Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 9

Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 9 FRETTIR Deildaskipan í Tryggingastofnun breytt og staða lögð niður Samþykki ráðherra og tryggingaráðs skorti UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur, að ekki hafi legið fyrir ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um að staða deildarstjóra lána- og inheimtudeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins væri lögð niður. Þá hafi heldur ekki legið fyr- ir samþykki ráðherrans og trygg- ingaráðs, er forstjóri Trygginga- stofnunar breytti deildaskipan stofnunarinnar í ársbyijun 1994. Deildarstjórinn fyrrverandi vís- aði málinu til umboðsmanns. Mála- vextir voru þeir, að í ársbyijun 1994 ákvað forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins að sameina lána- og innheimtudeild og lífeyrissjóða- deild stofnunarinnar og átti deild- arstjóri lífeyrissjóðadeildar að stjórna sameinaðri deild. Gert var ráð fyrir að deildarstjóri lána- og innheimtudeildar léti af starfi deildarstjóra, en myndi starfa áfram sem yfirlögfræðingur og halda að öllu leyti óbreyttum launakjörum. Deildarstjórinn undi þessu ekki og sagði í bréfi til for- stjórans að hann hefði ekki í hyggju að láta af starfi deild- arstjóra. Forstjórinn vísaði til þess að skipulagsbreytingarnar væru nauðsynlegar og hann liti svo á að deildarstjórinn hefði ákveðið að hætta hjá stofnuninni. Enn svaraði deildarstjórinn og nú því, að hann liti svo á að staða hans hefði verið lögð niður, sú staða sem honum hefði verið boðin hefði ekki verið sambærileg þeirri fyrri og ætti hann rétt til biðlauna í eitt ár, sem hann og fékk. Góðra stjórnsýsluhátta ekki að fullu gætt Deildarstjórinn var hins vegar ekki sáttur og skaut máli sínu til heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins með stjórnsýslukæru, þar sem forstjórinn hefði ekki haft heimild ráðherra og tryggingaráðs til að stofna nýja deild. Þá hefði forstjórinn tekið íþyngjandi ákvörð- un fyrir starfsmann, án þess að færa rök fyrir nauðsyn slíkrar breytingar svo hagræðing næði fram að ganga. Ráðuneytið taldi að forstjóranum hefði verið heimilt að leggja stöðu deildarstjórans niður vegna skipu- lagsbreytinga, en við þá ákvarðana- tölu hafi ekki að fullu verið gætt góðra stjórnsýsluhátta, án þess þó að það leiddi til ógildingar ákvörð- unarinnar. Umboðsmaður telur, með vísan til laga, að ráðherra hefði þurft að taka ákvörðun um að staðan væri lögð niður, en sú ákvörðun hafi ekki legið fyrir. Ekki sé hægt að miða við yfirlýsingu fyrirverandi ráðherra, um að hann hafi lýst sam- þykki í viðræðum við forstjórann, en yfirlýsingin kom fram eftir á. Stjórnvöldum bæri að sjá til þess, að jafnan lægi fyrir í gögnum þeirra, hvernig mál hafi verið end- anlega afgreidd. Þá segir umboðsmaður þann ann- marka eirinig vera á málsmeðferð- inni, að ekki hafi legið fyrir sam- þykki ráðherra og tryggingaráðs þegar forstjóri beitti heimild sinni samkvæmt lögum til breytinga á deildaskipan Tryggingastofnunar. Umboðsmaður mælist til þess, að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið taki mál deildarstjórans til meðferðar á ný, komi um það ósk frá honum, og leysi úr því með hlið- sjón af þessum sjónarmiðum. Dreymir snjókomu á næturnar LÍTIL snjókoma á landinu hefur haft þau áhrif að sala á ýmsum vetrarbúnaði hefur verið í lág- marki. Mörg vélsleðaumboð eiga talsverðar birgðir af vélsleðum. „Það hefur vægast sagt verið léleg snjókoma í vetur nema síð- ustu daga. Ég hef fylgst spenntur með veðurfréttum á hverju kvöldi og dreymir aukinn snjó á næturnar," sagði Karl Jónsson hjá Gísla Johnsen, sem selur Ski- Doo vélsleða. „Við pöntuðum inn 85 sleða, því að salan í fyrra var góð. Nú vona ég bara að snjónum kyngi niður á næstu vikum. Mér finnst lýsandi dæmi um ástandið að fyrir nokkrum vikum kom hér hópur manna á vegum trygging- arfélags frá Glasgow í vélsleða- ferð. I sex tíma börðust þeir við að komast á flugvöllinn í stór- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KARL hjá Ski-Doo vélsleðaumboðinu vonast eftir meiri snjókomu en gert hefur vart við sig í vetur. hríð. Hér var hins vegar enginn snjór og þeir urðu að gera sér að góðu að renna hring á frosnu vatni, rétt utan Reykjavíkur. Þeir höfðu valið þessa ferð frek- ar en ferð til Kanaríeyja." „Það eru margir áhyggjufullir útaf snjóleysinu, skiðasölumenn og jafnvel hjólbarðasalar, en í Reykjavík hefur selst minna af vetrarhjólbörðum en oft áður. Kannski menn fari að dansa snjó- dans, eins og índíánar dönsuðu regndans forðum," sagði Karl. Ný sending af Tripp Trapp stólnum. 6 litir — tvaer tegundir af sætisbólstrum. STOKKE ALLT FYRIR BORNIN KLAPPARSTÍG 27, SÍMI 552 2522 Hótel Island bItlaárin 1960-1970 ARATUGUR ÆSKUNNAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON PÁLMI GUNNARSSON ARI JÓNSSON BJARNI ARASON FLYTJA BESTU LÖG BÍTLANNA OG MÖRG VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ 1960-70 Hljómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásarnt 10 manna hljómsveit SÖNGSYSTRUM OG BLÓMABÖRNUM KYNNIR: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON DANSHÖFUNDBR: JÓHANNES BACHMANN HANDRIT, ÚTHT OG LEIKSTJÓRN: BJÖRN G. BJÖRNSSON Næstu sýningar: 10. og 24. feb. 2^^5v23^og30jtiare. Hljómsveitin Hunang í Aðalsal Ashyrgi: Söngvakinn og iiljómborðs* i LKIKARINN GaBRIEL GaRCIA SaN SaLVAIJOR. Matseðill Forréttur: Kóngasvt'pposúpa Aðalréttun EldstelElur lambavoúvi með gljáðugraomMi,ofnsteilítum jarðcplum og sólberjasósu. Eftirréttur: Ferskjuls j brauðkörfu nvcð heitri karamellusósu. Verðkr. 4.800 uomMö Sýningarverð kr. 2.200 Bordapantanir í síma 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999. Ath. enginn aðgangseyrir á dansleik. (!aA cIciti íílnAV fytif eigendur spariskírteina llvv ■jaVJijJ IIIUUI á innlausn 1. febrúar Kynntu þér fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa með lánstíma frá 3 mánuðum til 20 ára. • Tryggðu þér ný ríkisverðbréf á góðum skiptikjörum um leið og þú innleysir gömlu spariskírteinin. • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. ■ 3mánu6ir 6 mánuðir I 12 mánuðir 3 ár ■ Óverbtryggð ríkisverðbréf ■ Verötryggö ríkisverðbréf Komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Tryggðu þér skiptikjörin á meðan þau bjóðast. 20 ár Innlausn spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.D 1995 - 5 ár stendur yfirtil 16. febrúar. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. liaeð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.