Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 46

Morgunblaðið - 06.02.1996, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ eykur orku og úthald Eitt hylki á dag og þú finnur muninn! Fæstí apótekinu KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Upplýsingatækni ESPRIT - IMPACT áætlanir ESB Kynningardagur að Hótel Sögu 7. febrúar kl.l2:00 Upplýsingatæknin er helsta áherslusviðið innan 4. rammaáætlunar ESB, sem tekur til allrar rannsókna- og tækniþróunarstarfsemi sem styrkt er af ESB. Með EES samningnum eiga íslendingar fullan aðgang að sjóðum sem hafa um 18. milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar til sam- starfsverkefna á sviði upplýsingatækni. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna er ætlað að upplýsa íslenska aðila á sviði rannsókna og nýsköpunar um þá möguleika sem 4. rammaáætlunin veitir þeim í formi styrkja til samstarfsverkefna. Því bjóðum við til há- degisverðarfundar í Ársal Hótel Sögu miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12.00. Dagskrá: kl. 12.00 Ávarp - Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. kl. 12.10 Matarhlé. Gestum er boðið upp á frían hádegisverð. kl. 12.30 Upplýsingatækniáætlun ESB - Óskar B. Hauksson, Iðntæknistofnun. kl. 12.40 Reynsla íslenskra fyrirtækja af ESPRIT - Ólafur Daðason, Hugviti hf. kl. 12.55 Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna - Sigurður Tómas Björgvinsson. kl. 13.05 IMPACT áætlun ESB - Harpa Halldórsdóttir SÍTF. kl. 13.15 Samstarfsverkefni og umsóknartækni innan ESPRIT áætlunarinnar. Sérfræðingar og fulltrúar úr atvinulífinu veita persónulega ráðgjöf um samstarfsverkefni og styrkjakerfi Evrópusambandsins á sviði upplýsigatækni. kl. 14.00 Kynningunni lýkur. Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri RANNIS. Sérstakur gestur: Rögnvaldur Ólafsson vísindafulltrúi íslands í Brussel. Skráning og nánari upplýsingar hjá Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna í Tæknigarði í síma 5254290 og 5254900. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst til: stb@rthj.hi.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói laugardaginn 10. febrúar kl. 17.00 HÁTlÐAR TÖNLEIKAR Til styrktar tónleikaferð S i n fó n í u h 1 j ó m s ve i t a r íslands til Bandaríkjanna Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmundsson Á efnisskrá eru verk eftir m.a. Mozart, Verdi, Rossini, Ravel, Tchaikovsky o.fl. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 Sérstakir styrktaraðilar tónleikanna eru: EIMSKIP ÍSLANDSBANKI VtÐ GREKXJM PÉR L£IÐ ÖRFÁIR MIÐAR OSELDIR! ÍDAG BRIDS Umsjðn Uuðmundur Páll Arnnrson VESTUR lyftir hjartaás og heldur áfram með litinn. Það þarf ekki að um það mörg orð, vestur er að sækja sér stungu: Vestur gefur; enginn á hættu. tvö hjörtu. Ef spaða er spilað áfram, drepur vestur á kóng- inn, spilar austri inn á lauf og fær sína harðsóttu stungu í hjarta. Sú veika von að austur eigi ekki innkomu á lauf stenst ekki raunsæja skoðun, því vestur hefði ör- ugglega komið út í laufi með ÁK. Lausnin á vanda sagnhafa er að klippa á samgang vam- arinnar í laufinu. Spila tígli fjórúm sinnum og henda nið- ur tveimur laufum í blindum: Norður ♦ ÁG32 f KD987 ♦ K2 ♦ D7 Suður ♦ 98754 f G32 ♦ ÁD76 ♦ G Norður ♦ ÁG32 V KD987 ♦ K2 ♦ D7 Vestur ♦ KD6 f Á6 ♦ G1093 ♦ Á1053 Austur 4 10 f 1054 ♦ 854 ♦ K98642 Vestur Norður Austur Suður Suður ♦ 98754 1 tígull Dobl Pass 2 spaðar ▼ G32 Pass 4 spaðar Pass Pass ♦ ÁD76 Pass ♦ G Sagnhafi tekur slaginn heima á hjartagosa og spilar spaða. Vestur lætur drottn- inguna, ásinn í borði og tían frá austri. Taktu við. Á því eru yfirgnæfandi lík- ur að vestur hafði byrjað með hjónin þriðju í spaða og Vestur fær óvæntan slag á tígulgosa, en það er í skiptum fyrir laufslag. Að- alatriðið er að nú kemst austur ekki lengur inn til að spila hjarta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur ÞETTA hróksendatafl kom upp á Skákþingi Reykjavíkur. Sverrir Norðfjörð (1.815) var með hvítt og átti leik, en Arnar E. Gunnarsson (2.175) hafði svart. Arnar lék síðast 36. — a7-a6?? í staðinn fyr- ir 36. — axb6 37. Hc6+ og skákin er dautt jafntefli. Nú kom óþægilegur og óvæntur vinningsleikur: 37. Hb5!! - axb5 38. b7 - Ha4 39. b8=D - Hf4 40. Dxb5. Hvíta staðan er nú gjörunnin, en Sverrir var naumur á tíma og var seinn að finna vinnings- leið. Um síðir sá hann sér þann kost vænstan að þráskáka til að forða sér frá þvf að falla á tíma. Skákin var þá ennþá unnin. Það skipti þó ekki höfiiðmáli. Sverrir er einn þeirra skák- manna sem taka það framyfir vinninga- fjöldann að hrista laglega leiki og fléttur fram úr er- minni og það heppnaðist í þessari skák. Keppni í A-flokki í Skák- keppni stofnana og fyrir- tælq'a hefst í kvöld kl. 20 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Keppni í B-flokki hefst annað kvöld á sama stað og tíma. Raðað er eftir styrkleika í flokkana og nýjar sveitir hefja keppni í B- flokki VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is „Alveg gapandi“ yfir Stöð 2 MÓÐIR hringdi og sagð- ist „alveg gapandi" yfir dagskrá Stöðvar 2 eftir lengingu dagskrár þeirra. Hún segist hafa verið að fara yfir Sjón- varpsvísinn og þar aug- lýsi þeir að dagskráin byiji kl. 12 á daginn, en fljótlega upp úr hádeginu eru sýndar myndir sem sumar hverjar eru strangiega bannaðar börnum, og benti hún á myndir í Sjónvarpsvísi máli sínu til stuðnings. Þetta er á tíma þegar mjög margir foreldrar eru að heiman vegna vinnu og geta því oft ekki haft eftirlit með því á hvað börn þeirra eru að horfa á daginn. Henni finnst þetta fyrir neðan allar hellur, það er í lagi að lengja dagskrána en það þarf að taka tillit til þessa. Órökstuddar fullyrðing-ar í DAGLEGU lífi Morgunblaðsins í dag 2. febrúar er vitnað í skýrslu nefndar á vegum heilbrigðisráðherra þar sem sett er fram fullyrð- ing að reykingar geti valdið allt að 50% dauðs- falla reykingamanna. Ég vil beina því til heilbrigðisráðherra að hætta að eyða milljónum í nefndir sem ekkert gera annað en setja fram vitlausar og órökstuddar fullyrðingar sem enginn tekur mark á. Betra væri að gefa reykinga- fólki kost á ókeypis nik- ótíntyggigúmí eða plástri í 3-6 mánuði. Reykingafólk á þetta margfalt inni hjá ríkinu því kostnað við þetta hefur það greitt á innan við einu ári í formi skatts á tóbak. Mismun á kostnaði heilbrigðisþjón- ustu við reykingafólk og aðra eða mismun á dánartíðni verður aldrei hægt að reikna þar sem svo margir aðrir þættir spila þar stórt hlutverk, s.s. e-erfðavísar, svo sem getið er um á öft- ustu síðu í Daglegu lífi þennan sama dag. Allir geta verið sam- mála um að reykingar eru ekki hollar, en órök- studdar fullyrðingar hjálpa ekki, þær geta virkað öfugt. Þegar vís- indamenn segja að líkur bendi til að eitthvað geti valdið þessu eða hinu þá kom nefndir og ýmsir blaðamenn og fuiiyrða að þetta sé sannað, en það gera vísindamenn ekki. Yngvi Jónsson Þakkir til Leifs ÉG ÞAKKA Velvakanda og Leifi Sveinssyni fyrir birtingu eftirmæla um Marka-Leifa eftir Jónas Tryggvason. Bestu þakkir, Leifur. SSP Koddaver HRINGT var í Velvak- anda í þeim erindagjörð- um að hafa upp á manni sem kom í verslunina Verið á Njálsgötu 1. febrúar sl. að sækja hvít koddaver fyrir Ragn- heiði. Viðkomandi maður er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við verslunina. Tapad/fundiö Óskilamunir í Hafnarborg ÝMSIR munir eru í óskil- um í Hafnarborg í Hafnafirði. Sérstaklega ber að geta að þar fannst kvengiftingarhringur helgina 20.-21. janúar sl. Upplýsingar eru veittar á staðnum. Næla tapaðist GYLLT næla, skreytt með skelplötum, tapaðist í eða við Háskólann eða hjá Perlunni laugardag- inn 27. janúar sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568-7215 á kvöldin eða 562-3557. Gleraugu í óskilum KVENGLERAUGU eru í óskilum í versluninni Verinu á Njálsgötu. Gler- augun hafa verið þar síð- an fyrir jól. Eigandi get- ur vitjað þeirra þar. Víkverji skrifar... VÍKVERJI fagnar því hversu vel veitingahúsið Askur hefur tekið ábendingum, sem settar voru fram í þessum dálkum um texta í auglýsingum veitingahússins. Á sunnudag fyrir viku auglýsti veit- ingahúsið eitthvað, sem nefnt var „Carvery" en í auglýsingu í Morg- unblaðinu nú um helgina var sama þjónusta auglýst sem „steikt og sneitt“, sem lýsir vel því, sem um er að ræða. Af þessu sama tilefni hefur aug- lýsingadeild Morgunblaðsins upp- lýst Víkverja um, að samkvæmt reglum blaðsins eigi texti auglýs- inga að vera á íslenzku eða með íslenzkri þýðingu á texta. Uppfylli auglýsing ekki þessi skilyrði áskilji blaðið sér rétt til að breyta textan- um eða synja um birtingu. Þetta þýði jafnframt að blaðið sé ábyrgt fyrir því að þessari reglu sé fram- fyigt. XXX HINS vegar segir starfsfólk auglýsingadeildar, að það sé alvarlegt umhugsunarefni, að æ fleiri erlend orð virðist vera á góðri leið með að ná fótfestu. Þar megi nefna orð eins og „pizza“, sem heiti á íslenzku flatbaka. Einnig orðið „internet", sem Morgunblað- ið hefur kallað alnet en ýmsir hafa lýst óánægju með það heiti. Jafnframt bendir starfsfólk aug- lýsingadeildar á, að töluverður árangur hafi náðst að því er varðar texta í auglýsingum. Fyrir nokkr- um árum hafi veitingahús viljað auglýsa „julefrokost“ en orðið jóla- hlaðborð hafi náð yfirhöndinni. Loks er á það bent að auglýsinga- deild taki að sér að þýða erlendan texta gegn vægu gjaldi en slíkar auglýsingar þurfa að berast viku fyrir birtingu. xxx MESTU skiptir að starfsfólk bæði fyrirtækja og auglýs- ingamiðla átti sig á mikilvægi þess, að auglýsingar séu á íslenzku ekki síður en annar texti, sem birtist opinberlega. Dæmið um Ask sýnir, að fyrirtæki eru reiðubúin til að taka ábendingum af þessu tagi. Jólahlaðborðin eru vísbending um það sama. Kannski þurfum við ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af þessari þróun, og stundum er ástæða til að halda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.