Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 6

Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón M. Egilsson, skipstjóri á Kofra ÍS-41, segir biðina eftir björgun hafa verið erfiða Fannst Bess- inn lengi á leiðinni ísafirði. Morgunblaðid. „ÉG VAR sofandi þegar eldurinn gaus upp og vaknaði við köllin í hin- um skipveijunum sem og þegar eld- varnarkerfíð fór í gang. Það fyrsta sem ég gerði var að forða mér út úr klefanum og upp í brú enda fylgdi reykurinn okkur eftir. Síðan fórum við út á dekk. Þar var ekki vært fyrir reyk og þá tókum við þá ákvörðun að fara í gúmmíbátana. I sama mund sprakk hurðin upp á þilfarshúsinu. Við vorum síðan í gúmmíbátunum við hliðina á Kofra ailt þar til Bessi kom að okkur. Þá var um hálftími liðinn frá því við urðum varir við eldinn. Um borð í Bessa vorum við svo komnir hálftíma síðar,“ sagði Jón M. Egilsson, skip- stjóri á Kofra, í samtali við blaðið. Sleppibúnaðurinn virkaði ekki sem skyldi Jón sagði að skipveijar hans hefðu lent í erfiðleikum með að ná björgun- arbátunum ofan af stýrishúsinu þar .sem sleppibúnaðurinn virkaði ekki sem skyldi sem og vegna mikils reyks sem lagði upp frá brúnni. „Biðin eftir björgun var alveg rosa- lega löng og ég hugsaði með mér hvað Bessinn væri lengi á leiðinni til okkar, því ég vissi hversu stutt hann var frá okkur. Við heyrðum í þeim í talstöðinni þó svo að við gætum ekkert svarað þeim. Það hvarflaði aldrei annað að mér en að okkur yrði bjargað né heldur að önnur sprenging yrði um borð. Það hvarflaði aldrei að mér að nokkuð myndi henda okkur enda var veður mjög gott til þess að gera, 4-5 vind- stig.“ Aldrei fyrr lent í sjávarháska Jón hefur um eins árs skeið verið vélamaður á Kofra og var þetta fyrsta veiðiferð hans sem skipstjóri á skipinu en áður hafði hann leyst af sem stýrimaður. Jón hefur verið skipstjóri um 37 ára skeið og áður en hann flutti sig yfir á Kofra var hann skipstjóri á Flosa frá Bolung- arvík í tólf ár. „Ég hef aldrei fyrr á mínum sjómannsferli lent í neinum sjávarháska og er þó búinn að vera á öllum stærðum af skipum. Ég hef verið mjög heppinn þó ég segi sjálf- ur frá og þetta óhapp stoppar mig ekkert í því að halda áfram þó svo að maður viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sínu. Við erum að vísu atvinnulausir í dag en segir ekki máltækið að alltaf megi fá annað skip og annað föruneyti?" Ljósavélin í gangi Þegar Kofri kom að bryggju á ísafirði vakti það athygli nærstaddra að ljósavél skipsins var í gangi þrátt fyrir að skipið væri mikið brunnið. „Ljósavélin sem var í gangi er vara- vél skipsins og hana notum við afar sjaldan. Hún hrökk í gang þegar við vorum út af VestQörðum og það gerðist þannig að startkaplarnir brunnu saman og gáfu þar með straum inn á vélina. Þetta er ekkert óalgengt en við trúðum því samt ÞAÐ VAKTI athygli manna að ljósavél Kofra var í gangi þrátt fyrir miklar skemmdir, eins og sjá má. INGIMAR Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, tekur á móti áhöfninni. Hér heilsar hann Þresti Ólafssyni vélstjóra. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson PALMI Halldórsson bátsmaður fékk hlýjar móttökur hjá eiginkonu sinni og barni. ekki þegar við sáum að vélin var í gangi." Jón vildi koma því á framfæri að ýmsir fjölmiðlamenn hefðu reynt að hafa samband við skipveijana á Kofra þegar þeir voru um borð í Bessa en þeim hefði verið neitað um viðtöl. „Við tókum þá ákvörðun í sameiningu að tala ekki við fjöl- miðla fyrr en við værum búnir að gefa okkar lögregluskýrslu, vegna þeirra mistúlkana sem geta komið upp við slík samtöl, ég tala nú ekki um þegar menn eru í misjöfnu ásig- komulagi andlega," sagði Jón. Þegar eldurinn kom upp í Kofra hafði hann fengið 8-9 tonn af rækju sem að öllum líkindum er öll ónýt. Þá var um eitt og hálft tonn í trolli skipsins, sem togaranum Bessa tókst að slæða upp. Stöðugildum á Ríkisspítölum fækkað um 70 á 24 mánuðum samkvæmt sparnaðaráætlun Uppsagnir ekki útilokaðar Stöðugildum á Ríkisspítölum fækkaði um 40 á seinasta ári og samkvæmt sparnaðaráætlunum fyrír 1996 á að fækka þeim um að minnsta kosti 30 til viðbótar. Þetta jafngildir fækkun stöðugilda úr 2.429 í 2.389 en alls eru starfsmenn Ríkisspítala um 3.000. „VIÐ teljum Ríkisspítala ekki hafa verið yfir- mannaða en getum fækkað fólki samfara nið- urskurði á starfsemi og þó að hlutfallið sé lít- ið eykst álag á aðra starfsmenn. Þegar deild- um er lokað er hjúkrunarfólk flutt til þannig að fækkunin gerist ekki samstundis en við teljum að með því að ráða ekki í þær stöður sem losna takist okkur að stilla starfsmanna- fjölda í samræmi við þörf. Við vonumst eftir að þurfa ekki að grípa til uppsagna en útilok- um þær þó ekki strax,“ segir Ingólfur Þóris- son, aðstoðarforstjóri Ríkisspítala. 20% samdráttur skurðaðgerða Lokanir á geðdeildum, kvenlækningasviði og bamadeildum samsvara samtals um 22 þúsund legudögum sem Ingólfur segir jafngilda því að 14-15% af heildarlegurými séu lokuð allt árið. Þessar lokanir þýða, að hans sögn, að stöðugt færri sjúklingar á biðlistum eru teknir inn og stöðugt stærri hluti innlagðra 'ijúklinga flokkist undir bráðatilvik eða þrír af hveijum fjórum. „Afleiðingamar eru þær að biðlistar og bið- tími sjúklinga eftir aðgerðum lengist og á þeim bitnar niðurskurður fyrst og fremst. Biðtími eftir hryggjarspengingu er t.d. tvö ár nú, níu mánuðir eftir opnum hjartaaðgerðum sem geta á annað borð beðið, fjórir mánuðir eftir krans- æðavíkkunum og um 300 börn eru á biðlista eftir ýmsum aðgerðum, þar af 47 sem fara fyrst í aðgerð á næsta ári,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að miðað við áætlanir þessa árs sé gert ráð fyrir að framkvæma um 4.000 aðgerðir sem er fækkun upp á um 840 aðgerð- ir frá árinu 1994 eða 20% samdráttur í fjölda skurðagerða. Á sama tíma hefur hlutfall bráðagerða hækkað úr 24,72% í 35% í ár. Öngþveiti á biðlistum Jónas Magnússon, yfirlæknir handlækn- ingadeiidar Landspítalans, segir að á þessu ári verði deildin rekin með sama hætti og seinni hluta árs 1995 þegar aðgerðum fækk- aði um 400 miðað við sama tíma árið á und- an. Heildarfækkun aðgerða nemi því um 600 sem þýði aukningu á biðlistum sem því nem- ur. Þetta sé versti niðurskurður sem hann muni eftir síðan hann tók til starfa og afleið- ingarnar séu víðtækar. „Afleiðingar fyrir starfsemi þessarar deildar eru fækkun aðgerða, lengri bið og meira öng- þveiti á biðlistum. Islendingar halda að þeir njóti sjúkratrygginga en við aðstæður sem þessar gera þeir það ekki. Fólk getur ímyndað sér sjúkling með gallsteina og sífelld verkja- köst og vinnutapið sem hann verður fyrir meðan hann bíður, því að aðgerðirnar verða auðvitað gerðar að lokum,“ segir hann. Stóraukið álag Hann segir að sú stefna að ráða ekki í störf þeirra sem hætta leiði til stóraukins álags á þá starfsmenn sem eftir eru en yfirvinnubann er við lýði á Ríkisspítölum. „Hjúkrunarfræð- ingar hafa stuðst við svokallaðan vinnuálags- vísi til að mæla álag í starfi,pg í seinustu jóla- lokunum í desember mældist það 200% og er oft 150% þegar það á að standa í 100%. Á sama tíma á að skera niður yfirvinnu, þannig að keyrslan verður mikil. Þetta verður svaka- legt ár,“ segir Jónas. Meðallegutími á lyflækningadeild nam um fimm dögum 1994 og sjö dögum á handlækn- ingadeild. Aukin fækkun legudaga samkvæmt niðurskurðaráætlunum þýðir algjöra flýtimeð- ferð í mörgum tilvikum og síðan eftirlit á göngudeild. „Þversögnin er sú að ef fólk út- skrifast fljótt losna sjúkrarúm fyrir aðra sjúkl- inga sem fjölgar aðgerðum en eykur kostnað og vegur upp á móti sparnaði við fækkun legu- daga. Best virðist því að gera ekkert og sam- kvæmt mælikvarða fjárveitingavaldsins eru best reknu sjúkrahúsin fullkomlega laus við sjúklinga," segir Jónas. Óábyrgar aðgerðir Mesti niðurskurður á legudögum er á geð- deildum eða um 11.700 í ár. Lárus Helgason, yfirlæknir á geðdeildum Ríkisspítala, segir ófremdarástand fyrirsjáanlegt. „Þegar niðurskurður hófst á seinasta ári sagði ég. að þetta væru gjörsamlega óábyrgar aðgerðir og á ábyrgð þeirra þingmanna sem samþykktu fjárlögin. Sparnaðurinn nú er framhald af því ástandi, nema hvað enn fastar er að okkur hert. Þetta þýðir ósköp einfald- lega að við getum alls ekki þjónað því fólki sem myndi ella leita til okkar. Fjöldi sjúklinga sem um ræðir skiptir tugum við þessa legudagafækkun, auk þess sem þeir sem fara inn verða útskrifaðir miklu fyrr en að öðrum kosti og þá ná þeir ekki fullum bata og koma til baka. Það er erfítt að meta áhættu- þætti á borð við sjálfsvíg en einhver slík eru framin í hveijum mánuði og einnig er erfitt að meta örorku því að einhveijir eru greindir öryrkjar í hveijum mánuði. Mín tilfinning er sú að skortur á fullnægjandi meðferð auki byrðar þeirra sem teljast öryrkjar," segir Lárus. Hann kveðst telja að kostnaður við að út- hýsa sjúklingum eða útskrifa hratt færist til í kerfinu í stað þess að náist fram sparnaður. „Menn verða að liggja heima hjá sér og fá aðeins aðhlynningu á göngudeildum sem kostar venjulega mikið álag fyrir fjölskyldu því að einhver verður' að vera heima við til að sinna gæslu. Ef málin eru þannig eins og oft er, að um er að ræða fjölskylduföður sem fær sjúkra- bætur eða tryggingar, þýðir það stóraukinn kostnað fyrir vinnuveitendur eða Trygginga- stofnun ríkisins. Það sem á að spara flyst því að miklu leyti aðeins til í kerfínu," segir Lárus. Versta ástand í 20 ár Hann kveðst binda vonir við að geðsjúkling- ar þurfi aldrei að mæla göturnar án minnstu vonar um meðferð en margir þeir sem þurfi að snúa heim séu fárveikir og dvöl heima kalli á margvíslega fyrirhöfn og ama, vinnutap o.fl- „Fólk leggst ekki inn á deild nema mikið liggi við og enginn sækir þangað að gamni sínu eða til hvíldar. Þetta ástand er ótrúlegt og ekki bætir úr skák að það er þrengt að okkur með sumarafleysingar og ekki ráðið í stað þeirra sem hverfa á braut. í fyrra stóð starfsfólk sig með prýði því að allir héldu að þrengingarnar væru bundnar við eitt ár en ég kvíði komandi mánuðum. Ég hef starfað hér í rúm 20 ár og þetta er versta ástand sem ég man eftir í þessum málum. Fram að þessum tíma hefur aldrei verið framkvæmdur niðurskurður á geðdeild vegna sparnaðar á Norðurlöndum, nema á íslandi. Mönnum dettur slíkt ekki í hug hjá nágrönnum okkar en hérna hika menn ekki, enda eins og blindingjar séu að verki að meina fárveiku fólki um aðgang," segir hann. 1 i I i l i i i l i i i fi i i i i >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.