Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.02.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 23 Samið fyrir hönd íþróttamanna? UPPHAF þessara skrifa er samningur sem undirritaður var milli Ólympíunefndar íslands og Reykjavik- urborgar þann 31. jan- úar síðastliðinn. Frá þessu var skýrt í ell- efufréttum Ríkissjón- varpsins þennan sama dag og á andlitum borgarstjóra og for- manns Ólympíunefnd- ar var augljóst að miklum áfanga hafði verið náð. Til að skýra í stuttu máli frá efni samn- ingsins gekk hann út á að Ólympíunefnd fær frí afnot af íþróttaaðstöðu borgarinnar til keppnishalds á Ólympíuleikum smáþjóða 1997, sem haldnir verða hér á landi. í staðinn mun Ólympíu- nefnd gera allt sem í hennar valdi stendur til að auglýsa höfuðborg- ina í tengslum við leikana, einkum þó á erlendum vettvangi. Mig lang- ar að óska Ingibjörgu og Júlíusi til hamingju. Þvílíkur samningur!!! Nú hafa Olympíunefnd og Reykja- víkurborg tryggt sína hagsmuni og keppendur leikanna blæða fyr- ir. Þar erum við komin að kjarna málins. Keppni afreksmanna Ellefu mánuði ársins æfir af- reksfólk í sundi íþrótt sína af mikl- um krafti. Keppnistímabilinu lýkur með ákveðnum hápunkti þar sem allt er lagt undir fyrir hámarksár- angur. Þeir bestu stefna á Ólymp- íuleika og Heimsmeistaramót, sem haldin eru til skiptis annað hvert ár. Þess í milli eru haldin Evrópu- meistaramót og mót á við Ólympíu- leika smáþjóða og þá eru upp talin þau mót sem mestu skipta. Ástæður fyrir mikilvægi þessara móta eru fyrst og fremst tvær og þær eru eftirfarandi: 1. Tryggt er að keppnisaðstæður séu þær bestu sem boðið er upp á í heiminum í dag. Líkurnar á því að hámarksárangur náist eru því meiri en ella. 2. Á mótin mætir það íþróttafólk sem lengst hefur náð í íþróttinni, til þess að keppa við góðar 'að- stæður í toppformi. Keppnisaðstaðan er undirstaða þess að stórmót geti farið fram því ef hún er ekki fyrir hendi mætir íþróttafólkið einfaldlega ekki á staðinn. Þetta á ekki aðeins við um sundíþróttina heldur allar íþróttir. Afreksfólk sem gerir kröf- ur til sjálfs sín gerir einnig kröfur um góða keppnisaðstöðu þegar það stefnir að hámarksárangri, svo að ellefu mánaða vinna fari ekki í súginn. Framgangur Olympíunefndar Islands Sumarið 1997 verða Ólympíu- leikar smáþjóða haldnir hér á landi með öllu sem því tilheyrir, þar með talinni sundkeppni. En hvar á að halda þessa sundkeppni? Sund- keppni Ólympíuleika smáþjóða á samkvæmt reglugerð að fara fram í 50 metra alþjóðlegri keppnislaug. Þrátt fyrir þá staðreynd vann fyrrverandi formaður Ólympíu- nefndar Islands, Gísli Halldórsson, að því af miklum kraftj, án sam- ráðs við Sundsamband íslands, að sundkeppni leikanna mætti fara fram í Sundhöll Reykjavíkur. Sundhöll Reykjavíkur er 25 metra sundlaug sem byggð var árið 1937. Laugin er í þeim gæðaflokki að íslenskir sundmenn kjósa að halda innanhúsmeistaramót sitt í sundi í Vestmannaeyjum. Arftaki Gísla Halldórssonar, Júl- íus Hafstein, virðist nú hafa tekið upp sömu vinnubrögð. Annað verð- ur ekki ráðið af fyrrnefndri frétt Ríkissjónvarpsins, því þar kom fram að sundkeppni leikanna færi að öllum líkindum fram í Laugar- dalslauginni. Ekkert samráð hefur verið haft við Sundsamband ís- lands varðandi þessa tilhögun, nema hvað SSÍ hefur ítrekað hald- ið því fram að aðstaðan þar sé ófullnægjandi. Laugardalslaugin er vissulega 50 metrar á lengd, en ölduhæðin í lauginni er u.þ.b. 20 cm á góðum sumardegi, veðrið er óútreiknanlegt og laugin ér of grunn til að uppfylla alþjóðlega staðla. Erlent sundfólk sem keppt hefur í Laugardalnum neitar að koma hingað aftur til keppni við sömu aðstæður vegna þess að tímarnir sem það fær þar eru mun verri en annars staðar, þrátt fyrir að sundfólkið sé í góðu formi. Formenn Ólympíunefndar, fyrr- verandi og núverandi, þykjast vinna að framgangi íþróttanna í landinu þegar þeir vinna að samn- ingum í nafni Olympíunefndar. En þegar þessir sömu menn setjast að samningaborðinu ijúka hags- munir íþróttafólksins út í veður og vind. Hagsmunir Ólympíunefndar og íþróttafólksins virðast því ekki fara mjög vei saman. Ingibjörg Sólrún hefur sjálfsagt skrifað und- ir samninginn í góðri trú um glæsi- lega landkynningu, en ég er hræddur um að sú landkynning gæti snúist upp í andhverfu sína. Arnar Rafn Birgisson Veiðileyfagjaldi af sjávarútvegi hafnað AÐ UNDANFORNU hefur verið mikil um- ræða í þjóðfélaginu um það hvort útgerðin í landinu skuli greiða gjald fyrir afnot af físki- stofnunum í fiskveiði- lögsögunni. Þá hefur til- laga um slíkt veiðileyfa- gjald verið lögð fram á Alþingi. Að mínu viti er þessi umræða á miklum villigötum og málflutn- ingur margra sem hafa tekið þátt í henni hefur vísað út og suður. Það skortir mikið á röksemd- ir fyrir slíkri gjaldtöku, mjög margar og misvís- andi hugmyndir hafa verið uppi um það með hvaða hætti gjaldtakan skuli framkvæmd og Það eru ekki ný sann- indi, segir Magnús Stefánsson, að út- gerðaraðilar hafi einir aðgang að fiskistofnum. hvernig því fjánnagni sem þannig innheimtist skuli ráðstafað. Þá hafa komið fram alls konar vísindi um það hve miklum fjármunum slík gjaldtaka skilaði. Ein af þeim röksemdum sem nefndar hafa verið fyrir innheimtu veiðileyfagjalds er að fáeinir útvaldir „sæ- greifar“ hafi einkaleyfi á nýtingu auðlindarinn- ar með úthlutun aflá- heimilda og því sé það réttlætismál að þeir greiði fyrir það gjald. í þessu sambandi er rétt að rifja það upp að í gegnum aldirnar hefur það verið svo að þeir einir hafa haft aðgang að fískistofnunum. Þess- ir aðilar greiða gjöld og skatta til samfélagsins og með þeirra atvinnu- rekstri koma fram ýmis margfeldisáhrif sem skila ríkissjóði tekjum í formi skatta og gjalda. Það er ljóst að innheimta veiðileyfa- gjalds myndi verða skattur á útgerð- ina í landinu og slíkt þolir útgerðin ekki í dag, þar sem afkoma greinar- innar er almennt slæm um þessar mundir. Slík skattlagning myndi einn- ig koma mjög illa við sjávarbyggðirn- ar úti um allt land, þar sem sjávarút- vegur er megin undirstaða byggðar. Með þeim árangri sem nú er að koma fram af þeirri stjórnun þorskveiða sem beitt hefur verið á undanfömum árum, má álykta að hagur útgerðar- innar í landinu geti vænkast á næstu ámm með auknum þorskveiðiheimild- um. Þá mun útgerðin væntanlega greiða meiri skatta og gjöld til ríkis- sjóðs og þannig mun þjóðin í heild njóta nýtingar fiskistofnanna. Af framansögðu og vegna ýmissa annarra röksemda sem ekki er rými til að telja til hér í þessari grein, verð- ur ekki fallist á að slíkur skattur skuli lagður á útgerðina nú. Hins vegar væri ekki úr vegi að fram fari um- ræða um það hvort innheimta skuli gjald af nýtingu auðlinda lands og sjávar almennt, svo sem vegna nýt- ihgar jarðhita og fallvatna, jarðefna og jafnvel vegna nýtingar afrétta þar sem sauðfé og hrossum er beitt. Slík umræða myndi leiða til niðurstöðu um það hvort innheimta skuli auð- lindaskatt almennt eða ekki. Meðal annars af þessum sökum verður að telja óeðlilegt að taka sjávarútveginn einn fyrir og leggja til að sú atvinnu- grein ein beri auðlindaskatt. Höfundur er alþingismaður Fram- sóknarflokks á Vesturlandi. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.490 Mikið úrval af allskonar buxum Opib 6 laugardögum Magnús Stefánsson Þegar forustumenn Qlympíunefndar setjast að samningaborðinu, segir Arnar Rafn Birgisson, ijúka hagsmunir íþróttafóiks- ins út í veður og vind. Að lokum „Hvað eru þessir sundmenn að væla?“ gætu nú einhveijir spurt. „Hvað myndu aðrir segja?“ spyr ég. Heimfærum þessar hörmungar yfir á aðrar íþróttir sem stundaðar eru hér á landi. Handboltamenn keppa ekki lengur utanhúss, knatt- spyrnumenn -spila ekki lengur á Melavellinum og skautahlauparar þjóðarinnar sætta sig ekki lengur við Reykjavíkurtjörn eina saman. Hvers vegna ættu þá sundmenn að sætta sig við þá aðstöðu sem þeim er boðin hér á landi? Og hvernig dettur mönnum í hug að erlendir sundmenn komi hingað til lands til að ná hámarksárangri? Það er út í hött. Bygging 50 metra alþjóðlegrar keppnislaugar í Reykjavík hefur verið blásin af, í bili a.m.k. Það er því ljóst að fullnægjandi aðstæð- ur til alþjóðlegs keppnishalds í sundi eru ekki fyrir hendi hér á landi. Annarra leiða þarf því að leita svo keppendur í sundi á Ólympíuleikum smáþjóða 1997 láti sjá sig. Ég bendi á að í löndunum allt í kringum okkur eru alþjóðleg- ar keppnislaugar sem taka mætti á leigu vegna mótshaldsins. Þannig væri hægt að tryggja_sundfólkinu alþjóðlega keppnisaðstöðu svo mótið geti með réttu kallast stór- mót. Eg skora á Ingibjörgu og Júlíus að ráðfæra sig við SSÍ um mál þetta svo finna megi á því viðunandi lausn. Júlíus þarf e.t.v. að skera sneið af sinni köku, en hveiju skiptir það þegar hagsmun- ir umbjóðanda hans eru í húfi. Höfundur er formaður sunddeild- ar KR og gjaldkeri SSÍ. á tœkni fyrír Kynning tölvunet 3Com býöur til kynningar um nettœkni s.s. ■ LAN Switching M Fast Ethernet MATM M Virtual networking Kynningin verbur haldin á Hótel Loftleibum, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 8:30 Vinsamlegast tilkyngið þátttöku til Bjarneyjar, ritara söludeildar EjS, í síma 563 3060 1 Ath. takmarkað sætaframboð! Sértilboð til Cancun 2 vikur -19. febrúar kr. 67.065 f sértilboði [ Beint leiguflug Tryggðu þér glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað í Cancun, Club Las Perlas, sem við kynnum nú á frábæru verði. Fallegur gististaður með öllum aðbúnaði, sjónvarp, sími, loftkæling og frábær staðsetning, þú gengur úr garðinum beint á ströndina. Frábær aðbúnaður, ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða, glæsilegir golfvellir, siglingar, köfun, tennis, pýramýdar, kynnisferðir og íslensk fararstjórn Heimsferða tryggja þér yndislega dvöl í paradís. Síðustu 8 sætin í þessa brottfór - bókaðu strax. Verð kr. 67.065 Verð m.v. hjón mcð bam. 2 vikur, 19. mars. Skattar innifaldir, ckki forfallagjald kr. 1.200 Verð kr. 74.950 Verð m.v. 2 í herbcrgi, Club Las Perlas, 2 vikur. 19. mars. Skattar innifaldir. ckki forfallagjaid kr. 1.200 Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.