, en ekki öll, númer fyrir- tækja sem rekin eru í heimahúsum. Gula bókin á að geyma öll önnur númer. Tökum dæmi. Símanúmer sex sjúkraþjálfunarstöðva eru í bláu bókinni, en ekki í þeirri gulu. Síma- númer 14 annarra sjúkraþjálfunar- stöðva eru í gulu bókinni og nöfn þeirra og heimilisföng í þeirri bláu. í stað sjö stafa símanúmera þessara fyrirtækja í bláu bókinni stendur: Sjá atv.skrá. Alls eru þetta 12 stafa- bil. Er of mikið mál að setja síma- númer þarna? Svona vinnubrögð eru óskiljanleg, og óþolandi. í hvert sinn sem maður þarf að finna símanúmer fyrirtækis þarf að leita í báðum bók- unum. Ef þið hjá Póst og síma viljið endilega tvískipta símaskrá, hafið þá númer allra stofnana og fyrir- tækja í gulu bókinni. Verið ekki að flækja þetta að óþörfu. Ef ég per- sónulega fengi að ráða, sem ég tel litlar líkur á, myndi ég hafa bara eina símaskrá. Að síðustu langar mig til að bera upp spurningu. Sá sem svarað getur henni, vinsamlegast svari. Hvernig stendur á því að Jón Stefánsson, sem er bundinn samningi við Langholts- kirkju getur gengið úr vinnu án þess að það teljist brot á samningi? Og enginn segir neitt. Svo um leið og ráðinn er afleysingamaður í hans stað þá klagar hann séra Flóka í verkalýðsfélagið sitt fyrir brot á samningi. Er Jón einhver heilagur maður? Afsakið fáfræði mína, en ég hélt að það væri einungis í löglegum verkföllum sem bannað væri að ráða annað fólk í stað þeirra sem í verk- falli eru. Ert þú í verkfalli, Jón? Mér finnst þú nú heldur barnalegur að - ijúka út í fýlu af því að hlutirnir eru ekki eins og þú vilt hafa þá. Og lætur það bitna á öllum söfnuðinum. Reynið nú að haga ykkur eins og fullorðnir menn, báðir, tveir og gerið málamiðlun. Þið eruð fullorðnir menn, er það ekki? SIGRÚN EINARSDÓTTIR, Gullengi 1, Reykjavík. verð frá kr. 2.990,- Hvítir og svartir - stærðir 28-45 - á meðan birgðir endast __ Reiðhiólaverslunin _ SKEIFUNN111, fwffwfw^ SÍMI 588-9890 I < I < I < Félag Löggiltra Biirbiðasala + æÍ. tm mm. Félag LÖggiltra Bifrlidasaia Nissan Patrol diesel, '95, ek. 29 þús., dökkgrænn/drapp, 33" dekk, álfelgur, intercooler, geislasp., þjó- fav. Verð 3.980.000. Ath. skipti. Subaru Legacy 2.0 GL ár. '96, ék. 5 þús. km., dökkblár, álfelgur, skíöab., geislasp., vetrar- og sumardekk, nýr bíll. Opel Astra 1,6 GLi árg. '95, ek. 16 þús. km., dökkgrænn, sjálfsk., álfelg- ur. Verð 1.420.000. Ath. skipti. SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 60 MANAÐA Nissan Sunny St. 4WD árg. '93, ek. 67 þús. km., dökkgrár. Góður á skíöin. Verð 1.190.000. Ath. skipti. Renault 19 TXE árg. '90, ek. 73 þús. km„ 4ra dyra, 5 g., hvítur, sumar- og vetrar dekk, r/r, cent., ástandssk. Verð 690.000. Vill skipta á dýrari bíl árg. '93-'94 rneð allt aö kr. 500.000 (milli. Toyota 4Runner árg. '91, ek. 75 þús. km, vínrauður, sjálfsk., 33" dekk, sól- lúa.Verð 2.190.000. Ath.skipti Einnig árg. '90 ek.109 þús. km, 5 g., grár. Ath. skipti. Toyota Corolla Gli arg. 93, ek. 42 þús. km.,,rauður, sjálfsk., r/r, cen., spoiler. Verð 1.210.000. Bein sala. Kláradu dæmid með SP-bilalá«ii Med SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni Sími 588-7200 IBJfjarmögnun hf Isuzu Trooper LS árg. '91, ek. 75 þús. km., dökkblár. Verð 1.950.000. Ath.skipti. VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN OG A SKRA - FRIAR AUGLÝSINGAR - RÍFANDI SALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.