Morgunblaðið - 07.02.1996, Page 8

Morgunblaðið - 07.02.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Abendingar rikisendurskoðanda Kerfið opnara enáður var Jk THUGASEMDIR /_» Rfkisendurnkoð- anda í akýralu til i j Alþingis hafa veriö mikiö j til umræöu að undanfömu. i Þar kemur margt fróölegt V( fram um Btjómaýsluna. Hlýtur að vakna *ú apum- ing I hve ríkum maeli sé tekið tillit til athugasemda Ríkiaendurekoöunar g^lljjJj Hið árlega opinbera bossaklapp vegna bruðls og óráðsíu í meðferð á fé skattborgarans, var hefðbundið að venju... Samningur sérfræðinga og Tryggingastofnunar ekki í höfn Ekki samið um rannsókn- ir í nýju segulómtæki SÚ AFSTAÐA heilbrigðisráðuneyt- is að leggjast gegn því að rannsókn- ir í nýju segulómtæki á vegum Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. í Domus Medica verði hluti af samningi sérfræðinga og Trygg- ingastofnunar stendur í vegi fyrir því að gengið sé frá samningnum, að því er Guðmundur I. Eyjólfsson, formaður samninganefndar sér- fræðinga, segir og tekur fram að ágreiningurinn sé óháður fjárfram- lagi. Þórir Haraldsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, segir að samningaviðræður við sérfræðinga séu í höndum samninganefndar Tryggingastofnunar. Guðmundur tók fram að Trygg- ingastofnun greiddi fyrir rannsókn- ir í öðru segulómtæki á Landspít- ala. Tækið annaði hins vegar greini- lega ekki eftirspurn því um 200 manns biðu eftir að komast í það. „Okkur í samninganefndinni finnst því eðlilegt að samið sé við Læknis- fræðilega myndgreiningu um rann- sóknirnar," sagði Guðmundur. „Við höfum stungið upp á því að sjúkl- ingarnir borguðu 5-6.000 kr. fyrir rannsóknina og Tryggingastofnun afganginn. Okkur finnst sú tillaga ekki óeðlileg miðað við að fólk borgi t.d. 25.000-26.000 kr. fyrir speglun á hné. Segulómskoðunin getur stundum komið í staðinn fyrir speglun á hné,“ bætti hann við. Guðmundur sagði að kostnaðurinn við grunnrannsókn í segulómtæki væri um um 23.000 krónur, en 10.000 krónum hærri ef nota þyrfti skuggaefni. Hann sagði að ekki væri deilt um kostnað. „Tryggingastofnun er tilbúin til að borga 1.300.000 ein- ingar, eins óg fjárlög gera ráð fyr- ir, og jafngildir hver eining 135 krónum. Okkur í samninganefnd- inni fmnst eðilegt að þeir mættu gera hvaða rannsóknir sem væri innan þessa ramma og mætti heil- brigðisráðuneytinu því einu gilda hvaða rannsókn væri valin. Þannig væri hægt að velja árangursríkustu rannsóknina,“ sagði hann. Framfaraskref Guðmundur sagði að heilbrigðis- ráðuneytið virtist óttast að læknar yrðu svo yfir sig hrifnir af tækinu að þeir færu að senda sjúklinga sína í óhófi í rannsóknir. „Við höfum komið leiðbeiningum frá breska röntgenlæknafélagið til heilbrigðis- ráðuneytisins og hægt væri að not- ast við þær,“ sagði Guðmundur. „Ég held að allir í heilbrigðisþjón- ustunni séu á því að þessi nýja tækni sé til mikilla framfara.“ NÝJUM lagakafla um flutning menningarverðmæta úr landi og skil menningarverðmæta til annarra landa verður bætt við þjóðminjalög, samkvæmt lagafrumvarpi sem menntamálaráðherra 'nefur lagt fram á Alþingi. Frumvarpinu er einkum ætlað að lögfesta tilskipun ráðs Evrópusam- bandsins frá 1993 um skil menning- arverðmæta sem hafa verið flutt ólöglega frá yfirráðasvæði aðildar- ríkis. En þar er einnig tekið mið af reglum ráðs ESB um útflutning menningarverðmæta. Samkvæmt því þarf formlegt leyfi Þjóðminjasafns íslands til að flytja út forngripi eða hluta þeirra, sem eru eldri en 100 ára, bækur prentað- ar fyrir 1500 og skjalasöfn eða hluta úr þeim eldri en 50 ára. Þá þarf leyfi til að flytja út mál- verk eldri en 50 ára sem ekki eru í Viðbótarkostnaður Þórir Haraldsson sagði að nýrri tækni fylgdi alltaf viðbótarkostnað- ur og fjárveitingar væru ekki til í sjúkratryggingadeild til að greiða hann. Samninganefnd Trygginga- stofnunar teldi að ekki hefði verið staðið rétt að málum varðandi fjár- festingar í nýja tækinu. Hins vegar væru samningaviðræður við sér- fræðinga í höndum samninganefnd- ar Tryggingastofnunar. Áætlað var að hefja sérstakar viðræður til að leysa ágreininginn um segulómtækið í dag. eigu höfunda, ef verðgildi þeirra er 12,5 milljónir eða meira. Leyfi þarf til að flytja út önnur myndverk eldri en 50 ára, þar á meðal ljósmyndir og kvikmyndir, og prentuð landabréf eldri en 200 ára ef verðgildi þeirra er 1,2 milljónir eða meira. Ijoks þarf leyfi til að flytja út fru- meintök höggmynda eldri en 50 ára, og ekki eru í eigu höfunda, bækur eldri en 100 ára, dýrafræðisöfn, samgöngutæki eldri en 75 ára og aðrar menningarminjar eldri en 50 ára, ef verðgildi munanna er meira en_4,2 milljónir. I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að Þjóðminjasafninu sé heimilt að koma í veg fyrir útflutn- ing menningarminja, án tillits til aid- urs og verðgildis, ef minjarnar telj- ast til þjóðardýrgripa eða hafi að öðru leyti sérstakt gildi fyrir íslenska þjóðmenningu. Stjórnarfrumvarp um breytingu á þjóðminjalögum Hömlur á útflutning menningarverðmæta Þemamánuðir í Hinu húsinu Hætturnar í umferðinni mestar í mars SVONEFNDIR þema- mánuðir eru hafnir í Hinu húsinu, menn- ingar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks við Aðalstræti í Reykjavík. „Við erum að hleypa þessum þema-verk- efnum af stokkunum fyrst nú og ákváðum að taka fyrst fyrir málefnið unglingarnir og umferðin. Byggist við- fangsefnið á sýningu, sem opnuð var í Gallerí Geysi síðastliðinn laugardag," sagði Anna Helgadóttir, sem er einn af stjórnendum þema-daganna. Á sýningunni gefur að líta afleiðingar umferðarslysa. Þar hefur verið safnað sam- an skemmdum bíipörtum; brotnum rúðum, beygluðum húddum og klesstum bílflök- um. Þá hefur hljóðverki verið kom- ið fyrir inni í tveimur bílflökum og frá því berast viðtöl við tvö fórnarlömb umferðarslysa. „Sýningin hefur farið ágætlega af stað,“ sagði Anna. „Þó er eins og þurfi að ýta nokkuð vel við fólki en það koma einhveijir dag- lega og við vonum að orðspor sýn- ingarinnar breiðist út og aðsóknin aukist þegar á mánuðinn Iíður.“ - Hver er tilgangurinn með þess- ari sýningu? „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vekja upp umræðu meðal unglinga um slysahættur. Ungu fólki er mest hætta búin úti í umferðinni." - Þið eruð þá fyrst og fremst að reyna að höfða til ungs fólks? „Já, fyrst og fremst til þess aldurshóps sem starfsemi Hins hússins miðast við, það er 16-25 ára. En sýningin á erindi við alla aldurshópa og er öllum opin.“ - Hvernig náið þið til ungling- anna. Koma þeir af sjáifsdáðum eða vinnið þið í samvinnu við skól- ana í þeim tilgangi að fá bekki í heimsókn? „Fyrst og fremst koma menn hingað sjálfviljugir, en Félag framhaldsskólanema er með að- stöðu hér í húsinu og við eigum alltaf góða samvinnu við það. Við höfum ekki boðið sérstaklega upp á bekkjarferðir hingað af því sýn- ingin er opin öllum. Við höfum dreift veggspjöldum út í skólana til að vekja athygli á sýningunni." - Ætlið þið síðan að Ijúka sýning- unni með pompi og prakt? „Já, þessum þema-mánuði lýk- ur með uppákomu hér í Hinu hús- inu föstudaginn 1. ------------- mars. Þá ætlar KK að heimsækja okkur og vera hér með tónleika. Hann lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir jól og ætlar að segja frá því. Þá er í gangi samkeppni um áhrifaríku- stu setninguna sem tengist þem- anu, slagorð, og eru verðlaun í boði. Þau verða veitt á þessari uppákomu og er t.d. ferðaútvarp með innbyggðum geislaspilara í fyrstu verðlaun." - Standið þið ein að sýningunni eða taka samtök eða stofnanir ferðamála þátt í þessu með ykkur? „Þessi sýning er haldin í sam- vinnu við Fararheill, sem trygg- ingafélögin sem selja bifreiða- tryggingar eru aðilar að. Sýningin er unnin og sett upp að öllu leyti af ungu fóiki. Þetta er alveg þeirra verk, hugmyndin hefur kannski Anna Helgadóttir ► Anna Helgadóttir er fædd árið 1961 í Reykjavík. Hún stundaði námi við Fjölbrauta- skólann við Ármúla og starfaði meðal annars hjá Bifreiðaeftir- liti ríkisins. Síðustu fimm árin starfaði hún hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar og sá þar um vinnumiðlun skólafólks. Hún tók við umsjón upplýs- ingamiðstöðvar unga fólksins í Hinu húsinu í ágúst í fyrra. Eiginmaður hennar er Garðar Einarsson sölumaður og eiga þau þijú börn. Raunveruleik- inn er ekkert öðruvísi verið okkar en það verið fengið til að vinna hana alveg frá grunni og setja hana upp. Tveir ungir mynd- listamemar áttu hugmyndina að sýningunni, hvernig hún yrði.“ - Hefur það þá dregið brakið sam- an og stillt því upp í galleríinu? „Já, það sá um það og brakið fengum við hjá tjónaskoðunar- stöðvunum." - Sýningin er nokkuð áhrifarík? „Já, það er mín skoðun og mér sýnist fólki finnast það líka. Við erum auk sýningarinnar í gallerí- inu með myndir og skýrslu úr slysi. Einnig yfirlit yfir óhöppin. Hvernig þau aukast verulega' í mars en þá eru þau alveg í há- marki. Ætli það tengist ekki því að þá fer sólin að skína. Síðan detta óhöppin alveg niður í maí en þá er stór hluti unglinganna í vorprófum. Mars er áberandi versti mánuðurinn og maí skást- ur. Árið 1994 skemmdusttil dæm- ist rúmlega 2.400 bílar bara í mars.“ -------- „Á sýningunni er einnig dramatískt myndband sem gengur í sífellu og vekur at- hygli. Myndin er leikin og inn í hana skotið árekstrarmyndum og viðtölum við einstaklinga, fórnarlömb um- ferðarslysa, sem hafa lamast umferðaróhappi. Þetta er mjög góð spóla og ég held hún veki fólk til umhugsunar." - Er æilun ykkar að stuða sýning- argestina? -Ja, þetta eru bara staðreyndir sem bornar eru á borð. Svona er raunveruleikinn, það er ekkert öðruvísi." - Og hvað með framhaldið? „Við miðum við að vera með hvers kyns þema í gangi hér með- an á skólaárinu stendur. Einn mánuður í senn verður helgaður liveiju viðfangsefni.“ i I fl € fl fl I fl fl fl fl fl fl fl Á fl Ifl || fl fl I Ifl I fl ifl I jfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.