Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 VIÐSKIPTI morgunblaðið Kaupþing býður upp á vilnanir Nýr möguleiki fyrir fyrirtæki til að takmarka gengisáhættu KAUPÞING býður nú fyrirtækjum sem vilja lágmarka gengisáhættu sína upp á nýjan möguleika, svo- nefndar vilnanir. Hér er um svipað fyrirkomulag að ræða og þegar fyrir- tæki gera framvirka samninga, að því undanskildu að með því að gera vilnunarsamning er fyrirtæki ekki bundið af honum ef gengisþróunin er því hagstæð. Að sögn Sigurðar Einarssonar, forstöðumanns verðbréfasviðs Kaup- þings, hefur þessi möguleiki lengi verið til staðar erlendis, en hér á landi hafi hins vegar ekki verið boð- ið upp á hann sökum þess hversu flókið það hafi verið talið fyrir banka eða verðbréfafyrirtæki að baktryggja sig við gerð slíkra samninga. „Helsti gallinn við framvirka samninga er sá að ef gengisþróun er fyrirtækinu hagstæð á gildistíma samningsins, er ekki hægt að losa sig út úr honum,“ segir Sigurður. „Mörgum stjórnendum líkar það hins vegar illa að horfa á eftir íjármunum sem fyrirtækið hefði fengið, ef það hefði ekkert aðhafst. Með vilnunum er hins vegar hægt að tryggja sér ákveðið gengi, sem fyrirtækið getur síðan valið að nýta sér ekki ef geng- ið er hagstæðara að samningstíman- um liðnum.“ Kostnaður við vilnun veltur, að sögn Sigurðar, á því hvaða lágmarks- gengi verður fyrir valinu, hversu lengi samningurinn á að gilda og hvaða mynt á í hlut. „Ef við tökum sem dæmi að keypt sé vilnun til að selja 100 milljónir jena á gengi dags- ins í dag eftir 3 mánuði, yrði kostnað- urinn af því 2,08%, eða rúmlega 1,3 milljónir króna. Tap kaupanda viln- unarinnar verður þvf aldrei meira en sem nemur kostnaðinum við samn- inginn, en mögulegur gengishagnað- ur getur hins vegar vegið þar upp á móti.“ Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 200 þús. 180—- 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 Erlendir ferðamenn sem komu í janúar 1 QQ6 Breyt. 1rá ■ Fjötói % fyrraári 1. Bandaríkin 1.688 26,3 +24,7% 2.Danmörk 1.183 18,4 +8,5% 3. Svíþjóð 786 12,3 -7,4% 4. Þýskaland 621 9,7 +25,5% 5. Noregur 6. Bretland 504 7,9-*35,5% — 405 ÍZ -24,0% 7. Frakkland 227 3,5 +220% 8. Holland 204 3,2 0,0% 9. Japan 121 1,9 +77,9% 10. Finnland 101 1,6 -2,9% Önnur 575 9,0 +13,9% Samtals 6.415 100,0 / FLEIRI erlendir ferðamenn lögðu leið sína hingað til lands í janúarmánuði en í sama mánuði í fyrra og virðist því ekkert lát ætla að verða á aukinni sókn þeirra hingað. 6.415 erlendir ferðamenn komu hingað í janúarmánuði, samanborið við 5.593 á sama tímabili í fyrra og nemur aukningin því tæpum 15%. Alþjóðleg dreifíng á Louis í höfn Softis semur við tvö bandarísk fyrirtæki Samnetið í gagnið 14. febrúar PÓSTUR og sími mun opna formlega fyrir Samnetið (ISDN) miðvikudaginn 14. febrúar næstkomandi og geta íbúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjanesbæjar og Akur- eyrar nýtt sér þessa þjónustu frá fyrsta degi, að því er fram kemur í frétt frá stofnuninni. Gjaldskrá Samnetsins hef- ur verið gefin út og mun stofngjald fyrir grunnteng- ingu kosta um 26.600 krónur, rúmlega helmingi meira en stofngjald hefðbundinnar línu. Afnotagjald það sem greitt er ársfjórðungslega kemur til með að vera 6.911 krónur. Stofngjald stofntengingar er hins vegar umtalsvert hærra eða röskar 266 þúsund krónur. Stofntenging gefur möguleika á allt að 30 rásum og er afnotagjaldið breytilegt eftir fjölda rása í notkun. Miðað við fulla notkun verður það rúmar 69 þúsund krónur ársfjórðungslega. NCC fær pöntun í Eyr- arsundsbrú Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA byggingarfyrir- tækið NCC hefur fengið pönt- un að andvirði um 250 millj- ónir sænskra króna frá Eyrar- sundsfyrirtækinu A/S Öre- sundsforbindelsen um gerð vegar og brúa milli Tarnby og Kastrup í Danmörku. NCC segir að danska dótt- urfyrirtækið Armton og danska byggingarfyrirtækið Rasmussen & Schiotz hafi fengið pöntunina í samein- ingu. Verkinu á að verða lok- ið í október 1997. Um er að ræða veg og sex brýr á þriggja kílómetra kafla milii Tarnby og Kastrup. Einnig á að lengja steypt göng um 100 metra vegna brúar sem er í smíðum að sögn NCC. Alls verður Eyrarsundsbrú- in milli Kaupmannahafnar og Málmhauga 16 km löng. SOFTIS hf. hefur gengið frá samn- ingum við tvö bandarísk fyrirtæki um alþjóðlega dreifingu og markaðs- setningu á LOUIS hugbúnaðinum. Annað fyrirtækið mun selja LOUIS hugbúnað í umboðssölu en hitt hefur keypt afnotarétt á tækninni og fellir inn í eigin hugbúnað. Ekki er búist við að samningarnir fari að skila Softis hf. umtalsverðum tekjum fyrr en seint á þessu ári eða hinu næsta. Fyrirtækin heita Acucobol Inc. og Liant Software Corporation, RM Di- vision og starfa bæði á alþjóðamark- aði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru fyrirtækin samtals með um 40-50% hlutdeild af Unix-Cobol markaði í heiminum en Louis hug- búnaðurinn gerir Cobol forritum á Unix stýrikerfum kleift að nota myndrænt viðmót. Unix stýrikerfi eru aðailega notuð í svokölluðum millitölvum fyrir fyrirtæki. Samkvæmt samningnum við Acucobol mun það selja LOUIS hug- búnaðinn í umboðssölu um allan heim undir merki Softis. Acucobol mun þannig sjá um markaðssetningu og sölu og veita káupendum fyrstu tæknilegu aðstoðina en leita til Soft- is með frekari ráðgjöf og verður þá greitt sérstaklega fyrir það. Samn- ingurinn við Acucobol var undirritað- ur í lok október en hefur farið hljótt þar til nú. Samningur við Liant Software var undirritaður í síðustu viku. Sam- kvæmt honum mun Liant setja LOU- IS hugbúnað inn í eigin hugbúnað og verður LOUIS þar með óaðskiljan- legur hluti vörunnar. Mun Liant setja hugbúnaðinn á markað í þessum mánuði undir heitinu VanGui. . Samningarnir, sem nú liggja fyrir, veita viðkomandi fyrirtækjum ekki einkaleyfi á neinn hátt þannig að félagið hefur fijálsar hendur um öfl- un nýrra viðskiptavina. Vegna eðlis samninganna er ekki búist við að þeir fari að skila Softis hf. umtals- verðum tekjum fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs eða byijun hins næsta. Hlutafjáraukning væntanleg? Hlutafé Softis hf. nemur nú um 45 milljónum króna en stjórn fyrir- tækisins hefur heimild til að auka það í 51 milljón. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins má vænta þess að sú heimild verði nýtt fljótlega og bréfin seld til að afla fyrirtækinu fjármagns. Hugbúnaðarfyrirtækið Softis hf. var stofnað árið 1990 og frá upp- hafi hefur markmið þess verið að þróa og markaðssetja LOUIS hug- búnaðinn. Hugbúnaðurinn byggist á hugmyndinni um aðskilnað og síðan tengingu á vinnslu og notendavið- móti í tölvukerfum. Stefna Softis er að fullþróa LOUIS tæknina á sem flestum sviðum tölvumarkaðarins og koma henni á markað sem víðast. Gengi hlutabréfa í Softis hefur sveiflast mjög frá stofnun fyrirtæk- isins. í maí 1993 bárust fregnir um að það stæði í umfangsmiklum við- ræðum við tölvurisana IBM, Apple og Novell og hækkaði gengi hluta- bréfanna þá úr 7 í 30 á skömmum tíma. Þegar ekkert varð af samning- um lækkaði gengi hlutabréfanna nið- ur í um 6. Síðustu viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu urðu á síðastliðnu hausti þegar Aflvaki hf. og Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn hf. keyptu tæp- ar fjórar milljónir króna að nafnvirði á genginu ijórum. Kaupendurnir sögðust þá telja kaupin arðvænlegan ijárfestingarkost og að margt benti til- að uppskerutími væri að hefjast hjá Softis. Novell losar sig við Wörd- Perfect Toronto. Reuter. NOVELL Inc. hefur samþykkt að selja Corel Corp. í Kanada Word- Perfect og ýmsan annan hugbúnað fyrir 197 milljónir dollara — um írjórð- ung þess sem Novell greiddi fyrir hann fyrir einu og hálfu ári. Þar með verður Corel annar um- svifamesti óháði seljandi ritvinnslu- og skrifstofuhugbúnaðar og keppi- nautur Microsoft Corp. Sérfræðingar óttast að Corel falli í sömu gryfju og Novell fyrirtækið þegar það keypti WordPerfect, PerfectOffice og reiknivanginn Qu- attroPro. Síminnkandi sala Novell keypti WordPerfect í júní 1994 fyrir 855 milljónir dollara til að keppa við Microsoft, en hefur síð- an barizt í bökkum. Sala á WordPerfect hefur hríðfall- ið á undanförnum tveimur árum, í 300 milljónir dollara 1995 úr um 700 milljónum dollara 1994. Sérfræðing- ar búast við að hnignunin haldi áfram 1996 og velta því fyrir sér hvort Corel reynist nógu öflugugt fyrirtæki til að snúa þróuninni við. Forstjóri Corel, Michael Cowpland, sagði sérfræðingum að söluaðferðir Novells hefðu verið rangar og hann væri viss um að Corel gæti breytt þeim. En sérfræðingar hafa vissar efasemdir, einkum vegna veldis Mic- rosofts, sem ræður lögum og lofum á markaðnum. ------» ♦-------- Saab fær pöntun að vestan í 2.000 bíla Stokkhólmi. Rcuter. SAAB-bílaverksmiðjurnar í Svíþjóð hafa fengið pöntun í 2.000 bíla frá bandarísku bílaleigufyrirtækjunum Budget Rent-a-Car Corp og Team Rental Group Inc. Til samanburðar benti talsmaður Saab á pöntun í janúar í 400 bíla- leigubíla að verðmæti 95 milljónir sænskra króna. Samkvæmt því er andvirði nýju pantananna um 500 milljónir sænskra króna. Umræddir bílar eru af gerðinni Saab 9000 CS. Keith Butler-Wheelhouse forstjóri lét í ljós ánægju í yfirlýsingu með „velgengni á bílaleigumarkaði í Evr- ópu og Bandaríkjunum að undan- förnu.“ Eigendur Saab Automobile eru Investor í Svíþjóð og General Motors í Bandaríkjunum. Neyðarlínan semur við Samsýn um kaup á tölyubúnaði NEYÐARLÍNAN hefur samið við Samsýn, sem er að hluta í eigu verkfræðistofunnar Hnits, um kaup á gagnagrunni sem nota á í tengslum við viðbrögð við tilkynningum um óhöpp sem berast til Neyðarlínunnar. Hugbúnaðurinn er byggður á landupplýs- ingakerfi verkfræðistofunnar og er afrakst- ur nokkurra ára þróunarstarfs. Kostnaður Neyðarlínunnar vegna þessa nemur um 30 milljónum króna og er allur vél- og hugbún- aður þar meðtalinn. Að sögn Eiríks Þorbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar, gerir þessi búnaður starfsmönnum Neyðarlínunnar kleift að átta sig á því nákvæmlega hvar óhappið hafi átt sér stað og hverjir eigi að bregðast við því á viðkomandi svæði. „Við fáum alltaf símanúmerið sent fyrst og ef við tökum sem dæmi að hringt sé inn vegna eldsvoða á Kópaskeri, þá staðsetur tölvan út frá símanúmerinu hvar atvikið á sér stað og síðan blikkar bendillinn á tölvuskjánum þar. Síðan má smella með músinni á viðkom- andi svæði og sjá í hvaða húsi eldurinn hef- Finnur upplýs- ingar út frá símanúmeri Morgunblaðið/Jón Svavarsson ur komið upp. Um leið birtir tölvan nauðsyn- legar upplýsingar um hverja eigi að hafa samband við á staðnum og hægt er að hringja í þá af tölvuskjánum." Eiríkur segir að forritið geti einnig kallað upp nánari upplýsingar um öll hús á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig megi kalla fram á skjáinn teikningar af viðkomandi húsi, hvar svefnherbergi liggja í húsinu, hvar útgöngu- leiðir er að finna, hversu margir íbúarnir séu, og svo framvegis. „Þetta gerir okkur kleift að gefa þeim aðilum sem koma að málinu allar nauðsynlegar upplýsingar um þær aðstæður sem eru fyrir hcndi á leið þeirra á staðinn.“ Búnaður þessi byggir sem fyrr segir á Landupplýsingakerfi verkfræðistofunnar Hnits, en notaður er gagnagrunnur frá Oracle og vélbúnaður frá Hewlett Packard. Eiríkur segir að geil sé ráð fyrif því að kerfið verði tilbúið til notkunar 1. júlí, þeg- ar Neyðarlínan flytur starfsemi sína í nýtt húsnæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.