Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Deilt á útleigu Landsbankans á fasteignum sem teknar hafa verið upp í skuldir Undirboð bankans grafa undan samkeppnisaðilum ÚTLEIGA Rekstrarfélagsins hf., dótturfélags Landsbankans, á þeim fasteignum sem Landsbankinn hefur tekið upp í skuldir á undanförnum árum, m.a. í tengslum við uppgjör Sambands íslenskra samvinnu- félaga, hefur valdið varanlegri rösk- un á leigumarkaðnum, að sögn Sig- urðar Antonssonar, framkvæmda- stjóra Nýborgar hf. Hann segir að bankinn hafi í raun stundað undir- boð á markaðnum og hafi hann heimildir fyrir því að verið sé að leigja eignir hans út á um 350 krón- ur á fermetra á mánuði, á meðan að eðlilegt verð sé talið vera á bilinu 800-1.000 krónur. Nýborg hefur byggt og leigt út húsnæði til atvinnurekstrar á undan- fömum árum og segir Sigurður að þegar eignir Landsbankans við Holtagarða, þar sem Mikligarður var áður til húsa, og við Fossháls 1, þar sem Bílaborg var áður til húsa, komu á leigumarkaðinn fyrir 2 árum hafi það valdið um 25-30% verðfalli á þessum markaði. „Enn í dag hefur markaðurinn ekki náð sér og býður Rekstrarfélag- ið húsnæðið á Fosshálsi 1 nú til leigu langt undir öllu eðlilegu markaðs- verði,“ segir Sigurður. „Starfsemi bankans á leigumarkaði er farin að raska verulega starfsemi fyrirtækja sem hafa byggt, leigt og selt hús- næði til atvinnurekstrar á sama markaði. Mér finnst það furðu sæta að Landsbankinn skuli ekki hafa reynt að selja þessar eignir fremur en að leigja.“ Sigurður segir að fasteignamat þessara eigna, sem séu yfir 29 þús- und fermetrar að stærð, sé um 1 milljarður króna, en ætla megi að markaðsvirði þeirra sé um 1,7 millj- arðar. „Ef þessi fjárhæð kæmi inn í rekstur bankans mætti ætla að ríkið þyrfti ekki að bæta eiginfjárstöðu bankans á komandi misserum, m.a. vegna skilyrða Evrópusambandsins." Ef tekið sé mið af rekstrarkostn- aði þessara eigna og greiðslu opin- berra gjalda, segir Sigurður að færa megi rök fyrir því að bankinn geti tapað rúmum milljarði króna á þess- ari leigustarfsemi á nokkrum árum. Meðal annars í ljósi þeirra vaxta- tekna sem bankinn gæti haft af þessu fjármagni í útlánum. „Mér finnst eðlilegt að spyija að því hvort það sé tilgangur ríkisbanka að stunda leigustarfsemi og hvort það sé sanngjarnt í frjálsri samkeppni að einstök atvinnufyrirtæki njóti í raun húsaleigustyrkja frá ríkinu til þess að styrkja samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum fyrirtækjum í sömu greinum," segir Sigurður. Neskaupstaður Samið um innheimtu fasteigna- gjalda NÝLEGA var undirritaður þjón- ustusamningur milli bæjarsjóðs Neskaupstaðar og Landsbank- ans. Samkvæmt samningnum mun útibú Landsbankans í Nes- kaupstað annast innheimtu allra fasteignagjalda, vegna álagningar ársins 1996, og ann- ast uppgjör við bæjarsjóð sam- kvæmt nánara samkomulagi. Þetta er fýrsti samningur sinnar tegundar sem gerður hef- ur verið á milli bæjarfélags og banka. Fram kemur í frétt að bankinn bjóði m.a. greiðsludreif- ingu gjaidanna á 12 mánuði. Nefnd semji áætl- un um bætta sam- RÍKISSTJÓRNIN hefur skipað framkvæmdanefnd um bætta sam- keppnisstöðu íslands sem ætlað er að leggja fram framkvæmdaáætl- un um bætta samkeppnisstöðu ís- lands. í nefndinni sitja Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, tilnefndur af fjármálaráðherra, og er hann formaður nefndarinnar, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf, tilnefndur af viðskipta- og iðn- aðarráðherra, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, tilnefndur af ut- anríkisráðherra og Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, til- nefndur af menntamálaráðherra. Ritstjóri framkvæmdaáætlunar- innar er Ólafur Davíðsson ráðu- neytisstjóri, tilnefndur af forsætis- ráðherra. Framkvæmdanefndinni er ætlað að yfirfara skýrslu starfshóps, sem fyrri ríkisstjórn fól að kanna sam- keppnisstöðu íslands gagnvart öðrum löndum og gera tillögur um hvernig megi styrkja hana. í þeim hópi áttu sæti Sigurður B. Stefáns- son, Geir A. Gunnlaugsson og Hörður Sigurgestsson. í skýrslu þess hóps, sem ekki verður gerð opinber, var einkum bent á þrenns konar úrbætur með það að markmiði að auka tekjur þjóðarinnar til jafns við aðrar þjóð- ir. í fyrsta lagi að efla almenna menntun og tækniþekkingu, í öðru lagi að auka samkeppni á flestum sviðum og í þriðja lagi að aðhalds og hófsemi verði gætt í fjármálum ríkisins og þau skipulögð til lengri tíma en áður. Samkvæmt upplýsingum úr fj ármálaráðuneytinu er fram- kvæmdanefndinni, sem þegar hef- ur tekið til starfa og búist er við að skili áætlun sinni í næsta mán- uði, ætlað að hafa náið samráð við þá hópa og fyrirtæki sem fjallað hafa um hvernig megi bæta sam- keppnisstöðu íslands. Helstu liðir í efnahagsreikningi Seðlabankans / milljónum króna Staða í lok tímabils Desember Janúar 1995 1996 Hreytlngar 1996 Frá (janúar aramotum Gjaldeyrisforði 20.832 22.304 1.472 1.472 Markaðsskráð verðbréf 21.499 22.705 1.206 1.206 Rikissjóðs 18.345 19.574 1.229 1.229 Annarra 3.154 3.131 ■23 -23 Kröfur á innlánsstofnanir 5.353 3.215 ■2.138 -2.138 Skuldaliðir: Erlendar skuldir til skamms tíma 6.700 7.657 957 957 Seðiar og mynt 5.955 5.370 ■595 -595 Almennar innstæður innlánsst. 1.739 1.827 88 88 Bundnar innstædur innlánsst. 6.325 6.432 107 107 Liðir til skýringar: GjaldeyrisstaOa SeOlabankans nettó: 14.132 14.847 515 515 Kröfur á ríkissjóð og ríkisstotn. nettó: 12.299 14.322 2.023 2.023 Grunnfé: 15.431 15.034 ■397 ■397 Gjaideyrisforði Seðlabankans jókst um tæpan 1,5 milljarða króna í janúar og var í lol: mánaðarins röskir 22 milljarðar króna. Úm einn milljarður þessarar aukningar skýrist hins vegar af aukningu í erlendum skammtímaskuldum og því styrktist gjaldeyrisstaðan minna. Heildareign bankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst um 1,2 milljarða, en spariskírteinaeign bankans lækkaði um 0,6 milljarða og í ríkisbráfum lækkaði eignin um 1,1 milljarð. Ríkisvíxlaeign jókst hins vegar um 2,9 milljarða. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 2,1 milljarð króna en nettókröfur á ríkissjóð jukust hins vegar um 2 milljarða. Grunnfé bankans lækkaði um 0,4 milljarða króna í janúar. Ýíl'L;lÍLl£í.eC.L tf:LLlLtLlLli! ’ J' t-UU í£íiíl>£Vl i5iirl : ■ ■...........*■ t EITT þeirra veggspjalda sem tilnefnt var til úrslita í keppninni. VEGGSPJÖLD, hönnuð af auglýs- ingastofunni Hvíta húsinu, voru nýlega tilnefnd í úrslit á alþjóð- legu auglýsingahátíðinni EPICA (Europe’s Premier Creative Aw- ards). Veggspjöldin voru unnin í tengslum við auglýsingaherferð- ina „Opnaðu þig“ sem Hvíta húsið vann fyrir Rauða krossinn, og var ætlað að vekja athygli barna og ungiinga á Trúnaðarlínu Rauða kross hússins. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er EPICA ein þekktasta Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna auglýsingahátíð heims. Meðal þátttakenda séu auglýsingar frá flestöllum Evrópuríkjum og er þetta í níunda sinn sem hátíðin er haldin. „Á hveiju ári er gefin út árbók þar sem allar tilnefning- ar í keppninni eru sýndar og því verða veggspjöld Hvíta hússins nú þar á meðal," segir Halldór. Hann segir þessa tilnefningu vera mikla viðurkenningu fyrir stofuna, en henni fylgi þó ekki nein markaðstækifæri erlendis. „Þetta sýnir okkar fyrst og fremst að vinnubrögð okkar jafnast á við það sem bestu aðilarnir á þessu sviði í Evrópu eru að gera.“ Kolbeinn næsti for- maður Verslunarráðs KOLBEINN Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf., er einn í kjöri til formanns Verslunarráðs Islands. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjó- vár-Almennra hf., sem gegnt hefur formannsstöðunni síðastliðin fjögur ár gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Bréfleg kosning til formanns og stjórnar Verslunarráðs stendur nú yfír og verða úrslit kynnt á aðal- fundi þess 15. febrúar næstkom- andi. Kosning til formanns er bund- in en óbundin til stjórnar þannig að í raun eru allir félagsmenn í kjöri. Alls verða nítján félagsmenn kosnir til stjórnar og jafnmargir í vara- stjórn. Að sögn Birgis Ármannsson- ar, starfsmanns Verslunarráðsins, hafa atkvæðaseðlar verið sendir út til allra félags- manna og renn- ur skilafrestur út miðvikudag- inn 14. febrúar kl. 17. Töluverð endurnýjun Ljóst er að töluverð end- urnýjun verður í stjórn ráðsins á aðalfundinum. Tíu af nítján aðal- stjórnarmönnum hyggjast ganga úr stjórninni og níu af nítján vara- stjórnarmönnum. Af þeim 38 manna hópi, sem myndar aðal- og varastjórn, munu því samtals nítj- án ekki gefa kost á sér að þessu sinni. Gula línan Slítur sam- starfi við Skýrr MIÐLUN ehf., sem rekur Gulu línuna, hefur hætt sam- starfi við Skýrr hf. um birt- ingu upplýsinga um fyrirtæki í upplýsingastandinum Aski. Að sögn Guðrúnar Sverris- dóttur hjá Miðlun, er þetta gert þar sem þetta samstarf hafi ekki skilað nægilega góðum árangji, að mati fyrir- tækisins. Guðrún segir að í fram-, haldinu verði unnið úr þessari tilraun og kannaðir þeir möguleikar sem eru í boði. Kolbeinn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.