Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1
¦ SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1996 BLAÐ STRÁKARNIR Á LITLA JÓIMI • STRÁKARNIR á Lítla Jóní, Róbert Gerorgsson og Sigurður Ániason, voru að landa línufiski í Sandgerði fyrir skdnunu. Þeir eru líklega með yngri trillukörl- um landsins, en ekki er að sjá að Morgunblaðið/Birgir Þorbjam&rson nngur aldur hái þeim. Þeir voru með ágætis afla og eiga Uklega eftir að draga margan fisk úr sjó. 12% verðlækkun á fiski á Fiskmarkaði Suðurnesja EFNI M- Aflabrögd 4 Aflayfirlitog staðsetning f iski- skipanna Togararnir Afli og aflaverð- mæti togaranna á síðasta ári Markadsmál Físco selur Karstadt fersk flök í loftskiptum umbúðum Erfiðleikar í vinnslu og mikið framboð valda mestu ERFIÐLEIKAR í vinnslu á bolfiski í landi og mikið framboð á fiski, einkum þorski í janúar, hafa valdið nokkurri verðlækkun á fiski á fiskmörkuðum. Verð á þorski á Fiskmarkaði Suðurnesja lækkaði um 13% miðað við sama mánuð í fyrra og verð á ýsu um 28%. Verð á ufsa hækkaði hins vegar um 7%. Aukning í magni milli þessara tveggja mánaða er mjög mikil, 77% í þorski, 88% í 'ýsu. Framboð af karfa rúm- lega tvöfaldaðist og þrefalt meira af ufsa fór nú um markaðinn. Alls jókst fram- boðið um 63% og verð lækkaði um 12%. Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri .Fiskmarkaðs Suður- nesja, segir að erfiðleikar í landvinnslu endurspeglist í þessari verðlækkun, en framboð af fiski í heildina, ekki bara á fiskmörkuðunum, ráði einnig miklu. Mun rtteirl þorskveiði „Verð á fiski hefur venjulega verið mjög hátt á fiskmörkuðunum í janúar, en nú bregður svo við að það lækkar miðað við sama mánuð í fyrra. Verðið er þó svipað og það var síðustu mán- uði síðasta árs. Hvað einstakar teg- undir varðar, veiddist mun meira af þorski nú en í janúar í fyrra. Þyí er bæði meira framboð á mörkuðunum og þeir, sem vinna af eigin skipum, þurfa síður að sækja sér þorsk á mark- aðina. Verð á ýsu hefur verið að lækka á erlendum mörkuðum, einkum verð á ferskri ýsu, sem farið hefur með flugi til Bandaríkjanna, og það hefur sín áhrif. Verð á ufsaafurðum hefur hins veg- ar farið hækkandi undanfarin misseri og þrátt fyrir þrefalt meira framboð í janúar, hækkar verðið um 7% og hefur reyndar hækkað um 56% frá því í jan- úar'1994. Núna komu nærri 400 tonn af karfa inn á markaðinn á móti 160 tonnum í janúar í fyrra og því lækkar verðið á honum um 11 til 16%. Verð á nánast öllum flatfiski hefur lækkað, enda eðlilegt þar sem verð á þessum tegundum hækkaði gífurlega á síðustu misserum og þar er toppnum væntan- lega náð," segir Ólafur Þór Jóhanns- son. Selt fyrlr 228 mllljónir í janúar Samtals fóru 2.660 tonn um Fisk- markað Suðurnesja í janúar síðastliðn- um að verðmæti 228,2 milljónir króna. I fyrra fóru 1.628 tonn að verðmæti 158,4 milljónir um markaðinn og í jan- úar 1994 1.833 tonn að verðmæti 175,2 milljónir. Meðalverð nú var 85,79, 97,28 í fyrra og 95,55 1994. Fréttir Mikið selt í Eyjum • REKSTUR Fiskmarkaðs Vestmannaeyja gekk mjög vel á síðasta ári og hagnað- ur ársins var um 11,2 millj- ónir, en heildartekjur fyrir- tækisins voru 74,3 milh'ónir. Á aðalfundi fiskmarkaðsins kom fram að árið 1995 var metár í sögu markaðarins. A árinu voru seld 12.500 tonn, sem var aukning um 5.400 tonn frá árinu 1994 og var heildarsöluverðmæti ársins 1995 855,2 milljónir, sem var 377 milljónum meira en árið á undan./2 Fisksalan tvöfölduð • Afkoma Fiskmarkaðs Hornafjarðar batnaði til muna niilli áranna 1994 og 1995. í seldu magni fór hann úr 3.287 tonnum í 6.067 sem er 84,5% en velt- an jókst heldur meira eða um 88,1%. Meðalverð í heild hækkaði og til muna sé litið til einstakra tegunda./3 60.000 tonna laxamegrun • SU ákvörðun Norðmanna að hætta eða minnka fóðr- un eldislaxins mun draga úr framleiðshmni á þessu ári um allt að 60.000 tonn eða sem nemur næstum allri framleiðslu skoskra laxeldisstöðva á síðasta ári. Norska sjávarútvegsráðu- neytið stefndi að því að draga úr framleiðslunni um 40.000 tonn en nú er talið, að'samdrátturinn verið á bilinu 52-60.000 tonn./5 Tölvuforrit fyrir sérvinnslu • TÖLVUFORRIT til notk- unar í frystihúsum við svo- kallaða sérvinnslu hef ur nú verið hannað af SH og fyrirtækinu Skyni í Reykja- vík. Það er komið í fyrstu útgáfu og hefur verið kynnt á verkstjórafundi SH, en t næsta verkefni er að fara betur yfir það með þeim vii mslusl j óriuti og að því loknu verður forritið af- hent öllum frystihúsum inn- an SH sem stunda flaka- vinnslii. Markmið sam- starfsins er að þróa tölvu- f orrit til notkunar í frysti- húsum./8 Markaðir Bretar kaupa minna af fiski • INNFLUTNINGUR Breta á isuðum fiski heldur áfram að dragast saman. I lok ágúst 1994 höfðu þeir flutt inn rúmlega 49.000 tonn af ísuðum fiski, en aðeins 40.500 tonn á sama tíma í fyrra. Utflutningur okkar á ísuðum fiski til Bretlands hefur á milli þessara tímabila dregizt verulega saman eða fallið úr 16.400 tonnum í 9.100. Á sama tíma auka Færeying- ar ferskf isksölu til Bretland um nærri 50% og voru komnir í 9.200 tonn. Þjóð- verjar auka sinn hlut einnig verulega, en írar eru stærstir með tæp 11.000 tonn og er það mest makríll. Innflutningur til Bretlands Ferstor fiskur janúar-ágúst1995 Jriandfro.9i6(onn; 27,0°/^ ^Færeyjar (9.202 y ísland (9. j 12 f) 2%Danmörkf3.337f) '7,2% Þýskaland (2.904 f) 12,3%Aðrir(4.997f) Samtals 40.468 tonn Hlutur Rússa í freðfiski stór Innflutníngur tii Bretlands Frosinn fiskur janúar-ágúst1995 RÚSSland (29.299 fonn) Noregur (25.3070 ísland (16.4901) i,6%Færeyjar (7.528 f) >,5% Danmörk (5.14J t) Aðtir (30.2231) Samtals 113.988 tonn • SAMDRÁTTUR er einnig í innflutningi á frystum fiski til Bretlands. llok ágúst 1994 höfðu þeir keypt 127.000 tonnen 114.000 í fyrra. Rússar eiga mestan hlut í þeim viðskiptum með 29.300 tonn.Næstkoma Norðmenn með 25.300 og loks við íslendingar með 16.500 tonn. Hlutur okkar hefur farið minnkandi, Norðmenn eru á svipuðu róli milli ára en Rússar auka hlut sinn verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.