Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 7 FRÉTTIR FORSTOÐUMAÐUR Alliance Francaise, Coletta Fayard, ávarpar gesti, m.a. sendiherrafrú og sendiherra Frakka Robert Cantoni, við vígslu nýju menningarmiðstöðvarinnar í notalegum sal í risi í Austurstræti 3. Alliance í nýtt húsnæði BÓKASAFNI með 700 bókatitlum og allstóru rnynd- bandasafni hefur verið komið fyrir á 2. hæð í hinni nýju menningarmiðstöð Alliance Francaise. MENNINGARFELAGIÐ Alliance Francaise hefur flutt starfsemi sína í Aústurstræti 3, þar sem það hefur fengið og innréttað rúmgott hús- næði á tveimur hæðum með inn- gangi frá Ingólfstorgi. Var nýja húsnæðið vígt sl. laugardag að við- stöddum sendiherra Frakka og fleiri gestum. Forstöðumaður Alliance Francaise, Coletta Fayard, minnti á það í stuttu ávarpi að íslenska menningarfélagið hefði verið stofn- að í Reykjavík 1911 og æ síðan rekið blómlega starfsemi. Núver- andi forseti Alliance Francaise er Arni Þorvaldur Jónsson. Alliance Francaise er skóli og menningarmiðstöð. í Menningar- miðstöðinni er rekið bókasafn með 7.000 bókatitlum, allstóru mynd- bandasafni og litlu sjónvarpsher- bergi, þar sem hægt er í rólegheit- um með hjálp gervihnattaloftnets að fylgjast með frönskum sjón- varpsþáttum á TV5 og frönsk blöð liggja þar frammi. Og í húsakynn- unum fara fram ýmiskonar menn- ingarviðburðir, svo sem kvikmynda- sýningar, ljóðakvöld, fyrirlestrar á frönsku og íslensku og sælkera- kvöld með frönskum sérréttum. Einnig hefur félagið staðið fyrir viðburðum tengdum franskri menn- ingu annars staðar, svo sem kvik- myndahátíðum í Háskólabíói, leik- sýningum í Tjarnarbíói og frönsku vísnakvöldi í Þjóðleikhúsinu. Franska utanríkisráðuneytið greiðir laun forstöðumanns og ræður hann og veitir einnig fjárveitingu til starf- seminnar. Stjórn menningarfélags- ins skipa auk forseta Bjarni Hin- riksson, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Isabelle de Bisschop, Jean-Pierre Birad, Petrina Rós Karlsdóttir og Sigrún Halla Halldórsdóttir. Alliance Francaise í Reykjavík rekur líka frönskuskóla. í nýja hús- næðinu eru nokkrar kennslustofur á 2. og 3 hæð. Starfsmenn eru sex kennarar, auk ritara og forstöðu- konu. Er skólinn öllum opinn og þar er að finna alla kennsluhópa. Meðal annars boðið upp á tal- og mál- námskeið, samtalsnámskeið, námskeið fyrir viðskiptahópa og fyrir unglinga. Kennarar eru Frakk- ar og Islendingar, sem hafa dvalið langdvölum í Frakklandi og fara þangað reglulega. Þeir fylgjast vel með fréttum og franskri menningu. Oánægja meðal bílsljóra sem sækja um atvinnuleyfi Þurfa að læra bókhald TALSVERÐ óánægja hefur verið í röðum leigubílstjóra, sem sótt hafa um atvinnuleyfi í fyrsta skipti, með námskeið í bókhaldi og þjónustu sem þeir eru skyldað- ir til að sækja. 66 umsækjendur um atvinnuleyfi hafa setið nám- skeiðið og féllu 6 þeirra, en nú er til umræðu hvort að_ þeir fái að þreyta próf að nýju. Á meðan aka þeir sem launþegar. Verið er að mennta nýja menn Um 570 manns eru í stéttinni og segir Sigfús Bjarnason formað- ur Frama, stéttarfélags bifreiða- stjóra, að þeir sem hafi atvinnu- leyfi nú þegar þurfi ekki að sitja námskeiðið en verið sé að mennta nýja menn. „Það voru uppi óánægjuraddir sem skemmdu mikið fyrir og leið- indaumræða heyrðist í kjölfarið, en flestir tóku þessu vel og sáu að eftir námskeiðið byijaði að þetta var þeim að gagni,“ segir Sigfús. Námskeiðsseta í samræmi við þróun í öðrum starfsgreinum Hann kveður setu á námskeið- inu vera kröfu sem allir verði að uppfylla og sé það í samræmi við þróun í öðrum starfsgreinum. „Menn sem eru að fara út í fyrir- tækjarekstur verða að búa yfir lágmarkskunnáttu í bókhaldsskil- um, hvernig á að gera upp tekjur af bílnum, standa skil á stað- greiðslu skatta, tryggingagjaldi o.s.frv. og það er ekkert öðruvísi með bifreiðastjóra sem vilja at- vinnuleyfi," segir Sigfús. Námskeiðið var vikulangt, eða yfir 40 stundir, og kveðst Sigfús þeirrar skoðunar að það þyrfti að vera lengra en auk bókhalds er farið yfir þjónustuþætti, lög og reglur um leigubifreiðar og ýmis- legt fleira. Áður var málum svo háttað að þriggja manna umsjón- arnefnd leigubifreiða valdi þá sem áttu að fá atvinnuleyfi úr hópi launþega sem sóttu um leyfi. Hátt fallhlutfall hjá eldri bílstjórum „Þetta fyrirkomulag þótti mjög óheppilegt því að oft réð klíka hveijir fengu leyfi og hveijir ekki. Þess vegna barðist bæði félagið og launþegar fyrir því að þessu yrði breytt þegar lögum um leigu- bifreiðar var breytt, til að jafn- ræði yrði með mönnum. Þess vegna var námskeiðinu komið á og valdar þær greinar sem nauð- synlegt er að leigubílstjóri kunni skil á,“ segir hann. Bílstjórar sem náð hafa 71 ára aldri og vilja aka áfram verða að gangast undir hæfnispróf einu sinni á ári og er búið að prófa menn tvisvar eftir að reglur þar að lútandi tóku gildi á seinasta ári. Að sögn Sigfúsar hefur failið verið um 50% til að byija með en síðan hafi menn fengið að taka prófið aftur og þá nái flestir. „Nokkrir hafa ekki komist í gegnum læknisskoðun og aðrir hafa átt erfitt með að standast hæfnispróf hjá Umferðarráði," segir Sigfús. Menn áttuðu sig ekki á að um raunverulegt próf var að ræða Holger Torp deildarstjóri hjá Umferðarráði segir að þau atriði sem aðallega hafa valdið falli hjá eldri leigubílstjórum er að þeir hafi ekki virt hægri forgang, ekið of hægt eða of hratt, ekki virt stöðvunarskyldu, og fleiri dæmi séu um óöryggi’ í umferðinni. í heild séu fáir sem hafi snúið frá, en fyrsta tilraun takist ekki alltaf jafn vel. Einnig geti verið að menn hafi ekki áttað sig á í byijun að um raunverulegt próf er að ræða og hafi hugsanlega ekki verið nægjanlega undirbúnir. E S S O F ells in ú Ia Sérstök þjónusta Ef þú getur ekki lokið verki vegna þess að þig vantar áhald eða efni skaltu koma við á næstu ESSO stöð. Þar fæst sérvara eins og viðgerðaefni, lím, fylliefni, stíflu- eða blettaeyðir auk vinnufatnaðar og verkfæra. HBBBI <0) ■■■■■ E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagið hf ~50ára —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.