Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 B 3 VIÐSKIPTI BM flutningar ehf. opna tollvörugeymslu við Holtagarða Nýjung á flutn- ingamarkaði PÉTUR Már Halldórsson hefur stýrt þróunar- og uppbyggingar- starfi tollvörugeymslu BM flutninga. Tollvörugeymsla BM flutn- inga var opnuð fyrir tveimur vikum og stend- ur nú yfir „prufukeyrsla" eins og Pétur kemst að orði. Hann segir að nokkrar vikur taki að koma starfseminni í fastar skorður og sníða af helstu agnúa áður en farið verður út í fullan rekstur. Formleg opnun er síðan ráðgerð í lok febr- úar eða byijun mars. Alhliða flutningsmiðlun BM flutningar eru sjálfstætt dótturfyrirtæki Samskipa og fer starfsemin fram í húsi. þeirra við Holtagarða. Að sögn Péturs eru BM flutningar alhliða flutning- smiðlun þar sem áhersla er lögð á að veita innflutningsfyrirtækjum alla þá þjónustu sem viðkemur flutningum. „Sérstök áhersla er lögð á að mæta þörfum þeirra inn- flytjenda, sem ekki flytja vörur sín- ar til landsins í fullum gámum. Við bjóðum þeim aðilum safngámaþjón- ustu þar sem vörusendingar margra aðila eru lestaðar saman í gáma. Við sinnum einnig forflutningum erlendis, skjalagerð, t.d. tollskjala- gerð, og flutningaráðgjöf. Fyrir- tækið hóf starfrækslu á eigin vöru- dreifingarmiðstöð fyrir rúmu ári og hefur reynslan af henni verið góð. Með því að sér nýta sér þjónustu Vörudreifingarmiðstöðvar BM flutninga geta innflutningsfyriri- tæki náð aukinni hagkvæmni og séð fasta kostnaðarliði í rekstri verða breytilega og tengda vöruflæði. Vörudreifingarmiðstöðin tekur við vörunni beint úr skipunum að lok- inni tollafgreiðslu og staðsetur hana í geymslu á hafnarbakkanum. Það- an er hún flutt beint á áfangastað. BM flutningar sjá þannig um birgðahaldið og gæta þess t.d. að aðrir vörueigendur fái ekki aðgang að birgðageymslunni og geti því ekki fylgst með birgðastöðu keppi- nauta sinna. Þessi þjónusta hefur fengið góðar viðtökur." Fljótlega eftir stofnun vörudreif- ingarmiðstöðvarinnar hófst undir- búningur að stofnun tollvöru- geymslu BM flutninga. Pétur segir að starfrækslan sé liður í frekari eflingu á alhliða flutningastarfsemi BM flutninga og Samskipa. BM flutningar sóttu formlega um leyfi til rekstursins til fjármálaráðuneyt- is í nóvember 1994 en endanlega var starfsemi ekki leyfð fyrr en í janúar sl. Að sögn Péturs er það bagalegt að hafa ekki getað opnað fyrr en mestu máli skipti að hún sé nú orðin að veruleika. Aukin samkeppni Pétur Már segir að með stofnun tollvörugeymslu BM flutninga sé stórt skref stigið í þá átt að bæta þjónustu við innflytjendur. „I raun hefur ekki verið um að ræða neina samkeppni í tollvörugeymslu fram að þessu. Tollvörugeymslan hf. hef- ur setið ein að þessum markaði með um eða yfir 90% hlutdeild. Þær litlu tolivörugeymslur, sem starfræktar eru í Hafnarfirði og Keflavík, hafa ekki náð því að. verða raunverulegir valkostir enda fer langmestur inn- flutningurinn um Reykjavíkurhöfn. Samkeppni hlýtur því að vera til góðs á þessum sviðum sem öðrum og innflytjendum jafnt sem neyt- endum til hagsbóta. Lægra verð Pétur Már segir að með áherslu á hagkvæmni sé stefnt að því að bjóða innflytjendum lægra verð en keppi- nautarnir gera. „Verðskrá Tollvöru- BM flutningar ehf. hófu í síðasta mánuði starf- rækslu tollvörugeymslu í Reykjavík. Pétur Már Halldórsson, sem stýrt hefur þróunar- og uppbyggingarstarfi geymslunnar segir að með henni sé ætlunin að auka þjónustu við innflytjendur sem getur aukið hagkvæmni í rekstri þeirra. ÚR tollvörugeymslu BM flutninga við Holtagarða. geymslunnar hf. er byggð þannig upp að innflytjendur taka klefa á leigu og greiða fasta leigu fyrir þá. Auk þess er 0,60% afgreiðslugjald innheimt af CIF verðmæti úttektar- innar. Við teljum að slíkt kerfi sé ekki heppilegt til að reikna gjald fyrir unna þjónustu. Með því kerfi geyma innflytjendur, sem gjarnan geyma dýran varning mun hærra gjald en eðlilegt getur talist að te- knu tilliti til þess tíma sem af- greiðsluferlið tekur. Við útfærum gjaldtökuna með öðrum hætti. Við byggjum fyrst og fremst á vinn- unni, sem inna þarf að hendi við geymslu og tollafgreiðslu vörunnar en ekki verðmæti. Þá greiðir vöru- eigandinn aðeins fyrir það hús- næði, sem hann notar á hveijum tíma. Það er' erfitt að bera saman verð í tveimur ólíkum gjaldkerfum en okkur sýnist að geymslukostnað- ur sé um 20% lægri hjá okkur en helsta keppinautnum. Munurinn á afgreiðslugjöldum getur verið ótrú- lega sláandi, þar sem verðmætur varningur á í hlut.“ Áhersla á gæði Pétur telur að nægur markaður sé fyrir aðra tollvörugeymslu í Reykjavík. „Fyrst og fremst viljum við bæta þjónustuna við viðskipta- vini okkar en auk þess hlýtur að vera rými fyrir annað fýrirtæki á þessum markaði ef það er sam- keppnishæft í verði og gæðum. Við höfum hannað geymsluna með það í huga að hámarka hagkvæmnina fyrir viðskiptavininn og einfalda alla afgreiðslu. Áhersla á áfengi Að sögn Péturs leggur tollvöru- geymsla BM flutninga mikla áherslu á að þjóna áfengisinnflytj- endum, sem þurfa nú sjálfir að annast innflutning og dreifingu eft- ir breytingar á áfengislögunum. „Áfengisinnflytjendur hafa mikla þörf fyrir að innflutningur þeirra sé hagkvæmur og í öruggum hönd- um. Áfengi er verðmæt vara en með tiltölulega litla álagningu og er einnig að mörgu leyti viðkvæm. í okkar geymslu er þess vandlega gætt að þar sé hitastig, sem henti víninu og sérstakur búnaður lætur vita ef óeðlilegar breytingar verða á því. Áfengisinnflytjendur eru áberandi í hópi þeirra, sem eru nú þegar komnir í viðskipti við okkur. Leiðandi fyrirtæki á sviði áfengis- innflutnings hafa nú ákveðið að nýta sér þjónustu BM flutninga frekar en annarra aðila,“ segir Pét- ur. Nýjungar í birgðahaldi Pétur Már segir að innflytjendur hafi hingað til mátt venjast því að þær vörur, sem geymdar eru í toll- vörugeymslu, séu skráðar við komu og geymdar undir ákveðnum tilvís- unarnúmerum. „Vörueigandi getur því átt sömu vörutegund skráða á mörgum stöðum í sínum birgðalist- um. Með þessu skráningarferli hef- ur ekki verið mögulegt að afgreiða nema vörur úr einni sendingu á hverri tollskýrslu. Þetta gerir að verkum að kostnaður við afgreiðsl- una er hærri en hann þyrfti að vera. Kerfi BM flutninga byggist hins vegar á því að þar er haldið utan um birgðir vörueiganda á því vöru- númeri, sem hann notar sjálfur. Það gerir öll samskipti og birgðahald mun einfaldara en áður hefur þekkst. Þegar vörueigandi afgreiðir vörur út úr tollvörugeymslu BM flutninga er mögulegt að setja sam- an á eina aðflutningsskýrslu vörur, sem eiga sér uppruna í mörgum sendingum. Þetta getur því einnig stórlækkað afgreiðslukostnað vöru- eigandans," segir Pétur Már. Vista skrifstofuhúsgögn sanMema ströngusto kiöfur um gæði, glæsileg! utlit og notagildí. Uppröðunarmöqulgkarnir eru fjölmargir og bjóða uppá góða starfsaðstöðu. innanhús- arkitekt okkar veitir faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu. Húsgagnagerð í 88 ár Smiðjuvegi 2 .Kópavogi ‘sfmi Rfi7>1 1 0 FJÁRMAGN S . 1... *Ml Itfllflll Margir gjaldmiðlar [yu,,a----------- Stuttur afgreiðslutími T-1 ‘V, - i1 Y " ' ? í IÐNLANASJOÐUR Á R M Ú LA 13 a • 155 REYKJAVÍK-SÍMI 588 6400 o K H O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.