Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.02.1996, Qupperneq 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA i i h Vinnings- upphœð Fjöldi vinninga Vinningar Samtals: ■ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR BLAD 1996 Góð vísbending JÓN Arnar Magnússon, .tugþrautarmaður úr Tindastóli, bætti eigið íslandsmet í sjöþraut á Opna sænska meistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð um helgina. Hann sigraði í mótinu og hlaut 6.110 stig, en gamla metið var 5.620 stig sem hann setti í Berlín í febrúar 1993. Hann hjó nærri Norðurlandameti Svíans Henriks Dagárds, sem er 6.142 stig og var sett á HM innanhúss í Barcelona í fyrra. Þess má geta að árangur Jóns Arnars hefði dugað í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu innanhúss í fyrra. Hann ætti því að eiga góða möguleika á að komast á verðlaunapall á BM innanhúss sem fram fer í Stokkhólmi í mars. Jón Arnar hafði forystu í þrautinni frá fyrstu grein og sigraði með nokkrum yfirburðum. Christ- er Holger frá Svíþjóð var annar með 5.590 stig og landi hans, Robert Wárff, þriðji með 5.567 stig. Ólafur Guðmundsson, HSK, tók einnig þátt - Miðað við þennan árangur ættir þú þá ekki að eiga möguleika á verðlaunasæti á EM? „Það er of snemmt að hugsa um það núna. Tíminn einn verður að leiða það í ljós. Það er enn mánuður í Evrópumótið og það getur margt kom- ið upp á þeim tíma. Ég ætla því ekki að vera með neinar yfirlýsingar á þessari stundu,“ sagði íþróttamaður ársins. Hann sigraði í fjórum af sjö greinum í Gautaborg; 60 metra hlaupi, lang- stökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi. Árangur Jóns Arnars í einstökum greinum: 60 metra hlaup - 6,85 sek., langstökk - 7,36 metrar, kúluvarp - 15,70 m, hástökk - 2,02 m, 60 m grinda- hlaup - 7,99 sek., stangarstökk - 4,72 m, 1.000 m hlaup - 2.45,78 mín. = 6.110 stig. Árangur Ólafs Guðmundsonar: 60 m hlaup - 7,27 sek., langst. - 6,39 m, kúluvarp - 14,00 m, hástökk - 1,93 m, 60 m grind - 8,48 sek., stangarst. - 4,02 m, 1.000 m hlaup - 2.47,89 mín. = 5.206. GlæsilegurárangurJóns Arnars Magnússonar í sjöþrautinni og hafnaði í fimmta sæti með 5.206 stig, en hann átti áður best 5.074 stig. „Ég er þokkalega ánægður með þetta og árang- urinn gefur góða vísbendingu um að ég er á réttri leið og það má segja að þetta íofi góðu um fram- haldið. Þetta er betri árangur en ég bjóst við fyrirfram. Ég vissi reyndar ekki alveg hvar ég stóð í sjöþrautinni því það eru tvö ár síðan ég keppti í henni síðast," sagði Jón. Hann sagðist ánægðastur með 1.000 metra hlaupið og það gæfi sér vonir um betri árangur í 1.500 metrunum sem hefur verið hans lakasta grein í tugþrautinni. „Ég er einnig ánægður með 60 metra grindahlaupið því þar jafnaði ég íslandsmet- ið frá fyrri helgi og eins bætti ég mig í kúluvarpinu." Vinnings- upphæö Fjöldi vinninga Vinningar 5 af 6 ► bónus 3 af 6 + bónus Landsliðinu boðið til Rúmeníu, Júgóslavíu og Sviss ÍSLENSKA landsliðinu í hand- knattleik var boðið að taka þátt í tveimur mótum eftir að Lottó- keppninni lauk í Bergen í Noregi í fyrradag. Rúmenar hyggjast halda mót, sennilega í Búkarest, 2. til 5. maí og er öruggt að heima- menn og Júgóslavar verða með. Svíar og íslendingar hafa ekki svarað en afsvar barst frá Frökk- um og Þjóðverjum. Júgóslavar vilja endurvekja gömlu Júgóslavíukeppnina og hafa ákveðið að halda mót, senni- lega í Belgrad, 14. til 19. maí. Þeir ætla sjálfir að vera með tvö lið og Rúmenar og Danir hafa tekið boði um þátttöku en beðið Verlu viðbúfn(n) vlnningl er eftir svari frá íslendingum, Norðmönnum og Svíum. Svisslendingar buðu íslenska landsliðinu í tvo æfingaleiki i Sviss og nefndu þijár dagsetningar. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, sagði við Morgunblaðið að leikir ytra í lok júní kæmu sterk- lega til greina en landsliðið verður við æfingar í júní. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ungir Islandsmeistarar VIGDÍS Ásgeirsdóttir, sem er 18 ára og Tryggvi Nielsen, 19 ára, urðu íslandsmeistarar í einliðaleik í fullorðins- flokki í fyrsta skipti um helgina. Vigdís kom í veg fyrir að Elsa Nielsen yrði meistari sjötta árið í röð með því að sigra hana i úrslitaleik og Tryggvi hafði betur í úrslitaviðureign við Þorstein Pál Hængsson. I. vinnlngur w áBtlpíur M mtlljðWr Wj KRISTJAN ARASON ÞJALFAR WALLAU MASSENHEIM / B8 FRJALSIÞROTTIR BONUSTOLUR BADMINTON HANDBOLTI UPPLYSINGAR Uppí. um vimungstckirfast einnig \ sirjtsvara 56S-t511 Gr.\'cu nunrwr. SOO-6511 09 1 textavarpi á siðum 45'. ^53 cg 45-9. Níu skiptu med ser bonus vinnirtgnum t Lotto 5 3S a laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.