Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 21

Morgunblaðið - 07.02.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 21 AÐSENDAR GREINAR Vilhjálmur og sumartíminn ENNÞÁ einu sinni er Vilhjálmur Egilsson bú- inn að bera fram tillögu sína um það sem hann kallar sumartíma á ís- landi, þ.e. að breyta klukkunni á sumrin á sama hátt og nokkrar Evrópuþjóðir gera,, þannig að tímamunur- inn á milli íslands og Evrópu verði aldrei meiri en ein klukku- stund. Vilhjálmur er nokkrum sinnum búinn að bera fram þessa til- lögu og hafa undirtektir ætíð verið fremur dræmar. Hann heldur þó uppteknum hætti og virðist ekki taka þeim rökum sem fram hafa verið borin gegn þessari breytingu, í fjölmiðlum og á Alþingi. Ýmsir hafa lagt nokkuð til málanna, þar á meðal Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur, sem hefur lýst andstöðu sinni við tillögur Vilhjálms Egilssonar og fleiri um að taka upp svokallaðan sumartíma og fært fyrir því gild rök. Þorsteinn hefur réttilega bent á, að nú þegar er í gildi sumartími hér á landi, einnig á vetram og jafnframt hefur komið fram í þessari umræðu að í raun er klukkan á íslandi núna 1-2 tímum á undan því sem hún ætti að vera. Við erum nú á sama tíma og Bretland, þ.e. á Greenwich meðaltíma, en Reykjavík, sem er á 21. gráðu vestlægrar breiddar, ætti samkvæmt hnattstöðu sinni að vera a.m.k. klukkustund á eftir Bretlandi. Tillaga Vilhjálms er því í raun ósk um að ísland verði fært a.m.k. 15 gráður í austur, inn í næsta tímabelti fyrir austan okkur, eða svo til inn í norska landhelgi. Ekki er víst að Norðmönnum myndi líka sú aðgerð, að ekki sé minnst á þá erfiðleika sem slíku verki eru samfara. Misræmið á tíma- setningu hér og hnatt- stöðu landsins og þar með því hvenær birtir á morgnana og dimmir á kvöldin er því allnokkuð og veldur því að hádegi er hér ekki kl. 12.00 heldur einum og hálfum tíma síðar. Þetta misræmi vilja Vilhjálmur Egils- son og stuðningsmenn hans auka enn frekar, þannig að einungis verði eins tíma munur á íslenskum tíma og Evróputíma á sumrin. Munu það vera sterkustu rökin fyrir þessari breyt- ingu, að hún auki sameiginlegan vin- nutíma Islendinga og þeirra sem búa á meginlandi Evrópu og auðveldi þannig viðskipti. Jafnframt hefur Vilhjálmur einnig haldið fram ýmsum öðrum, vægast sagt undarlegum og langsóttum rökum, eins og til dæmis því að þessi breyting muni auka kjöt- sölu á íslandi, gera fólki betur kleift að njóta sumarblíðunnar og þegar allt er tekið saman, rétt og slétt auka lífshamingju þjóðarinnar, aðeins ef Hringl með klukkuna hefur ekki, að mati Júl- íusar K. Björnssonar, almannastuðning. það birtir seinna á morgnana og dimmir seinna á kvöldin. Vilhjálmur virðist haida að þessi breyting geti bæði lengt og bætt hið svala ísleriska sumar, aukið samskipti íjölskyidna og bætt þau og svo mætti lengi upp telja um hin undarlegu rök sem fyrir tillögunni hafa verið færð. En það er önnur hlið á þessu máli sem hefur ekki verið rædd. Öll um- ræðan hefur algerlega litið fram hjá þeirri staðreynd að tímasetningar og sú reglubundna breyting birtu og myrkurs sem á sér stað á hveijum sólarhring, er einhver mikilvægasti áhrifavaldurinn í lífi okkar allra. All- ar svokallaðar lifklukkur líkamans eru háðar þessum breytingum, og þær ráða því hvenær við sofum og vökum, hvenær við erum þreytt og hvenær óþreytt og stjórna getu okkar og hæfni til þess að leysa af hendi þau verkefni sem við fáumst við. Allh' sem einhvern tíma hafa unnið vaktavinnu, eða þurft hafa að sinna erfiðum og oft kreíjandi verkum utan venjulegs vinnutíma, þekkja það að slíkt er oft á tíðum mjög erfitt og þreytandi, ekki síst ef um síbreytileg- an vinnutíma er að ræða. Dægursveiflur líkamans eru margskonar, en sú sem hefur mest Júlíus K. Björnsson verið rannsökuð er hin reglubundna breyting á hitastigi hans. Þannig er hitastig hæst um miðjan dag, en lægst seinni hluta nætur. Þessar breytingar eru hjá flestum mjög reglulegar og eiga stóran þátt í að ákvarða hvenær menn eru syfjaðir og/eða þreyttir og síðast en ekki síst ákvarða þær hvenær geta þeirra er mest og hæfni. Þessi dægur- sveifla, ásamt öðrum, stjórnast að miklu leyti af reglulegum breyting- um á birtu, skynjaðri í gegnum augun, sem verður til þess að efnið melatonin framleiðist í heilanum, í svokölluðum heilaköngli, en þetta efni eða hormón er einn aðaláhrifa- valdurinn um það hvenær menn vaka og sofa. Þegar tímanum er flýtt, eins og þegar er gert hér á landi og misræmi skapast á milli klukkunnar og þess hvenær dagur rennur, veldur það því að margir hafa tilhneigingu til þess að vaka lengur að kvöldi og eiga erfiðara með að vakna að morgni. Kannanir hafa verið gerðar á svefn- venjum íslendinga sem sýna að ís- lendingar fara að jafnaði einni klukkustund seinna að sofa en aðrar Evrópuþjóðir og vakna að jafnaði einni klukkustund síðar að morgni en þær. Lífið á íslandi er því einni klukkustund seinna á ferðinni, miðað við klukkuna, en annarsstaðar. Ekki er hægt að kenna neinu sérstöku um, nema ef vera skyldi því að hér er klukkan núna rangt stillt miðað við sólargang og hnattstöðu landsins. Þetta misræmi vill Vilhjálmur Egils- son nú auka enn frekar. Kannað hefur verið hér á íslandi hversu margir eiga í svefnerfiðleikum og hefur komið í ljós að allt að 20-30% íslendinga eiga erfitt með að sofna á kvöldin og stór hópur á í erfiðleik- um með að vakna á morgnana, sér- staklega ungt skólafólk. Framangreind vandamál munu næsta örugglega aukast enn frekar ef misræmið á milli klukku og sólar- gangs verður enn frekar aukið. Miklu skynsamlegi'a væri að fara öfuga leið og seinka klukkunni hér, þannig að sem best samræmi yrði á milli hennar og sólargangsins. Ég vil því harðlega mótmæla því að misræmi klukku og sólargangs sé aukið enn frekar, nokkuð sem gæti leitt til enn frekari aukningar þessara svefnvandamála. í starfi mínu við rannsóknir og meðferð á svefntruflunum, hefur verið mjög áberandi að ungt fólk með ofan- greind vandkvæði hefur leitað að- stoðar. Oft á tíðum hafa þessir erfið- leikar verið svo miklir að viðkom- andi hafa hrökklast úr námi eða starfi, sökum vandkvæða við að sofna að kvöldi og vakna að morgni. Margt af þessu unga fólki hefur verið með mjög skekktar dægur- sveiflur, sem ef til vill er erfitt að rekja beint til ofngreinds misræmis á milli klukku og birtu, en víst er að ekki bætir úr skák að þetta mis • ræmi er til staðar. Því má ljóst vera að öll umræða um breytingu klukkunnar hér á landi verður að taka tillit til líffræðilegra og landfræðilegra staðreynda. Ósk- hyggja Vilhjálms Egilssonar og stuðningsmanna hans um að færa okkur nær Evrópu, a.m.k. með tilliti til tíma, má sín lítils gagnvart þeim tveim staðreyndum, að Island er nú einu sinni úti í miðju Atlantshafi og í raun og veru a.m.k. einni klukku- stund á eftir Bretlandi og þeirri stað- reynd að lífklukkur mannsins stjórn- ast fyrst og fremst af breytingum á birtu, en ráðast ekki af viðskipta- hagsmunum _ eða óskum um meiri kjötsölu á Islandi. Óskhyggja af þessu tagi á því heima í sama flokki og það þegar annars ágætur en umdeildur stjórnmálamaður í fjar- lægu landi gerði einu sinni tilraun til þess að fresta jólunum, tilraun sem vakti talsverða kátínu um gjör- valla heimsbyggðina. Höfundur er sálfræðingur og starfnr við rannsóknir og mcðferð svefntrufiana á rannsóknastofu Geðdeildar Landspítalans. AÐEINS sex mánuð- ir eru nú þar til sveitar- félögin taka að fuilu við rekstri grunnskólans samkvæmt ákvörðun Alþingis. Vinnu í nefndum um flutning verkefna fræðsiuskrif- stofa til sveitarfélag- anna og um yfirfærslu réttinda og kjara kenn- ara og skólastjórnenda er nú að mestu lokið. Lokaskýrsla kostnaðar- nefndar er væntanleg innan tíðar. Mikið starf hefur verið unnið í nefndunum í samstarfi fulltrúa ríkisvalds, sveitarfélaga og samtaka kennara og mörg mikilvæg mál til lykta leidd. Enginn vafi er þó á því að verkið reyndist flóknara og erfiðara en nokkurn hafði órað fyrir. Því er það svo að nú þegar skammur tími er til stefnu ríkir enn óvissa um mikil- væga þætti er skipta miklu ef tak- ast á að ljúka verkinu í sátt. Stærstu liðirnir er hér um ræðir varða lagasetningu, starfsemi skóla- skrifstofa og fyrirkomulag sérfræði- þjónustu og fyrirkomulag og fram- kvæmd kjarasamninga. Auk þess þarf að draga skýrar línur um fjár- mögnun'og ábyrgð á endurmenntun grunnskólakennara og skólastjóra og um rekstur ýmissa sér- skóla. Lagasetning Frumvarp til laga um réttindi kennara og skólastjóra er nú til umijöllunar í verkefnis- stjórn og.til samræmis þarf að endurskoða ákvæði í fleiri lögum s.s. lögum um lögvernd- un starfsheitis og starfsréttinda og lögum um lífeyrisréttindi. Vonir standa til að þessu verki verði lokið með samkomulagi allra aðila innan skamms. Sérfræðiþjónusta Skýrsla „faglegu nefndarinnar" svokölluðu liggur þegar fyrir með tillögum um fyrirkomulag verkefna fræðsluskrifstofa en enn er óljóst í mörgum sveitarfélögum hvernig hin- ar faglegu stofnanir grunnskólans fyrir viðkomandi svæði muni líta út og starfa. Það er því mjög jákvætt að menntamálaráðherra hefur nú að tillögu verkefnisstjórnar óskað eftir því að nefndin skipuleggi og fylgi eftir tilfærslu verkefna sem flytjast Ýmis verkefni, segir Elna K. Jónsdóttir, bíða úrlausnar samtaka kennara og samtaka sveitarfélaga. frá fræðsluskrifstofum til sveitarfé- laga. í því skyni er henni falið að koma á fót vinnuhópum í hveiju fræðsluumdæmi sem m.a. fá það verkefni að aðstoða við að aðlaga fyrri verkefni fræðsluskrifstofa að því fyrirkomulagi sem viðkomandi sveitarfélag hefur ákveðið að hafa á sérfræðiþjónustunni. Faglega nefndin á síðan að hafa yfirsýn yfir verkefnið á landsvísu og hlýtur að hafa til hliðsjónar það meginmark- mið að sérfræðiþjónusta verði hvergi lakari eftir flutninginn en áður. Kjarasamningar og ráðningarmál Ýmis verkefni bíða úrlausnar samtaka kennara og samtaka sveit- arfélaga er snúa að kjarasamningum og ráðningarmálum. Forsenda þess að gildandi kjarasamningar haldi gildi sínu út samningstímann, þ.e. til ársloka 1996, er að sátt náist um réttindaflutning eins og vonir standa til með flutningi frumvarps til laga um réttindi og skvldur kennara og skólastjórnenda og öðrum nauðsyn- legum lagabreytingum er því tengj- ast. Gangi það eftir bíður samt mik- il vinna við að ganga frá samkomu- lagi um starf samninganefnda aðila og aðlögun og yfirfærslu kjarasamn- inga kennarafélaganna. Kennarafé- lögunum er ekkert að vanbúnaði að hefja þessa vinnu strax og eru sam- mála um að skipa sameiginlega samninganefnd að því tilskildu að sveitarfélögin komi sér saman um hið sama. Þau telja einnig mikilvægt að samningsaðilar bindist samkomu- lagi um að tryggja samræmda fram- kvæmd kjarasamninga kennara hjá öllum sveitarfélögum. Stuðningsað- gerðir á borð við það að gefa út fullkomið safn umsagna og túlkana á kjarasamningum og að mennta- málaráðuneytið haldi áfram mið- læga kennaraskrá eru einnig líklegar til að stuðla að hnökralausri fram- kvæmd ráðninga og launagreiðslna. Endurmenntun í lögum um grunnskóla nr. 66/1995, 50. grein, er að finna svo- hljóðandi ájcvæði um endurmenntun: Kennarar og skólastjórar skulu auk námsleyfa, sbr. 25. gr., eiga kost á endurmenntun í þeim tilgangi að efla starfshæfni sína, kynnast mark- verðum nýjungum í skóla- og upp- eldismálum og njóta stuðnings við nýbreytni- og þróunarstörf. Til þessa verkefnis skal árlega veitt fé á fjár- lögum. Þarna liggur skylda ríkisins ljós fyrir um að veita fé til endur- menntunar. Það sem hinsvegar er ekki skýrt er hvort ríkið á að bera hér allan kostnað eða hvort sveitar- félögunum er ætlaður þar einhver hlutur. í þessu máli þurfa ríki og sveitarfélög að marka sameiginlega afstöðu eða a.m.k. lýsa skilningi sín- um á eigin skyldum varðandi fjár- mögnun endurmenntunar þessa hóps. Rekstur sérskóla Þeir sérskólar sem ríkið rekur í dag eru allir nema einn í Reykjavík. Sérskólum er ætlað að sinna öllum nemendum á l'andinu og hafa því ákveðna sérstöðu umfram almenna grunnskóla. Þegar litið er til þess að meginstefna grunnskólalaganna er sú að kennsla barna fari fram í heimaskóla en sérskólarnir eru nær allir í einu og sama sveitarfélaginu sér hver maður að þarna skapast vandamál sem þarf að leysa. Réttur barns með sérþarfir til kennslu við hæfi verður ennfremur að vera óháð- ur fjárhag sveitarfélags eða foreldra og þann rétt þarf að tryggja með samningum. Enn er ekki ljóst hvern- ig staðið verður að rekstri sérskól- anna og fjármögnun hans. Þeirri óvissu þarf að eyða sem fyrst. Höfundur er formaður Hins íslenska kennarafélags. Sex mánuðir til stefnu Elna Katrín Jónsdóttir cisgoSystems CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Hátækni til framfara §§§ Tæknival Skeifunni 17 • Simi 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.