Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fiskað gegnum ís FJÖLDI fólks hefur notað góða veðrið að undanförnu til að __ dorga gegnum þykkan ís á Ól- afsfjarðarvatni. Bora menn göt á ísinn með þar til gerðum bor- um og dorga sér til ánægju. Beita menn ýmist rækju eða maísbaunum en töluvert hefur fiskast þar, bæði lax og silung- ur. Þá hafa Ólafsfirðingar líka gaman af að skauta á vatninu og má á góðviðrisdögum sjá þar bæði unga og aldna renna sér um spegilsléttan ísinn á skaut- unum sínum eða við að dorga. Yatn flæddi inn í sex hús LÖGREGLUNNI á Akureyri barst tilkynning um að vatn hefði flætt inn í sex hús í miðbænum og næsta nágrenni á sunnudagskvöld. Gífur- leg úrkoma var á þessum tíma en á um þremur tímum mældist úr- koman 9,7 mm. Vatn flæddi bæði í kjallara og inn á fyrstu hæð og urðu þar einhvetjar skemmdir. Matthías Einarsson, varðstjóri hjá lögreglunni, sagði að í tveimur húsum á Eyrinni hefði hreinlega flætt upp um svelgina en ofar í bænum flæddi inn í hús þar sem niðurföll voru stífluð. Bæjarstarfs- menn brugðust skjótt við og voru snöggir að opna niðurföllin. Fimm árekstrar urðu í umferð- inni á Akureyri um helgina og tveir til viðbótar á mánudag. Fimm menn gistu fangageymslur um helgina, „fyrir hrein og klár leið- indi,“ eins Matthías varðstjóri orð- aði það. -------------- Iðnaðarráð- herra fund- ar nyrðra FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, efnir til funda á Norðurlandi eystra. Þar verður ijallað um áform ráðuneytanna á þessu ári, m.a. Átak til atvinnusköpunar, ný stuðningsverkefni og fleira. Þá verða kynnt Evrópuverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja og nýju riti um þau dreift. Fundirnir verða haldnir í Hlíð- bergi, Hótel KEA, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl. 12.00 og á Hótel Húsavík, föstu- daginn 9. febrúar kl. 12.00. Stjórnendur fyrirtækja og áhugafólk um atvinnusköpun er hvatt til að mæta á fundina. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Uppsteypu nýbygg- ingar FSA lokið LOKIÐ var við að steypa upp ný- byggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærdag. Kristján Baldursson eftirlits- maður með framkvæmdunum sagði að verkið gengi samkvæmt áætlun og væri áætlað að bygging- in yrði fullfrágengin í haust, eða 1. september næstkomandi, Nýbyggingin er samtals 4.160 fermetrar að stærð, á íjórum hæð- um auk kjallara. Næsti áfangi verksins er inn- rétting efstu hæðar byggingarinn- ar þar sem verður barnadeild og er stefnt að því að hún verði fullbú- in til notkunar í ársbyijun 1998. Þá er gert ráð fyrir að flytja fæð- ingar- og kvensjúkdómadeild auk bæklunardeildar yfir í nýbygging- una síðar. * Verktaki er SS-Byggir sem átti lægsta tilboð í verkið 142,4 milljón- ir króna. Tónleikar til styrkt- ar minningarsjóði TÓNLEIKAR til styrktar minning- arsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða haldnir í kvöld, miðvikudags- kvöld, í safnaðarsal Glerárkirkju og hefjast þeir kl. 20.00. Nemendur og kennarar Tónlist- arskólans á Akureyri efna árlega til tónleika til ágóða fyrir sjóðinn, en Þorgerður, sem fæddist árið 1954, lauk burtfararprófi frá skól- anum 1971. Hún þótti efnilegur píanóleikari og var nýkomin til Lundúnarborgar þegar hún lést af slysförum í febrúar 1972. Aðstandendur hennar stofnuðu minningarsjóð ásamt Tónlistarfé- lagi Akureyrar, Tónlistarskólan- um og kennurum við skólann og er markmið hans að styrkja efni- lega nemendur við skólann til framhaldsnáms. Alls hafa rúm- lega 40 nemendur notið styrkja úr sjóðnum. Á tónleikunum í kvöld koma fram Michael J. Clarke, Nicole V. Cariglia, Richard J. Simm, Guðrún A. Kristinsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir úr hópi kennara en auk þess flytja lengra komnir nem- endur skólans kammertónlist. Aðgangur er ókeypis en tekið er við framlögum í styrktarsjóðinn. Fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn Oll seljanleg hlutabréf verða seld á þessu ári ÖLL seljanleg hlutabréf í eigu Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar verða seld á þessu ári. Söluverð þeirra liggur ekki fyrir en í fjár- hagsáætlun sjóðsins, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar i gær- kvöld, er miðað við skráð gengi nú í byrjun febrúar, að því er varðar hlutabréf sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands, en söluverð ann- arra er áætlað. Stærsta hlutabréfa- eign Akureyrarbæjar er í Útgerðar- félagi Akureyringa, að nafnvirði tæpar 410 milljónir króna. Fulltrúar Alþýðubandalagsins lýstu harðri andstöðu við sölu hlutabréfa í ÚA í einu lagi á árinu. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram bókun um að áfram yrðu hlutabréf bæjarins í atvinnufyrir- tækjum seld á árinu en áætlað sölu- verð væri um 1.450 milljónir króna. Stærsta álitamál bæjarstjórnar Miklar umræður urðu um málið og sagði Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, bæjarstjórn fást við stærsta álitamál sem hún hefði staðið frammi fyrir lengi. Fram kom nokkur gagnrýni hjá fulltrúum minnihlutans á þær miklu breyting- ar sem fjárhagsáætlun sjóðsins hefði tekið frá því á fundi bæjar- ráðs síðastliðinn fimmtudag, „stað- an hefur breyst um einn milljarð síðan þá,“ sagði Sigríður, en sam- kvæmt bókun við samþykkt fjár- hagsáætlunar bæjarsjóðs fyrir þetta ár var gert ráð fyrir mun minni eignasölu. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að svara þyrfti mörgum áleitnum spurningum áður en hluta- bréf í ÚA yrðu seld. Hann sagði það sína skoðun að bakhjarlar fyrir- tækisins yrðu í heimabyggð þannig að hagsmunir heimamanna yrðu tryggðir. Markmið með sölu bréf- anna sagði hann fyrst og fremst að niðurgreiða skuldir fram- kvæmda- og bæjarsjóða og nýta svigrúm sem skapaðist til aukinna framkvæmda og einnig til atvinnu- þróunarverkefna. Vanda þarf til verka Jakob sagði að betra væri að vanda vel til verka í þessu máli og leitað yrði faglegrar ráðgjafar, en lauslega hefði verið rætt við Lands- bréf um hvernig að slíkri sölu yrði staðið. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, kvaðst talsmaður þess að selja hlutabréfin í ÚA, en í sínum huga væri félagið ekki til sölu á 1.450 milljónir króna, innra virði þess væri mun meira. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að hagstæðara væri að selja einum aðila öll bréf bæjarins á genginu 6 en að búta það niður til margra og selja á geng- inu 3,2 eins og það er nú. Alþýðuflokkurinn hefur fram til þessa staðið einna fastast á móti því að bærinn seldi hlut sinn í ÚA og sagðist Gísli Bragi Hjartarson, fulltrúi flokksins í bæjarstjórn, gjarnan vilja að bærinn ætti 20-25% hlut í fyrirtækinu eitthvað áfram, en hlutirnir hefðu breyst, tími bæj- arútgerða væri liðinn. Fá sem allra mest verð fyrir bréfin Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði flokkinn leynt og ljóst hafa stefnt að því að losa Akureyrarbæ út úr atvinnurekstri og væri hann fylgjandi sölu á hluta- bréfunum en 1.450 milljónir væri ekki ásættanlegt verð fyrir öll selj- anleg bréf í eigu Framkvæmda- sjóðs. Markmiðið ætti að vera að fá sem allra mest út úr.sölu bréf- anna. Eftir töluverðar umræður og fundarhlé, þar sem menn báru sam- an bækur sínar, var samþykkt að selja öll seljanleg hlutabréf bæjarins en miða ekki við ákveðnar fjárhæð- ir heldur gengi þeirra bréfa sem skráð er á verðbréfaþingi í febrúar- byijun. Morgunblaðið/Svavar B, Magnússon KÚBUMAÐURINN snjalli Duranona vakti aðdáun krakkanna og þeir voru margir sem fengu hjá honum eiginhandaráritanir. KA-menn heimsóttu krakkana í Ólafsfírði KRAKKARNIR í Ólafsfirði fengu góða gesti í heimsókn á dögunum þegar nokkrir liðs- menn fyrstu deildar liðs KA mættu í íþróttahúsið á staðnum og kynntu handboltaíþróttina. Alfreð Gíslason þjáífari KA sagði að lengi hefði staðið til að heimsækja Ólafsfirðinga eða frá því þeir vígðu nýtt íþrótta- hús. Engin markviss handbolta- þjálfun fer fram í Ólafsfirði en áhuginn er greinilega mikill ef marka má krakkaskarann sem mætti, „það var ótrúlegur fjöldi þarna saman kominn,“ sagði Alfreð. Sigurður Sigurðsson, bygg- ingaverktaki á Akureyri, gam- all Ólafsfirðingur og fyrrum formaður handknattleiksdeild- ar KA, færði íþróttafélaginu handbolta að gjöf, þannig að nú er aldrei að vita nema byijað verða að æfa þessa íþrótta af kappi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.