Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 B 5 HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari eftir Lottó-keppnina í Noregi Þurfum meiri undirbúning íslenska landsliðið lék að mörgn leyti vel, en varð að sætta sig við fjórða sætið í Lottó-keppninni í Noregi. Steinþór Guð- bjartsson fylgdi liðinu eftir, horfði á leikina og spjallaði við þjálfarann. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, var óánægður með sókn- arleikinn gegn Júgóslövum í síðasta leiknum. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem við eigum að sigra en klúðrum dauðafærunum en það besta var að vamarleikurinn var með skásta móti.“ Hann sagði að margt jákvætt hefði komið út úr þessari Noregs- ferð. „Við mættum mjög sterkum andstæðingum og töpuðum engum leik með miklum mun en hefðum alveg eins getað fagnað sigri í þess- um leikjum. Það segir okkur enn einu sinni að ekki er hægt að vera með landslið í gangi og fá ekki meiri undirbúning en hefur verið til þessa. Þetta kennir okkur að í framtíðinni verðum við að hafa meiri undirbúning og það skiptir miklu máli að við komum í leiki haustsins í góðu standi." Þorbjörn ætlaði sér að reyna alla Islendingar fóru oft illa að ráði sínu gegn Júgóslövurri í Lottó- keppninni í Bergen á sunnudag. Með mikilli seiglu og baráttu tókst þeim að minnka muninn úr 21:16 í 23:22 og fengu tækifæri til að jáfna en það átti ekki fyrir þeim að liggja og Júgóslavar unnu 25:23 eftir að staðan hafði verið 13:12 þeim í vil í hálfleik. Strákarnir byijuðu eins og þeir léku best gegn Dönum daginn áður og náðu fljótlega þriggja marka forystu en Júgóslavar jöfnuðu 8:8 þegar 11 mínútur voru til hlés, komust yfir og héldu fengnum hlut. Það var kannski fyrst og fremst vegna flumbrugangs Íslendinga í byrjun seinni hálfleiks. Þá eyðilögðu þeir hvert tækifærið á eftir öðru en markvörður Júgóslava varði glæsilega einn á mótý einum eftir sex hraðaupphlaup íslendinga í hálfleiknum. Strákarnir gerðu að- eins þrjú mörk í 10 sókrium fyrstu 12 mínútur hálfleiksins og fjögur mörk í 15 sóknum á 19 mínútna kafla. Það gengur yfirleitt ekki og alls ekki gegn liði eins og því júgó- slavneska. Þorbjörn stillti nánast upp sama byrjunarliði í öllum leikjunum en nú byrjaði Bjarni í markinu og Jó- hann í vinstra horninu. Bjarni varði vel, m.a. þrjú skot einn gegn einum en Guðmundur kom sterkur inn í markið fljótlega í seinni hálfleik og átti stóran þátt í að strákarnir sáu aftur til sólar. Vörnin var oft nokk- uð góð en klaufaleg brot sem leiddu af sér brottrekstur drógu dilk á eftir sér. Sóknarleikurinn var stund- um skemmtilegur, sem fyrr var mikið spilað á Róbert á línunni og vann hann val úr öllum sendingum, ýmist með því að skora eða fiska víti. Bjarki var lipur í horninu en þó útileikmennirnir hafi oft gert góða hluti vantaði öryggið, ákveðn- ina og stöðugleikann. Júgóslavar eru geysilega sterkir þrátt fyrir að hafa orðið að sætta sig við þriðja sætið í mótinu. Skytt- an Predrag Perunicic virðist geta skorað þegar vill en að þessu sinni var markvörðurinn Mihajlo Ra- dosavlzevic í aðalhlutverki og var hann kjörinn besti maður leiksins. Þess má geta að markvörður danska liðsins fékk sömu viður- kenningu í Ieiknum gegn Islending- um á laugardag og gefur þeta vís- bendingu um að ýmislegt þurfi að laga í sóknarleiknum. Það er ekki slæmt að tapa með tveggja marka mun gegn Júgóslöv- um en eins og í fyrri leikjum var það klaufaskapur íslensku strák- anna öðru fremur sem gerði útslag- ið. Undirbúningurinn fyrir verkefni haustsins er hafinn en ljóst er að betur má ef duga skal. Erfitt að setja punktinn yfir i-ið Davíð Ólafsson fékk gullið tæki- færi til að tryggja íslendingum jafn- tefli gegn Dönum í Lottó-keppninni á laugardag en danski markvörður- inn Peter Nörklit varði í slá einn gegn einum eftir hraðaupphlaup 15 sekúndum fyrir leikslok. Danir fögnuðu sigri, 29:28, en ijósi punkt- ur íslendinga var að þeir gáfust aldrei 'upp, náðu að brúa fimm marka bil og komast yfir, 24:23, auk þess sem þeir spiluðu glimrandi leik fyrstu 16 mínúturnar í seinni hálfleik, þegar þeir gerðu 12 mörk í 13 sóknum. En í stað þess að bæta við eyðilögðu þeir tækifærin og Danir náðu þriggja marka for- ystu á ný sem var of mikið. Þetta var að mörgu leyti góður leikur en Danir réðu lengst af ferð- inni. Patrekur og Ólafur voru mjög ógnandi í sókninni og varð það til þess að Danir fóru aðeins út úr 6-0 vörn sinni sem gerði það að verkum að Róbert og Bjarki voru oft á auð- um sjó á línunni. Það nýttu útispil- ararnir sér í seinni hálfleik en fyrir hlé var sóknarleikurinn ekki góður og gerðu Danir mörg mörk eftir hraðaupphlaup. „Ég er að mörgu leyti sáttur við leikinn, sérstaklega sóknarleikinn, en við þurfum að taka okkur á í varnarleiknum,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, við Morg- unblaðið í Voss. „Það er of mikið að fá á sig 29 mörk.“ Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en þegar Danir gerðu þrjú mörk í röð og komust í 9:6 urðu íslendingar of bráðlátir og mistökin létu ekki á sér standa en óheppnin var einnig til staðar. Þorbjörn tók leikhlé í stöðunni 13:8, sagði strákunum að gefa sér meiri tíma. Þetta hafði áhrif en liðinu tókst ekki að fylgja góðum kafla eftir allt til loka. leikmennina en svo fór að sömu mennirnir spiluðu nánast alla leik- ina. „Það kom alltaf upp sú staða að við áttum möguleika á sigri og þá vill maður oft halda í sömu mennina. Við vorum inni í leiknum gegn Norðmönnum allan tímann og sama var upp á teningnum gegn Rúmenum en þá tókst okkur að sigra. Ég hélt að Danir, sem voru með sterkasta liðið í keppninni, myndu spila betur gegn okkur en við áttum alltaf möguleika og þegar svo er fá sumir minna að spila en aðrir. Hins vegar fórum við með mjög ungt lið í þessa keppni, stráka með litla reynslu en þeir stóðu sig þokkalega. Björgvin og Davíð eru nýliðar og þeir spiluðu mikið. Jó- hann er ekki eins góður og Bjarki en hann fékk tækifæri og veit betur um hvað þetta snýst. Róbert hefur lítið spilað þegar Geir hefur verið með og því var þetta mikilvæg keppni fyrir hann.“ Þorbjörn sagði að taka þyrfti varnarieikinn betur í gegn en gat þess að Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson, sem voru ekki með í keppninni, væru máttarstólpar í vörninni. Eins þyrfti meiri aga í sóknarleikinn en að keppni lokinni hefði hann margt til að byggja á með uppbygginguna og undirbún- inginn í huga. „Þessi keppni skilaði okkur miklu. Strákarnir fengu að spreyta sig og við fengum aldrei skell. Við áttum alltaf möguleika og hefðum getað sigrað þrátt fyrir að hafa stundum verið ijórum til fimm mörkum undir enda náðum við allt- af að vinna upp mismuninn. Það segir okkur að með örlítilli bætingu er-hægt að gera betur og til þess þarf meiri undirbúning." íslendingartöpuðu þremurleikj- um naumlega í Lottó-keppninni llla faríð með dauðafærín SÓKNAR- NÝTING Lottó-keppnin í Noregi J__ ÍSLAND Mðrk Sóknir DANMÖRK Mðrk Sðknir % 12 22 54 F.h 15 22 68 16 22 72 S.h 14 22 63 28 44 65 Alls 29 44 66 6 Langskot 7 2 Gegnumbrot 3 1 Hraðaupphlaup 7 3 Hom 3 10 Lína 5 6 V(ti 4 SÓKNAR- NÝTING Lottó-keppnin í Noregi fSLAND Mðrk Sðknir % 12 26 46 F.h 13 27 48 11 26 42 S.h 12 26 46 23 52 44 Alls 25 53 47 5 Langskot 6 0 Gegnumbrot 4 9 Hraðaupphlaup 4 4 Hom 2 3 Lína 5 2 Víti 4 BADMINTON Markakóngur PATREKUR Jóhannesson lék vel í Lottó-keppninni og varð markahæst- ur á mótinu ásamt félaga sínum Olafi Stefánssynf. Ömggt hiá þeim rússnesku EF frá eru taldar 20 mínútur fyrri hálfleiks í fyrri leik ísiands gegn Rússum í Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik, semfram fóru hér á landi um helgina, verður að segjast eins og er að íslensku stúlkurnar sáu aldrei til sólar gegn rússnesku birnunum. Rússar unnu 25:16 á laugardaginn og 26:16 á sunnudeginum. Næstu leikir íslands eru gegn Svíum í mars og síðan Hollendingum í apríl, þar sem mestu möguleikar eru á sigri, og vonandi fyrir íslensku stúlkurnar að þær hafi þá náð að læra af þessum leikjum. Frábær byijun íslenska liðsins á laug- ardaginn fyllti 500 áhorfendur bjartsýni. Rússar léku flata vörn og höfðu til þess hæðina en íslensku stúlkunum tókst engu að síður að finna smugur og skor- uðu úr víti, af línu, úr horni, hraðaupphlaupi, gegnumbroti og með skotum að utan. Vörnina tóku þær framarlega og Fanney Rúnarsdóttir í Stelán Stefánsson skrifar markinu varði hvað eftir annað glæsi- lega. En þessi barátta reyndi verulega á kraftana, Rússar biðu átekta og eftir tuttugu mínútur fór þrekið að þverra með tiiheyrandi mistökum. Það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta og breyttu stöðunni úr 9:7 í 9:12. í byijun síðari hálfleiks héldu íslensku stúlkurnar uppi baráttu en eftir fimm marka kafla þeirra rússnesku um miðjan hálfleik voru úrslit ráðin. í síðari leiknum hafði rússneski þjálf- arinn greinilega undirbúið sig betur. Guðný Gunnsteinsdóttir fékk fáar send- ingar á línuna, hornamennirnir voru nánast klipptir burt og stæðilegar rúss- neskar valkyijur ruddust gegnum vörn íslendinga því í fyrri leiknum höfðu færeysku dómararnir leyft það. Það er ekki þar með sagt að þær hafí gerst brotlegar við alþjóðlegar handboltaregl- ur. Það varð því ekkert um neina stór- kostlega íslenska byijun og um miðjan hálfleik breyttist staðan úr 5:4 í 14:6. A þeim tíma var tvívegis dæmd leiktöf á Islendinga en Ijósið í myrkrinu var að Guðríður Guðjónsdóttir reif sig um og gerði þessi tvö mörk. Eftirleikurinn var auðveldur, þær rússnesku skoruðu úr 7 hraðaupphlaupum þar sem þær voru oft tvær og þijár einar frammi en Hjördís Guðmundsdóttir varði þó úr ijórum slíkum sóknum. íslensku stúlkurnar komu ekki nægi- lega undirbúnar til leikjanna en á móti má segja að skyndilegar breytingar á fyrirkomulagi keppninnar hafi truflað undirbúninginn. Líkamlegt og andlegt þrek skorti í þessa erfiðu ieiki. Mark- verðirnir Fanney Rúnarsdóttir og Hjör- dís Guðmundsdóttir áttu mjög góða kafla en hornamennirnir brugðust enda kom ekki mark þaðan í seinni leiknum þó að Hulda Bjarnadóttir gerði góða hluti þegar hún smellti sér inn á lín- una. Ljósu punktarnir eru þeir að Guðný Gunnsteinsdóttir gaf aldrei eftir á lín- unni þó að hún hafi leikið lausum hala í fyrri leiknum og Halla María og Guð- ríður höfðu kjark til að taka af skarið þegar á reyndi. „Vonsvikinn" Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLA lUlaría Helgadóttir var best í leikjunum gegn Rússum. Eg er mjög vonsvikinn. Það var ekki ætlunin að halda áfram með nítján mörk frá Rússum á bakinu," sagði Krist- ján Halldórsson, þjálfari íslendinga. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik á laug- ardaginn og hlutirnir gengu upp eins og lagt var upp með. Varnarleikurinn og markvarslan var í lagi þó að við hefðum orðið að breyta því fyrir þessa leiki gegn Rússum vegna stærðar þeirra. Síðan kom bakslag í seinni hálfleik og á sunnudag komust við aldrei inn í leikinn. Við þurfum að æfa sóknina mun betur fyrir leikinn gegn Svíum í byijun mars og þurfuin mun mörk úr hraðaupphlaupum." Á fimmföldum hraða Halla María Helgadóttir stóð sig best af íslensku stúlkunum og oft sú eina sem þorði að taka af skarið. „Við áttum aldr- ei möguleika," sagði hún. „Við spiluðum að vísu vel á laugardaginn en þær eru á fimmföldum hraða í úthaldi og krafti miðað við okkur og ég er alveg búin. Okkar vantar meiri breidd og náum ekki að skipta mikið inn á og það heldur eng- inn svona út í sextíu mínútur. Samt börð- umst við eins og við gátum en áttum við ofurefli að etja. Þær eru með fimm bestu í heiminum í dag og við líklega bara C- þjóð en þetta er allt á leiðinni“. Vandi í mörgum stöðum „Ég þekkti ekki til íslenska liðisins fyrir leikinn en þetta er lið sem taka verð- ur mark á,“ sagði rússneski þjálfarinn, Levon Akopian. „Stúlkurnar vantar hins vegar leikreynslu en ef þær bæta vörnina ættu þær að eiga jafna möguleika á sigri, á Hollendingum í apríl. Markverðirnir og númer 6 [Halla María Helgadóttir] voru frábærar og línumaðurinn [Guðný Gunn- steinsdóttir] gerði stundum góða hluti en það var mikill vandi í öðrum stöðum". Nýir meistarar krýndir UNGA fólkið, Tryggvi Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir úr TBR, stálu senunni á Islandsmótinu í badminton um helgina. Þau urðu bæði íslandsmeistarar í einliðaieik ífyrsta sinn. Tryggvi vann Þorstein Pál Hængsson f úrslitum og Vigdís stöðvaði fimm ára sigurgöngu Elsu Nielsen íeinliðaleik kvenna. Árni Þór Hallgríms- son og Broddi Kristjánsson höfðu mikla yfirburði ítvíliðaleik og sýndu hve vel þeir hafa þróað samleik sinn. Valur B. lónatansson skrifar Urslitaleikurinn í einliðaleik karla milli Tryggva og Þor- steins Páls var spennandi og þurfti oddalotu til. Þor- steinn vann fyrstu lotuna nokkuð sann- færandi 15:8. Tryggvi svaraði með góðum leik í næstu lotu og vann 15:2. Oddalotan var síðan mjög jöfn og spennandi. Tryggvi byijaði betur og komst í 6:3, en Þorsteinn var ekki á því að gefa eftir og snéri leiknum sér í hag, 6:10. Þá reyndi á taugarnar og þrátt fyrri ungan aldur var það Tryggvi sem steig færri feilspor á vellinum og jafnaði 10:10 og með góðum endaspretti sigraði hann 15:11 og þar með 2:1 og Islandsmeistaratitillinn hans. „Eins og gormur um ailan völl“ „Ég hélt að hann myndi fara á taugum eftir að ég komst í 10:6 í oddalotunni, en hann náði að kom- ast í gang,“ sagði Þorsteinn Páll, sem vann íslandsmeistarann frá í fyrra, Brodda Kristjánsson, í und- anúrslitum 15:9 og 15:2. „Þetta er orðið það jafnt að það er ekkert gefið í þessu fyrirfram, en Tryggvi er vel að sigrinum kominn. Hann er mjög efnilegur og gæti náð langt ef vel er á spöðunum haldið fyrir hann. Hann hefur vöxtinn í þetta. Er léttur og nánast eins og gormur um allan völl.“ Vigdis rauf fimm ára sigurgöngu Elsu í einliðaleik kvenna. Vigdís byijaði vel, vann fyrstu lotuna ör+ ugglega 11:7 og fylgdi þessari góðu byijun eftir og komst í 5:0 í ann- arri lotu áður en Elsa komst á blað. Elsa jafnaði 6:6 en Vigdís var ekki á því að gefa eftir og náði að koma til baka og sigra 11:7. „Ég fann mig aldrei almennilega í leiknum og veit ekki hvers vegna. Kannski að sigurinn hjá Tryggva bróður í einliðaleiknum, sem var næsti leikur á undan, hafi truflað einbeitinguna hjá mér,“ sagði Elsa. „Ég hef alltaf verið með góða ein- beitingu á íslandsmóti, en nú fór allt í vaskinn. Ég náði engum bolt- um niður, nánast allir útaf. Vigdís spilaði mjög vel og ég held að þetta sé besti leikur sem hún hefur spilað á móti mér.“ _ Broddi og Arni Þór höfðu mikla yfirburði gegn Tryggva og Nirði Ludvigssyni í tvíliðaleik karla. Þeir voru mörgum styrkleikaflokkum fyrir ofan og sýndu að þeir eru framarlega í þeirri grein á heims- vísu. Þeir unnu fyrri leikinn 15:1 og síðan 15:4 og það var aldrei spurning hverning leikurinn færi. Þetta var sjötta árið í röð sem Broddi og Arni Þór fagna sigri í tvíliðaleik. Elsa og Vigdís urðu meistarar i tvíliðaleik kvenna annað árið í röð eftir sigur á gamlreyndum meistur- um, Kristínu Magnúsdóttur og Þór- dísi Edwald, í úrslitum 15/7 og 15/8. Broddi og Elsa fögnuðu síðan sigri í tvenndarleik og var þetta í áttunda sinn sem Broadi er á efsta þrepi í tvenndarleik — vann fyrst 1982 ásamt Kristínu Magnúsdóttur. Urslit / B7 Morgunblaðið/Árni Sæberg VIGDÍS Ásgeirsdóttir og Tryggvi Nielsen fögnuðu íslandsmeistaratitli í einliöaleik í meistara- fiokki í fyrsta skipti. Hér má sjá þau einbeitt á svip í úrslitaleikjunum á sunnudaginn. Draumurínn rættist Tryggvi Nielsen, sem er aðeins 19 ára, sagði að íslandsmeist- aratitilinn í einliðaleik væri draum- ur sem hann hefði átt frá því hann byijaði að æfa badminton. „Ég hef átt þann draum lengi að sigra í einliðaleik. Þetta er auðvitað aðal- mótið hér heima og ég get ekki annað en verið ánægður með úr- slitaleikinn," sagði Tryggvi sem sigraði Þorstein Pál Hængsson, ís- landsmeistara frá 1987 og 1994, í skemmtilegum úrslitaleik 8/15, 15/2 og 15/11. „Ég komst ekki nægilega vel af stað í fyrstu lotunni, fann ekki rétta taktinn. Ég var svolítið tauga- spenntur. Strax í næstu lotu náði ég að auka hraðann og þá gekk allt upp hjá mér. Ég hef æft mjög vel i vetur, fimm til sjö sinnum í viku og þetta er árangur þrotlausra æfinga." Tryggvi dvaldi í Danmörku síð- asta vetur við æfingar og stefndi að þátttöku í Evrópumeistaramóti unglinga en meiddist á hné í febr- úar, rétt áður en kom að mótinu. „Það var mjög svekkjandi að meið- ast á þeim tíma því ég var í mjög góðri æfingu og gerði mér ágætar vonir um að standa mig vel á Evr- ópumótinu. Það þýðir ekki að gef- ast upp og ég byijaði að þjálfa mig upp aftur í ágúst og nú finn ég ekkert til’í fætinum.“ Næsta verkefni Tryggva er þátt- taka í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Prag í næsta mánuði. En hver eru framtíðar áform hans í íþróttinni? „Það er auðvitað þátt- taka í Ólympíuleikum og ætli við segjum ekki að það verði í Sydney í Astralíu eftir fjögur ár,“ sagði íslandsmeistarinn ungi sem stundar nám á eðlisfræðibraut í MS. Trúi þessu varia Vigdís Ásgeirsdóttir, sem lék í fyrsta sinn til úrslita í einliðaleik kvenna, gerði sér lítið fyrir og stöðvaði fimm ára sigurgöngu Elsu Nielsen. Hún vann báðar loturnar nokkuð sannfærandi 11/7. „Þetta var æðislegt og ég trúi þessu varla enn. Ég hef verið þekkt fyrir að tapa fyrir Elsu á stærri mótum og því kom þessi sigur sjálfri mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu en gerði mér þó vonir sérstaklega eftir að ég vann hana á meistaramóti TBR fyrir skömmu," sagði Vigdís. „Ég náði fljótlega yfirhendinni í fyrri lotunni og byijaði seinni með því að komast í fimm núll og það setti mikla pressu á Elsu. Hún náði þó að jafna 6/6, en ég tók á öllu sem ég átti í lokin og það dugði. Ég var líka alveg búin eftir leikinn.“ Vigdís er 18 ára og stundar nám í Menntaskólanum við Sund. Hún æfir sjö til átta sinnum í viku hjá TBR og þá oftast með Elsu. Þær þekkjast því mjög vel og hafa verið að spila til úrslita í flestum mótum hér heima að undanförnu, en oftast hefur Elsa haft vinninginn. „Ég er búin að bijóta ísinn í tveimur síð- ustu mótum og hver veit nema það gerist aftur,“ sagði Vigdís. ■ BRODDI Kristjánsson og Elsa Nielsen, íslandsmeistararnir í ein- liðaleik frá í fyrra, urðu tvöfaldir meistarar að þessu sinni, en hvorugt í einliðaleik. Þau sigruðu í tvíliða- og tvenndarleik. Broddi hefur unnið 34 íslandsmeistaratitla frá 1980. Vigdís Ásgeirsdóttir varð tvöfaldur meistari, í einliða- og tvíliðaleik. ■ BRODDI sagðist ekki vera mik- ill spámaður ef marka má úrslitin í einliðaleik kvenna og karla. „Ég spáði Þorsteini Páli sigri í jöfnum leik gegn Tryggva og eins öruggum sigri Elsu gegn Vigdísi. Þetta fór allt á annan veg,“ sagði hann. ■ BRODDI lék fyrst til úrslita í einliðaleik á íslandsmótinu 1980, er hann sigraði, og lék síðan til úrslita 16 ár í röð — allt þar til nú, að hann tapaði í undanúrslitum fyrir Þorsteini Páli Hængssyni. Á þess- um 16 árum varð .Broddi 12 sinnum íslandsmeistari. ■ INDRIÐI Björnsson, sem keppti í A-flokki á meistaramótinu í bad- minton, var sá eini sem vann þre- falt. Hann sigraði í einliðaleik, tví- liðaleik með Pétri H[jálmtýssyni og tvenndarleik með Kristínu B. Kristjánsdóttur. ■ EBBA Lárusdóttir, sem sigraði í einliðaleik kvenna á íslandsmótinu sex ár í röð, 1952 til 1957, mætti til að fylgjast með mótinu um helg- ina. Ebba ætlaði að færa Elsu Niel- sen blómvönd tækist henni að feta í fótspor hennar. Grunnstis ÍSÍ Fræðslunefnd ÍSÍ heldur námskeið á grunnstigi ÍSÍ 9.-11. febrúar nk. í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Grunnstig ISI er undirstöðumenntun fyrir leið- beinendur bama og unglinga (að 16 ára aldri). Námskeiðið er 26 kennslustundir og er námskeiðs- gjald kr. 6.000. Matur og námskeiðsgögn em inni- falin, auk gistingar á Sport-Hóteli ÍSÍ ef þörf krefur. Þátttökugjald skal tilkynna í síðasta lagi 8. febrúar til fræðslustjóra ÍSÍ, sem einnig veitir nánari upplýsingar (sími 581 3377, fax 588 8848). Frœðslunefnd ÍSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.