Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Nýsköpun stúdenta verðlaunuð NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Islands voru veitt á há- skólahátíð á laugardag. Fyrstu verðlaun hlutu þeir Pétur Snæ- land, Rúnar Birgisson og Krist- ján Guðni Bjarnason, verk- fræðinemar, fyrir ráðgjafafor- rit fyrir vinnslustjóra, en forrit- ið þróuðu þeir í samráði við fyrirtæki í fiskvinnslu og var umsjónarmaður verkefnisins Páll Jensson prófessor. Þegar hafa náðst samningar við Marel hf. um kaup á forritinu. Önnur verðlaun hlaut Jón Jónsson, BA í þjóðfræði og meistaranemi í sagnfræði, fyrir úttekt á mögu- leikum í ferðaþjónustu í Strandasýslu. Umsjónarmaður verkefnisins var Stefán Gísla- son, sveitarstjóri á Hólmavík. Þriðju verðlaun hlaut Viðar Magnússon læknanemi fyrir rannsóknir á breyttu skömmt- unarmynstri pensillíns, en um- sjónarmaður verkefnisins var Sigurður Guðmundsson, læknir á Landspítala. Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, afhenti nýsköpunarverðlaunin og á meðfylgjandi mynd sést Pétur Snæland, einn vinningshafa, taka við 1. verðlaunum. Stærsti rækjufarmur sem Guðbjörg IS hefur komið með að landi Aflaverðmætið rúmar 83 millj- ónir króna ísafirði. Morgunblaðið. FRYSTITOGARINN Guðbjörg ÍS- 46 kom til hafnar á ísafirði á föstu- dag með um 440 tonn af rækju eft- ir mánaðar útiveru. Er hér um að ræða einn stærsta rækjufarm sem íslenskt fiskiskip hefur komið með að landi. Aflaverðmæti túrsins var um 83,4 milljónir króna, sem er næstmesta aflaverðmæti sem skipið hefur komið með að landi til þessa. „Guðbjörgin var mánuð í veiði- ferðinni og hér er um að ræða stærsta rækjutúr skipsins til þessa. Skipið þurfti að fara inn til Akur- eyrar undir lok síðasta mánaðar til að létta á sér, en þar voru 187 tonn af iðnaðarrækju sett í land til vinnslu hjá Strýtu hf. Þá var skipið komið með fullfermi en síðan hefur veiðin verið góð og heildarafli veiðiferðar- innar var því 440 tonn,“ sagði Þor- leifur Pálsson hjá Hrönn hf., sem gerir út Guðbjörgu ÍS. Af afla skipsins fer 51 tonn á Japansmarkað, 133,5 tonn voru soð- in niður um borð og afgangurinn, 255,5 tonn, fóru til vinnslu hjá Strýtu hf. Þetta er næststærsta veiðiferð skipsins til þessa ef litið er til aflaverðmætisins. í október í haust kom skipið úr veiðiferð sem losaði tæpar 86 milljónir króna. Guðbjörg ÍS hélt aftur á veiðar á sunnudagskvöld og var stefnan tekin á miðin djúpt undan Norðurlandi. -----» ♦ »----- Vegagerðin Rangt að til- boðum hafi verið hafnað GUÐMUNDUR Svavarsson, um- dæmistæknifræðingur Vegagerðar- innar á Akureyri, segir það rangt sem fram kom í Morgunblaðinu í gær að Vegagerðin hafí hafnað fimm lægstu tilboðum í Hringveg, Jökulsá-Víðidal. Hann segir að málið sé enn í vinnslu og á viðkvæmu stigi, en engar opinberar ákvarðanir hafi ver- ið teknar. „Það eru komnar vísbendingar í málið en ekki búið að taka ákvörð- un,“ sagði Guðmundur. Sr. Sigurður Sigurðarson í bréfi til sóknarnefndar Langholtskirkju Safnaðarfund- ur yrði aðeins sýndarmennska EKKI SÍST af því hvernig sóknar- nefnd Langholtskirkju hefur kom- ið að deilunum í sókninni varða deilurnar orðið alla kirkjuna að því er fram kemur í bréfi sr. Sig- urðar Sigurðarsonar, vígslubisk- ups í Skálholti, til sóknarnefndar- fundar sl. föstudag. Sr. Sigurður og herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, sendu fundinum bréf og lögðu til að ekki yrði haldinn opinn safnaðarfundur í sókninni. Sr. Sigurður segir í bréfinu að aðalsafnaðarfundur fari með æðsta ákvarðanavald innan sóknarinnar. Lögum samkvæmt séu ekki aðrir safnaðarfundir ályktunarfærir. Safnaðarfundur um deilurnar yrði því aðeins sýndarsamkoma. „Hann yrði í besta falli eins konar mál- fundur um lítið efni en gæti í versta falli orðið æsingafundur, sem enn gerði þyngri ábyrgð þeirra aðila, sem á öllum stigum málsins hafa leitast við að gera þessa deilu að persónulegu skítkasti að prestinum til þess að forðast kjarna málsins." Heilindi dregin í efa Hann tekur fram að sér sé mál- ið kunnugt, „...og þó að sóknar- nefnd hafi gagnvart biskupi ís- lands kastað rýrð á embættisheiður minn og dregið í efa heilindi mín í því sáttastarfi sem ég gekk til, ætla ég enn að ráða ykkur heilt án allrar beiskju. Ráð mitt er í þessu fólgið, að þið reynið ekki að grípa fram fyrir hendur þeirra, sem nú fjalla af alvöru um málið, með því að halda slíkan fund, né með öðru móti. Gerið ykkur nú ljóst, að þetta mál snýst ekki lengur um hver betur standi sig í köpuryrðum og persónulegum árásum. Þetta mál varðar orðið alla kirkjuna, og er það ekki síst vegna þess hvern- ig sóknarnefndin hefur að því kom- ið.“ Hr. Ólafur tekur fram að hann meti við sóknarnefndina að hún hafi frekar látið ýmislegt yfir sig ganga en íjúfa þá samstöðu með honum og Eiríki Tómassyni, sem komi m.a. fram í því að halda að sér höndum, þar til úrskurður liggi fyrir. „Verði af almennum safnað- arfundi, eins og margir virðast óska eftir á þessum tíma, getur það ekki orðið til annars en að verða vatn á myllu þeirra, sem vilja sem mestan atganginn og virða þá ekki viðleitni til árangurs, hvað þá friðarhugsjón kristinna manna,“ segir hr. Ólafur m.a. í bréfi sínu og fer fram á að ekki verði boðað til almenns safnaðarfundar að sinni. „Hitt er eðlilegt að gjört verði, þegar úrskurður liggur fyrir og sjálfsagt að gefa sóknarbörnum tækifæri til viðbragða og þá einnig að hlýða á útskýringar." - kjarni málsins! Ef þu kaupir þvottavel, án þess að skoða AEG þvottavélar ' AEG AEG Lavamat 6955 Lavamat 9200 AEGlŒuSEa AEG þvottavétar eru á um það bil 27.000 íslenskum heimilum. • AEG þvottavélar eru a tvöfatt fleir: heimilum. er næsl algengasta pvottavélategunain. • Yfir 8cr þeirra sem '_iga AEG pvottavéí r>.urr(U vilta káiiOw AEG aftur Hvað seuir hetta þér um ^æðí -%EG þvoi'avéia? Eð? A.EG vfiríe-tt? ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða pýramídana Gerð sn.pr. mín. Staðgr. LAVAMAT 508 800 sn. 74.900,- LAVAMAT 9200 700- 1000 sn. 82.900,- LAVAMAT 945) 700- 1200 sn. 95.900,- LAVAMAT 6955 700- 1500 sn. 111.500,- B R Æ Ð U R N 1 R á. AEG ÞVOT.AVELUM Umboösmenn Vesturland: Málningarþfónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. KASK, Höfn Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.