Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 15 VIÐSKIPTI Fokker telur góðar líkur á björgun Á í viðræðum við fimm hugsanlega kaupendur Amsterdam. Reuter. HOLLENZKU Fokker flugvéla- verksmiðjurnar hafa staðfest að þær eigi í viðræðum við fimm hugs- anlega kaupendur um björgun fyrir- tækisins og telja góðar líkur á tak- ast muni að bjarga þeim fyrir marz- byrjun. Talsmaður verksmiðjanna sagði á flugsýningu í Singapore að fyrir- tækið þyrfti að taka ákvörðun fyrir marzbyijun til að glata ekki trausti viðskiptavina og starfsmanna, en allt kapp yrði lagt á að finna skjóta lausn. I marzbyijun verður 365 milljónir gyllina ríkisaðstoð Fokkers á þrotum. í Amsterdam var sagt að hvemig sem málið yrði leyst kæmu fjárfest- ar, sem ættu skuldabréf eða hluta- bréf í Fokkar, ekki til greina. Tekið var fram að enginn fimm hugsanlegra kaupenda hefði keypt slík bréf. Spákaupmennska leiddi þó til þess að hlutabréfin hækkuðu um 0,35 gyllini í 5,05 gyllini. Fok- ker nafngreindi ekki hina fimm hugsanlegu kaupendur, en fjögur fyrirtæki hafa staðfest að þau eigi í viðræðum við hollenzku flugvéla- verksmiðjurnar: British Aerospace í Bretlandi, Aerospatiale í Frakk- landi, Samsung-flugiðnaðarfyrir- tækið í Suður-Kóreu og Bombardier í Kanada. Hollenzka blaðið Volkskrant hermir að fimmti aðilinn sé McDonnell Douglas. Fokker kvaðst hafa hugsanlega kaupendur að öllu fyrirtækinu eða hlutum þess, en sagði þennan áhuga takmarkast við dótturfyrirtæki eða umsvif þeirra. Þar með er gefíð í skyn að hugsanlegir kaupendur vilji að sneiða hjá 3.0 milljarða skulda- fy'allí fyrirtækisins. Sérfræðingar hafa haldið þvi fram í margar vikur að hlutabréf í Fokker séu sama sem verðlaus. • • Oryggi greiðslu- korta New York. Reuter. MASTERCARD og Visa munu bráðlega skýra frá samræmdri tækni, sem á að tryggja öryggi rafrænnar greiðslumiðlunar að sögn New York Times. Búizt er við að nýja kerfið, SET, verði tekið í notkun fyrir lok þessa árs að sögn blaðsins. Samkvæmt því fær afgreiðslufólk afhent rugluð greiðslukortarnúmer, sem verða tryggt umtáknuð aftur í upprunalegt horf. Netscape Communications Corp og Microsoft Corp hyggjast sam- laga nýja kerfið alnetsbúnaði sínum til að tryggja örugg tölvuviðskipti. Hingað til hefur Netscape unnið með MasterCard og Microsoft með Visa. Búizt er við að tilraunir með nýja kerfið verði hafnar í vor að sögn New York Times. Sænska uppsveiflan á enda? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í Svíþjóð eru ýmsar vísbending- ar um að uppsveifla í kjölfar efna- hagsráðstafana undanfarinna ára sé í rénum. Atvinnuleysi vex, iítil umsvif eru í byggingariðnaðnum og bílasala er lítil. Allt eru þetta samdráttareinkenni. Samkvæmt skýrslu hagdeildar sænska Iðnrek- endasambandsins eru greinileg teikn á lofti um að stefnan í efna- hagslífínu sé nú niður á við. Umsvif í byggingariðnaðinum, atvinnuhorfur. og bílaverslun veita oft vSskendingar um stöðuna í efnahagslífinu. Umsvifin í bygg- ingariðnaði eru nú svo lítil að því er haldið fram að önnur eins lægð hafí varla ríkt í þeirri grein síðan á síðustu öld. Astæðan er lítil eftir- spurn eftir húsnæði, hækkun fast- eignaskatta og minni bygginga- rumsvif hins opinbera. Af þessum sökum er þess nú krafíst að áætluðum stórframkvæmdum ver- ið hrint í framkvæmd, þar á með- al stækkun Arlandaflugvallar við Stokkhólm, byggingu Eyrarsunds- brúarinnar yfír til Danmerkur og samgönguframkvæmdir í Stokk- hólmi. Allt eru þetta framkvæmdir sem hafa verið ár og áratugi í veltunni. Nýjar hagtölur stefna niður á við Atvinnuleysistölur hafa hækkað og allt bendir nú til að atvinnuleys- ið sé um tíu prósent. Ástæðan er meðal annars niðurskurður í opin- bera geiranum. Einnig hefur það haft áhrif að sem liður í sparnaðar- framkvæmdum stjórnarinnar voru teknir af greiddir veikindadagar. Það hefur haft í för með sér miklu minni fráveru vegna veikinda. Eftirspurn eftir bílum hefur minnkað. Þannig seldust tíu þús- und færri bílar í janúar en á sama tíma fyrir tveimur árum. Lítil eftir- spurn hefur haft áhrif á ráðningar í bílaiðnaðinum, auk þess sem starfsfólk hefur verið sent heim á launum vegna verkefnaskorts. Forráðamenn stóru bílaverksmiðj- anna Volvo og Saab segja að upp- sagnir séu ekki á dagskrá, en meðal starfsfólksins er kvíði yfír að í það stefni, ef ekki rætist úr bílasölunni. Sænskir bílar eru með- al mest seldu bílanna í Svíþjóð og þar eru Volvobílar efst á blaði. Samdráttur í bílasölu bitnar því illa á þeim. Ýmsir vona þó að ástandið batni er líði á árið og áhrif vaxtalækkana og kauphækk- ana skili sér í aukinni bílasölu.- í skýrslu sænska Iðnrekenda- sambandsins segir að æ fleiri líkur séu nú á að samdráttar sé tekið að gæta í Svíþjóð. Iðnframleiðslan, sem jókst um 8,5 prósent á síð- asta ári, stefni í að dragast saman um hálft prósent á þessu ári. Af- leiðingar þess verði óhjákvæmi- lega minni hagvöxtur. Hagvöxtur síðasta árs hafi líklega verið of- metinn en hann var áætlaður tvö prósent og verði þá enn minni í ár en í fyrra. Bent er á að erfið- ara verði að halda uppi áframhald- andi aðhaldi í ríkisfjármálum, ef uppsveifluna taki af, en um leið verði enn mikilvægara að hagstæð áhrif batnandi fjárhagsstöðu ríkis- ins á gengi og vexti dragi enn frekar úr vaxtamuninum við Þýskaland, Vonin felst í að lægri vextir og uppsveifla í Evrópu seinni hluta ársins orsaki aukna erlenda eftirspurn eftir sænskum vörum, en einnig vaxtandi eftir- spurn heima fyrir. Hins vegar væri það sérlega kvíðavænlegt fyrir Svía ef stefnir í samdrátt í Evrópu, eins og ýmsir þykjast sjá fyrir að geti orðið. í tilefni þorrans: lACDBlÖ GR kOCDlÖ l pAxei Nú er tœkifœrið til að smakka nýja vöru frá matreiðslumeisturunum í Islensku Frönsku hf Ovenjuleg, bragðgóð vara á mjög góðu verði. Lambapaté frá Islensku Frönsku hf. kYNNlNGARVeRð; 777 kR/kq. Berið fram með rófustöppu og kartöflumús eða með súrsuðum gúrkum og brauði. Fiíi.ag Lögc.iltka Biiruoasala Mercedes Benz 260E árg. '88, brún- sans., sjálfsk., ABS, sóllúga, ek. 133.000 km. Fallegt eintak, Verö 2.400.000. BMW 520i árg. '89, dökkgrásans., álfelgur, sóllúga, ek. 96.000 km. Verð 1.650.000. Skipti á dýrari. Toyota Corolla 1600 Sl árg. '94, rauöur, spoiler, sóllúga, þjófa- vöm, ek. 28.000 km. Verð 1.320.000. BMW 525 TDS árg. '92, rauður, diesel, sjálfsk., álfelgur, ek. 96.000 km. Verö 2.700.000. Toyota Landcruiser VX árg. '90, grásans., sjálfsk., upphækkaður, 36" dekk, ek. 110.000 km. Verö 2.600.000. Skipti, góð kjör. Nissan NX 100 árg. '91, rauður, álfelg- ur, T toppur, ek. 74.000 km. Verð 1.150.000. Skipti á ódýrari. MIKIL SALA - UTVEGUM BILALAN TIL ALLT AÐ S ARA Hyundai Sonata GLSi árg. '93, dökkgrár, sjálfsk., ek. 59.999 km. Verö 1.190.000. Skipti á dýrari. Suzuki Sidekick JLXi árg '95, hvítur, álfelgur, ABC, rafm. I rúðum, ek. 4.000 km. Verð 2.200.000. Chevrolet Blazer árg. '91, blásans., sjálfsk., álfelgur, ABS. Gullfallegur bíll. Verð 2.180.000. Skipti á dýrari. Ástandsskoðaður MMC Pajero EXE árg. '88, hvitur, sjálfsk., álfelgur. Gullfallegt eintak. Verð 1.190.000. MMC Pajero Superwagon arg. '90, silfursans., sjálfsk., álfelgur. Gullfallegur bíll. Verð 1.790.000. Skipti. Ástandskoðaður. Subaru Legacy Artic árg. '92, hvítur, sjálfsk., álfelgur. Mjög fallegt eintak. Verð 1.590.000. Skipti. Ástandsskoðaður. BÍLATORG FUNAHÖFDA V Ss S87-7777 “If"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.