Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KR: Guðmundur Benediktsson Kristján Fínnbogason Porsteinn Guðjónsson Breiðablik: Arnar Grétarsson Hittust í London islenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt til Möltu og tekur þar þátt í fjögra landa móti dagana 7. til 11. febrúar. Liðin sem taka þátt auk heimamanna og íslendinga koma frá Rússlandi og Slóveníu. ■ JÓN Gunnarsson bætti um helg- ina íslandsmetið í bekkpressu í -90 kg flokki tvívegis á íslandsmótinu. Hann lyfti fyrst 196 kg og síðan 200 kg- ■ BERGSVEINN Alfonsson, fyrr- um knattspymukappi hjá Val er þessa dagana í golferð í Thailandi með Samvinnuferðum Landsýn. A föstudaginn sigraði hann í móti ferðaskrifstofunnar lék á 71 höggi nettó og varð annar án forgjafar. Bergsveinn hélt einmitt uppá 50 ára afmæli sitt þennan dag. ■ AGNES Sigurþórsdóttir úr GR, sigraði í kvennaflokki án forgjafar og lék meðal annars par fjögur holu á tveimur höggum, en holan var rúm- lega 300 metra löng. ■ HALLDÓR Svavarsson, nýráð- inn landsliðsþjálfari í karate, hafnaði í 3. sæti í -70 kg flokki á Opna danska meistaramótinu um helgina. Hann vann sex viðureignir af sjö. ■ LINFORD Christie keppir ekki meira innanhúss í vetur eftir að hafa meiðst í keppni um helgina. Þar af leið;r að ekkert verður af einvígi hans og Bruny Surin heimsmeistar- ans í 60 m hlaupi innanhúss en það var áformað á næsta laugardag. ■ EARVIN „Magic" Johnson varð að selja 5% hlut sinn í Los Angeles Lakers áður en hann fékk leyfi til að spila með liðinu. Hann seldi hlut sinn á 12 milljónir dollara, eða 780 milljónir íslenskar krónur. Hann keypti sama hlut fyrir 11 milljónir dollara fyrir tveimur árum. Hann hagnaðist því um 65 milljónir króna á hlutabréfunum. ■ MICHAEL Jordan sagði eftir leikinn við Los Angeles Lakers aðfaranótt laugardags að Magic hefði sýnt þá tilburði sem hann hefði áður haft. „Hann hafði sigurvilja, en það fannst mér vanta hjá öðrum leik- mönnum í liðinu. Ég vona að leikur- inn verði meira spennandi næst þeg- ar við mætumst," sagði Jordan. ■ CHRIS Webber, leikmaður Washington fór í uppskurð á öxl um helgina og leikur ekki meira með liði sínu í vetur. ■ HJÖRTUR Leví Pétursson, leik- maður Selfyssinga í handknattleik, leikur ekki næsta leik þeirra, þar sem hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi Aganefndar. ■ BJARKI Guðmundsson, vara- fyrirliði úrvalsdeildarliðs Vals í körf- unni meiddist tvívegis í leiknum gegn Keflavík á sunnudaginn. Snemma leiks meiddist hann á hægra hné, en kom inná aftur. Um miðjan síðari hálfleik datt hann á ný á hnéið og að þessu sinni varð að flytja hann með sjúkrabíl á sjúkrahús. ■ LEIKMENN KR og Tindastóls áttu í mesta basli með að fóta sig á á hálu gólfinu í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi í úrvalsdeildarleik félag- anna í körfubolta á sunnudaginn. Var alls ekki einleikið hversu margar sóknir fengu skjótan endi vegna hálku í fyrri hálfleik. í leikhléi ruku starfsmenn íþróttahússins til og fóru að þrífa gólfið til að koma í veg fyr- ir hálkuna. Ástæða hálkunnar var danskeppni í salnum daginn áður en þá báru nokkrir keppendur vax neð- an á skó sína og ekki hafði tekist að þrífa gólfíð nægilega vel. TÍMAMÓT I andslið karla í handknattleik ■■ og knattspymu, sem eru á ferðinni þessa dagana, standa á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Þau eiga það sameiginlegt að nýir þjálfarar hafa tekið við stjórninni og mikilvæg verkefni eru framundan. Hand- knattleiksmenn láta sig WBKMM enn dreyma um sæti á heimsmeistaramótinu í Japan 1997 - en þeir taka þátt í sérstakri undankeppni fyrir hana í haust - og hjá knatt- spymumönnum styttist í að undankeppni næstu heims- meistarakeppni hefjist. Ljóst er að ný kynslóð tekur senn við aðalhiutverkunum og því er mikilvægt að byija strax að búa hana vel undir átökin með sem bestum hætti; sem þjálfaramir eru einmitt að gera þessa dagana. Logi Ólafsson er nýtekinn við stjórn knattspymuliðsins af Ás- geiri Elíassyni, hefur einmitt ný- verið valið leikmannahóp fyrsta sinni og héit í gær til Möltu þar sem hann stjómar liðinu í þremur vináttulandsleikjum nú í vikunni. Fyrst gegn Slóveníu á morgun, síðan gegn Rússum á fóstudag og loks gegn heimamönnum á sunnu- daginn. í þessum fyrsta hópi Loga eru nokkrir leikmenn sem Htið eða jafnvel ekkert hafa fengið að spreyta sig í A-landsliðinu, og vel er skiljanlegt að hann vilji fá að sjá þá í alvöru baráttu. Nokkrir þeirra eldri eru enn í fullu fjöri en Logi veit betur hvar þeir standa. Eitt af því sem Logi þarf að bæta frá síðustu leikjum Evrópu- keppninnar er að hressa leikmenn áður en haldið er til leiks. Það var eins og einhver doði væri yfir lið- inu undir það síðasta hjá Ásgeir; eitthvert and- eða stemmnings- leysi, sem aldrei kann góðri lukku að stýra. Ekki skal þvi haldið fram að það hafí verið Ásgeiri að kenna eða hvort ástæður voru aðrar, en þegar haldið er I leik - ekki síst landsleik - verða menn að vera rétt stemmdir. Æfingaleikir eru mikil- vægir en ekki úrslit leikjanna er frá líður Þorbjöm Jensson og lærisveinar hans í handknattleikslandsliðinu tóku þátt í móti í Noregi, sem lauk um helgina. Uppskeran varð fjórða sæti, sem lítur líklega ekki sérlega vel út á pappírnum. Mest er hins vegar um vert að Þorbjöm var að prófa sig áfram. Hér heima voru nokkrir leikmenn sem vel hefðu getað skipað lið hans, en hann kaus að gefa ungum, lítt reyndum leikmönnum tækifæri - vildi sjá þá sjáifur í baráttu í móti sem þessu. Þegar frá líður skipta úrslit- in ekki svo miklu máii, en þau voru svo sem ekki slæm þegar betur er að gáð; sigur gegn Rúm- eníu og naumt tap gegn Noregi, Danmörku og Júgóslavíu. Það sem skiptir máli er að liðið slípist, Þor- björn fínni réttu blönduna og verði búinn að fínstilla sína menn þegar í alvöruna kemur. Í báðum þessum greinum eiga íslendingar marga unga, fram- bærilega leikmenn. Það sem skipt- ir máii er að þjálfaramir verði búnir að fínna rétta kjamann og liðin verði tilbúin þegar út í alvör- una kemur. Skapti Hallgrímsson Er handknattleiksmaðurinn ÓLAFUR STEFÁNSSOIM að hugsa um eitthvað annað? Er einn með sjáKum mér OLAFUR Stefánsson var ásamt Patreki Jóhannessyni marka- kóngur Lottó-keppninnar sem fórfram víða í Noregi f liðinni viku og lauk í Bergen um helgina. Strákarnir gerðu sín tuttugu og þrjú mörkin hvor en Bjarki Sigurðsson var næstur með 21 mark eins og Morten Bjerre frá Danmörku. Danir sigruðu í Lottó-keppninni í fyrsta sinn, en íslendingar hafa ávallt verið í þriðja sæti þar til nú. Ólafur gerði fallegasta mark keppninnar, sannkallað sirkusmark gegn meisturum Dana eftir glæsilega og vel útfærða sendingu frá Sigurði Bjarnasyni. Olafur, sem stundar nám í líf- efnafræði við Háskóla ís- lands og er í sambúð með Kristínu ■■■■■■ Þorsteinsdóttur, Eftir verður tuttugu og Steinþór þriggja ára í sumar Guðbjartsson en hanfj er nú þeg. ar orðinn einn af lykilmönnum landsliðsins. Hvað er efst íhuganum um þess- ar mundir? „Það sem er næst er að ljúka Islandsmótinu á toppnum og standa sig í skólanum. Ég vil verða betri handboltamaður en á langt í land.“ Svo ertu í tónlistinni? „Ég æfi ekkert en er að dútla á þverflautu. Það er ágætt að spila á hana eftir tapleiki og gott að eiga hana að eins og konuna. Ég sagði skilið við æfingarnar í menntó og sé eftir því en er að rifja þær upp aftur.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Handboltinn er skemmtilegast- ur og ég tek hann alvarlegar en áður. Við eigum möguleika á að komast langt en gullna reglan mín í handboltanum er, að ég er ekkert betri en ég sýndi í síðasta leik.“ Ertu mikill félagsmaður? „Nei, ekki fyrir utan handbolt- ann. Ég vil heist vera útaf fyrir mig með kærustunni og sæki ekki í fólk utan handboltans." Hvað gerirðu með sjálfum þér? „Ég tek lífinu með stóískri ró og hugsa með sjálfum mér. Ég les mikið í heimspeki og hef gaman af því, einkum siðfræðinni." Gagnast þetta þér í boltanum? „Já, þetta hjálpar mér sem manneskju og að vera manneskja hjálpar að vera í boltanum. Ég veit lykilinn að farsælu lífi, þó allt takist ekki. Ég veit hvað þarf að Morgunblaðið/Steinþór ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, notaði tímann á Fornebuflugvelli í Ósló f gær til að spá í næsta leik. leggja á sig, hvað er hægt að gera fyrir aðra, þó allt hafi ekki runnið upp fyrir mér, en ef hlutirnir ganga upp er gott að þekkja takmörkin." Þú vilt verða betri í handbolta. Ertu að hugsa um að leika með erlendu liði? „Ég hef hug á að komast út, en í augnablikinu er ég ekki nógu „stabíll" og ekki nógu klókur. Þeg- ar ég tala við kallinn [Boris Abk- ashev, aðstoðarlandsliðsþjálfara] sé ég hvað ég á langt í land. Við þurfum meiri tíma því okkur vant- ar samæfingu." Hvað læturðu þig dreyma um? „Ég hef oft hugsað um þetta, hvernig maður verður hamingju- samur maður; núna stefni ég að því að verða menntaður maður og hugsanlega verð ég að fara til út- landa til þess. Draumurinn er líka að verða góður I handbolta og finna réttu leiðina.“ Strákarnir kölluðu þig Home Alone - aleinn heima - í ferðinni, vegna þess að þú varst stakur og einn í herbergi. Atti þetta ekki vel við þig? „Jú, en mér finnst gott að tala um hluti. íslendingar eru lokaðir en lykiliinn fyrir landsliðið er að við leikmennirnir, ég, Patti og Dag- ur, getum sagt hvað okkur finnst. Ef við erum ósáttir við spila- mennsku hvers annars eigum við að hittast og ræða málin. Þetta getur orðið dúndurlið á aiþjóða mælikvarða ef við höldum hópinn og enginn meiðist, ef við gagnrýn- um hver annan og fáum boltann til að rúlla. Ef Rip, Rap og Rup, eins og við þremenningarnir höfum verið kallaðir, getum plummað okkur, lítur þetta vel út.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.